Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Sérstök leyfi til út og innflutnings Svavar Gestsson hefur flutt frumvarp til laga á alþingi um breytingu á lögum um verslunar- atvinnu. Tilgangur þess er að sér- stök leyfi þurfi til að menn geti stundað innflutnings- og útflutn- ingsverslun. I greinargerð með frumvarp- inu segir að engar éða í mesta lagi Lög um Sex þingmenn hafa á Alþingi lagt til að lög frá 1936 um lokun- artíma sölubúða falli úr gildi. Vil- mundur Gylfason, Guðrún Helg- adóttir og Árni Gunnarsson fluttu frumvarp um sama efni á 104. löggjafarþinginu en það var þá ekki útrætt. Nú flytja Kjartan Jóhannsson, Guðrún Helgadótt- ir, Karvel Pálmason, Guðmund- ur Einarsson, Jón Baldvin Hann- ibalsson og Kristín S. Kvaran til- gagnslitlar reglur gildi um út- hlutun leyfa til innflutningsversl- unar. Stjórnvöld hafi á liðnum árum iðulega farið ofan í saumana á innflutningsverslun- inni og sé frumvarpið flutt í fram- haldi af skýrslu um þessi mál sem út kom 1978. lögu um að lög um lokunatíma verði felld úr gildi „svo samtök kaupmanna og starfsmanna í verslunum fái að veita neytend- um þá þjónustu sem best hentar þeim hverju sinni án afskipta stjórnvalda". í greinargerð segja flutnings- menn að Kaupmannasamtökin séu nú ekki lengur eins andvíg frjálsum opnunartíma og áður. í athugun sem gerð var á inn- flutningsversluninni á tímum vinstri stjórnarinnar árið 1978 kom fram að innkaupsverð á vörum til íslands var mjög hátt og að ástæðan væri einkum umboðs- laun, milliliðir ýmiss konar, óhagkvæmni og fleira. Þá kom Yfirgnæfandi meirihluti borgar- fulltrúa í Reykjavík vilji rýmri reglur. Þessvegna beri að afnema þau lög er óviðundandi reglur eru byggðar á. I greinargerð sem fylgdi sam- hljóða frumvarpi á tveimur sl. þingum er bent á að óþarft sé að hafa í gildi lög sem heimila sveitarstjórnum að setja reglur um lokunartíma sölubúða, því að fram að verulega skortir á að um- boðslaun skili sér inn í landið. Með markvissum aðgerðum mætti bæta þá óheilbrigðu við- skiptahætti sem viðgengist hafi í innflutningsversluninni og lækka með því vöruverð og draga úr gj aldeyrisey ðslunni. verkalýðsfélög hafi nú alla að- stöðu til þess að verja umbjóð- endur sína óhóflegu vinnuálagi. Þá hafi hagsmunir neytenda breyst með róttækum hætti með því að æ algengara verður að bæði hjóna starfi utan heimilis. Frjálsræði og sveigjanleiki í opn- unartíma geti og orðið til hags- bóta fyrir „kaupmanninn á horn- inu“ - ekh lokunartíma búða afnumin Fyrir skömmu komu kaupmenn saman til hádegisverðar ásamt viðskipta ráðherra og öðrum forráðamönnum í verslunar- og viðskiptamálum. Þá' tök Ijósmyndari Þjóðviljans eik þessa mynd. Hver verður afstaða þessara manna til frumvarpanna sem lögð hafa verið fram á Alþingi? Lagafrumvörp um breytingar á verslun Landsfundur AB: Fulltruar frá ABR Á félagsfundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, s.l. miðvikudag voru kjörnir 72 fulltrúar félagsins á landsfund AB og jafn margir til vara. Landsfundurinn verður haldinn í Reykjavík 17.-20. nóv. n.k. Aðalfulltrúar eru (atkvæðatala er í svigum): Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi (62), Álf- heiður Ingadóttir blaðamaður (55), Árni Bergmann ritstjóri Félag forræðislausra feðra hefur haldið aðalfund. Tekin var ákvörðun um: 1) Sameiginlega lögfræðinga til handa félags- mönnum; 2) Félagsmenn hafa ákveðið að svokölluð barnalög verði skoðuð, leiðrétt og bætt þar sem þau eru mjög mjög gölluð, óskýr og jafnvel óréttlát; 3) Fé- lagsmenn leggja enn á ný áherslu á það ranglæti sem enn í dag blas- ir við okkur, því þótt svo að jafnrétti sé staðreynd á pappír er það því miður ekki í raun. (44), Arnór Pétursson fulltrúi (58), Arthúr Morthens kennari (69), Ásmundur S. Hilmarsson tré- smiður (37), Ásmundur Stefánsson forseti ÁSÍ (58), Auður Styrkárs- dóttir stjórnmálafræðingur (49), Baldur Öskarsson framkvæmda- stjóri AB (53), Bergþóra Gísla- dóttir sérkennslufulltrúi (50), Bjargey Elíasdóttir fóstra (59), Björn Arnórsson hagfræðingur (51), Borghildur Jósúadóttir kenn- ari (57), Böðvar Pétursson versl- unarmaður (37), Einar Karl Har- aldsson ritstjóri (55), Einar Ol- geirsson fyrrv. alþingismaður (38), Elísabet Þorgeirsdóttir ritstjóri (56), Emil Bóasson landfræðingur (51), Erling Ólafsson kennari (37), Erlingur Viggósson skipasmiður (62), Esther Jónsdóttir varafor- maður Sóknar (54), Gerður Ósk- arsdóttir kennari (47), Grétar Þor- steinsso’n formaður Trésmíðafé- lags Reykjavíkur (62), Guðbjörg Sigurðardóttir iðnverkakona (55), Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmíðasambandsins (41), Guðmundur J. Guðmundsson al- þingismaður (36), Guðmundur Jónsson verslunarmaður (38), Guðmundur Þ. Jónsson borgar- fulltrúi (44), Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi (65), Guðrún Hall- grímsdóttir verkfræðingur (56), Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur (59), Gunnar Guttormsson deildarstjóri (37), Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB (50), Helgi G. Samúelsson, verkfræðingur (39), Helgi Hjörvar nemi (45), Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur (40), Kjartan Ól- afsson ritstjóri (36), Kristín Guð- björnsdóttir ritari (41), Kristín Á. Ólafsdóttir útbreiðslustjóri (68), Kristján Valdimarsson starfsmað- ur ABR (56), Lára Jóna Þor- steinsdóttir bankamaður (43), .Lena M. Rist kennari (43), Mar- grét S. Björnsdóttir þjóðfélags- fræðingur (65), Ólafur Ástgeirsson nemi (40), Ólafur Ólafsson fram- kvæmdastjóri (57), Ólöf Ríkarðs- dóttir fulltrúi (56), Óskar Guð- mundsson blaðamaður (48), Pétur Reimarsson verkfræðingur (55), Ragnar Árnason hagfræðingur (49), Ragnar Baldursson kennari (45), Ragnar A. Þórsson verka- maður (36), Sigurður G. Tómas- son fulltrúi (38), Sigurjón Péturs- son borgarfulltrúi (53), Silja Aðal- steinsdóttir bókmenntafræðingur (53), Skúli Thoroddsen lögfræð- ingur (58), Snorri Styrkársson fisk- tæknir (48), Stefán Stefánsson full- trúi (37), Stefanía Harðardóttir fulltrúi (49), Steinunn Jóhannes- dóttir leikari (40), Svanur Krist- jánsson prófessor (56), Svavar Gestsson alþingismaður (72), Sölvi; Ólafsson prentari (48), Tryggvi; Þór Aðalsteinsson húsgagnasmið- ur (62), Úlfar Þormóðsson rithöf- undur (53), Vernharður Linnet kennari (43), Vigfús Geirdal upp- lýsingafulltrúi (43), Vilborg Harð- ardóttir fræðslufulltrúi (52), Þor- björn Broddason dósent (63), Þor- björn Guðmundsson trésmiður (39), Þráinn Bertelsson kvikmynd- aleikstjóri (41), Þröstur Ólafsson frarrtkvæmdastjóri (41), Ævar Kjartansson dagskrárfulltrúi (50). Varamenn voru kjörnir í eftir- farandi röð: 1. Haukur Már Har- aldsson prentari, 2. Ingibjörg Jóns- dóttir skrifstofumaður, 3. Sigurður Einarsson nemi, 4. Loftur Gutt- ormsson lektor, 5. Gunnar Gunn- arsson framkvæmdastjóri, 6. Snorri Bergmann nemi, 7. Guð- finna Eydal sálfræðingur, 8. Óttar M. Jóhannsson gæslumaður, 9. Hanna K. Stefánsdóttir kennari, 10. Hjalti Kristgeirsson hagfræð- ingur, 11. Gísli B. Björnsson auglýsingateiknari, 12. GunnarH. Gunnarsson verkfræðingur, 13. Úrsúla Sonnenfeldt skristofumað- ur, 14. Hörður Bergmann náms- stjóri, 15. Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur, 16. Ingólfur S. Ingólfs- son vélstjóri, 17. Haraldur Jónsson nemi, 18. Stefán Thors arkitekt, 19. Gunnar Karlsson prófessor og 20. Einar Matthíasson tæknifræð- ingur. Aðalfundur Skálholts- skólafélagsins Skálholtsskólafélagið heldur að- alfund sinn í dag, föstudaginn 21. okt., í samkomusal Hallgríms- kirkju kl. hálf níu síðdegis. Á fund- inum fara fram venjuleg aðalfund- arstörf. Skálholtsskólafélagið er landsfé- lag, stofnað 1969 „til undirbúnings og eflingar kristilegum lýðháskóla í Skálholti", eins og stendur í fyrstu fundargerð félagsins. í félaginu er níu manna stjórn, þar af einn stjórnarmaður fyrir hvern landsfjórðung. Stjórn félags- ins skipa nú: Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, sem er for- maður, Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri, ritari og séra Magnús Guðjónsson, biskupsritari, gjald- keri. Auk þeirra eru í stjórn félags- ins þeir séra Pétur Sigurgeirsson, biskup, séra Guðmundur Óli Ól- afsson Skálholti, sem er varafor- maður, séra Lárus Þ. Guðmunds- son Holti, Steinar Þórðarson, kennaraskólanemi Egilsstöðum, Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri, Selfossi og séra Hjalti Guðmunds- son, Reykjavík. Samkvæmt lögum félagsins ganga þrír menn úr stjórninni þriðja hvert ár og að þessu sinni eru það þeir sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og Þór- arinn Þórarinsson, sem verið hefur formaður Skálholtsskólafélagsins frá upphafi, en hann mun nú biðj- ast undan endurkosningu fyrir aldurs sakir. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn. - mhg Tvísýn barátta í átta landa keppninni___________ ísland vann Pólland Hörö lokabarátta framundan Islendingar unnu Pólvcrja í átta landa skákkeppninni í Osló í gær með 3'A vinningi gegn 2‘A. Pólverj- ar eru efstir með 17'A vinning, þeg- ar tvær umferðir eru eftir, en Is- lendingar eru með 15'A vinning auk tveggja biðskáka sem þeir eiga góða möguleika í, þannig að ekki skilur mikið á milli. f keppninni við Pólverja gerðu þeir Guðmundur, Margeir og Helgi jafntefli, Jóhann Hjartar og Karl Þorsteins unnu sínar skákir en Áslaug tapaði. Þá vann Helgi Ólafsson biðskák sína við Norðmanninn en Jóhann tapaði, hvað aldrei hefði átt að ger- ast í stöðunni. Staðan er þannig þegar tvær um- ferðir eru eftir að Pólverjar eru í efsta sæti með 1772 v. í öðru sæti eru V-Þjóðverjar með 17 vinninga og 2 biðskákir. Danir og Svíar eru í þriðja til fjórða sæti með 17 vinn- inga. í fimmta sæti eru Norðmenn með 1672 vinning og tvær biðskákir og í sjötta sæti eru Islendingar með 1572 vinning og tvær biðskákir eins- og áður sagði. íslendingar eiga eftir að keppa við frændurna Dani og Færeyinga en þeim hefur gengið heldur miður í þessari tvísýnu keppni. Keppendur búa um borð í skipi í Oslóarhöfn og ber það nafn Há- konar jarls. HeimildarmaðurÞjóð- viljans um borð í Hákoni Jarli, sagði að íslensku keppendunum hefði ekki orðið alvarlega meint af vistinni um borð. - óg/hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.