Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 11
BLAÐAUKI .. '
Rætt vid Yngva Pétursson kennara
í MR um kennslu í tölvu-
fræði á framhaldsskólastigi
Að vera
tölvulæs
Því hefur verið haldið fram, að
innan fárra ára verði vinnandi
fólki það jafn nauðsynlegt að
kunna að forrita og nota
örtölvur eins og okkur er í dag
nauðsynlegt að kunna að
skrifa, vélrita, hringja í síma eða
akabifreið.
Til þess að forvitnast um stöðu
tölvufræðinnar í íslenska
skólakerfinu fórum við í
Menntaskólann í Reykjavíkog
hittum þarYngvaPétursson
kennara, sem á undanförnum
11 árum hefur mótað þessa
kénnslugrein í MR auk þess
sem hann hefur kennt
tölvufræði í Kennaraskóla ís-
lands.
Hvenaer hófst kennsla í tölvu-
fræði við MR?
Það var veturinn 1972-73 sem
gefinn var kostur á tölvufræði sem
valgrein innan stærðfræðideildar.
Við fengum þá að komast í tölvu
Háskóla íslands, þar sem keyrð
voru nokkur forrit. Annars fór
kennslan fram í fyrirlestrum og var
farið yfir undirstöðuatriði
FORTRAN-forritunarkerfisins.
Kennt var 2 stundir í viku.
Síðan hefur þessi kennsla aukist
þannig að nú fá langflestir nemend-
ur stærðfræðideildar kennslu í
tölvufræði 2-3 stundir í viku í 1 eða
2 vetur eftir deildarskiptingu. Auk
þessa bóklega náms eru svo verk-
legir tímar sem oft fara fram utan
hefðbundins skólatíma vegna þess
að vélbúnaðurinn sem við höfum
yfir að ráða annar ekki eftirspurn.
Menntaskólinn í Reykjavík fékk
sína fyrstu örtölvu árið 1979 og hef-
ur nú 4 vélar, og þurfa nemendur
að panta sér tíma á þær með fyrir-
vara, til að keyra þau forrit sem
þeir hafa búið til.
í hverju er kennsla í tölvufræði
fólgin?
Við byrjum á því að fjalla um
tæknilegar grunneiningar tölvunn-
ar og um það hvernig hún vinnur.
Framh. á næstu siðu
Föstudi
^ber 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 11
Yngvi Pétursson kennari stendur hér yfir Herði Bjarnasyni nemenda i 6. bekk sem er að reyna að láta tölvuna
skrifa út víxilnótu...
Sænsk nútíma skrifstofuhúsgögn
Sænsk nútíma skrifstofuhúsgögn
Sænsk nútíma skrifstofuhúsgögn
Sænsk nutíma skrifstouhúsgögn
Sænsk nútíma skrifstofuhúsgögn
Sænsk nútíma skrifstofuhúsgögn
. ■
Sænsku skrifs tofu ciningarnar frá
MORGANA AB. Allir vita að Svíargera
miklar kröfur til aðstöðu og umhverfis á
vinnustöðum. RONDO skrifstofuhús-
gögn, veggeiningar, skilrúm, og sér-
hönnuð stillanleg tölvuborð geta gert
hvern vinnustaðglæsilega aðlaðandi. Pað
er ekki dlviljun að fjölmargir sækja hug-
myndir í RONDO skrifstofu-
innréttingar, en athugaðu þá möguleika
sem RONDO býður, áður en þú færð
þér annað.
Miðbæjarmarkaðnum
Aðalstræti 9 sími 27560