Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983 ! BLAÐAUKI Rætt vib Jón Erlendsson hjá Upplýsingaþjónustu Rannsóknaráds ríkisins. Upplýsingamiðlun Lykillinn að tækniþróun og samkeppnis- hæfni Upplýsingaþjónusta Rann- sóknaráös hefur starfað frá 1978, segir Jón, og er henni ætlað að vera einstaklingum og opinber- um aðilum til aðstoðar við öflun hvers konar upplýsinga. í þessum tilgangi notuðum við bæði hefð- bundnar leiðir eins og að leita til bókasafna, framleiðenda og sö- luaðila og jafnframt erum við í sambandi við tölvubanka sem stað- settur er á Ítalíu og rekinn af Evr- 'ópsku geimferðastofnuninni Áefstu hæð íhúsi Raunvísindadeildar Háskólans við Hjarðarhaga ertil húsa stofnun sem heitir Upplýsingaþjónusta Rannsóknaráðs ríkisins. Þar ræðurríkjum Jón Erlendsson verkfræðingur og hefur við annan mann það mikilvæga verkefni með höndumað veita upplýsingaþjonustu á tækni- og vísindasviði til allra fróðleiksfúsra íslendinga. Við leituðum til Jóns til þess að spyrja hann nokkurra spurningaumstöðu upplýsingamála hér á landi. (ESA). Þessi tölvuleit er þó aðeins hluti af okkar þjónustu. Hvaða þýðingu hefur þessi starf- semi fyrir okkur? Skjót upplýsingamiðlun skiptir sköpun um alla tækniþróun í landinu auk þess sem hún sparar mikla peninga og tíma. Oft eru þeir sem til okkar leita að fara út í nýjan atvinnurekstur og þurfa þess vegna á nýjustu upplýsingum að halda um tiltekin málaflokk. Hér getur t.d. verið um að ræða eiginleika tiltek- inna efna, framboð og hæfni véla eða tæknibúnaðar til að vinna ák- veðin verkefni, fræðilegar greinar um nýjustu framfarir á einhverju takmörkuðu sviði o.s.frv. Erfið- leikar við gagnasöfnun geta oft ver- ið miklir fyrir þá sem eru að brydda upp á nýjungum í atvinnulífinu. «CORN IPUTER Tölvan sem getur nœstum allt! STERIO M]F. Tölvudeild Hafnarstræti 5 Sími 29072 Hverju hefur rafeindatæknin breytt í gagnasöfnun? Tölvutæknin hefur að sjálfsögðu valdið byltingu á þessu sviði. Nú eru til yfir eitt þúsund aðgengileg gagnasöfn í heiminum á öllum mögulegum sérsviðum auk ótil- greinds fjölda einkasafna. Talið er að til séu yfir 100 miljónir heimilda á tölvuvæddum gagnasöfnum. Kosturinn við þessa tækni er fyrst og fremst sá að með henni sparast feikilegur tími og fyrirhöfn við að koma upplýsingum á framfæri með auglýsingum, útgáfustarfsemi o.s.frv. Nú er hægt að leita upplýs- inga í gegnum þessi gagnasöfn um sérhverja vöru um leið og hún kemur fram. Því fer þó víðs fjarri að allar þær upplýsingar sem við höfum þörf fyrir séu aðgengilegar með þessu móti. Mörg atriði er varða vöruþróun og efniseigin- leika, svo dæmi séu tekin, eru ekki enn komin í gagnabanka. Hins vegar er mikilvægt að menn átti sig á því að ekki er allt fengið með tækjabúnaðinum. Menn hafa verið svo tækniglaðir að þeir hafa ekki sést fyrir í tækjakaupum og oft og tíðum ekki bundið allt of miklar vonir við tækin án þess að huga að innri uppbyggingu, samræmingu, stöðlun og skráningu á upplýsing- um. Það er ekki nóg að hafa tækin, því aðalmálið er að framleiða forrit og útbúa gögnin fyrir vélbúnaðinn. Því miður eru allt of mörg dæmi um mistök í kaupum á tölvubúnaði hér á landi vegna þess að menn hafa ekki hugsað ráð sitt nógu vel. Hvernig er unnið að stöðlun og samræmingu í upplýsingasöfnun hér á landi? Við störfum nú með fleiri aðilum í samstarfsnefnd um upplýsingam- ál, sem hefur þetta í sínum verka- hring. Enhvað líður uppbyggingu ís- lenskra gagnasafna? Við erum þegar farnir að vinna að undirbúningi þess að safna ís- lenskum forritum og koma á lagg- • irnar íslenskri tölvuþjónustu. Þá þurfum við einnig að byggja upp íslenskan gagnabanka, en umleið þarf að huga að tækjakosti almenn- ings og möguleikum hans til þess að nýta sér slíka þjónustu. Við höfum þegar í samvinnu við Reiknistofnun Háskólans mótað hugmynd um gagnabanka fyrir námsmenn. Hugmyndin er sú, að það yrði hluti af námi í Háskólan- um og öðrum æðri skólum að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.