Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 6
Austantjalds-
aðferðum hafnað
Austantjalds-aðferðum ríkisstjórnarinnar hefur ver-
ið hrundið að hluta. Það hefur verið þung undiralda
gegn þeim í landinu frá því í vor og nú hefur hún skolað
undan stjórninni. Ráðherrrar Sjálfstæðisflokksins féll-
ust á að beita austantjalds-aðferðum við stjórn efna-
hagsmála og hafa verið hvattir af Morgunblaðinu til
þess að halda ótrauðir gegnum brimgarðinn. Þrýstingur
á þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndist hinsvegar
meiri en ætlað var, og einhverjir þeirra munu hafa
minnst varnarorða Morgunblaðsins um þær hættur sem
felast í því að beita einræðiskenndum stjórnaraðferð-
um. Margoft hefur í þeirri umræðu verið vitnað til sögu
Arthurs Köestlers „Myrkurs um miðjan dag“. Þar er
því lýst hvernig fer fyrir stjórnarherrum sem láta til-
ganginn helga meðalið, og upphefja að lokum meðölin
og þá menn sem þeim beita sem tilgang í ljósi „sögu-
legrar nauðsynjar“. Á þessari braut var ríkisstjórnin
þegar hún afnam grundvallarmannréttindi í landinu
með sjö mánaða banni við samningum.
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið neinum sinnaskiptum.
Hinsvegar átti hún engra annarra úrkosta en að falla frá
samningsréttarbanninu. Tvístringur var kominn í
stjórnarliðið. Þrekið til þess að halda úti austantjalds-
aðferðum var á þrotum. Meirihluti var ekki á Alþingi
fyrir því ákvæði bráðabirgðalaganna frá í vor sem af-
nám samningsréttinn. Ef til vill hefur sá meirihluti sem
ríkisstjórnin höfðaði til við setningu bráðabirgðalag-
anna aldrei verið fyrir hendi. Þegar það var orðið ljóst
landslýð öllum að stjórnin hafði ekki stuðning við
stefnu sína var henni nauðugur einn kostur að beygja
sig.
Andóf verkalýðshreyfingarinnar, sá stuðningur við
kröfuna um frjálsan samningsrétt sem fram kom í 35
þúsund undirskriftum, og málflutningur stjórnarand-
stöðunnar hafa skilað árangri. Smásaman hefur verið
flett ofan af því virðingarleysi sem ríkisstjórnin hefur í
valdahroka sínum sýnt grundvallárviðhorfum íslenska
lýðveldisins. í ákvörðuninni um að falla frá samninga-
banninu felst einnig viðurkenning á því að ekki er hægt
að valta yfir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í
stjórn landsins. Sé það ætlunin að ná tökum á stjórn
efnahagsmála til frambúðar verður að hafa hana með í
ráðum.
Enda þótt ríkisstjórnin sé nú á undanhaldi og hafi
orðið að slá af frá stefnu sinni þá er samningsrétturinn
enn skertur þar sem bannað er samkvæmt bráðabirgða-
lögunum að semja um hverskonar verðbætur á laun í
tvö ár. Það verður því að halda baráttunni áfram og
reka flóttann þar til fullur sigur er unninn. Verkalýðs-
hreyfingin fagnar áfangasigri, en hún á fyrir höndum
vandasamt verkefni við samningaborðið og miklu
skiptir að góð samstaða náist og félagar í hreyfingunni
verði ósparir á stuðning sinn. Verkamannasambandið
og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa sett fram
kröfur um 15 þúsund krónur lágmarkslaun. Sú krafa
hlýtur að nást fram og það þarf ekki að breyta tekju-
skiptingunni í þjóðfélaginu mikið til þess að hún verði
að veruleika.
Morgunblaðið hefur hvatt til þess að haldið verði
áfram að stjórna með austantjalds-aðferðum á íslandi.
Það er auðséð á viðbrögðum þess að því þykir súrt í
broti að fyrirmælum þess skyldi ekki hlýtt. Geir Hall-
grímsson vitnaði í bók George Orwells 1984 á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins og má það heita bíræfni af
manni sem tók þátt í að innleiða aðferðir „stóra
bróður“ í stjórnarfarinu. Stóra-bróður-hugarfarið er
enn við líði í herbúðum stjórnarliða og það er auðfund-
ið að sumum þeirra er mikil eftirsjá í að því hefur verið
vísað á bug. -ekh
Hjónin Höskuldur Ottó Guðmundsson og Ingibjörg Vaidimarsdóttir, en þau bera út Þjóðviljann í hverfi í
Þingholtunum: það munar um minna en 6-7 þúsund krónur á mánuði í dýrtíðinni. Ljósm. Magnús.
Besta heilsubótin
að bera út blöð
segja fullorðin
hjón sem bera út
Þjóðviljann
í Þingholtunum
„Það munu vera 11 ársíðan
við byrjuðum í þessu og við
urðum þess fljótt áskynja að
ekki er hægt að hugsa sér
betri heilsubót en þá að vakna
snemma á morgnana og bera
út blöðin. Svo er það auðvitað
með þetta starf eins og önnur
að maður fær borgað fyrir og
það munar um minna en 6-7
þúsund krónur á mánuði í
dýrtíðinni núna“.
Viðmælendur okkar að þessu
sinni eru hjónin Ingibjörg Vald-
emarsdóttir og Höskuldur Ottó
Guðmundsson, en þau búa í einu
elsta húsinu í Þingholtunum,
Bjargarstíg 17. Þau fluttu í hverf-
ið fyrir fjórum árum síðan og
byrjuðu þá strax að bera út Þjóð-
viljann, Tímann og Alþýðublað-
ið „sem engan drepur að bera
út“, eins og Ottó komst að orði
sposkur á svip. Við spurðum þau
hvort þau hefðu einhvern tíma
verið litin hornauga fyrir að bera
út blöð?
„Já, það var ekki laust við það
fyrst í stað. Fólki fannst einhvern
veginn að það væri einungis starf
við barna hæfi en viðhorfin eru
sem betur fer að breytast. Áskrif-
endur blaðanna eru orðnir ágætis
kunningjar okkar fyrir löngu og
öll okkar viðskipti ganga vel,
enda standa báðir við sitt; við
berum snemma út og kaupend-
urnir greiða áskriftargjöldin feg-
ins hendi“.
Hvenær byrjið þið á morgn-
ana?
„Við vöknum um sexleytið og
erum komin af stað fljótlega eftir
það. Við skiptum hverfinu á milli
okkar þannig að hvort okkar um
sig þarf aldrei að fara yfir götu.
Svo er auðvitað öryggi í því að
vera tvö á ferð ef eitthvað skyldi
koma fyrir, sérstaklega í hálk-
unni á veturna. Annars er ekki
nokkrum manni vorkunn að arka
með blöðin þó eitthvað sé að
veðri. Það er enginn verri þótt
hann vökni, eins og sagt er.“
Er ekki erfitt að muna eftir öllu
áskrifendunum?
„Það leggst strax á minnið,
blessaður vertu. Annars hefur
svo mikið bæst við af áskrifend-
um að Þjóðviljanum síðustu vik-
urnar að við höfum varla undan
að skrá þá á bak við eyrað en
vonandi gleymum við sem fæst-
um. Maður veit hvað það er
mikilvægt að fá blaðið sitt
snemma og örugglega og flestum
nauðsyn aðhafa þaðmeðankaffi-
bollinn er drukkinn áður en farið
er til vinnu“.
Munduð þið ráðleggja eldra
fólki að bera út blöð?
„Alveg tvímælalaust. Fólk sem
komið er á eftirlaunaaldurinn
hefur oft lítið fyrir stafni og það
er ekki hægt að hugsa sér betra
ráð til að koma kroppnum á
hreyfingu en að taka að sér út-
burð á dagblöðunum. Svo munar
um minna en þau laun sem maður
fær fyrir. í okkar tilfelli er Ottó
kominn á eftirlaunaaldur og fær
rúmlega 10.000 kr. á mánuði í eft-
iriaun og lífeyri frá Lífeyrissjóði
Dagsbrúnar. Fyrir að bera út
blöðin hér í einu hverfi í Þingholt-
unum fáum við 6-7000 kr. á mán-
uði og sú tala á eftir að hækka ef
Þjóðviljinn heldur áfram að bæta
við sig áskrifendum, sem við
auðvitað vonum! Aðalatriðið er
hins vegar heilsubótin því það er
ólíku saman að jafna að drífa sig
út undir bert loft í morgunsárið í
stað þess að lúra frameftir öllu“.
Bjóða ekki blöðin misjöfn
kjör?
„Jú, ekki er hægt að neita því.
Þjóðviljinn og Tíminn borga
bæði vel fyrir rukkunina, orlof,
og auk þess greiðir Þjóðviljinn
sérstakt vetrarálag frá því á
haustin og fram á vor. Við bárum
út Morgunblaðið hér áður en þeir
borguðu verr en hin blöðin auk
þess sem Mogginn var oft svo ansi
þungur. Okkur hafði fundist lág-
mark að þeir greiddu að minnsta
kosti ekki verr en hin blöðin fyrir
allan pappírinn sem í Mogganum
er“.
Við sátum lengur en við ætluð-
um hjá hjónunum á Bjargarstígn-
um og ræddum m.a. um ættir
þeirra og uppruna. Það kom í ljós
að Ingibjörg er fædd og uppalin í
Svefneyjum á Breiðafirði en Ottó
er fæddur að Streiti í Breiðdals-
hreppi í S-Múlasýslu. Hann hefur
fengist við ljóðagerð allt frá 16-17
ára aldri og gaf út ágæta ljóðabók
í fyrra, Stefjaþanka, sem hlaut
góða dóma gagnrýnenda.
Við kvöddum þau Ingibjörgu
og Ottó sem um árabil hafa borið
út Þjóðviljann af miklum dugn-
aði og þökkuðum fyrir kaffið og
ástarpungana.
- v.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Heigin 12.-13. nóvember 1983 ______________
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Sfmavarsla: Sigrföur Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. >;
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.'
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síöumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
ritstjórnargrei n starf og HJör
DJÚDVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kar! Haraldsson, Kjartan Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sígurösson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. >
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.