Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 5
___________________________________________• Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Alþýðuleikhúsið fer á stúfana:
Borgar Garðarsson í hlutverki föðurins, Bjarni Ingvarsson sem vonbiðill og Jórunn Sigurðardóttir sem
Geesche.
sigurveig Jónsdóttir sem móðirin og Jórunn Sigurðardóttir sem Geesche
Rœtt við
Leikrit eftír Fassbinder
Sigrúnu
Valbergsdóttur
leikstjóra
endaði sinn leikhúsferil sem
leikhússtjóri í Frankfurt árið 1974
en var þar bara í eitt ár þar sem
hann komst upp á kant við yfir-
völd. Fassbinder starfaði á líkan
hátt og Shakespeare og Brecht.
Hann notar sögulegan bakgrunn í
leikritum sínum og tekur jafnvel
gömul leikrit og semur þau upp á
nýtt eða gerir leikgerðir að leik-
ritum.
- Um hvað fjallar þetta leikrit?
- Það er eiginlega hvorttveggja í
senn spennandi krimmi og saga um
frelsisbaráttu konu. Þessi kona,
sem var í raunveruleikanum til, átti
sér mjög sérstæða sögu. Hún upp-
hóf sína eigin frelsisbaráttu og
valdi sér mjög óvenjulegar aðferð-
ir. Konan, sem leikritið byggir á
var hengd í Bremen árið 1831,
ákærð og fundin sek um að ráða 15
manns bana. Þar á meðal voru tveir
eiginmenn, börn hennar, foreldr-
ar, bróðir og fleira fólk úr næsta
nágrenni hennar. Auk þess var hún
með 15 aðra í sigtinu'þegar hún var
dregin fyrir lög og rétt. Þetta gerði
hún til þess að fá að lifa því lífi sem
hún kaus. Hún hafði ekki önnur
ráð. Leikritið fjallar um þessa
konu og hvaða tökum umhverfið
vill taka hana. Við viljum kalla það
eitraðan harmieik í tveimur þátt-
um, en Fassbinder sjálfur kallaði
leikritið borgaralegan sorgarleik.
Það skal þó tekið fram að það er
ekki eingöngu sorglegt. Ailir
leikararnir nema einn eru í mörg-
um hlutverkum og rísa oft upp frá
dauðum.
Þess skal að lokum getið að þeir
Snillingurinn Rainer Werner
Fassbinder er fyrst og fremst
kunnur hér á landi fyrir kvik-
myndir sínar en sú staðreynd
að hann kom við sögu 27
leikrita sem höfundur, leikstjóri
eða leikari er færri kunnugt um.
Það er því nokkur viðburður að
ámánudaginnferAlþýðu-
leikhúsið á stúfana á nýjan leik
eftir að hafa legið í dvala umhríð
og frumsýnir leikritið Kaffitár og
frelsi eftir Fassbinder.
Leikstaðurinn er líka nýr því að
hann er Þýska bókasafnið að
T ryggvagötu 26, efsta hæð.
Við náðum tali af Sigrúnu Val-
bergsdóttursem leikstýrirverk-
inu.
- Hvað segirðu mér um starf-
semi Alþýðuleikhússins um þessar
mundir?
- Þetta er 1. verkefnið á þessu 9.
leikári en á síðasta leikári var að-
eins ein sýning sett upp á móti 7
árið þar á undan. Við fórum mjög
illa út úr því fjárhagslega og fólk
varð að fara annað að vinna fyrir
skuldum sínum þar sem við kom-
umst í greiðsluþrot með laun. En
nú er starfsemin að fara í fullan
gang á nyjan leik og auk þessa
verks eftir Fassbinder erum við
með tvö önnur verk í æfingu.
- Hvernig stendur á að þið leikið
í Þýska bókasafninu?
- Nú, Hafnarbíó var rifið ofan af
okkur og við höfum reynt aðkom-
ast inn í ýmis hús. Staðreyndin er
sú að hér vantar leikhús undir
frjálsa leikhópa og leikfélög utan
að landi. Þau verða að fara í félags-
heimilið á Seltjarnarnesi sem alls
ekki er byggt fyrir leikhús eða þá í
Kópavog sem er sæmilegt lítið
leikhús.
- Styrkir Þýska bókasafnið ykk-
ur kannski í sambandi við þetta
leikrit?
- Það styrkir okkur við gerð
leikskrár og veggpjalda og þessi
sýning er í tengslum við opnun
Goethe-stofnunarinnar hér á
landi.
- Hvers vegna Fassbinder?
- Áður en hann fór út í kvik-
myndagerð og fyrstu árin, sem
hann fékkst við hana, var hann á
kafi í leikhúsinu og var t.d. frum-
kvöðull að stofnun tveggja
leikhúsa í Munchen: Aktion-
Theater og Anti-Theater. Hann
sem leika eru Jórunn Sigurðardótt-
ir, Sigurveig Jónsdóttir, Borgar
Garðarsson, Pálmi Á. Gestsson,
og Bjarni Ingvarsson. Leikmynd
og búningar eru eftir Guðrúnu
Erlu Geirsdóttur, þýðingin eftir þá
Karl Ágúst Úlfsson, ljóð eftir
Böðvar Guðmundsson, tónlist eftir
Snorra Sigfús Birgisson og lýsingu
annast Ólafur Örn Thoroddsen.
Miðapantanir eru í síma 16061 og
er önnur sýning á þriðjudag en sú
þriðja á laugardag.
- GFr
SnuröurA. Maanússon +
JAKOBSGLÍMAN
gefum qóðar bœliur
og menning
Sögumaöur, Jakob Jóhannesson, fermdist í lok
Möskva morgundagsins og er því kominn í fullorð-
inna manna tölu í þriðja bindi uppvaxtarsögunnar.
Aðstæður heima fyrir hafa aldrei verið ömurlegri og
framtíðin virðist ekki björt. Jakobsgliman nær yfir
þrjú átakaár í lífi drengsins og segir frá tilraunum
hans til að komast að heiman, mennta sig og ná
fótfestu í KFUM þegar hann hefur játast Kristi. Þar
eru fyrir menn sem hafa mikil áhrif á sögumann og
auðvelda ekki glímu Jakobs við freistingar holdsins
sem með vaxandi kynhvöt valda átakamikilli tog-
streitu í sálarlífi hans. Jakobsglíman er næm lýsing
á'viðkvæmu skeiði í lífi unglings, um leið og hún
sýnir nánasta umhverfi hans og verður sérkennileg
heimild um einstakling í Reykjavík stríðsáranna.
Uppvaxtarsaga Sigurðar A.
Magnússonar í bókunum Undir
kalstjörnu (1979) og Möskvar
morgundagsins (1981) fékk
frábærar viðtökur almennings
jafnt sem gagnrýnenda.
í Jakobsglímunni erstíl-
snilldin hin sama, enfrásögn-
in jafnvel enn persónulegri og
nákomnari höfundinum.