Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafssdn. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. ritstjórnararein starf 09 HJör Verjum Þingvelli í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær var skýrt frá skýrslu Péturs Jónassonar prófessors um hættuástandið sem nú ríkir á Þingvöllum. Á tæpum áratug hefur fjöldi sumar- bústaða tvöfaldast. Nú eru 700 sumarbústaðir á Ping- völlum. Fjöldi þeirra jafngildir húskosti í heilu bæjarfé- lagi. Hinir fögru og helgu vellir, þar sem náttúrufegurð- in hefur um aldir gefið íslenskri þjóð eina sál, eru að breytast í óskapnað vegna ásóknar í einkabústaði. í skýrslu Péturs Jónassonar kom fram að hin mikla sumarbústaðabyggð sem risið hefur á Þingvöllum skap- ar ófyrissjáanleg mengunarvandamál og náttúruspjöll. Með sama áframhaldi yrðu Þingvellir með öllu eyði- lagðir árið 2000 þegar íslendingar yrðu 300.000 að tölu. Auk þessara náttúruspjalla er búið að loka stórum hluta Þingvalla með einkagirðingum svo að almenning- ur á þess nú ekki lengur kost að fara óhindrað um þennan helgistað. í raun er búið að bannfæra þjóðina með girðingum á Þingvöllum. Viðvörun vísindamannsins verður að taka alvarlega. Þjóðin verður að taka höndum saman til varnar Þing- völlum. Það verður að koma í veg fyrir að helgasti staður íslendinga verði mengun, náttúruspjöllum og girðingafári kappsfullra bústaðaeigenda að bráð. Þing- vellir eru sameign þjóðarinnar í menningarlegu og sögulegu tilliti. Það verður að búa svo um hnútana að svo verði einnig í reynd. í skýrslu sinni bendir prófessor Pétur Jónasson á hvernig eigi að stækka hinn lögformlega þjóðgarð með því að fella inn í hann ríkisjarðirnar Gjábakka, Arnar- fell og Kaldárhöfða. Einnig sé nauðsynlegt að kaupa einkajörðina Miðfell og segja upp ábúð á ríkisjörðun- um Brúsastöðum, Kárastöðum og Heiðarbæ og bæta þeim við þjóðgarðinn. í skýrslunni er einnig að finna afdráttarlausa tillögu um að sumarbústaðafarganið vestan vatnsins og í Grafningnum verði fjarlægt. Slík aðgerð verður ekki framkvæmd á svipstundu. Hún hlýtur þó að verða framtíðarstefna. Aðalfundur Landverdar samþykkti ályktun til stuðn- ings þessari viðvörðun prófessors Péturs Jónassonar. Þjóðviljinn hvetur Alþingi, ríkisstjórn og aðra aðila sem bera formlega ábyrgð á framtíð Þingvalla að láta nú hendur standa fram úr ermum. Þjóðin öll þarf að þrýsta á um aðgerðir í þessum efnum. Án Þingvalla væru íslendingar varla sjálfstæð þjóð. Engin staður í þessu landi verðskuldar frekar trausta varðstöðu. Táknrœnt fréttamat Fyrir rúmum tveimur mánuðum fór Þjóðviljinn að knýja á iðnaðarráðherra Sverri Hermannsson að hann skýrði opinberlega frá niðurstöðum Coopers og Lybrant varðandi ársreikninga álversins 1982. Iðnaðarráðherra hefur skotið sér undan því að upplýsa málið. Á Alþingi í fyrradag sá hann loksins að feluleikurinn með niður- stöðurnar var orðinn algert hneyksli og sagði frá 400 miljóna svikum. Hvað gerir Morgunblaðið þegar skýrt er frá nýjum fjársvikum Alusuisse? Fréttin er falin langt inn í blaðinu. Neðarlega á blaðsíðu 22 er sá vettvangur sem vinum Alusuisse á ritstjórninni þykir hæfa í þessu efni. Fyrir- sögnin er einnig í þágu Alusuisse. Svikin eru ekki til- greind - aðeins talað um „leiðréttingu á ársreikningum“. Þessi meðferð Morgunblaðsins á nýjum fjársvikum Al- usuisse sýnir táknrænt fréttamat. ór „Hlutur rithöfunda er ótrúlega smár í veröi einnar bókar og þar að auki fara upplög minnkandi. Þaöeru þvíekki góðirtímarfyrirokkurnú“, sagöiÓlafurHaukur Símonarson í viötali viö Þjóð- viljann, en viö heimsóttum hann í vikunni til að kynna okkur starf og kjör rithöfundar. - Lifir þú eingöngu af rithöf- undalaunum? - Já, ég hef haft mitt lifibrauð af ritstörfum og ýmsu öðru sem þeim tengist. Ég hef tekið að mér alls konar þýðingar og unnið meðfram fyrir útvarp og sjón- varp. Einnig hef ég verið með hljómplötuútgáfu og haft tekjur af lögum sem ég hef samið. Það eru fáir hér á landi sem megna að lifa af rithöfundarstörfum ein- göngu, kannski svona 10-15 manns. Svo eru náttúrulega blaðamannssförf þar fyrir utan og allt sem liggur á milli fagurbók- mennta og blaðamennsku. - Hversu lítill er hlutur höf- undar í bók? - Þegar búið er að draga frá Ólafur Haukur: Á öllum blómatímum menningar hafa listamenn haft það gott. - Ljósm.: eik. Hlutur rithöfundar er ótrúlega smár söluskatt og umboðslaun smásala fær hann 15-20% af verðinu, þ.e.a.s. af helmingi útsöluverðs. Ef miðað er við 10 arka skáld- sögu, sem gefin er út í 1500 ein- tökum, fær prentsmiðja og bók- band um 15% í sinn hlut, forlagið um 30%, bókaverslunin um 25%, höfundurinn um 11% en ríkið fær í sinn hlut 23,5%. Höf- undurinn fær því sem svarar u.þ.b. þriggja mánaða launum barnakennara fyrir svona bók, ef hann semur um 20% af forlags- verði. Þjónustuaðilar og milliliðir verðleggja sinn hlut dálítið frjáls- lega. - Fáið þið greitt í einu lagi eða smátt og smátt? - Það er tvennt til í því. Sumir forleggjarar greiða hofundinum eftir prentuðu upplagi og er þá oftast miðað við 15% af forlags- verði bókarinnar. Greiðslan kemur þó ekki alltaf á einu bretti heldur kannski í þrennu lagi. Aðrir miða við 20% af forlags- verði og þá kemur greiðslan smátt og smátt eftir því sem bókin selst. - Úr því að þið fáið svona lítið í ykkar hlut verðið þið þá ekki að framleiða meira? - Þetta fyrirkomulag hlýtur að bitna á bókunum. Gæðin verða minni þegar fram í sækir. Það er spurningin hvort þjóðfélagið vill að svona sé að málum staðið og hvort það vill að þessi vara sé framleidd. Það þykja víðast hvar snautleg þjóðfélög sem ekki framleiða bækur. Hér hafa þær verið flokkaðar með skólum, matvælum og öðrum nauðsynj- um. - Er ekki hlutur ljóðskálda enn verri? - Höfundarlaun fyrir með- alljóðabók nema innan við mán- aðarlaunum barnakennara. For- leggjarar spyrja jafnvel hvað við- komandi höfundur vilji greiða með sínu handriti þegar hann kemur á fund þeirra. - En nú er til launasjóður rit- höfunda? - Já, rithöfundur getur kann- ski fengið laun úr honum eitt árið í 2-6 mánuði, en svo kannski ekk- ert annað árið án þess að sýnileg ástæða sé til. Þetta gæti engin önnur stétt sætt sig við. Auk þess erum við utan við allt sem heitir félagsinálapakkar og þvíumlíkt. Við eigum engan lífeyrissjóð nema við borgum inn á svokall- aðan biðreikning, en við fáum þá ekkert framlag á móti frá at- vinnurekanda eins og aðrar starfsstéttir. Við fáum engar or- lofsgreiðslur og ef rithöfundur slasast eða veikist er hann úr leik. Við erum hálfgerð huldumann- astétt. Skattayfirvöld hafa verið í vandræðum með að skilgreina okkur og kannski verður ofan á að við séum skilgreindir sem at- vinnurekendur. Þetta er afskap- lega flókið mál og þar kemur inn í þessi aðgangur sem menn hafa haft að bókinni án endurgjalds og á ég þar t.d. við fjölföldun í skólum. Rithöfundar eru mjög sundurleitur hópur og það hefur gengið erfiðlega að fylkja þeim saman um hagsmunamáí sín þó að betur hafi gengið eftir að fé- lögunum var steypt saman í Rit- höfundasamband íslands á sínum tíma. - Viljið þið þá fá föst laun? - Það er spurningin um vilja samfélagsins til að halda lífi í dá- litlum flota af rithöfundum. Eðli- legast væri að fundin yrðu út meðallaun í bókagerðarbransan- um og ritstörf nytu þar jafnréttis, að höfundur fái umbun eins og aðrir sem koma nálægt tilurð, dreifingu og sölu bóka. Sumir Rœtt við Olaf Hauk Símonarson telja að ritstörf eigi að vera auka- geta en þjóðfélagið er orðið svo sérgreint að fólk getur ekki lengur skipt persónu sinni til margra hluta. Það ætti ekki að vera glæpsamlegt að velja sér það að starfi að skrifa bækur. - Verðið þið ekki sjálfir að sækja ykkar rétt? - Má vera, en þar er við nokk- uð ramman reip að draga. Að- stæður manna, sem standa í þessu, eru mjög misjafnar og margir hafa valið það að hafa rit- störf sem aukagetu og eru dæmi þess að menn skili ágætum verk- um þannig. En það er útilokað fyrir fjölskyldumann að stunda ritstörf eingöngu. Það verða helst að vera einhverjir utanveltu- menn sem velja þessa atvinnu- grein. Það er til háðungar fyrir slendinga að rithöfundur, sem kannski er orðinn sextugur og all- ir eru sammála um ágæti hans, skuli ekki hafa sæmilegt viður- væri. Ef litið er til mannkyns- sögunnar fara alltaf saman blómaskeið í listum og góð kjör listamanna. - Er ekki lítill markaður hluti af vanda íslenskra rithöfunda? - Fólk hér vill njóta bóka og þess vegna er óhjákvæmilegt að hið opinbera komi til móts við útgáfuna. Það er makalaust að ríkið skuli innheimta þennan 23.5% söluskatt á bókum. Hann ætti að fella niður eins og þegar er búið að gera t.d. með leiksýning- ar. Vandi okkar er í fyrsta lagi fólginn í því að stappa rithöfund- um saman inn á við og hann er ekki minni núna en áður þó að aðeins hafi rofað til. f öðru lagi verður að sannfæra ríkisvaldið um og halda til streitu að bókaút- gáfa sé almenningsþjónusta sem almenningur verður að greiða fyrir m.a. með opinberum fram- lögum. Það verður að finna starfslaunum form og jafnframt að tryggja að þau verði ekki mis- notuð og það sé tryggt að rithöf- undar vinni fyrir sínum launum. - GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.