Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Fjallað er umkjör kvenna í viðtölum á bls. 5 og í leiðara á bls. 4. október 1983 þriðjudagur 243. tölublað 48. árgangur „Einsog málin standa núnaf þá liggur það alveg Ijóst fyrir að útgerðin getur ekki haldið áfram. Það er því óþarfi að stöðva flotann til að ýta á aðgerðir. Hann mun stöðvast af sjálfu sér.i( Þetta sagði Kristján Ragnarsson framkvæmda- stjóri LÍÚ í samtali við Þjóðviljann í gær Flotinn stöðvast Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagðist ekki þekkja þá útgerðarmenn sem geta haidið áfram eins og nú árar. Hann benti á að alger ördeyða væri í þorskveiðum og togararnir því flestir á karfaveiðum en verð fyrir karfa það lágt að stór tap væri á hverri veiðiferð vegna olíukostnaðar. Síldveiðin virðist eitthvað að glæðast og við bíðum spenntir eftir útkomunni í loðnu- rannsóknar leiðangri þeim er nú stendur yfir. En jafnvel þótt leyfð yrði einhver veiði á loðnu og síldin færi að gefa sig til, þá er þar um að ræða tiltölulega htinn hluta af flotan- um og bjargar því ekki nema litlu, sagði Kristján. Hljóðið í þeim útgerðarmönnum, sem Þjóðviljinn ræddi við var mjög svipað og í Kristjáni. Þess má svo að lokum geta, að dagana 2. til 4. nóvember nk. verður aðal- fundur LÍÚ haldinn á Akureyri og voru allir sammála sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að þaðan yrði mikilla tíðinda að vænta. ___________________________________- S.dór. Sjá 20 Ríkisstjórnin neitar að afnema samningabannið Steingrímur hótar enn tukthúsvist Á alþingi I gaer neitaði forsætis- ráðherra að verða við þeirri kröfu verkalýðssamtakanna að fella nið- ur úr bráðabirgðalögunum bann við kjarasamningum. Steingrímur sagði að ef af yrði þrátt fyrir bann- lögin, myndi tekið á því samkvæmt lögum þ.e. hegningarlögunum. Þetta kom fram í neðri deild al- þingis í gær er Steingímur svaraði spurningum Svavars Gestssonar um viðbrögð ríkisstjórnarinnar ef samið yrði á næstunni og hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin til að falla frá banninu. Auk fyrr- greindrar hótunar kom fram í máli Steingríms að ríkisstjórnin væri að vísu reiðubúin til að athuga niður- fellingu laganna ef verðbólgu- markmiðum hennar yrði ekki stefnt í hættu. En hann er ekki reiðubúinn til að fella niður samningsbannið 'skil- yrðislaust. í staðinn veifar hann hegningarlagasvipunni, sagði Hjörleifur Guttormsson á þinginu í gær. Gagnrýndi Hjörleifur harkalega viðbrögð Steingríms og kvað eðli- legtað fófkidytti einræðisstjórnir í hug, þegar um bráðabirgðalögin væri fjallað. - óg/ór. Grcnada verður ekki það sama og áður, segir Kristi ina Björklund í viðtali. Hún segir frá kynnum sín- um af Grenada og forseta landsins, Maurice Bishop, sem myrtur var í síðustu viku. Bensínsalan hefur ekki aukist en stöðv- BENSÍN H ALLIRN AR stöðvar um þessar mundir og Olís 11, þar af tvær með Shell. Nýjasta bensínstöðin sem nú er í smíðum er í Mosfellssveit við Vesturlandsveg og er myndin hér að ofan af henni. Þá stöð reisa Shell og Olís sameiginlega. Ná- lægt Höfðabakka við Vesturl- andsveg hefur Olís hug á að reisa nýja bensínstöð en aðeins neðar við Ártúnsbrekku rekur Esso tvær bensínstöðvar. Á dögunum hækkaði bensín- verð í 22.90 kr. líterinn. Af þeirri upphæð nemur dreifingar- og sölukostnaður rúmlega 11%. -lg- Á sama tíma og bensínsala hérlendis hefur staðið í stað síðustu ár vegna sparneytnari bifreiða og minni aksturs, hafa nýjar bensínútsöluhallir sprottið upp vítt og breitt á höfuðborgarsvæðinu og úti um land. Þjóðviljinn mun í þessari viku greina iesendum sínum frá þeirri fjölgun og endurnýjun sem orðið hefur á bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Á fjórða tug bensínstöðva eru nú starfandi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Ein er í smíðum og heimild er fyrir að byggja þrjár til viðbótar. Ákveðið hefur verið að endurbyggja nokkrar eldri stöðv- ar. Ljóst er að bensínstöðvar á þessu svæði verða farnar að nálg- ast 40 innan skamms tíma. Þrátt fyrir að bifreiðaeign landsmanna hafi aukist um ná- lega helming á síðasta áratug hef- ur bensínsala nær ekkert aukist á þessum tíma og algerlega staðið í stað á síðustu 3 árum. Af olíufélögunum þremur rek- ur Skeljungur flestar bensín- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu eða 13, þar af tvær í samvinnu með Olís. Esso rekur 10 benín- P* •• 1 j •• ^ j unum fjol Dreifingarkostnaður: 11 % af bensínverði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.