Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. september 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Valgerður Tryggvadóttir í Morgunblaðinu: , ,I»að fylgdust fleírí með“ Lögreglumenn með gasgrímur fyrir utan Alþingishúsið 30. mars 1949. Ljósi varpað á atburðina 30. mars 1949 „Það fylgdust fleiri með“ er yfir- skrift greinar eftir Valgerði Tryggvadóttur (forsætisráðherra Þórhallssonar) í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Valgerður svarar grein Gísla Jónssonar, „Ég veit það, því ég var þar“ sem birtist í sama blaði í fyrra mánuði. Hér er um að ræða upprifjanir á atburðunum 30. mars 1949, „þegar Alþingi sam- þykkti inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið, með þeim afleið- ingum að tilvera þessarar þjóðar hefur gjörbreyst um ófyrirsjáan- lega framtíð“, segir Valgerður. í grein hennar er varpað nýju Ijósi á viðburði sem sjálfsagt koma ein- hverjum að óvörum. Valgerður Tryggvadóttir segir m.a. frá því að hún hafi sem auglýs- ingastjóri Ríkisútvarpsins fylgst vel með aðdraganda og átökunum sjálfum fyrir utan aiþingishúsið þennan dag, en þá var útvarpið til húsa í Landssímahúsinu við Austurvöll. Hart barið á hurðina Valgerður segir frá eftirfarandi: „Á þessum tíma giltu mjög strang- ar reglur um auglýsingaflutning, sem varðaði pólitísk mál, og oft var býsna erfitt að framfylgja þeim. Þetta átti ekki sízt við um allt, sem snerti væntanleg herstöðvamál. Fulltrúar „alþingis götunnar“ skiluðu auglýsingum um fundinn við Lækjargötu um morguninn, og eftir nokkurt þóf tókst að samræma hana þeim reglum sem bar að hlíta. Auglýsingastofan lokaði síðan kl. 11 svo að næði fengist til að ganga frá þeim auglýsingum, sem lesa átti í hádegisútvarpi. Á tólfta tímanum var hart barið á hurðina. Það var ekkert eins- dæmi, svo ég sinnti því engu. Enn var barið og nú meira en í fyrra skiptið. Kallað var á mig með nafni og nafn nefnt, sem mér var kunnugt - og raunar oft að góðu. Lauk ég upp, og var þá mættur fulltrúi þeirra, sem Gísli kallar „fjölda lýðræðissinna“ og var hann með auglýsingu, sem ég hafnaði, þar eð hún samræmdist ekki settum regl- um um tilkynningar varðandi póli- tísk málefni. En þessi kunningi minn var ekki á því að lát stöðva sig. Að lokum var útvarpsstjóri sóttur. Hann hlýddi á málavöxtu, brá sér síðan inn á skrifstofu sína með auglýsinguna, kom aftur og sagði mér að birta hana óbreytta.“ Hver sló hvern? Valgerður rifjar upp atburðina á Austurvelli og mótmælir þeirri túlkun Gísla Jónssonar að þeir sem stóðu vörð um Alþingishúsið hafi orðið fyrir svívirðilegu aðkasti „al- þingis götunnar" og staðið þar í að- dáunarverðri ró. Bendir hún á að hún hafi verið á fjórðu hæð í Landssímahúsinu og fylgst með atburðunum. Segir Val- gerður að öllum hafi lent saman svo til á augabragði. Engin leið var að sjá hver byrjaði, hver kast- aði grjóti í hvern, hver sló hvern, né hver var í „lífshættu“. Hins veg- ar hafi eingöngu menn frá „alþingi götunnar" verið handteknir. Síðan rifjar Valgerður upp við- burðina þegar Tryggvi Þórhallsson rauf þing árið 1931 og efnt var til óspekta við heimili hans að Tjarn- argötu. „Þeir sem fyrir því stóðu voru ekki „kommaskríll“, heldur þeir sömu aðilar sem árið 1949 sýndu aðhans (Gísla) .mati- „aðdáanlega ró“.'“ Umdeilanlegar aðfcrðir Valgerður lýkur grein sinni svo: „Atburðirnir 30. marz 1949 og innganga íslands í Atlantshafs- bandalagið, sem fylgdi í kjölfar þeirra, og þær aðferðir, sem beitt var til þess að knýja fram þá á- kvörðun, eru enn mjög umdcild mál meðal þjóðarinnar, og ég tel þá menn að meiri, sem upplýsa að hafa háð sitt „sálarstríð“ vegna þeirra atburða, sem þá áttu sér stað. Fáar þjóðir bera gæfu til algjörr- ar eindrægni um sín mál, og rætur þessara atburða má eflaust rekja aftur til síðustu heimsstyrjaldar og sjálfrar stofnunar lýðveldisins. Ég tel vafasamt að láta yfirbragð atburðanna blinda sig svo að menn tapi ró sinni og skynji ekki, að margar eru hliðar á hverju máli.“ -óg Eins og að líkum lætur voru það umræður um framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins, sem drýgstan tíma tóku á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Við höfum þegar birt hér í blaðinu ályktanir fundarins um markaðsmálin en hér fara á eftir ályktanir þær um framleiðslumál, sem fundurinn samþykkti. Alifugla- og svínarækt Aðalfundurinn... „leggur til að unnið verði að framleiðslustjórnun í alifugla- og svínarækt og verði fyrsta skrefið að draga úr frekari framleiðsluaukningu í þessum bú- greinum. Fundurinn telur eðlilegt að nú þegar verði hafnar viðræður um þetta mál milli viðkomandi sér- greinafélaga og Framleiðsluráðs. - Fundurinn telur að betri grund- völlur skapist til að þessar bú- greinar geti notið fyrirgreiðslu úr Kjarnfóðursjóði og öðrum trygg- ingasjóðum landbúnaðarins til að mæta tímabundnum erfiðleikum, ef betri tök nást á að aðlaga fram- leiðsluna að markaðnum á hverj- um tíma“. Kjarnfóðurgjald Aðalfundurinn.. „telur ekki fært að hverfa frá innheimtu kjarnfóðurgjalds við núverandi að- stæður. Innheimtu þess verði þó þannig háttað, að gjaldið komi sem jafnast niður á bændur, hvar sem þeir búa á landinu, annað hvort með því að það sé föst upphæð á hverja þyngdareiningu kjarn- fóðurs eða á einhvern þann hátt annan er tryggi jafna aðstöðu bænda. - Fundurinn telur greiðslur úr Kjarnfóðursjóði hafa nýst vel en álítur að tryggja beri rekstur Áburðarverksmiðju ríkiains fram- vegis á annan hátt en með greiðslum úr Kjarnfóðursjóði. Leggja ber áherslu á að fé sjóðsins sé notað til að treysta búrekstur þar sem erfiðleikar steðja að, m.a. með örum endurgreiðslum til bænda." Skógrækt Aðalfundurinn... „teluraðskóg- rækt geti orðið veigamikill þáttur í íslenskum landbúnaði. Því felur fundurinn stjórn sambandsins að vinna að því í samvinnu við Skóg- rækt ríkisins og Búnaðarfélag fs- lands að í tilefni af 40 ára afmæli íslenska lýðveldisins á næsta ári taki Alþingi upp sérstaka árlega fjárveitingu til skógræktar. Þeirri Hér má sjá nokkra af starfsmönnum Stéttarsambandsins ásamt öðrum ritstjóra Freys. Frá v.: Hákon Sigurgrímsson, Guðmundur Stefánsson, Árni Jónasson, Agnar Guðnason og Matthias Eggertsson. Mynd: AG. Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda: Sauðfé er víða undirstaða byggðarinnar fjárveitingu verði varið til að koma upp skógarteigum og/eða skjól- beltum á þeim bújörðum, sem skil- yrði hafa til þess“. Eggjasala Aðalfundurinn...“ lýsir stuðn- ingi sínum við þá ákvörðun Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að við- urkenna Samband eggjafram - leiðenda sem heildsöluaðila fyrir egg. - Nauðsyn ber til að koma skipulagi á sölu og dreifingu eggja í landinu, en það er forsenda þess að ná raunhæfri stjórn á fram- leiðslunni". Aðalfundurinn... „óskar eftir að kannað verði réttmæti fullyrðinga um að ólöglegur innflutningur landbúnaðarvara til landsins eigi sér stað, þar með talinn innflutn- ingur eggja og vinnsluvara úr þeim. Ef slík könnun leiðir í ljós þær full- yrðingar séu á rökum reistar beinir fundurinn því til Framleiðslurráðs landbúnaðarins að það beiti sér fyrir að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir slík lögbrot, með hertu eftirliti og beitingu við- urlaga“. Sauðfjárbúskapur Aðalfundurinn... „vekur athygli á að sauðfjárbúskapur er í mörgum héruðum landsins undirstaða byggðar og takmarkaðir mögu- leikar á öðrum búgreinum. Því tel- ur fundurinn að frekari samdráttur í sauðfjárrækt en orðinn er megi ekki verða hjá þeim, sem byggja afkomu sína á henni. Ef til fækkun- ar sauðfjár kemur frá því sem orðið er, ber nauðsyn til þess að hún verði í þéttbýli og hjá þeim bænd- um, sem hafa sauðfjárrækt sem aukabúgrein. Einnig verði tekið fullt tillit til landgæða og ástands beitilanda í þessu efni“. Aðalfundurinn... „telur að á- fram skuli beitt kvótakerfi ásamt innheimtu kjarnfóðurgjalds til framleiðslustjórnunar í landbún- aði. Fundurinn telur þó, að nú sé svo ástatt að ekkert megi út af bera ef framleiðsla mjólkur á að fullnægja markaðnum á komandi vetri, og telur brýnt að bændur kappkosti að draga ekki úr fram- leiðslu meðan það ástand varir. - Því hvetur fundurinn til að útborg- un á mjólk á næstu mánuðum verði hækkuð svo sem nokkur kostur er og að ákvörðun Framleiðsluráðs um að endurgreiða af kjarnfóður- gjaldi 50 aura á innveginn mjólkur- lítra frá 1. sept. verði endurskoðuð og greiðslan hækkuð eins fljótt og ástæður leyfa“. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.