Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983 um helaina r Skartgripir Ofeigs Björnssonar í Gallerí Grjót: „Huldumaður í ís- lenskri myndlist” „Ófeigur Björnsson hefur um árabil verið meðal huldumanna í íslenskri myndlist, sem og list- iðn.... Þar að auki hefur mað- urinn villt á sér heimildir. Eg hef Ófeig nefnilega sterklega grunað- an um skúlptör í gervi gullsmiðs. Öðruvísi er vart hægt að skýra það sem gerist í skartgripum hans. Þeir tolia ekki í eyrum á fólki, á fíngrum þess, um hálsinn, á úlnliðum, heldur gera tilkall til að vera skoðaðir einir og sér.” skrifar Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur m.a. um sýningu sem Ófeigur Björnsson hefur opnað í Gallerí Grjót á Skólavörðustíg. Ófeigur er hálffertugur, hefur numið gull- og silfursmíði í Iðn- skólanum í Reykjavík. Þá hefur hann stundað nám í höggmynda- og teiknideild undir leiðsögn Hrings Jóhannessonar, Ragnars Kjartanssonar, Gylfa Gíslasonar svo nokkrir séu nefndir. Sýningin í Gallerí Grjót er hans fyrsta einkasýning. „Ég hef verið að vinna að þessari sýningu í allt sumar með þeirri aðferð er ég eitt sinn lærði, hin aldagamla vinnuaðferð við gull- smíðina hefur heillað mig. Ný- tískutól og tæki læt ég lönd og leið og móta efniviðinn á þann hátt sem hugurinn segir til um. Stund- arstemninguna reyni ég að höndla þegar ég kem heim úr um- hverfi sem er svo gjörólíkt gulls- míðinni. Ég er slökkviliðsmaður og það starf er hið prýðilegasta í bland með gullsmíðarvinnunni. Sannleikurinn er nefnilega sá að gullsmíðin er lýjandi þegar til lengdar lætur, allt að því andlaust starf hafi maður ekki í einhverju öðru að snúast”, sagði listamað- urinn þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum þar sem hann var staddur niður í Gallerí Grjót. Ekki kvaðst Ófeigur hafa selt mikið af verkum sínum, „ekki þrautalaust að vera gullsmiður hér á landi upp á þau býti að ætla að selja einshver ósköp, þegar fólk gerir ekki greinarmun á handverki og því sem er fjölda- framleitt”. Ófeigur sýnir einnig skúlptúr úr leðri í galleríinu. Allir þeir munir sem hann hefur komið fyrir í tilefni þessarar sýningar verða teknir saman að loknum fimmtánda degi nóvembermán- aðar, þá laumast nýr sýningarað- ili inn í sýningarsalinn á Skóla- vörðuholtinu. „Sumt af þessu sem er hérna ferðast úr landi að sýningunni lokinni”, sagði Ófeigur „það er verið að koma á sýningum á Norðurlöndunum „Form Is- land”, heitir fyrirbærið, einhvers- konar farándsýningar sem byrjar í Helsinki og fer síðan í Alvar Alto safninu í Finnlandi. Ég á von á að fá að sjá þessa muni aftur, því sýningum lýkur í Nor- ræna húsinu eftir u.þ.b. tvö ár”. í framhjáhlaupi má geta þess að í upphafi næsta árs mun Ófeigur halda sína fyrstu einkasýningu á erlendri grund. Það verða Finnar sem njóta munu sérstæðrar listar hans. -hól. Ófeigur Björnsson við nokkra þá skartmuni sem hann sýnir í Gallerí Grjót. Hann er einn af sjö stofnendum gallerísins. Eðlisfræð- ingarnir á Akranesi Fyrir viku frumsýndi Skaga- ieikflokkurinn á Akranesi leikrit Dúrrenmatts, Eðlisfræðingana, í þýðingu Halldórs Stefánssonar og undir ieikstjórn Kjartans Ragn- arssonar. Eðlisfræðingarnir er spenn- andi sakamálaleikrit með óvænt- um endalokum, gráu gamni ýmis- konar - og um leið er því velt upp hvort hægt sé að fela fyrir illum öflum þá miklu en tvíbentu þekk- ingu sem vísindin hafa safnað. Með helstu hlutverk fara Kristján E. Jónsson og Gerður Rafnsdótt- ir, Hlynur Eggertsson sér um lýs- ingu og sviðsmynd gerðu Bjarni Þ. Bjarnason og Guðjón Guð- mundsson. Sviðið í Bíóhöllinni hefur verið stækkað fram í salinn fyrir þessa sýningu. Næsta sýning er í dag, og laug- ardag 12. nóv. kl. 15.00, í Bíó- höllinni á Akranesi. Handíð sem listgrein Bandaríski listfræðingurinn, Lloyd Herman, forstjóri Ren- wick safnsins við Smithsonian In- stitution í Washington D.C., sem er jafnframt einn fremsti listiðn- fræðingur Bandaríkjanna mun flytja fyrirlestur á Kjarvalsstöð- um laugardaginn 12. nóvember kl. 17.00 og sýna litskyggnur. Efni fyrirlestrar hans mun verða: „Bandarísk handíð sem list- grein”. Herman er forstjóri fyrsta al- hliða safns bandarísks handiðn- aðar, Renwick safnsins í Was- hington D.C. Sem deild í Smit- hsonian safninu, sýnir Renwick safnið verk bandarískra hand- verksmanna og hönnuða, auk sýninga frá öðrum löndum. Lloyd Herman myndlist Kjarvalsstaöir: Yfirlitsýning á verkum 80 banda- rískra handverksmanna. Gefur góða mynd af listmunagerð í Bandaríkjunum. Munir til sölu, and- virði rennur í sjóð til styrktar lista- samstarfi þjóðanna. Listamenn sem eiga verk á sýningunni verða með sýnikennslu á Kjarvalsstöð- um á laugardag kl. 14-17 keramik, og leðurvinnsla á sama tíma á sunnudag. Kjarvalssýningunni í austursal sem vakið hefur sérstaka athygli er að Ijúka. Síðasta sýningarheigi. Gerðuberg: Ávallt mikið um að vera í Gerðu- bergi. Þar stendur nú yfir sýning 5 íslenskra listamanna I tengslum við listiðnaðarsýningu Bandaríkja- manna á Kjarvalsstöðum. Jens Guðjónsson, gullsmiður, Kristrún ísleifsdóttir og Sóley Eiríksdóttir keramik og hjónin Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og Sören Larsen glerlist. Þá stendur einnig yfir í Gerðu- bergi norræn sýning á myndlist í barnabókum. 100 myndir ásamt bókum þeim sem myndirnar prýða. M.a. myndskreytingar eftir 3 ís- lenska listamenn: Brian Pilkington, Hring Jóhannesson og Harald Guðbergsson. Mokka: Rannveig Pálsdóttir sýnir vefnað- arlist. Alls 17 myndir flestar unnar á þessu ári. Fyrsta einkasýning Rannveigar. Gallerí Langbrók: Örlygur Kristinsson myndlistar- maður frá Siglufirði sýnir olíumál- verk. Opnað kl. 14 í dag og opið til 18 um helgar. Ásmundarsalur: Björgvin Björgvinsson sýnir klippi- myndir og önnur myndverk. Ópið virka daga fra 16-22 og frá 14-22 um helgar fram til 20. nóvember. Norræna húsið: f anddyri er Jón Laxdal með sýn- ingu sem hann nefnir Myndþanka. Henni lýkur um helgina. I kjallaran- um er síðasta sýningarhelgi á sam- sýningunni íslensk grafík. Stórgóð sýning sem enginn má missa af. Listmunahúsið: Síðasta sýningarhelgi á samsýn- ingu þeirraÁsu Ólafsdótturog Ingu Karlsson. Opið frá 14-18. Nýlistasafnið: Heit framtíð - gleymd fortíð er yfir- skrift sýningar Gunnars Kristins- sonar sem hann opnar í dag í Ný- listasafninu Vatnsstíg. Opið um helgina frá 14-22 en sýningin stendur til 20. nóv. Gallerí Lækjartorg: Guðrún Elísabet Halldórsdóttir opnar málverkasýningu í galleríinu í dag. Hún sýnir þar olíumálverk og viðarkolateikningar. Guðrún hefur stundað myndlistarnám hér heima og erlendis en þetta er þriðja einka- sýning hennar. Listasafn íslands: Merkileg sýning á verkum Arn- gríms Gíslasonar listmálara í tilefni útkomu bókar dr. Kristjáns Eld- járns heitins um ævi og störf Arng- ríms. Alls eru á sýningunni 27 verk sem spanna allan listferil þessa merka málara. Opið 13.30-22 um helgar. Skeifan: Sigurður Haukur Lúðvígsson opn- ar málverkasýningu í húsgagna- verslun Skeifunnar í Kópavogi. Opið 9-6 í dag og 2-5 á morgun sunnudag. tónlist Egilsstaðakirkja: Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs efnir til tónleika í Egilsstaðakirkju í dag kl. 17.00. Elísabet F. Eiríks- dóttir sópransöngkona og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Dohnany, Grieg, Puccini, Kaldalóns, Pál Isólfsson og Jón Ásgeirsson. Á morgun sunnudag verður ár- leg kaffisala tónlistarfélagsins ( Menntaskólanum á Egilsstöðum. Tónskólinn sér þá um tónlistar- flutning og ýmislegt fleira til skemmtunar. Vísnavinir: Vísnakvöld í kjallaranum á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Hálft í hvoru og félagar úr Leikfélagi Hafnar- fjarðar leika og syngja. Einnig koma fram Gunnar Guttormsson, Sigrún Jóhannesdóttir og Þor- steinn Bergsson. Ingibjörg Har- aldsdóttir verður Ijóðskáld kvöld- sins. Nesklrkja: Aðrir tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á þessu starfsári verða í Neskirkju kl. 20.30 á sunnudags- kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms. Akureyrarklrkja og Dalvíkurklrkja: Gítarleikarinn Símon H. Ivarsson verður á ferð um Norðurland um helgina. Hann leikur í Akureyrar- kirkju á laugardag kl. 16.00 og í Daivíkurkirkju á sunnudag.á sama tíma. Á efnisskránni eru spænsk klassísk verk og flamenco-tónlist. Selfoss og Skálholt: Ragnar Björnsson organleikari og Pétur Þorvaldsson sellóleikari verða á ferð um Suðurland um helgina. Þeir halda tónleika í Sel- fosskirkju á laugardag kl. 17 og á sama tíma á sunnudag í Skálholti. Kópavogur Söngleikurinn Gúmmí-Tarsan hef- ur nú gengið um nokkurt skeið í Kópavogi við miklar vinsældir. Hann verður sýndur í 16. og 17. sinn í dag og á morgun. Sími í miðasölu er 41985. Gamla bfó: La traviata, ópera Verdis, verður sýnd á sunnudagskvöldið kl. 20 og er uppselt á sýninguna. Hefur óperunni verið mjög vel tekið. leiklist Leikfélag Akureyrar Sýningar á hinum geysivinsæla söngleik My fair lady verða í leikhúsinu bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Söngleikurinn var frumsýndur 21. október síð- astliðinn og hefur verið sýndur æ síðan fyrir fullu húsi. Leikfélag Reykjavíkur: Næst síðasta sýning á leikritinu Úr lífl ánamaðkanna verður í Iðnó í kvöld og hefst sýningin kl. 20.30. Með hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir. Forsetahelmsóknin er á sínum venjulega tíma kl. 23.30 í Austur- bæjarbíó í kvöld. Þetta er gaman- leikur með Kjartani Ragnarssyni, Gísla Halldórssyni, Guðrúnu Ás- mundsdóttur, Soffíu Jakobsdóttur, Sigríði Hagalín og Guðmundi Pálssyni í hlutverkum. Mikil og góð aðsókn hefur verið að sýningum að undanförnu. Hart í bak verður sýnt í Iðnó á sunnudagskvöldið. Þetta verk Jökuls Jakobssonar nýtur mikilla vinsælda. Með helstu hlutverk fara Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Edda Heiðrún Back- man, Kristján FrankKn Magnús og Pétur Einarsson. Brúðubíllinn Fríkirkjuvegi 11: Brúðuleikhús yngstu barnanna. Amma gamla og apinn í „Leikið með liti'' og „Á sjó". Söngur og gaman. Sýning á laugardag kl. 15.00. Brúðuleikhúsið: Tröllaleiklr, saga Guðrúnar Helgadóttur hefur verið færð í brúðuleikhúsform. Á sunnudag kl. 15 verða fjórir brúðuþættir sýndir í Iðnó. Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu, sagan um Búkollu, Egg- ið og Risinn draumlyndi. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en það er Leikbrúðuland sem stendur fyrir sýningunum. Þjóðleikhúsið: Eftir konsertinn, leikrit Odds Björnssonar er á dagskrá Þjóðleik- hússins kl. 20 á laugardagskvöld- ið. Lína langsokkur, fjölskylduleikrit Astrid Lindgren er enn á dagskrá leikhússins og sýningar farnar að nálgast sjötta tuginn. Lína verður I leikhúsinu kl. 15 á sunnudaginn. Návigi, eftir Jón Laxdal verður sýnt öðru sinni á sunnudagskvöld kl. 20. Þetta er grár gamanleikur um draumóramenn sem byggja loftkastala til að sigra þrúgandi veruleikann. Þeir nálgast það að vera trúðar uns veruleikinn þrengir sig inn í heim þeirra. Lokaæfing, eftir Svövu Jakobs- dóttir verður sýnd á Litla sviðinu á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Verk þetta hefur vakið mikla athygli og hefur verið uppselt á margar unda- nfarnar sýningar. ýmislegt Hafnarfjarðarkirkja: Fjóra næstu laugardagsmorgna mun dr. Einar Sigurbjörnsson pró- fessor halda fræðsluerindi í Hafn- arfjarðarkirkju um postulega trúar- játningu. Fundirnirhefjastkl. 10.30 og standa fram undir hádegi með kaffihléi og fyrirspurnatíma. Fyrsti fundurinn hefst í dag, laugardag. Rauðl krossinn Kópavogi: Námskeið í skyndihjálp tyrir bæjar- búa verður haldið í vestur-álmu Kópavogsskóla og hefst þann 15. nóvember kl. 20.00. Námskeiðið stendur í 4 kvöld, samtals 18 kennslustundir. Þátttaka tilkynnist í síma 41382 14. og 15. nóv. frá 14- 18. Þýsk bókasýning: í gær var opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á 1600 þýskum bókum og tímaritum sem er sýnishorn af út- gáfu 150 þýskra bókaforlaga. Þá hefur einnig verið opnuð sýning á 250 þýskum bókatitlum í bæjar- bókasafninu á Akureyri. Um helgina verða haldnir tón- leikar ( sambandi við þessa stóru bílasýningu á Kjarvalsstöðum. Þeir hefjast kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.