Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÞriðjudagur 25. október 1983
Minning
s
Guðmundur Agústsson
bakarameistari
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík, jarðarför Guðmundar
Ágústssonar, bakarameistara,
Vesturgötu 52.
Guðmundur var fæddur í
Reykjavík, 8. nóv. 1916 sonur
hjónanna Ingigerðar Sigurðardótt-
ur og Ágústs Guðmundssonar, sjó-
manns. Guðmundur missti móður
sína í spönsku veikinni 1918 og var
þá tekinn í fóstur af Steinunni Sig-
urðardóttur, móðursystur sinni og
Sveini Hjartarsyni, bakarameist-
ara. Hjá Sveini lærði hann síðan
bakaraiðn og tók við rekstri
Sveinsbakarís fyrst ásamt öðrum,
en rak það síðan einn til ársins
1980.
Árið 1936 kvæntist Guðmundur
Þuríöi Þórarinsdóttur, Guðmunds-
sonar, fiðluleikara og tónskálds.
Börn þeirra eru: Þórarinn,
menntaskólakennari, Anna Þóra,
félagsfræðingur, Edgar, verkfræð-
ingur, Ágústa, matvælafræðingur
og Steinunn, húsmóðir, öll búsett í
Reykjavík, nema Anna Þóra, sem
býr í New York. Alls hafa Þuríður
og Guðmundur eignast 23 afkom-
endur.
Guðmundur var um tvítugt er
hann gekk í Taflfélag Reykjavíkur
og fór að tefla fyrir alvöru en frá
þeim tíma var hann nátengdur
skáklífinu í Reykjavík. Telja má
víst að Guðmundur hafi tekið bakt-
eríuna af Eggerti Gilfer, en Eggert
var bróðir Þórarins Guðmunds-
sonar, tengdaföður Guðmundar.
Árið 1938 vann Guðmundur sig
upp í meistaraflokk. Starfsárið
1941-1942 var Guðmundur for-
maður Taflfélags Reykjavíkur.
Árið 1945 varð Guðmundur skák-
meistari Reykjavíkur. Árið 1946
urðu þeir Guðmundur Ágústsson
og Guðmundur S. Guðmundsson
jafnir í landsliðskeppninni. Það
kom nú í hlut Guðmundar Ágústs-
sonar að heyja einvígi við Ásmund
Ásgeirsson um íslandsmeistaratit-
ilinn. Ásmundur varði titilinn með
6 vinningum gegn fjórum. Þetta
sama ár sigraði Guðmundur í
meistaraflokki á skákþingi Norð-
urlanda íKaupmannahöfn. Á þess-
um árum tefldi Guðmundur í öllum
alþjóðlegum mótum sem tefld voru
hér á landi og stóð sig jafnan vel.
Hann var nú tvímælalaust í fremstu
röð íslenskra skákmeistara. Árið
1954 tefldi hann á 4. borði í sveit
íslands á Olympíuskákmótinu í
Amsterdam. I kappmótum standa
skákir fram á nótt. Næturdrollið
hentaði illa árrisulum bakaranum.
Því var þátttaka Guðmundar í
kappmótum stopulli en efni stóðu
til. Samt tók hann þátt í kapp-
mótum öðru hverju fram á síðustu
ár. Guðmundur var mikill hrað-
skákmeistari og mun hafa verið
fyrsti hraðskákmeistari íslands,
Tilkynning
Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæöi
„Vöku“ á Ártúnshöfða, þurfa aö gera grein
fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1.
nóvember n.k.
Hlutaöeigendur hafi samband viö afgreiðslu-
mann „Vöku“ aö Stórhöföa 3 og greiði áfall-
inn kostnað.
Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið
hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphauga á
kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari við-
vörunar.
Reykjavík, 20. október 1983
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
Hreinsunardeild
árið 1946. Guðmundur var
heiðursfélagi í Taflfélagi Reykja-
víkur og Skáksambandi íslands.
Heimili Dóu og Mumma á Vest-
urgötu 46 var í senn ógleymanlegt
og óútskýranlegt. Þetta var heimili
hamingjusamra hjóna og
mannvænlegra barna þeirra, mið-
stöð skáklífs í borginni, griðastað-
ur skákmanna og annarra vina
þeirra og kunningja. Hér voru allir
velkomnir, gestrisnin takmarka-
iaus, umhyggjan og umburðar-
Iyndið ómælanlegt, lífsnautnin og
kímnin í hávegum höfð. Hér leið
öllum vel. Óvenjulegur skilningur
húsbóndans á manntafli og hús-
móðurinnar á mannlífi, laðaði okk-
ur unglingana í Taflfélaginu að
þessum sælureit, sem gárungarnir
kölluðu „Hótel skák“.
Nú þegar Guðmundur er allur
fyllir hugann þakklæti fyrir liðna
tíð. Blessuð veri minning Guð-
mundar Ágústssonar.
Ingvar Ásmundsson
Fjölbrautaskólinn
í Breiðholti
Umsóknir um skólavist í dagskóla FB á vor-
önn 1984 skulu hafa borist skrifstofu skólans
Austurbergi 5 fyrir 15.nóv. n.k. Nýjar um-
sóknir um kvöldskóla FB (öldungadeild) á
vorönn 1984 skulu berast skrifstofu skólans
fyrir sam^ tíma. Tekið verður á móti umsókn-
um nemenda sem eru í samningsbundnu
iðnnámi hjá meistara, en þeir sæki þá um
bóklegar og fagbóklegar greinar. Staðfesta
skal fyrri umsóknir með símskeyti eða símtali
á skrifstofu FB sími 75600.
Skólameistari
Reyking og sala á matvælum
ili»o Simi72œ
' ý REYKOFNINN HF.
\S/ Skemmuvegi 14 200 Kópavogi
Hellusteypan
r
STETT
Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211.
II-
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Haukssön
Pípulagningameistari
Sími46720
Ari Gústavsson
Pípulagningam
Sími71577
Nýlagnir
Jarðlagnir
Viðgerðir
Breytingar
Hreinsanir
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliða véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvélaleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
minni háttar múrverk og smíðar.
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, simi 46980 - 72460,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa.
j*l n l*l ri l*LIÆLI*¥*WAMAil,*BA ^ A J * * * ^ * * * *■ * *
STEYPUSÖGUN
vegg- og gólfsögun
VÖKVAPRESSA
/ múrbrot og fleygun
KJARNABORUN
fyrir öllum lögnum
Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.
Verkpantanir
Irá */. 8—23.
TRAKTORSGRÖFUR
L0FTPRESSUR
SPRENGIVINNA
46297
GEYSIR
Bílaleiga
Car rental
BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
LIPUR ÞJ0NUSTA
VIÐ LANDSBYGGDINA
PÖNTUM- PÖKKUM
SENDUM - SÆKJUM
TRYGGJUM
Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa
ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum.
MM
Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn
og afla upplýsinga.
• •••
Opið frá kl. 9-19 alla virka daga.
Símsvari opinn allan sólarhringinn.
^^^-—JLandsþjonustan sX.
Súðavogi 18. S.84490 box 4290
GLUGGAR
0G HURÐIR
Vönduð vinna á hagstæðu verði\
Leitið tilboða.
UTIHURÐIR
Dalshrauni 9, Hf.
S. 54595.