Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 21. október 1983 i ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
BLAÐAUKI
Höskuldur Ásgeirsson og Gylfi Aðalsteinsson við MAREL-rafeindavogina.
að ná sem hæstri nýtingu auk þess
að snyrt sé í sem verðmætastar
pakkningar. Vog nr. 4 er skrán-
ingarvog sem skráir öll gögn um
hve mikið hefur komið af fiski til
snyrtingar á hverju snyrtiborði
fyrir sig og síðan skráir hún einnig
hversu mikið magn kemur frá sama
borði sundurliðað eftir pakkning-
um. Þar með er hægt að fylgjast
með nýtingu og hlutfallslegri skipt-
ingu hráefnis í pakkningar frá
hverju einstöku borði. Þessar upp-
lýsingar eru einnig lagðar til grund-
vallar við útreikning á nýtingar-
bónus í snyrtingu.
Vog nr. 5 er ætluð til vigtunar í
öskjur, en þar hafa rafeindavogirn-
ar sýnt sig og vigtað mun ná-
kvæmar en aðrar vogir, þannig að
lækka má yfirvigt um V2-IV2 án þess
að hætta á að undirvigt aukist.
Auk þessara rafvoga er einnig
unnið að tímaskráningarstöð er
tengist safnstöðinni, en þar verður
viðverutími og vinnustaður hvers
starfsmanns í fiskverkunarstöðinni
skráður, þannig að hægt verði að
tölvuvinna alla launaútreikninga.
Þá er einnig stefnt að því að gæða-
eftirlitið verði skráð inn á gæða-
skráningarvogina, þannig að jafn-
óðum sé hægt að fylgjast með
gæðamati framleiðslunnar. f safn
stöðinni er síðan unnið úr öllum
þessum upplýsingum, gögnum
raðað upp, þannig að hægt er að
fylgjast með hverju vinnsluþrepi í
húsinu.
Hvað sparast þá með þessum
búnaði?
Sparnaður á vinnukrafti í snyrt-
ingu, vigtun og pökkun er í raun-
inni ekki mikill, segja þeir Gylfi og
Höskuldur, en þetta sparar vinnu-
afl í hliðarstörfum við handskrán-
ingu og bókhald. Fyrir um það bil 5
árum voru um 40% af starfsliði
frystihúsa í beinni framleiðslu,
þ.e.a.s. við snyrtingu, vigtun og
pökkun. Þá unnu um 60% að hvers
konar hliðarstörfum. Nú hefur
þetta snúist við, þannig að að með-
altali vinna nú um 60% starfsfólks í
snyrtingu, vigtun og pökkun en um
40% í hliðarstörfum. í reynd þýðir
þetta því umtalsverða framleiðni-
aukningu.
Þá hefur nákvæmari vigtun og
framleiðslueftirlit skilað sér í 1,5-
2,0% betri hráefnisnýtingu í magni
talið að meðaltali.
x DRAGON•
* • * ’ ' „ * *
• • ' *
Heimilis-, skóla- og viðskiptatölva
Fyrir heimili og skóla
Þetta færöu: 6809 E örtölvu, 32 K RAM (25 K RAM notendaminni) Microsoft lita basic.
tengingar og sjónvarp, skjá, kassettutæki, prentara, 2 JOYSTIK og leikkubba.
Kennslubók og leikjakassettu fyrir aöeins kr. 9.990. Staögreiösluverö.
Stækkun á minni frá 32K í 64K
Kostar kr. 3.500
Einfalt diskadrif (183K SSDD 52/4") meö kontroler
Kostar kr. 15.900
Tvöfalt diskadrif (2x183K) meó kontroler
Kostar kr. 26.100
Monitor 12" grænn eöa gulur
Kostar 7.575
Fyrir skóla og fyrirtæki
Dragon tölva meö 64 K RAM OS/9 (UNIX) stýrikeríi í tvöfalt diskadrif (2x1 83K) og 12" skjar,
Verö kr. 49.000
Sameind h.f. Sími 25833
Að hvaða leyti kemur þetta
starfsfólkinu til góða?
Þrátt fyrir bætta nýtingu hráefnis
og sparnað á vinnukrafti í hliðar-
störfum hefur hlutur launa af fram-
leiðsluverðmætum fiskvinnslu-
stöðvanna ekki lækkað, segja þeir
Gylfi og Höskuldur. Hlutfall launa
í framleiðsluverðmæti frystihúsa er
að jafnaði um 25%, á meðan hrá-
efniskostnaður er um 50% og ann-
ar kostnaður húsanna um 25%.
Þessi hlutföll hafa ekki raskast
þrátt fyrir bætta tækni og nýtingu,
og sýnir þetta að ávinningurinn
hefur einnig komið starfsfólkinu til
góða.
Enn sem komið er hefur sjálf-
virkni ekki verið tekin upp í snyrt-
ingu, vigtun og pökkun, sem eru
mannfrekustu verkþættir frysti-
húsanna. Má búast við því að sjálf-
virknin eigi einnig eftir að ná inn á
þessi svið?
Þá er rétt að um byltingu verður
ekki að ræða í fiskiðnaðinum fyrr
en þessi störf hafa verið vélvædd að
einhverju marki. Nú er að vísu
komin hreyfing í þá átt að vélvæða
pökkunina, en ekki hefur enn
komið fram tæknileg lausn á því
hvernig gera megi ormatínslu og
snyrtingu sjálfvirka. Þar eru mörg
ljón á veginum og skal ósagt látið
hvort þau verði yfirstigin. Sérstak-
lega er það tæknilega flókið vanda-
mál, hvernig greina á orm í fiski
með vélrænum hætti.
Hvað um útflutning á þessari
tækni til annarra landa, er grund-
völlur fyrir honum?
Já, tvímælalaust. Við höfum
þegar fengið löggildingu á okkar
rafvogum í Noregi, og er Marel-
vogin eina rafeindavogin sem slíka
Iöggildingu hefur fengið í norskum
fiskiðnaði. Kerfi okkar er þegar í
gangi í einu frystihúsi í Skjervoy í
Noregi og hefur verið það síðan
sumarið 1982. Við höfum því
sterka stöðu til að koma okkar
framleiðslu á markað í Noregi, en
við viljum hins vegar stefna að því
Rafvogir og
gagriaskráninga
kerfi Marels er
dæmi um þaö
hvernig rafeinda-
tækni hefur verið
aðlöguð
séríslenskum
aðstæðum með
þeim árangri að
möguleiki skapast
til útflutnings á
tækniþekkingu.
að vinna okkur fyrsta fastan sess á |
heimamarkaði.
Þá hefur einnig heilt fiskvinnslu-
kerfi verið selt til Golden Eye
Seafood Corporation í Massachus-
ets í Bandaríkjunum. Kerfi þetta
var hannað af íslensku fyrirtæki,
jFramleiðni s.f., en einstakir hlutar
þess voru síðan smíðaðir af íslensk-
um aðilum, og þar gerðum við raf-
vogirnar. Við erum því einnig
komnir inn á markað í Bandarfkj-
unum með þessa framleiðslu og;
frekari útflutningsmöguleikar ættu j
að vera fyrir hendi.
Þannig er fyrirtækið Marel h.f.
dæmi um það hvernig ísiensku hug- j
viti er beitt til að laga nýjustu tækni.
í rafeindaiðnaði að íslenskum að-l
stæðum með þeim árangri aðj
grundvöllur skapast fyrir útflutn-
ingi. Skyldu fleiri þættir íslensks at-
vinnulífs ekki bjóða upp á svipaða
möguleika?
-ólg-|
A
iS&J
Lóðaúthlutun
Eftirtaldar lóöir í Kópavogskaupstað eru
lausar til umsóknar: 1. Nokkrar raðhúsalóöir
með iðnaðaraðstöðu í kjallara við
Laufbrekku. 2. Tvær lóðir fyrir einbýlishús við
Álftatún.
Úthlutunarskilmálar og umsóknareyðublöð
liggja frammi á tæknideild Kópavogs Fann-
borg 2.
Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n.k.
Bæjarverkfræðingur.
i-MFA---
JULVB DG
- Ný bók um efnahagsleg og félagsleg
áhrif örtölvunnar.
Bókin er hvort tveggja í senn: Fróðleg fyrir þann,
sem hyggst kynna sér tölvur og tölvuvæðingu og
um leið aðgengileg námsbók, sem hentar ýmsum
skólastigum.
Dreifing: Mál og menning.
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu s: 84233