Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN PIÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Efamkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. , . Jiitstjórar: Árni Bergmann, Einar Ka.rl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssain. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarsnn. Símavarslat-Sigríður Kristjánsdóttir, Margret Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innbeimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, sjmi 81333. Umbrot og setning: Preint. Prentun: Blaðaprent h.f., Martröð einstœðra mœðra í sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist viðtal við ein- stæða móður með tvö börn. Hún lýsir reynslu og lífs- kjörum þúsunda kvenna. Á einfaldan og skýran hátt kemur fram að þjóðfélag okkar býr nú mörgum nöpur kjör. Eymdin og vonleysið eru uppskera erfiðis. Víta- hringur sívaxandi þrenginga er hið eina sem við blasir. Pessi móðir vinnur þó í banka sem margir telja til betri vinnustaða. Samt eru laun hennar aðeins rúmar 12.000 kr. á mánuði. Við það bætast tæpar 5.000 kr. í meðlag og mæðralaun með tveimur börnum. Húsaleiga og hitinn taka 9.000 kr. Barnagæslan, matur á vinnu- stað og strætógjöldin nema rúmum 5.000 kr. Pá eru eftir tæpar 3.000 kr. til að greiða mat fyrir heimilið, föt á börnin, rafmagn og önnur nauðsynleg gjöld. Það eru þúsundir heimila í landinu sem búa nú við þessi kjör. Þau verða að láta 2.000-4.000 kr. duga fyrir öllum mat fjölskyldunnar í heilan mánuð, fötum á móð- ur - eða föður - og börn, borga síma, rafmagn og aðra þætti í heimilisrekstri sem flestum íslendingum finnast nauðsynlegir. Viðmælandi Þjóðviljans hafði orðið að segja símanum upp. Hafði ekki lengur efni á að hafa hann. Fréttir hafa borist af öðrum mæðrum sem ekki hafa getað greitt rafmagnsreikninginn og orðið að sitja í myrkvuðum húskynnum. í frásögn sunnudagsblaðsins er þessu lífi líkt við martröð. Þau orð eru vissulega stór. Samt er svo komið í okkar landi að þúsundir barna búa ásamt mæðrum síniim við þessi kjör. íslenskir ráðmenn státa ærið oft af því, að við séum auðug þjóð. Vissulega eru landið og hafið umhverfis, fallvötnin og hugvit landsmanna grundvöllur auðlegðar sem skarar fram úr kostum sem margar þjóðir verða að sætta sig við. Hvernig stendur þá á vaxandi martröð fátæktar og eymdar í okkar landi? Það er spurning sem j landsfeðurnir ættu að hugleiða í fullri hreinskilni. Hvernig væri að forsætisráðherrann og fjármálaráð- herrann skrifuðu hinum mörgu þúsundum barna og mæðra sem verða að láta fáeinar þúsundir króna duga til að kaupa matinn, fötin og einföldustu lífsnauðsynjar eins og hita og rafmagn. í slíku bréfi gætu ráðherrarnir reynt að svara því hvernig þeir telja að hægt sé að reka heimili á slíkum tekjugrunni. Sú martröð sem stjórnarstefnan býr nú einstæðum mæðrum er svartasti bletturinn á okkar þjóðfélagi. Vildu ráðamenn landsins láta sín eigin börn alast upp við slík kjör? Svarið er efalaust nei. Því spyrja þúsundir mæðra: Hvers vegna mín börn? i Milljónir mótmœla vígbúnaði Um helgina komu milljónir friðarsinna saman á torg- um stórborga Evrópu til að mótmæla aukningu kjarn- orkuvígbúnaðar í álfunni. Þessar göngur og fundir sýna að evrópska friðarhreyfingin hefur’ á fáeinum árum orðið öflugasta fjöldahreyfing álfunnar. Baráttan gegn hinu tryllta kjarnorkukapphlaupi er búin einstæðum þrótti. Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda er andvígur því að nýjar eldflaugar verði settar upp. Kröf- ur hins virka fjölda sem mótmælti um helgina og við- horf almennings falla í sama farveg. Samt ætla ráðmenn að halda sitt vígbúnaðarstrik. Þessa sömu helgi tilkynnti utanríkisráðherra íslands að hann skipaði sér í sveit vígbúnaðarsinnanna. Þorri þjóðarinnar styður hins vegar málstað friðarbaráttunn- ar. Rödd íslands ætti því frekar að hljóma með milljónunum sem mótmæltu um helgina. En Geir Hall- grímsson stendur með herforingjunum. klippt Tilefnið Tilefni þessarar pólitísku af- hjúpunar Morgunblaðsins er það að Guðmundur J. Guðmundsson einn 174 frambjóðenda á 80 manna fundi í Alþýðubandalag- inu í Reykjavík fékk ekki nógu mörg atkvæði að mati Morgun- blaðsins sem fulltrúi á landsfund Alþýðubandalagsins. Hins vegar var Guðmundur kjörinn á lands- fundinn, en það er önnur saga. Auðvitað eru allir í bandalagi sem kennir sig við sósíalisma og verkalýðshreyfingar fulltrúar slíkra sjónarmiða. Annars væru þeir ekki í Alþýðubandalaginu. Kenningin um skiptinguna í menntamenn og verklýðsmenn er til orðin á Morgunblaðinu. Sjálfur hefur Guðmundur J. Guðmundsson afsannað þessa kenningu Morgunblaðsins manna best. Hann er t.d. nýbú- inn að ráða til starfa hjá Dags- brún Þröst Ólafsson. Þröstur var forystumaður námsmanna- hreyfingarinnar á árunum í kring- um 1968 þegar sú góða hreyfing hvað róttækust, og um árabil var Þröstur framkvæmdastjóri menningarlegustu stofnunarinn- ar á þessum kanti, nefnilega Máls og menningar. Nei, ekki tjóir fyrir Moggann að gera einhvern andstæðing mennta og menning- ar úr Guðmundi J. Guðmunds- syni eða öfugt. 1Aðd kannski betri og viðræðuhaefari flokkur, þegar menntamennirnir hafa náð þar öllum tökum. Því er fljótsvarað. Alþýðubandalgið verður verri flokkur vegna þess, að gömlu verkalýðsforingjarnir höfðu jarðsamband, sem hinir vinstri sinnuðu háskólamenn sem nú ráða þar öllu, hafa ekki“. Jamm, hámenntaðar englapík- ur og himinhvolfasósíalistar hafa tekið við af verkamanninum með siggbarða lófa. Um þessa túlkun Morgunblaðsins er margt hægt að segja. Undarlegt er það viðhorf til menntamanna sem þarna kem- ur fram og hefur alltaf þekkst, þó meðal lágkúrulegra stjórnmá- laafla eins og t.d. nasistanna þýsku. Sem betur fer hafa verka- menn barist fyrir menntun og upplýstur menntaður verklýður hefur alltaf verið kyndilberi sósí- aliskrar hreyfingar á íslandi. Hingað til hefur menntun heldur ekki dregið úr jarðsambandi hinna upplýstu. róttamr Hvimleiðastar eru þó í skrifum Morgunblaðsins og túlkun þess á saklausum viðburðum í Alþýðu- bandalaginu, þær aðdróttanir að Guðmundi J. Guðmundssyni sem þarna birtast. Að mati þessa málgagns stórkapitalsins og ríkis- stjórnar sem hrifsað hefur frum- stæðustu réttindi af verklýðssam- tökunum, er Guðmundur J. Guðmundsson maðurinn með jarðsambandið innanum loftkastalasmiðina. Jarðsam- bandið er gott og traust hj á okkur á Morgunblaðinu og þar á Guð- mundur J. heima með beina línu í jörð. Hvers konar ruddaskapur er þetta gagnvart Guðmundi J. Guðmundssyni hjá Morgunblað- inu? Tilgangurinn er augljós: sá kornum tortryggni meðal Al- þýðubandalagsmanna um það að Guðmundur sé ekki almennur Alþýðubandalagsmaður, heldur sérstakur vildarvinur Morgun- blaðsins. Slík skrif eins og í nefndum leiðara Morgunblaðsins eru svívirðilegar aðdróttanir að verklýðsleiðtoga sem nú stendur í ströngu gagnvart rikisstjórn og málgagni hennar. Guðmundur veit áreiðanlega betur en Mogg- inn hvorumegin víglínunnar hann stendur í þeim átökum. -óg Skvaldur Morgunblaðið hefur í meira en hálfa öld þóst hafa þungar á- hyggjur af því, að menntamenn réðu lögum og lofum í sósíaliskri hreyfingu. Þannig hamaðist blað- ið á sínum tíma útí þá Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson forystumenn verklýðsflokksins um áratugaskeið fyrir þá sök að þeir væru „menntaðir". Og Morgunblaðið heldur áfram nú um helgina eins og það hefur gert allar götur síðan 1920; verklýðsflokkurinn er bara ómerkilegur menntamanna- flokkur. Við skulum staðnæmast ögn við skvaldur Morgunblaðsins í leiðara sunnudaginn 23. október . 1983. Jarðsambandið í leiðaranum segir: „Nú kann einhver að spyrja, hvort Alþýðubandalagið verði Halldór í boði FDP Þýsk bloð greina frá því að Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsmálaráðherra hafi verið í boði Framsóknarflokksins þýska, FDP í Bremen. Hins veg- ar segir ráðherrann í reiðiþrungn- um skrifum sínum í Þjóðviljanum um helgina, að hann hafi verið í boði ríkisstjórnar Bremen. En af frásögnum þýskra blaða er greinilegt að flokksbræðurnir þýsku fylgja Halldóri hvarvetna eftir ytra. Viku síðar ganga íbúar ríkisins Bremen til kosninga. Þar gerist það, að Framsóknarflokkurinn þýski, FÐP féll af fylkisþinginu, fékk einungis 4,5% atkvæðanna. Fylgið frá 1979 hafði hrunið um rúman helming, þá fékk flokkur- inn 10,7% atkvæða. Tekið skal fram að heimsókn varaformanns íslenska Fram- sóknarflokksins mun ekki hafa haft afgerandi áhrif á kosningarn- ar, en margt er líkt með skyldum. FDP var áður í ríkisstjórnarsam- starfi við SPD, sósíaldemókrata, en tók harða hægri sveiflu eins og systurflokkurinn hér á landi tii CDU, kristilegra. Kjósendur hafa síðan refsað þeim grimmi- lega. Endalok siðbyltingar Ellert Schram skrifar opinskáa hugvekju í DV um helgina þar sem segir m.a. af lífinu á alþingi: „Og áður en varir ertu orðinn samdauna öllum hinum, kominn í bandalag og klíku og þá er stutt í cndalok siðbyltingarinnar og uppstokkunarinnar, sem í upp- hafl var ráðgerð. Ungir reiðir menn verða steinrunnin nátttröll náðugra daga, þrælar valdsins.“ -óg ' \ ór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.