Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983
Það vakti heimsathygli fyrir nokkrum dögum þegar
Tanaka, fyrrum forsætisráðherra Japans, var dæmdur
í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á sínum tíma þegið
sem svarar 60 miljónum króna í mútur frá Lockhead
flugvélaverksmiðjunum bandarísku. Enn furðulegra er
það reyndar, að þessi maður, sem japanskur almenn-
ingur er sagður líta á sem tákn og ímynd alls þess sem
rotið er og spillt, skuli viss um að halda miklum áhrifum
á stjórn landsins áfram - eins þótt hann sitji ekki í henni
sjálfur.
Svo mikið er víst, að stjórnarf-
lokkurinn japanski, Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn kallar hann sig,
hefur lofað Tanaka fullum stuðn-
ingi gagnvart stjórnarandstöðunni,
sem vill fá dæmdan mútuþega af
þingi þegar í stað. Formlega séð
getur Tanaka lafað áfram á því, að
Um 70 manns stofnuðu flokkinn og þurfa þeir að safna 20 þúsund meðmæl-
endum til að geta boðið fram til þings.
Græningjar stofna
flokk í Danmörku
Danir eiga sér pólitíska flokka
fleiri en flestir aðrir - samt finnst
mönnum ekki nóg að gert og um
síðustu helgi var enn einn flokkur
stofnaður þar í landi, Grænin-
gjarnir. Þeir ætla sér að verða sjálf-
stæður danskur flokkur, en viður-
kenna um leið að velgengni Græn-
ingja í Vestur-Þýskalandi hafi haft
sín áhrif á flokksstofnunina. Stofn-
endur flokksins eru aðeins 70, og
hann þarf að safna 20 þúsund
stuðningsundirskriftum til að geta
boðið fram til þings.
Græningjarnir segjast hvorki
vera til vinstri né hægri og hafi þeir
í pússi sínu spánnýja hugmynda-
fræði. Þegar betur er að gáð, er þar
töluvert að finna af áherslum sem
hafðar eru í þekktri bók, Uppreisn
frá miðju, en þar er m.a. lögð
áhersla á valddreifingu, smáar ein-
ingar, umhverfisvernd og fleira
þessháttar, rétt eins og hjá Græn-
ingjum.
Græningjar kynntu stefnumál
sín eftir stofnfundinn og lögðu
áherslu á fjögur atriði, sem lúta að
gagngerðum breytingum á dönsku
samfélagi. í fyrsta lagi vilja þeir
vinna að algjörri afvopnun um all-
an heim og eiga Danir að ganga á
undan með fordæmi einhliða af-
vopnunar. Það á að skipta auð-
lindum jarðar jafnar niður og styr-
kja Sameinuðu þjóðirnar.
Algjöran forgang á að hafa til-
litssemi við náttúruna og vistfræði-
legt jafnvægi. í Danmörku á þetta
að koma fram í meðal annars í því,
að hverskyns orkubruðl sé skatt-
lagt grimmilega og hagvöxtur
stöðvaður.
Samfélaginu á svo að umbylta
með sem altækastri valddreifingu
og er það rökstutt með því, að mið-
stýring leiði til þessa að vald safnist
á fáar hendur og allt vald spilli.
Pólitískar ákvarðunar á að taka
sem flestar í bæjarfélögum eða
hverfum - og í fyrirtækjum á að
efla áhrif starfsfólks.
Öllum á að tryggja atvinnu -
með því að stytta vinnutímann
verulega. Um leið á að tryggja
öllum lífeyri, eða borgaralaun eins
og það heitir.
Flokkurinn vildi ekki kjósa sér
stjórn, heldur aðeins átta manna
samráðsnefnd sem á að vinna úr
þessum meginhugmyndum, sem
játað er að séu enn hangandi í lausu
lofti.
Græningjar játa, að flokkur eins
og SF, Sósíalíski alþýðuflokkur-
inn, eða Róttækir, hafi ýmislegt af
málum þeirra ofarlega á stefnu-
skrám, en þeir telja að hugur og
framkvæmd fylgi ekki máli hjá
þeim. -
(byggt á Information)1
hann sé ekki endanlega dæmdur
fyrr en allar áfrýjanir hans hafa
verið skoðaðar og úrskurður felld-
ur um þær.
Flokkur
í flokknum
Saga Tanaka var framan af í
anda kapítalísks ævintýris um
bóndasoninn fátæka, sem lagði
upp með nesti og nýja skó og varð
miljónamæringur og forsætisráð-
herra. Síðan ætti hún að líkjast
annarri sögu, sem flytur þann boð-
skap að dramb sé falli næst. Árið
1974 var Tanaka neyddur til að
segja af sér ráðherraembætti vegna
mútuhneykslisins, sem hann er
loks dæmdur fyrir. En þetta gerist
ekki. Tanaka hafði í vasanum um
74 þingmenn stjórnárfloksins þeg-
ar hann varð að segja af sér.
Hneykslið virðist ekki hafa skaðað
hann í hinum ríkjandi hægriflokki:
en nú eru hans menn á þingi 119
eða meira en fjórðungur af 422
þingmönnum Frjálslyndra. Þetta
er öflugasta klíka flokksins.
Þetta þýðir að Tanaka hefur
myndað flokk í flokknum (og heitir
Mokujoklúbburinn eða Fimmtu-
dagsklúbburinn), og að sá maður
sem er forsætisráðherra hverju
sinni fær sig hvergi hrært nema að
spyrja Tanaka ráða. Reyndar er
það svo, að allar götur síðan 1978
hefur það verið Tanaka sem réði
því hver af forsætisráðherraefnum
sigraði í valdabaráttunni. Nakas-
Tanaka: hann ræður því hverjir fara í framboð og hver verður forsætis-
ráðherra.
one, sem nú er forsætisráðherra,
hefur líka étið úr lófa Tanaka.
Keyptir menn
Tvennt er það sem framlengir
hin miklu völd mútuþegans: vitnes-
kja og peningar. Tanaka veit flest
það sem vita þarf um veikleika og
styrk þeirra sem hafa sig í frammi í
japönskum stjórnmálufn og um að-
stæður í kjördæmum. Hann hefur
líka komið sínum mönnum fyrir í
þýðingarmiklum nefndum og ráðu-
neytum, og getur því miklu ráðið
bæði um val á frambjóðendum og
svo um fjárveitingar til bygginga,
brúargerða osfrv. sem ráða miklu
um það hvort þingmenn ná endur-
kjöri. Auk þess fær hver maður í
klúbbi hans sem býður sig fram
svosem eina til þrjár miljónir króna
í styrk frá Tanaka. Þar að auki fá
þeir bónus tvisvar á ári sem svarar
ca 450 þúsund krónum. Talið er að
það kosti um 80 miljónir króna að
reka flokksbrot Tanaka í venjulegu
ári, en á kosningaári kostar það 3-4
sinnum meira.
Peningarnir koma svo frá ýms-
um fyrirtækjum sem þurfa á þjón-
ustu þingliða Tanaka að halda - en
vilja ekki auglýsa þau sambönd
samt.
Tanaka er semsagt ekki neinn
venjulegur mútuþegi heldur meiri-
háttar listamaður í þeirri grein að
tvinna saman brask og valdapó-
litík.
ÁB tók saman.
Vestur-Þýskaland:
Kratar vinna með
friðarhreyfingunni
„Tími cr kominn að hafna
bandarískum eldflaugum“, segir
formaður Sósíaldemókrataflok-
ksins vesturþýska, SPD, um þá
ákvörðun flokksforystunnar að
taká upp formlegt samstarf við
friðarhreyfingu landsins um mót-
mæli gegn uppsetningu kjarnork-
ueldflauga Nató í V-Þýskalandi.
Forystumenn sósíaldemókrata
munu verða í fremstu línu þegar
friðarhreyfingin lýkur baráttu-
viku sinni á morgun, laugardag,
með miklum mótmælafundi í
Bonn.
Willy Brandt verður einn aðal-
ræðumaðurinn á fundinum - en
um tíma ætlaði hann að hafna því
vegna innri ágreinings í friðar-
hreyfingunni um ræðumenn á
fundinum í Bonn. En formaður
sósíaldemókrata telur nú, að það
Willy Brandt talar á útifundi í
Bonn.
sé svo mikil nauðsyn að stöðva
eldflaugakapphlaupið, að hann
leggur þar við pólitískan heiður
sinn.
Talsmenn friðarhreyfingar-
innar segja, að þeir hafi í við-
tölum við Willy Brandt sannfærst
um að hann muni hafna uppsetn-
ingu kjarnorkueldflauganna án
fyrirvara.
Þessi ákvörðun forystu SPD
þykir benda til þess, að andstæð-
ingar kjarnorkuvígbúnaðar hafi
endanlega náð undirtökum í flok-
knum. En eins og menn rekur
minni til, var ákvörðunin um að
setja upp eldflaugarnar, ef ekki
semdist um annað milli risaveld-
anna, tekin í stjórnartíð Helmut
Schmidts, kanslara og leiðtoga
sósíaldemókrata. Friðarsinnum
hefur aukist fylgi jafnt og þétt
eftir að flokkurinn komst í stjórn-
arandstöðu.
áb.
Tanaka, fyrrum forsætisráðhera Japans:
Dæmdur mútuþegí
heldur völdum sínum