Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN Föstudagur 21. október 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Albert staðfestir frétt Þjóðviljans: B-álma stöðvuð Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Gísli B. Björnsson: Ávallt með áskriftarávísanir tii reiðu í veskinu. Mynd - Magnús. _____________________________________ „Það er margt sem er hroðalegt að þurfa að stoppa. Þetta er eitt af því”, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráð- herra um gagnrýni Öddu Sigfúsdóttur borg- arfulltrúa í Þjóðviljanum í gær. Ef fjárlagafrumvarp Alberts fer óbreytt í gegn- um þingið, verður ekki einni krónu veitt til B- álmu Borgarspítalans, en hún á að veita öldruðum sjúkrarými. H j úkrunardeildir fyrir aldraða eru ekki starfræktar Albert benti á að hann og aðrir borgarfulltrúar í Reykjavík hafi í gegnum árin barist fyrir fjármagni frá ríkinu til Borgarspítalans. Því skilji hann afstöðu Öddu Báru mjög vel. „En fjármagn er ekki til nú”, sagði Albert. Hann benti líka á að þær deildir fyrir aldraða sem tilbúnar eru á Borgarspítalanum hafa ekki verið teknar í notkun vegna þess að það skortir starfsfólk til þess. „Á með- an ekki er til mannskapur að starf- rækja þær tel ég óhætt að fara hæg- ar í sakirnar með B-álmuna”. „Hitt er svo annað mál að ég skil afstöðu Öddu Báru mjög vel. Þetta hefur verið sameiginlegt baráttu- mál okkar beggja í gegnum ár. Það má segja að það séu undarleg örlög að ég skuli vera kominn í embætti fjármálaráðherra og verða að skera þarna niður”, sagði Albert og bætti við: „Það er svo víða sem þarf að skera niður nú. Ekki bara í Reykjavík, heldur út um allt land. En málið er bara það, að peningar eru ekki til um þessar mundir, því miður”. -S.dór Fjölmargir stuðn- ingsmenn Þjóðvilj- ans duglegir við áskrifendasöfnun Leikandi létt og enginn vandi segir Gísli B. Björnsson sem hefur náð í fjölmarga nýja áskrifendur „Þetta er leikandi létt og eng- inn vandi. Aðalatriðið er að vera með áskrifendaávísunina í vasanum eða veskinu og læða henni að vinum og samstarfs- mönnum og láta þá taka að sér miða líka”, sagði Gísli B. Björnsson auglýsingatciknari í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ég náði í tvo áskrifendur í dag og einn í gær og ásamt konunni hef ég náð í 17 nýja áskrifendur að blaðinu og það má reikna með að þeir verði 5-10 í viðbót í þessu átaki”, sagði Gísli. „Þjóðviljinn hefur illa sinnt út- breiðslu sinni. Það eru furðulega margir sem vilja endurnýja kynni sín við blaðið sem áður hafa hætt að kaupa það. Þessu fólki hefur fundist blaðið lélegt og útburður þess lélegur”. - Hver er þá ástæða þess að Þjóð- viljinn er í sókn núna og höfðar betur til þessa fólks? „Blaðið er líflegra en áður og pólitískt ástand í landinu krefst þess að fólk fylgist betur með því sem er að gerast. Fólki er nauðsyn- legt að fylgjast með og Þjóðviljinn hefur verið líflegur í fréttaflutningi og mikið verið vitnað í blaðið. Ég vil aðeins ítreka við stuðn- ingsmenn blaðsins og aðra þá sem vinna að útbreiðsluherferðinni að þetta er ekkert mál. Við umgöng- umst allan daginn fólk sem við vit- um að vill fylgjast með þjóðmál- um, bæði samherjar okkar og ekki síður andstæðingar. Þetta fólk þurfum við að ræða við. Spurning- in um það hvort okkur helst á öllum þessum nýju áskrifendum eða ekki er síðan undir blaðinu sjálfu komin”, sagði Gísli B. Björnsson. -lg. Islensk þekking - Alþjóðleg tœkni alveg steinhissa. Það er undrandi á því að íslenskir starfsmenn IBM séu að vinna við lausn á vanda- sömu verkefni á Ítalíu, í Zambíu eða Dubai. Alveg steinhissa. Af hverju ætti íslenskt IBM fólk ekki að geta starfað þar eins og hér? IBM hefur fjárfest í þekkingu ís- lenskra starfsmanna sinna í fjölda- mörg ár. Enda er menntun þeirra og þjálfun fyllilega sambærileg við það sem gerist hjá starfsfólki IBM erlendis. Auk þess hefur IBM þjálfað og leiðbeint starfsfólki við tölvu- vinnslu um allt land. Það er hin raunverulega fjárfesting IBM í fram- tíðarmöguleikum ungs fólks í at- vinnulífinu. Stór hluti þeirra sem starfa við tölvutækni hérlendis hafa á einn eða annan hátt sótt þekkingu sína og þjálfun til IBM: í tölvuskóla, á námskeið, í tækniþjálfun og við tæknistörf. IBM á því stóran þátt í menntun ungs fólks víðs vegar um landið. Það er því ekki neitt til að undrast yfir þó að íslenskir tækni- menn starfi við lausn tæknivanda í Toronto. Vandamálin eru hin sömu og annars staðar. Tæknin er sú hin sama, tækjabúnaður eins og verkefnin svipuð. \ Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Síml 27700 í dag eru starfsmenn IBM sér- þjálfað fólk sem nýtur góðs af al- þjóðlegri tækni, sem það hefur kunnáttu til að nýta sér í starfi sínu. Þess vegna er engin ástæða til að undrast!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.