Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 2
Af Lögreglusamþykkt
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983.
Það var held ég í fyrradag, að mér barst í hendur
Lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Þegar ég var
búinn að fara svona lauslega í gegnum plaggið, hugs-
aði ég sem svo:
„Undur veraldar finna menn ekki með því að gera
víðreist um lönd og álfur. Þau eru hvorki á hafsbotni,
né í himinhvolfinu, ekki á óshólmum Amasón né í
Himalæjafjöllum, við Níl, eða norður við pól og síst af
öllu í London, París eða New York.
Undur veraldar er öll að finna í Lögreglusamþykkt
Reykjavíkurborgar".
Þegar ég var búinn að hugsa svona skáldlega svo-
litla stund, andaði ég djúpt að mér (og auðvitað frá mér
líka) og fór svo að gaumgæfa Lögreglusamþykktina.
Og fljótlega var ég svo aftur farinn að hugsa skáld-
lega, eða nokkurn veginn si svona:
„Þetta plagg veldur mér mejri heilabrotum en píra-
mídar Faróanna, Svingsinn, keisarahöllin í Kína, Pét-
urskirkjan í Róm, Móna Lísa og Hugsuðurinn eftir
Rodin.“
Og svo hugsaði ég sem svo:
„Nú er ég búinn að vera nógu skáldlegur í bili,“ og
þá er það Lögreglusamþykkt Reykjavíkur.
Lögreglusamþykktin samanstendur af hundrað
greinum. Af þeim fjalla tuttugu, eða fimmtungur, um
hross á almannafæri. Svo virðist sem lögregluþjónin-
um ætli seint að takast að leysa þarfasta þjóninn
almennilega af hólmi, og ættu þó flest skilyrði að vera
fyrir hendi.
Það í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur, sem ekki fjall-
ar um hross, er að verulegum hluta helgað öðrum
ferfætlingum svosem kúm og kindum, já og auðvitað
tryggasta vini mannsins, hundinum, sem fær að
endurgjaldi, fyrir tryggð og vináttu við okkur mennina
þau forréttindi, að vera réttdræpur næstum hvar og
hvenær sem er.
Ljóst er að lögreglusamþykktin kveður á um eitt og
annað, sem má ekki gera á almannafæri, svosem
æpa, kalla, blístra, syngja hátt og raska allsherjar-
reglu. Þá má ekki vera á almannafæri í dulargervi, eða
í búningi, sem misbýður velsæmi, eða getur raskað
allsherjarreglu. Þá er, óheimilt að fletta sig klæðum á
almannafæri, hvað þá gera þarfir sínar. Áttundu grein
ættu allir að leggja á minnið: „Enginn má baða sig eða
synda nakinn við bryggjur bæjarins eða annars staðar
svo nærri landi, eða skipum á höfninni að hneyksli
valdi“. Bannað er að láta fyrirberast á húsþökum,
nema með leyfi húsráðenda, en Ijái, gaddhrífur og
skotvopn má aðeins flytja eftir götunni sjálfri. Með öllu
er bannað hrista gólfdúka á almannafæri og jurta-
potta má ekki hafa í opnum gluggum. Þá er bannað að
fleygja glerbrotum, steinum og nöglum í vegfarendur,
ítem úrgangsvatni.
Ástæða þykir til að taka fram, aö gangstéttir eru
ætlaðar gangandi fólki, en þar mega menn ekki halda
kyrru fyrir né aka eftir þeim hjólbörum eða öðrum
aktólum, nema barnavögnum.
í 39. grein þessara laga eru svo tekin af öll tvímæli
um það hver vinnubrögð lögreglumenn eigi að á-
stunda. Þar segir orðrétt: „Lögreglumenn skulu
stöðugt miða alla rannsókn sína við það að leiða hið
sanna og rétta í Ijós í hverju máli“.
Og síðar:
„Bannað er að ríða móti líkfylgdum og riðla þeim
þannig, og raunar má ekki ríða hraðar en á hægu
brokki. Þá er bannað með öllu að binda nautgripi í tagl
á hesti."
Og að lokum er líklega rétt að verða skáldlegur aftur
og rifja upp bæn lögreglumannsins:
Heilagur guð í himnarann,
hæst það mark ég eygi
að koma manni í kjallarann
á kverjum einasta degi.
Spjall við Tómas Þór Tómasson:
Annáll styrj-
aldar áranna
S
á Islandi
Heimsstyrjaldarárin á ís-
landi 1941-45 heitir bók eftir
Tómas Þór Tómasson sem
komin er út hjá Erni og Ör-
lygi. Höfundur segir þetta
fyrra bindi verks um þessi
sögulegu ár og upphaf bóka-
flokks sem fjallar um atburði í
nýlegri sögu.
Tómas Þór er sagnfræðinemi
við Háskólann og segir í stuttu
spjalli við Þjv. að hann hafi gert
hlé á námi til að vinna að gerð
þessarar bókar. Þar segir frá at-
burðum fyrstu hernámsára í
tímaröð, en skotið er inn ýmsum
heimildum t.d. lýsingu á dæmi-
gerðu ástandsballi sem upphaf-
lega birtist í bók Theodórs
Friðrikssonar, Ofan jarðar og
neðan, ýmsum styttri ívitnunum
sem segja sína sögu um andrúms-
loft tímans og þar fram eftir göt-
um.
Þetta er almennt yfirlitsrit,
segir Tómas, þar sem reynt er að
koma inn á sem flesta þætti sem
styrjaldarárin varða. Ég lifði
þessa tíma ekki sjálfur og hefi því
orðið að byggja á ýmsum heim-
ildum í blöðum, tímaritum,
skjölum, en tími minn leyfði ekki
að ég safnaði efni með viðtölum
við fjölda fólks. Þetta er bók fyrir
almenning fremur en fræðileg út-
tekt, en ég vona að ég hafi staðið
við þær kröfur sem rétt er að gera
til meðferðar heimilda.
Myndakostnaður er mikill, og
nemur hann um þriðjungi bókar-
innar - mikill hluti þeirra hefur
hvergi birst áður. Þessar myndir
segja ekki síður þá sögu sem farið
er með en texti minn.
Miðað við ýmislegt annað um
styrjaldarárin held ég að í þessari
bók er margt dregið fram um
efnahagssögu og verkalýðssögu.
Það gleymist heldur ekki að fjalla
um margar hliðar hvunndags-
leikans sem breyttust mjög við
komu hersins. '
-áb.
Tómas: Þetta er bók fyrir al-
menning frekar en fræðileg út-
tekt.
Ýlisvaka í Kópavogi
Norræna félagið í Kópavogi efnir
til haustvöku sunnudaginn 27. nóv-
ember n.k. kl. 20.30 í Þinghól við
Álfhólsveg.
Kór Kársnes og Þinghólaskóla
syngur undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur. Á liðnu sumri fór
kórinn í ferð um Norðurkolluna og
söng við góðan orðstír í Tromsö og
Sortland í Noregi, Rovaniemi í
Finnlandi og Luleá og Pietá í Sví- Axel Jónsson fyrrum alþingis-
þjóð. maður, einn aðalhvatamaður
Minnst verður Norræna bók-. tengslanna við Klakksvík, flytur
menntaársins sem stendur fram á þankabrot úr byggðinni þaðan.
næsta ár. Hjörtur Pálsson dag-' Kristján Guðmundson bæjar-
skrárstjóriflyturnorrænljóðíeigin stjóri bregður upp nokkrum lit-
þýðingu. skyggnum frá hátíðahöldunum í
Þá verður minnst 75 ára afmælis Klakksvík f sumar.
Klakksvíkur sem er vinabær Kópa- Loks verður stiginn færeyskur
vogs. Kolbrún á Heygum syngur dans, félagar úr Færeyingafélaginu
færeysk lög. stjórna.
skraargatid
Mikil
spenna er í kringum „leyndóið"
stóra: hverjir séu keppinautar
Sveins Björnssonar, stjórnarfor-
manns SVR um forstjórasæti í
fyrirtækinu. 5 umsóknir munu
hafa borist og segir sagan að í
þeirra hópi séu a.m.k. þrír sem
sitja fundi stjórnar SVR: Sveinn,
Magnús Skarphéðinsson strætó-
stjóri og svo „krónprinsinn" Har-1
aldur Þórðarson. Sama saga segir
að Sveinn fái embættið á
stjórnarfundi n.k. mánudag.
Bókaútgefendur
. eru fremur kvíðnir vegna jóla-
bókamarkaðarins í ár. Keppast
þeir nú um að senda inn tilboð á
stóra vinnustaði þar sem boðið er
upp á afslátt á bókum ef nokkrir
kaupa sömu bókina. Þá munu
bókatitlar í ár ekki verða nema
um 400 en voru fyrir jólin í fyrra
háttáó. hundrað. Ennfremureru
bækur gefnar út í minna upplagi í
ár. Þá herma sagnir að aldrei
þessu vant sé hægt að komast inn
í prentsmiðjur með setningu og
frágang á bókum með titlum
, fyrirvara. Þær hafa ekki yfrið nóg
að gera eins og venjulega á þess-
um árstíma. Bítið er farið að
hreyfast af bókum í bókaverslun-
um en bóksalar binda vonir við
að skriðan fari af stað eftir mán-
aðarmót þegar fólk hefur fengið
útborgað. Bókaauglýsingar eru
lítið sem ekki farnar að sjást í
fjölmiðlum og er það óvenjulegt
á þessum árstíma.
Sveinn: Næsti forstjóri SVR?