Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÖVILJINN Miðvikudagur 21. september 1983 Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarsnn. Símavarsla: Slgríður Krístjánsdóttlr, Margrét Guömundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bllstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prant. Prentun: Blaöaprent h.f. Lyfin A sama tíma og forsætisráðherrann ferðast um landið og boðar fagnaðarerindið um hve mikið ríkis- stjórnin sé að gera fyrir þig heldur hinn napri veruleiki áfram sína beinu braut. Afleiðingar kjaraskerðingar- innar og þrengingastefnu stjórnvalda birtast daglega á mörgum sviðum. í gær skýrði Þjóðviljinn frá hækkunum á lyfjum sem heilbrigðisráðherrann hafði reynt í fela í frumskógi reglugerðarmáls. Þegar ríkisútvarpið var svo í gær- morgun að tíunda fréttir úr dagblöðunum kaus það auövitað að hlýða ráðherranum og hylma líka yfir þess- ar hækkanir. Hlustendur ríkisútvarpsins fengu ekki að vita hve mikið lyf og læknisþjónusta hafa hækkað und- anfarna daga. ! I frétt Þjóðviljans kom fram að greiðslur almennings í vegna innlendra lyfja hafa í þessum mánuði hækkað um | nærri 100%. Á sama tíma og kaupið og lífeyrir gamla j fólksins standa óbreytt sýnir þessi hækkun vel grund- j vallareðli stjórnarstefnunnar. i l Lœknishjálpin j Markmið ríkisstjórnarinnar er að láta almenning í! landinu borga brúsann og hefja lögmál markaðskrepp- j unnar til vegs í heilbrigðisþjónustunni birtist líka í stór- i felldum hækkunum á hvers kyns læknishjálp. j Fyrr í þessum mánuði voru gjöld sjúklinga, sem í hljóta almenna læknishjálp, hækkuð um tugi prósenta. Fjölskyldur sem þurfa oft að leita læknishjálpar verða nú að greiða árlega þúsundum króna meira fyrir lyfja- gjöf og læknisþjónustu. Þetta er nú ríkisstjórnin að gera fyrir þig. Húsnœðið I Kjarakreppa almennings birtist einnig á fleiri svið- j um. Þrátt fyrir loforðaleik ráðherranna um úrbætur í j húsnæðismálum fer ástandið hjá húsbyggjendum hríð- j versnandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokk- j urinn Iofuðu húsbyggjendum gulli og grænum skógum í; síðustu kosningum. Áldrei hefur ástandið verið verra. í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær var greint frá því að fjöldi húsbyggjenda hefur neyðst til þess að gefast upp í miðjum klíðum og selja hálfbyggð hús langt undir j kostnaðarverði. Stjórnarstefnan hrekur því húsbyggj- j endur í stórum stíl út í hreint fjárhagslegt tjón. Bílarnir Húsnæði og bifreið hafa á undanförnum árum verið 1 frumþáttur í kjaragrundvelli almennings. Kjarakrepp- ; an birtist nú á þessum báðum sviðum. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að þúsundir bifreiðaeigenda eru ; komnir í greiðsluþrot. Fólkið hefur ekki lengur efni á j að greiða tryggingargjöldin eða borga minniháttar við- i gerðir sem nauðsynlegar eru til að bílarnir fáist skoðað- j ir- . . ! Hillurnar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, sem nú eru að : fyllast af númerum þeirra sem komnir eru í greiðslu- I þrot, eru sláandi vitnisburður um það ástand sem e að j skapast í þjóðfélaginu. Og svo spyr forsætisráðherrann bifreiðaeigendur: Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir Þig? Uppboðin Staðfesting þrotabússtefnunnar birtist svo einnig í nýútkomnu Lögbirtingarblaði. Þar eru hundruð auglýsinga um nauðungaruppboð á eignum almenn- ings. Það er hlálegt að séreignastefna Sjálfstæðisflokks- ins skuli leiða hundruð fjölskyldna í landinu inn á uppboðssíðurnar í Lögbirtingarblaðinu. Það sýnir bet- ur en flest annað hið hróplega misræmi milli orða og verka. ór. klippt Ný byggðastefna í opinberum skýrslum er þegar farið að gera ráð fyrir tekjuauka af framkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli svo hundruðum miljóna skiptir. Það er hin nýja byggða- stefna sem landsmenn eiga eftir að kynnast. Almennur samdrátt- ur í atvinnu um allt land mun að öllum líkindum leiða til ásóknar í Vallarvinnu á Suðurnesjum með tilheyrandi búseturöskun og mis- vísun milli atvinnugreina. Og þó er vandinn ærinn á Suðurnesjum og kyrkingur í atvinnustarfsemi sem má rekja til sambýlisins við herinn. Guðbergur Ingólfsson fiskverkandi í Garðinum lýsir þessum vandkvæðum í viðtali við Keili 16. september sl.: Maður hélt að mannekla og atvinnuleysi færi ekki saman „Manneklan er okkar stærsti höfuðverkur. Við erum með 150 manns í vinnu. Hérna í verkun- inni þurfum við 65 manns. Þegar skólinn byrjaði hættu 30. Ég er búinn að auglýsa, biðja fólk að tala við kunningjana, yfirleitt reynt alla skapaða hluti, fengum tvo menn. Á sama tíma auglýst- um við eftir bflstjóra á vörubíí og 18 sóttu um. í Keflavík voru 20- 30 manns á atvinnuleysisskrá, enginn þeirra fékkst í vinnu. Þeg- ar Hagkaup opnaði nýja verslun í Njarðvík komust færri í störf en vildu. Hér hjá okkur er unnið til 10 á hverju kvöldi þessa dagana og því meiri tekjumöguleikar en t.d. í verslunum eða á Vellinum sem keppir við okkur um vinnu- afl. Fólk segist ekki hafa áhuga á miklum tekjum, það fari allt í skatta, það vill heldur ganga atvinnulaust en að fara í fisk- vinnu, eða er ef til vill eitthvað bogið við þær reglur sem atvinnu- leysisstyrkur er greiddur eftir? Er skattakerfið orðinn dragbítur á vinnuvilja fólks? Það er von að maður spyrji, einhvernveginn fínnst manni að mannekla og at- vinnuleysi eigi ekki að fara sam- an, en það gerir það.,Við höfum verið með rútu í gangi undanfarin ár á milli Keflavíkur og Garðsins, um 50-80 manns úr Keflavík vinna hjá okkur að staðaldri. Það hefur oft verið eriftt að fá mann- skap í vinnsluna en ég hef aldrei kynnst öðru eins og því sem nú er og við erum ekki einir um þetta, alls staðar í kringum okkur vant- ar fólk í fiskvinnu. Augljóst ér t.d. að stöðvarnar hér í Garðin- um eru orðnar of stórar miðað við vinnuaflsframboðið og því erum við að hugsa um að setja annan skuttogarann okkar á rækju, við þorum ekki að taka aflann á land af hættu við að hafa ekki mannskap til að vinna hann.” Ég sé alltaf eftir ungum mönn- um í vinnu uppá Völl „Það er erfitt að keppa við Völl- inn um vinnuafl, jafnvel þótt tekjumöguleikarnir séu mun meiri í fiskvinnslunni virðist það ekki hafa neitt að segja, þar spila eflaust skattareglur inní, það er orðið svart þegar ekki borgar sig að vinna fyrir hærri tekjum. Manni finnst alltaf jafn sárt að sjá á eftir ungum mönnum sem fara í vinnu uppá Völl, þeir koma yfir- leitt ekki þaðan aftur, ef svo má að orði komast. En það er fleira sem maður á erfitt með að skilja, verkalýðsfélagið í Keflavík vill kaupa hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum, mérfinnst miklu skynsamlegra að-það kaupi stóra frystihúsið í Keflavík og tryggi þannig stöðugri atvinnu, því þú mátt bera mig fyrir því að það er andskotann ekkert meira mál að reka það frystihús en Verktakana svo vel sé. Annars gerir það mann bjartsýnni á framtíð sjávar- útvegsins að ungir menn ráðast í stórvirki t.d. hér í Garðinum enn þann dag í dag. Hér er gamalt og gott fyrirtæki Sveinbjörns Árna- sonar í Kothúsum og það kom ungur maður úr Hafnarfirði sem rekur það nú með miklum krafti, kominn með skuttogara og stór- an bát. Njáll Benediktsson, góð- ur vinur minn er nýlega hættur, og tveir ungir synir hans teknir við rekstrinum og þeir drífa þetta áfram, - svona á þetta að vera.” -e.k.h. Svarað með árásum Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann ber sig upp undan „rógskrifum” Þjóðviljans í garð forystumanna Samtaka áhuga- manna um áfengismál. Það er undarlegur samsetningur eins og fleira sem frá þessum forystu- mönnum kemur. { stað þess að gera hreint fyrir sínum dyrum er offorsið og árásargirnin í fyrir- rúmi. En spyrja má hversvegna þeir forystumenn SÁÁ og aðrir er í forsvari hafa verið með ein- hverjum hætti í sambandi við sjúkrastöð SÁÁ svara ekki spurningum blaðamanna, láta ekki ná í sig, og vilja ekki gefa svör við -spurningum sem risið hafa vegna húsgagnakaupa og fjársöfnunar til sjúkrastöðvar- innar. Þrátt fyrir eftirleit Þjóð- viljans hefur aðeins einn þessara manna verið fús til þess að gefa sína sýn á málið og voru yfirlýs- ingar hans að sjálfsögðu birtar orðréttar í blaðinu. Óljóst um fjármál Sigurður Þ. Guðmundsson læknir skrifar ádrepu í Tímann um SÁÁ-málin, og segir að skýr- ingar SÁÁ manna á húsgagna- kaupunum séu gott dæmi um hvemig þeir forklúðri hverju mál- inu á fætur öðru. „Það virðast hálfgerðir viðvaningar sem ann- ast mál fyrir SÁÁ sem ekki geta komið málum sínum skammlaust fyrir almenning þannig að hann skilji þeirra röksemdir og fái smám saman traust á gerðum þessara manna.” Sigurður ber síðan saman hvernig SÁÁ og Krabbameinsfé- lagið hafa staðið að sínum söfn- unum, og bendir á að það séu að- ferðir og meðul SÁÁ manna við safnanirnar sem valdið hafi and- byr en ekki andúð á málstað þeirra. SÁÁ kaus að kaupa sér þjónustu athafnamanns og fyrir- tækis „sem enga reynslu virðist hafa í verkum af þessu tagi”. „Enn sem fyrr eru SÁÁ menn mjög óljósir í öllum sínum svörum um fjármál. Þeir virðast einhvernveginn vilja dylja með óljósum orðum hvað þessi söfnun kostaði eiginlega. Af fréttum í Tímanum má þó ráða að ekki sé fjarri að kostnaður sé kominn upp í 30% af söfnunarfé eða gjafa- loforðum. Hvort um er að ræða er ekki gott að sjá.” 30% eða 3% Til samanburðar nefnir Sigurð- ur að kostnaður við nýafstaðna söfnun Krabbameinsfélagsins hafi verið 3% eða einn tíundi hluti þess sem hann virðist hafa orðið hjá SÁÁ, þó að þar séu ekki öll kurl komin til grafar. „Væri ekki rétt hjá SÁÁ mönnum að líta í eigin barm og hætta að kenna öðrum um þau mistök sem þeir hafa gert og snúa sér þess í stað að því að skilja þjóðarsálina. Þeir geta áreiðan- lega reitt sig á aðstoð ýmissa sem sýnt hafa að þeir kunna sín verk: Krabbameinsfélagsins, Rauða krossins, Hjálparstofnunar kirkj- unnar, SÍBS, DAS, Hjartavemd- ar, Slysavarnarfélagsins, svo nokkur dæmi séu nefnd”, segir Sigurður Þ. Guðmundsson. Við þetta mætti bæta ósk um að stjórn SÁÁ láti óháðan aðila semja ýt- arlega greinargerð urri söfnunina, ráðstöfun söfnunarfjárins og framkvæmdirnar, þannig að al- menningur geti aftur öðlast traust á þessum þarfa félagsskap. -e.k.h. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. pitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ, Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.