Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 13
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
„Hin afvegleidda” á réttri leiö:
La Traviata
í íslensku óperunni
Halldór B.
Runólfsson
skrifar
Það hefur vart farið fram hjá
fólki að á fjölum Islensku óperunn-
ar er nú flutt ein skærasta perla
óperubókmenntanna, La Traviata
eftir Giuseppe Verdi. Því miður
tókst mér ekki að vera við frumsýn-
ingu verksins, sem gerði það að
vcrkum að dróst að fjalla um upp-
færsluna vegna veikinda eins
söngvarans. Því verður þetta að
skoðast sem nokkuð síðbúin um-
fjöllun af óviðráðanlegum or-
sökum.
Það er ekkert smástarf sem
liggur að baki þessari uppfærslu og
verður að telja það ganga krafta-
verki næst að hægt skuli vera að
koma til skila slíku „grand spec-
tacle” á svo litlu sviði. En hafi La
traviata einhvern tíma verið hugs-
uð sem stór ópera á víðáttumiklu
sviði þá er eins víst að öll framvinda
leiksins, persónusköpun og um-
gjörð, heyrir til intím-leikhúsinu
og fjölskyldudramanu þar sem
einkahagir persóna skipta megin-
máli. Þrátt fyrir nokkrar stórar
samkvæmissenur, kór og ballett,
gerist megnið af leiknum í híbýlum
millistéttarfólks þar sem látleysi er
eðlilegra andrúmsloft en glæsileiki.
Þegar tekið er tillit til þess að allt
snýst um þrjár persónur, Víólettu
Valery „hina afvegaleiddu” með
stóra hjartað, Alfredo Germont og
hinn sannkallaða „padre padróne”
Giorgio Germont, er La traviata
engin „grand opéra” í skilningi 2.
keisaradæmisins.
Þetta skilja þau mætavel, Bríet
Héðinsdóttir leikstjóri og Richard
Bullwinkle og Geir Óttar Geirsson
leikmyndasmiðir. Þau reyna ekki
að gera úr þessum fjölskylduharm-
leik neitt risasjónarspil. Leiktjöld-
in eru haganlega gerð svo þau komi
að sem bestum notum og þar spila
gluggatjöld mikla og merkilega
rullu. Eins má sjá næma notkun
lita, s.s. í 3. þætti þar sem nálægð
dauðans er undirstrikuð með hvítu
út í gegn. f þennan ramma setur
Bríet persónur leiksins og laðar
fram lifandi og dýnamíska heildar-
mynd sem fellur vel að dramatískri
framvindu söngleiksins.
Ekki fæ ég betur heyrt en söng-
urinn sé í alla staði til sóma. í upp-
hafi fannst mér sem einhvers óör-
yggis gætti hjá hljómsveit í hinu
stutta forspili, en áður langt um
leið sýndi Marc Tardue hljómsveit-
arstjóri að hann er næmur og ör-
uggur leiðandi spilverksins. Kór-
inn var léttur og leikandi og ballett-
inn, þótt stuttur væri, vel af hendi
leystur. Þá voru aukahlutverk pott-
þétt. Einkum eru þær Anna Jú-
líana Sveinsdóttir og Elísabet Erl-
ingsdóttir stabílar og góðar söng-
konur. Eins voru Hjálmar Kjart-
ansson og Kristinn Hallsson eftir-
tektarverðir og skiluðu sínu með
afbrigðum vel.
Halldór Vilhelmsson hefur sér-
stæða rödd sem hann beitir á per-
sónulegan hátt í hlutverki föðurins
Giorgio. Leikrænt séð hefði hann
mátt beita höndum og líkama meir,
en söngurinn er sannfærandi og
dramatískur og er það framar öllu.
Garðar Cortes í hlutverki Alfredos
sonar hans, söng með miklum til-
þrifum og tókst að gera persónu
sonarins bæði lifandi og eðlilega.
Mest mæðir á Ólöfu Kolbrúnu
Harðardóttur í hlutverki Víólettu
enda skilaði hún sínu með slíkri
reisn og innileik að óhikað má telja
hana stjörnu þessarar sýningar.
Bæði hefur Kolbrún yfir mikilli
raddtækni að ráða, sem gerir söng
hennar náttúrlegan á sviði, en
einnig sýnir hún slík leikræn tilþrif
að persónan Víóletta verður ó-
gleymanleg.
Það er því engin ástæða til ann-
ars en óska Óperunni til hamingju
með þessa vel heppnuðu upp-
færslu.
Garðar söng með niiklum tilþrifum og Ólöf Kolbrún Harðardóttir skilaði sínu með slíkri reisn og innileik að
óhikað má telja hana stjörnu þessarar sýningar.
Tónlistarsaga
eftir Pál Kr.
Pálsson
Til þessa hefur fátt verið gefið út
á íslandi um sögu tónlistarinnar, og
hefur Tónskóli Sigursveins D.
Kristinssonar nú stuðlað að útgáfu
Tónlistarsögu eftir Pál. Kr. Páls-
son. Hún er hugsuð bæði til
kennslu og sem aðgengilegt les-
efni fyrir áhugamenn.
Bókin er í sextán áföngum. í
fyrstu áföngum er ferill tónlistar
rakinn allt frá austurlenskri tónlist,
Gyðingum og Forn-Grikkjum til
vorra daga og er stuðst við tón-
listarsögu á plötum sem His Mast-
ers Voice hefur gefið út - á þeim
eru þau tóndæmi að finna sem vitn-
að er til. Þá fylgir sérstakur kafli
um tónlist á íslandi, þar á eftir eru
sérkaflar um lönd og heimshluta og
svo kaflar um sérstök stórmenm -
Bach og Hándel, Haydn og Mozart
og þar fram eftir götum.
í viðbæti er svo að finna ágrip af
formfræði og ártöl sögulegra við-
burða sem gera það auðveldara að
rekja tónlistarsögu saman við al-
menna sögu. - Bókin er 284 bls.
’Srænmetis -
ávaxtatorg
Komið og njótið þess að
geta valið nýtt, ferskt grænmeti og
ávexti. Tölvuvog gefur upp verðið
oq þvnqdina.
y Ky y STÆRRI VERSLUN-BErfílKAUP
HAGKAUP
Skeifunni 15
Reykjavík
Lmeík
Laugavegi 66
Nína Wahlgren Design Sweden
i aán'i ans
100 % bÓHUÍi
Finofin /00 7o bDHULL
L'tr'i*-.
SvcvrÍHV
IPM't’OMbUY
bltUcvauít
^ Margar geröir af bolum, pilsum, buxum
og golftreyjum úr 100% bómull og velúr
Sendum í póstkröfu simi 23577 so% bómuii 20%nyion.