Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. október 1983 .
Jón
Laxdal
málar
Á morgun, miðvikudaginn 26.'
okt. kl. 18, verður opnuð sýning í
anddyri Norræna hússins á um 40
myndum eftir Jón Laxdal. Mynd-
irnar eru allar unnar með bland-
aðri tækni.
Jóni er margt til lista lagt og hér
sýnir hann nýja hlið á sér. Hann
hefur málað allt frá blautu barns-
beini og heldur nú sína fyrstu sýn-
ingu á Islandi, en hann hefur sýnt
víða í Þýskalandi og Sviss, m.a.
með Dietmar Schönherr og Vivi
Bach.
Gagnrýnendur hafa borið lofs-
orð á myndir hans og einn
gagnrýnandi í Sviss skrifaði: „Það
er eins og Jón Laxdal sé alltaf að
endurskapa heimaland sitt svo að
það verði honum áþreifanlegt".
Jón nefnir sýningu sína Mynd-
þanka, en hann segist búa til
myndir í staðinn fyrir ljóð. Um
myndirsínarsegirhann: „Þæreru
fyrir mig eins konar hugleiðsla og
ég vona að þær hafi svipuð áhrif á
áhorfandann“.
Myndirnar á sýningunni í Nor-
ræna húsinu verða flestar til sölu.
Húsgögn
og
menning
Fil. dr. Ulf Hárd af Segerstad
heldur fyrirlestur og sýnir lit-
skyggnur í Norræna húsinu í
kvöld þriðjudaginn 25. okt. kl.
20.30. Fyrirlesturinn nefnist:
„Moderna möbler som kulturfö-
remál“, og fjallar um þróun þá,
sem átt hefur sér stað í gerð hús-
gagna bæði í hagnýtu, hug-
myndafræðilegu og menningar-
sögulegu tilliti. Húsgögn eru í
raun orðin norrænn satnnefnari
gagnvart umheiminum.
Með Svíþjóð sem viðmiðun
lítur fyrirlesarinn til annarra
Norðurlanda og leitast við að
draga fram hið sameiginlega og
jafnframt á hvern hátt þau hafa
áhrif hvert á annað.
Ulf Hárd af Segerstad er hér í
boði Norræna hússins og sænska
sendiráðsins í tilefni af sænskri
húsgagnaviku, sem hófst 21. okt.
Tikkanen
Ekta vinátta er svo örlát að það er
sorglegt að hún skuli snúast svona
oft upp i ást.
Á afmælisdaginn var haldinn dansleikur fyrir nemendur í Félagsmiðstöð bæjarins. Mynd - eik.
Flataskóli
25 ára
Nœr 2000 nemendur
hafa útskrifast frá skólanum
Flataskóli í Garðabæ
hélt hátíðlega upp á 25
ára afmæli sitt á dögun-
um, en skólinn tók form-
lega til starfa 18. október
1958. F»á var aðeins eitt
lítið hús á Flötunum og
býlið Minkagerði, en
íbúar í Garðahreppi voru
þá um 800.
- Fyrsta árið í sögu skólans voru
nemenþdur 137 en fjölgaði ört
með vaxandi byggð og urðu flest-
ir til þessa árið 1975 eða 782.
Nær 2000 börn hafa burtsk-
ráðst frá skólanum þennan aldar-
fjórðung. Kennarar við skólann
eru nú 32 og annað starfsfólk 16
talsins.
Á afmælisdaginn fóru 11 ára
fnemendur í boðhlaup til Bessast-
aða og færðu forseta íslands bréf
Einbeitnin leynir sér ekki í svip þessara ungu pilta sem skrifa og rýna í
Gagn og gaman í skólastofu Flataskóla hér fyrr á árum.
en frú Vigdís Finnbogadóttir
heimsótti skólann síðar um morg-
uninn og ávarpaði nemendur. Þá
komu ýmsir aðrir gestir í heim-
sókn.
Dansleikur var fyrir nemendur
síðdegis í Félagsmiðstöð Garð-
bæinga og flugeldasýning á
íþróttavellinum um kvöldið.
Skólastjóri Flataskóla hefur
frá upphafi verið Vilbergur Jú-
líusson og yfirkennari Hallgrímur
Sæmundsson.
-lg-
Myndarlegur togarafloti smíðaður í handavinnustofunni.
Kaupfélag ísfirðinga er nú að
untiirbúa byggingu húss fyrir
vörumarkað. I fyrra fékk félagið
lóð, í mak.tskiptum við ísafjarð-
arkaupstaó. Er hún í miðbænum,
beint á móti aðal verslunarhúsi
kaupfélagsins.
í fyrra var fyllt að mestu upp í
lóðina en nú er verið að aka 1800
rúmm. af uppfyllingarefni í hana
til viðbótar. Þess er vænst að
Kaupfélag ísfirðinga:
Nýr vörumarkaður
framkvæmdir við bygginguna
geti hafist snemma á næsta ári o;1
unnt verði að opna verslunina
síðar á árinu.
Að sögn Sverris Bergmanns
kaupfélagsstjóra er ætlunin að
reisa þarna 1710 ferm. hús, í
þremur áföngum. Fyrsti áfanginn
verður855 ferm. jarðhæð. Annar
áfangi verður 342 ferm. og sá
þriðji 513 ferm. A næsta ári er
■ ætlunin að flytja aðalverslun fé-
lagsins í fyrsta áfanga byggingar-
innar. Verslunin er nú í naumlega
300 ferm. húsrými í aðalverslun-
arhúsinu og þrengsli orðin þar
mjög mikil bæði fyrir viðskipta-
|vini og starfsfólk. Mikið kapp
verður á það lagt að hið nýja hús
komist upp svo fljótt sem verða
má. - mhg