Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 19
Fróðleg skýrsla
frá WHO:
Fleiri
læknar,
lakari
heilsa?
Ahcrsla á að mennta nýja lækna
getur haft neikvæð áhrif á heilsu
fólks, segir í nýlegri skýrslu frá al-
þjóðlegu heilbrigðisstofnuninni
WHO, þar sem sérstaklega er mælt
með að mennta fólk til heilsugæslu í
sveitum hinna fátækari ríkja.
Læknarnir sjálfir vilja auðvitað
gera sitt besta. En með því að hin
fátækari lönd heimsins, já og mörg
þau sem sæmilega efnuð teljast,
leggja alla áherslu á fleiri lækna og|
sjúkrarúm, þá þýðir þetta í raun,
að þeir peningar sem til heilbrigðis-
þjónustu fara lenda mest til efnaðs
minnihluta fólks sem býr í stærri
borgum. Meðan gífurlegur fjöldi
fólks út um sveitir þjáist og deyr
úr sjúkdómum sem hægt væri að
lækna með einföldum ráðum.
Framleiddar eru um 25 þúsundir tegunda af lyfjum, en ekki þarf nema
200 þeirra til að ná árangri gegn flesíum sjúkdómum.
Ekki bætir það heldur úr skák,
að um 63 þúsundir þeirra lækna
sem þróunarlöndin hafa menntað
með ærnum tilkostnaði flytja til
ríkari landa á ári hverju. Peir sem
eftir eru sitja kyrrir við sjúkrahús
í helstu borgum, sem fyrr segir,
en flestir landsmenn fá litla sem
enga læknisaðstoð.
Iskýrslunni kemur ogfram, að
fyrir það verð sem kostar að
koma upp einum lækni væri hægt
að mennta 60 manns til heilsu-
gæslu. Fólk sem hefur nauðsynl-
egustu lyf og kann að fara með
þau, fólk sem getur útskýrt ýmis
undirstöðuatriði heilbrigði, m.a.
mikilvægi hreins vatns og þar
fram eftir götum. Höfundar
WHO-skýrslunnar eru sammála
um, að það sé miklu vænlegra til
árangurs að styðja við bakið á
þessum „berfættu læknurrí' en að
halda áfram að púkka undir þá
dýru þjónustu, með dýrum lyfj-
um, sem kemur aðeins mjög
fáum að haldi.
(Byggt á Ny Tid)
Gustur með fræðslufund
Hestamannafélagið Gustur indi er nefnist: Hestartekniráhús.
heldur fræðslufund í Þinghól mán- - Umræður. - Sýndar verða tvær
udaginn 28, nóv. n.k. kl. 20.30. kvikmyndir frá landsmótunum
Páll Valmundsson flytur stutt er- 1954 og 1982.
Gefjun AKUREYRI
f?tcr i'j'ur <>r. ' rrj" ' ^ -- ;• >-
Helgin 26.-27. nóvember 1983 WOÐVILJINN — SIÐA 19
skóuf^oUkunnattu
UNDIRST ®nsku
Skóli fyrir þá sem hafa
undirstöðukunnáttu í ensku.
Underwood College býður uppá
kennslu í:
• ensku
• verslunarensku
• vélritun á rafeindaritvélar
• tölvur
• ritvinnslu
• telexo.fl.
Underwood College er einn af
bestu verslunarskólum í Englandi,
hefur sérhæft kennaralið, enda
66 ára reynslu.
Underwood College gefur erlendum
nemendum mikla möguleika, því
75% nemenda skólans eru
Englendingar.
Underwood College er í Bournemouth
á S-Englandi • LONDON
Nánari upplýsingar milli
kl. 18.00 - 20.00 gefur:#
BOURNEMOUTH
UNDERWOOD COLLEGE
ICELANDIC AGENT
Anna Ingólfsdóttir, Langafit 11,
210 Garðabæ, lceland, tel: 91-52795
RIKISSPITALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til 6 mánaða við Barna-
spítala Hringsins frá 1. janúar 1984 að telja.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist skrif-
stofu ríkisspítalanna fyrir 15. desember n.k. á þar til
gerðum eyðublöðum ásamt tilheyrandi vottorðum og
meðmælum.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Barnaspítala Hring-
sins í síma 29000.
KENNSLUMEINATÆKNAR (3) óskast við Rann-
sóknastofu Háskólans við Barónstíg.
Stöðurnar skiptast á milli líffærameinafræðideildar og
sýklarannsóknadeildar.
Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist skrifstofu
ríkisspítalanna fyrir 29. des. n.k.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu
Háskólans við Barónstíg í síma 29000.
Reykjavík, 27. nóvember 1983
■4*.