Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 27
Helgin 26.<-27'. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Morgunblaðið birtir rangar fréttir um ráðningarmál verkamanna hjá Slippfélaginu. „Vilja skerða okkar kjör“ segir Hallgrímur Sylveríusson trúnaðarmaður starfsmanna „Þessi frétt Morgunblaðsins er alls ekki sannleikanum samkvæm. Það er ekki búið að ráða okkur verkamenn- ina í brautinni. Það hafa komið samningsuppköst frá stjórn fyrirtækisins en það hefur ekkert verið á þeim að græða fyrir okkur“, sagði Hallgrímur Sylveríusson trúnaðarmaður starfsmanna í dráttarbraut Slippfé- lagsins í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. í byrjun september sl. var öllum starfsmönnum Slippfélagsins 77 að tölu sagt upp störfum frá og með næstu áramótum og jafnframt til- kynnt að ráðið yrði í stöður eftir „endurskipulagninu" fyrirtækisins fyrir 1. desember n.k. í gær birti Morgunblaðið frétt á baksíðu þar sem segir að búið sé að endurráða alla starfsmenn Slippfélasins nema 4 trésmiði. „Þessi frétt kom okkur mjög á óvart. Það er heitt í kolunum hérna og ekki búið að ganga frá neinum endurráðningum í brautinni“, sögðu starfsmenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. f starfssamningi sem stjórn Slippfélagsins hefur lagt fyrir starfsmenn er boðið upp á mun lak- ari kjör en verkamenn hafa haft hingað til. „Já það er lagt til að skerða okkar kjör. Þeir hafa áhuga á því. En við stöndum saman og skrifum ekki undir þennan samning eins og hann er. Málið er í höndum Dagsbrúnar, fyrir okkar hönd,“ sagði Hallgrím- ur Sylveríusson. -•g- Pröstur Ólafsson framkvœmda- stjóri Dagsbrúnar: Hópuppsagnir nota ðar til að skerða kjörin „Við höfum reynt að ná samkomulagi við forráðamenn Slippfélagsins um framhald málsins og leysa þetta í samein- ingu. Ég hélt satt að segja að við hefðum verið búnir að komast að ákveðinni niðurstöðu í mál- inu sem menn eftir ástæðum gætu sætt sig við. Síðan hefur mér sýnst, sérstaklega eftir það sem gerðist í gær, að þeir hafi þegar á reyndi ekki treyst sér til Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar. þess að endurráða menn á þau kjör sem um hafði verið talað og mennirnir hafa ekki verið endurráðnir ennþá“, sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar sem fer með mál starfsmanna Slippfélags- ins. „Það er rétt að það er um kjarar- ýrnun að ræða frá því sem nú er í þessum nýju ráðningarsamningum Slippfélagsins. Það fer eftir því hvað mikið er að gera hverju sinni, en það getur verið um all verulega kjararýrnun að ræða“. Hversu fjölmennur hópur verka- manna hefur ekki gert ráðningar- samning við fyrirtækið? „Þetta eru um 25 Dagsbrúnar- menn. Það hefur verið alger sam- staða meðal manna að leysa málið, að minnsta kosti frá okkar bæjar- dyrum séð, en það hefur ekki reynst gerlegt ennþá að gera það“. Fleiri hópuppsagnir á döfinni? Er að þínu mati að koma upp sú staða á vinnumarkaði að fyrirtæki grípi til hópuppsagna til að geta endurráðið fólk á öðrum og verri kjörum? „Við höfum orðið fyrir því að lenda í svona fjöldauppsögnum sem að koma manni þannig fyrir sjónir og eru sumar beinlínis í þá átt að skerða kjörin. Hvort það er vegna þrenginga á vinnumarkaði eða versnandi efnahagsástands skal ég ekki um segja, þetta helst í hendur.” En það ber kannski meira á þessu en á síðustu árum? „Já ég er ekki frá því. Okkur hefur verið sagt að það kynni að standa fyrir dyrum slíkar hópupp- sagnir á einum eða tveimur stöðum til viðbótar. Við höfum ekki ennþá viljað gera úr því mál fyrr en við sjáum hvað úr verður“, sagði Þröstur Ólafsson. -Ig. Allir nema fjórir áfram BUIÐ er að endurráða alia nema fjóra af þeirn setn sagt var upp störf- um hjá Slippfélaginu 1. september síða.stlióinn vegna skipulagsbreyt- inga hjá fyrirtækinu. Alls voru það 77 sem sagt var upp stðrfum og 73 vor'u endur- ráðnir. Það eru fjórir trésmiðir sem ekki verða ráðnír að'nýju en að sögn Þórarins Sveinssonar hef- ur mik-ið dregið úr trésmiðáverk- efnum hjá Slippfélaginu. Skipulagsbreytingar fyrirtækis- Íns eru-meða! annars fólgnar í því að sameina verslun fyrirtækisins og timbursöluna og gera það að almennri byggingavöruverslun. Starfsmenn Slippfélagsins lcsa uppsagnarbréf sín í haust. Hallgrímur Sylveríusson trúnaðarmaður starfs- manna lengst til hægri. Innfellt á myndina er falsfréttin úr Morgunblaðinu frá í gær þar sem fullyrt er að búið sé að endurráða alla starfsmenn fyrirtækisins. Ályktun miðstjórnar ASÍ í gær: Skattbyrði launafólks niun stóraukast 1984 >» Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands telur að skattbyrði á næsta ári muni aukast stórlega og að beinir skattar muni nema 14V2% tekna á árinu 1984 í stað 12V2% á þessu ári. Þetta kemur fram í á- lyktun sem miðstjórn Alþýðusam- bandsins samþykkti einróma í gær vegna síendurtekinna ummæla talsmanna ríkisstjórnarinnar um að skattar muni væntanlega lækka á næsta ári. „Af þessu tilefni telur miðstjórn ASÍ óhjá- kvæmilegt að benda á að lækkandi skatttekjur ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi eiga ekki rætur að rekja til skattalækkunar heldur þeirrar einföldu staðreyndar að kaupmáttarhrap almennings hefur j^rengt þannig að, að fólk verður að draga úr kaupum á bílum og öðrum skattlögðum vörum,“ segir einnig í ályktun miðstjórnar ASÍ. Fjárlagafrumvarp Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra gerir ráð fyrir aukningu tekju- skattstekna ríkissjóðs um 27% af hverjum skattgreiðanda á sama tíma og kauptaxtar hafa aðeins hækkað um 15% á milli ára. Þá liggur fyrir að útsvar og fasteignagjöld munu hækka um 53% að óbreyttum álagningarreglum. Telur miðstjórnin að þetta þýði mun meiri byrði beinna skatta á milli áranna 1983 og 1984. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.