Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 6
r .iWtAN-nscm* oxeaí» ,RTO filCO ÍA! aS®* , pwninlca f?$t.Lwi>a AmtíHan mnnM; WMZi; 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. október 1983 Grenada er eins og paradís á jörð, ég hef ekki séð neitt fegurra. Gróskan er ólýsanleg pg þarna vex gnægð framandi ávaxta. Fólkið er vingjarnlegt, opið og forvitið eins og börn. Fólk sem hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf en ekki glatað lífsgleðinni. Maurice Bishop naut ótrúlegra vinsæida á meðal fólksins. Ég heyrði hann tala við fleiri tækifæri og framkoma hans vakti ávallt mikla hrifningu og sterk viðbrögð. Eg trúi ekki sögusögnum um að hann hafi fyllst ofmetnaði. En hann var besti ræðumaðurinn sem þeir áttu. Það eru skelfileg tíðindi að hann og nokkriraf samstarfsmönnum hans hafa verið drepnir. Ég get ekki skilið hvað hefur gerst, en þaðerljóstaðsú friðsamlega bylting og nýsköpun sem átt hefur sér stað í Grenada getur ekki haldið áfram með sama hætti eftir þetta blóðbað. Grenada verður ekki það sama og áður.... Þannig fórust Kristiinu Björk- lund orð er Þjóðviljinn hitti hana að máli s.l. föstudag. Kristiina er dönsk/finnsk að uppruna en búsett hér á landi og starfar sem fóstra. Hún dvaldi í Grenada frá því í des- ember 1981 til aprí! 1982. Við báð- um hana um að segja okkur frá þessu eyríki og reynslu sinni það- an. Ég var á leið til Equador en að ráðum danskra vina minna kom ég við í Grenada og hafði hugsað mér að hafa 14 daga viðdvöl. Dvölin þar varð hins vegar svo spennandi að ég ílentist og fór aldrei lengra, var í Grenada í rúma 4 mánuði. Á þessum tíma kynntist ég fjölda fólks, fór í kynnisferðir um landið, á vinnustaði og á opinberar stofn- anir og tók þátt í daglegu lífi fólks- ins. Meðal annars tókum við þátt í byggingu félagsmiðstöövar, sem verið var að reisa í einu af hverfum höfuðborgarinnar, St. George’s. Þetta var unnið í sjálfboðavinnu á sunnudögum með frekar frum- stæðri byggingartækni á okkar mælikvarða. Byggingunni var lok- ið 1/2 ári eftir að ég fór. Þessi fé- lagsmiðstöð var í því hverfi St. Ge- orge’s þar sem byltingin frá 1979 átti rætur sínar. Það var í þessu hverfi sem Maurice Bishop hafði gengið í skóla og ýmsar af hug- myndum flokks hans, New Jewel Movement höfðu orðið til. New Jewel Movement New Jewel Movement, sem er stjórnarflokkurinn í Grenada, var stofnaður í mars 1973 af Maurice Bishop og fleirum. Þetta er sósíal- ískur flokkur, og nafnið á honum er táknrænt: orðið Jewel, sem þýð- ir gimsteinn, stendur fyrir orðin Joint Endeávour for Welfare, Education and Liberation” sem þýðir „þjóðarátak til velferðar, menntunar og frelsunar”. Jewel-hreyfingin var upphaflega í tengslum við Black Power- hreyfingu blökumanna í Banda- ríkjunum. Hún óx upp sem and- staða við harðstjórn Érics Gairy, fyrirrennara Bishops á forsetastóli. Éric Gairy var blökkumaður af al- þýðufólki kominn, sem hóf feril sinn sem verkalýðsleiðtogi og bar- áttumaður fyrir réttindum kúgaðra landbúnaðarverkamanna. Á löngum ferli í stjórnmálum spilltist Gairy þannig að hann endaði feril sinn sem hálfsturlaður af ofmetn- aði þar sem glæpasveitum var beitt gegn öllum andstæðingum stjórn- arinnar. Kristiina Björklund: Eg kvaddi Grenada með tárin í augunum og nú veit ég ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Maurice Bishop í hópi aðdácnda. Hann naut ótrúlegra vinsælda á meðal fólksins, sagði Kristiina. Grenada verður ekki það sama og áður segir Kristiina Björklund, sem dvaldi á Grenada fyrir rúmu ári í nóvember 1973 gerðist það eftir að Jewel-hreyfingin hafði krafist afsagnar Gairy og þátttöku almennings í undirbúningi að sjálf- stæði Grenada að 6 leiðtogar hreyfingarinnar, þar á meðal Maurice Bishop og Hudson Austin, núverandi yfirmaður herstjórnarinnar í Grenada, voru handteknir og pyntaðir á hrylli- legan hátt af glæpasveitum Gairys. » Síðar, þegar alþýða manna hafði uppi mótmæli gegn þessari með- ferð á leiðtogum stjórnarandstöð- unnar, kom til átaka á götum úti og í þeim féll m.a. Rupert Bishop, faðir Maurice. frönsk nýlenda á síðari hluta 17. aldar. Frakkar útrýmdu þeim indí- ánum og karíbum sem þá byggðu eyjuna og hófu síðan plantekru- rækt með innfluttu vinnuafli hvítra fanga og sakamanna og svartra þræla frá vesturströnd Afríku. Á átjándu öldinni börðust Bret- ar og Frakkar um yfirráð yfir auð- lindum Karíbaeyjanna. Þetta endaði með því að Bretar náðu Grenada undir sig á síðari hluta 18. aldar og hefur eyjan verið undir bresku krúnunni allt þar til sjálfstæði var veitt hinn 7. febrúar 1974. Sjálfstæði Nýlendusaga Grenada hafði til skiptis verið frönsk og ensk nýlenda. Éyjan sem liggur skammt undan ströndum Venezuela, var fyrst byggð indíán- um, sem þaðan komu og síðar svokölluðum karíbum, sem bjuggu á eyjunum í Karíbahafi þegar Kristófer Kólumbus fann Grenada árið 1498. í fyrstu gerðu Spánverj- ar og síðan Englandingar tilkall til Grenada, en eyjan varð síðan Gairy varð sjálfkrafa fyrsti for- seti lýðveldisins og tók þegar upp náin samskipti við fasistastjórn Pinochets í Chile og aðra harða andstæðinga „kommúnismans”. Þegar Grenada gekk í Sameinuðu þjóðirnar flutti hann um það til- lögu á allsherjarþinginu að Sam- _ ... einuðu þjóðirnar legðu fram fé til Dyltingin sálarrannsókna og rannsókna á svokölluðum fljúgandi furðu- hlutum. Þá var forsetinn djúpt sokk- inn í kukl og svartagaldur. í kosningunum 1976 myndaði Jewel-hreyfingin bandalag með öðrum samtökum og vann 6 af 15 þingsætum þrátt fyrir mikið kosn- ingasvindl. Þegar Gairy fór til New York hinn 12. mars 1979 spurðist að hann hafði fyrirskipað glæpa- sveitum sínum að drepa alla leið- toga Jewel-hreyfingarinnar. Dag- inn eftir söfnuðust 42 menn saman fyrir utan St. George’s og réðust síðan inn í herbúðir Gairys þar sem uppgjöf var skilyrðislaus og án skotbardaga. Sömuleiðis var út- varpsstöðin tekin, og fyrsta vís- bendingin um þessa friðsamlegu byltingu barst til fólksins á öldum Ijósvakans þegar Reggae-tónlist var leikin í útvarpið, en hún hafði verið bönnuð af fyrri stjórn. Á 2 sólarhringum höfðu allar lögregl- ustöðvar stjórnarinnar lagt niður vopnin og ný stjórn var mynduð á grundvelli Jewel-hreyfingarinnar um velferð, menntun og frelsi. Bráðabirgða-byltingarstjórnin undir forystu Maurice Bishops tók við erfiðu búi. Gairy hafði tekið Grenada er sjálfstætt eyríki 90 mílur undan strönd Venezuela. Eyjan er eldfjallaland þakið, gróskumiklum hitabeltisgróðri. Eyjan er um 34 km á lcngd og 16 km á breidd. 1 íbúar eru 110.000 og eru um 95% þeirra blökumenn cða kynblend- ingar. Höfuðborgin er St. Gcorgc’s, íb. 31.000/ Grenada tilheyrir breska heimsveldinu en hlaut sjálfstæði 1974. Byitingarstjóm „New Jewel”- hreyfingarinnar undir forystu Maurice Bishop tók völdin í mars 1979. Bish'op var drepinn 19. okt- óber s.l. og fer herinn nú með völdin íindir forystu Hudson Austin, yfirmanns hcrsins og at- vinnumálaráðhcrra í stjórn Bis- hops. Nevðarástand hefur ríkt í Grenada síðan með almennu út- göngubanni. ríkiskassann með sér til New York, og hann býr enn í Bandaríkjunum. Landið bjó við efnahag sem byggð- • ist eingöngu á framleiðslu á músk- athnetum, kakói, banönum og örfáum landbúnaðarafurðum. Ríkisstjórnin byrjaði á því að þjóðnýta eigur Gairys. Það var eina þjóðnýtingin sem átti sér stað. Hann hafði þá slegið eign sinni á mest alla ferðamannaþjónustuna og um þriðjung ræktaðs lands. Ríkisstjórnin endurskipulagði síð- an framleiðsluna með þrískiptum rekstri: ríkisrekstri, samvinnu- rekstri og einkarekstri. Efnahagur- inn byggðist á 4 megingreinum: landbúnaði, iðnaðarframleiðslu úr landbúnaðarafurðum, ferða- mannaþjónustu og fiskveiðum. Stjórnin samdi um þróunarað- stoð við erlend ríki, og hefur hún fýrst og fremst komið frá Efna- hagsbandalagsríkjunum, Kanada og Kúbu. Skólakerfinu hefur nú verið breytt og ganga nú öll börn í skóla, en áður nutu aðeins 60% barna skólagöngu. Á skömmum tíma hefur heilsugæslukerfið verið stór- bætt, þannig að nú er einn læknir á , hverja 600 íbúa í stað eins læknis á 10.000 íbúa áður. Fyrir byltinguna voru 2 tannlæknar á eyjunni, nú eru þeir 15-20. Margir erlendir læknar starfa á Grenada, bæði frá Kúbu og frá Evrópu. Fyrir bylting- una var atvinnuleysi talið um 40% en var s.l. vor komið niður í 14% og reiknað með að það myndi fara niður í 4-5% á næsta ári. Atvinnu- aukningin hefur orðið í landbún- aði, iðnaði ög í flugvalla- og vega- gerð. Lýðræðið Athyglisvert er að fylgjast með því nýja lýðræði sem Bishop lét innleiða. Eg tók til dæmis þátt í hverfisfundi í St. George’s borg um fjárlögin fyrir 1983. Slíkir fundir voru haldnir út um allt land þar sem tillögur hinna einstöku ráðu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.