Þjóðviljinn - 12.11.1983, Qupperneq 27
Helgin 12.-13. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Tillaga AB um 3ja ára áætlun í borgarstjórn:
30 km hámarkshraði
í öllum íbúðahverfum
Hraðahindranir draga 25% úr umferðarslysum
„Það dugir ekki að setja upp
skilti í hraðatakmarkandi skyni,
hindranir þurfa að koma upp sam-
hliða og talið er að hægt sé að
fækka umferðarslysum um 25%
með slíkum aðgerðum. Það er ekki
spurning um hvort umferðar-
hraðinn verður minnkaður í
íbúðarhverfum með hindrunum og
merkingum, heldur hvenær. Eftir
hverju erum við að bíða?” sagði
Guðrún Ágústsdóttir m.a. þegar
hún fylgdi úr hlaði tillögu Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn á
flmmtudag um að umferðarhraði í
íbúðarhverfum yrði lækkaður í 30
km á næstu þremur árum með
hindrunum og merkingum.
í máli Guðrúnar kom fram að nú
aðeins fimm mánuðum eftir að
borgarstjórn ákvað að setja upp
skilti með 30 km hámarkshraða í
gamla Vesturbænum hefur komið í
ljós að fáir virða þá ákvörðun.
Reynslan erlendis hefur sýnt að ó-
raunhæft er að lækka hámarks-
hraðann án þess að gera um leið
ráðstafanir til að hægja á hraðan-
um með hindrunum og hafa íbúar í
Vesturbænum nú óskað eftir slík-
um aðgerðum þar.
í Álaborg í Danmörku var á
þessu ári ákveðið að verja 5,5
dönskum miljónum til að lækka
umferðarhraða á skólaleiðum
barna, en þar í borg ferðast skóla-
börn daglega 60 þúsund kílómetra
leið til og frá skóla. Og frændur
okkar Norðmenn hafa ákveðið að
setja upp hraðahindranir í öllum
íbúðahverfum í Þrándheimi.
Jákvæður árangur
Á þessu ári hafa verið settar upp
15 hraðahindranir í Reykjavík og
í gamla Vcsturbænun; hafa flestir ökumenn tekið aftur upp sinn
gamla hraðakstur, þrátt fyrir skiltin með 30 km hámarkshraða.
íbúar hafaóskaðeftir hraðahindrunum í hverfið. Þessi mynd sýnir
umferðina á Vesturgö'u í gær. Ljósm. - Magnús.
beiðnum um slíkar ráðstafanir
rignir daglega yfir gatnadeildina.
Guðrún benti einnig á að hugar-
farsbreyting hefði orðið bæði með-
al borgarbúa og almennings enda
hefði fólk vaxandi áhyggjur af
hættunni af umferðinni og eygir
þarna leið til að draga úr slysum.
Katrín Fjeldsted, sem sæti á í
umferðarnefnd skýrði frá lækkaðri
slysatíðni það sem af er þessu ári en
umferðarslys fram til 1. nóvember
1982 urðu 234 í Reykjavík en á
þessu ári aðeins 156 á sama tíma.
Slys á börnum urðu 24 á fyrstu tíu
mánuðum ársins í fyrra en hafa að-
eins orðið 13 í ár. Katrín þakkaði
þetta aukinni umræðu um umferð-
armál og vaxandi áhyggjum fólks
af umferðinni. Hún lagði til að um-
ferðarnefnd yrði send tillaga Al-
þýðubandalagsins, þar sem nefnd-
in væri að vinna að þessum málum,
m.a. upphækkunum á Vesturgötu
og lækkuðum hraða í Þingholtun-
um.
30 sekúndur sparast!
Guðrún Ágústsdóttir sagði ljóst
að einhver hluti borgarbúa væri
mótfallinn svo róttækum aðgerð-
um sem hraðahindranir væru, -
ýmsum ökumönnum þættu upp-
hækkanirnar hvimleiðar og fólk
væri yfirleitt að flýta sér. „Fólk
græðir hins vegar sáralítinn tíma á
því að gefa í á milli ljósa og stöðv-
unarskyldu í innanbæjarakstri”,
sagði hún, „þar er frekar um sál-
rænan þátt að ræða. Reiknað hefur
verið út að hægt sé að græða 30
sekúndur á því að aka Vesturgötu
til enda á km hraða í stað 30. Hvað
munar fólk um 30 sekúndur og þó
það væru tvær mínútur? Er fólk
ekki tilbúið til að fórna nokkrum
sekúndum akandi í bifreið sinni
fyrir aukið öryggi í umferðinni?”
spurði hún.
-ÁI
MÁLNINGAR
NÚ geta allir farið
að mála
Hér kemur tilboð
sem erfitt er að
hafna
7Ef þú kaupir málningu fyrir 1.500 kr. eða
meir færðu 5% afslátt.
2Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr.
eða meir færðu 10% afslátt.
O Ef þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr.
eða meir færðu 15% afslátt.
A Efþú kaupir málningu i heilum tunnum,
* þ.e. 100 litra, færðu 20% afslátt og i
kaupbæti frian heimakstur hvar sem er
á Stór-Reykjavikursvæðinu.
Auk þess ótrúlega hagstæðir
greiðsluskilmálar.
JL
BYGGINGAVORUR
c
HRINGBRAUT 120:
Byggingavörur
Gollleppadeild
HVER
BÝÐUR
BETUR?
Ath.: Sama verð er i versluninni
og málningarverksmiðjum.
OPIÐ:
mánud. — fimmtud. kl. 8 — 18.
Föstudaga kl. 8-19. Laugard kl. 9—
LÆKHAHÚSIB Síðumúla 29 Sími: 85788
SKURÐSTOFUR LÆKNASTOFUR RANNSÓKNASTOFUR
Almennar skurðlækningar Barnaskurðlækningar Blóð- og þvagrannsóknir Bæklunarskurðlækningar Svæfingar/deyfingar Þvagfæraskurðlækningar Æðaskurðlækningar
Höfum opnað lækningastofur okkar í „LÆKNAHÚS- INU“, Síðumúla 29 Reykjavík. Viðtalsbeiðnir í síma 85788 á milli kl. 13:30 og 18:00 daglega.
Egill A Jacobsen Sérgrein: Skurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar
Guðmundur Bjarnason Sérgrein: Skurðlækningar og barnaskurðlækningar
Guðmundur V. Einarsson Sérgrein: Þvagfæraskurðlækningar
Halldór Jóhannsson Sérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar
Hannes Finnbogason Sérgreinar: Skurðlækningar
Ingvar E. Kjartansson Sérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar
Jón Sigurðsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar
Matthías Kjeld Sérgrein: Meinefnafræði
Páll Gíslason Sérgrein: Skurðlækningar
Sighvatur Snæbjörnsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar
Sigurjón Sigurðsson Sérgrein: Bækiunarlækningar
Valdemar Hansen Sérgrein: Svæfingar og deyfingar
Þórarinn Ólafsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar
Simar: Timburdeild.................. 28-604
.28-600 Malningarvörur og verklæri 28-605
28-603 Flisar og hreinlaetistæki 28-430
PÓST- OG
SlMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
SKRIFSTOFUMANN
í póstmáladeild, Viðskiptadeildar.
Stúdentspróf, verslunarpróf eða hliðstæð
menntun áskilin.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs-
mannadeild stofnunarinnar við Austurvöll.
Sóknarfélagar
Starfsmannafélagið Sókn heldur félagsfund
mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30 að Hót-
el Heklu við Rauðarárstíg.
Fundarefni 1. Kjaramálin
2. Önnur mál.
Sýnið skírteini.
Stjórnin
HRINGBRAUT 120 (Aókeyrsla frá Sólvallagötu),
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 46711