Þjóðviljinn - 26.11.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 26.11.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983 Kristmann Kveðja „Velkominn skáld hingað heim! hér er allt frjálst sem þú kýst. Og þarna hjá lindinni þaðan sem tónarnir berast þín er vænst. Stundir notum vér eigi og ekkert er liðið. Þú þekkir nú þennan áslátt þegar þú nálgast hliðið. “ Stefán Hörður Grímsson Skagaleikflokkurinn í Þjóðleikhúsinu á vegum Friðarsamtaka listamanna Gerður Rafnsdóttir í hutverki sínu Eðlisfræðingarnir í uppsetningu Skagaleikhópsins. Á myndinni eru f.v.: Jón P. Björnsson, Steingrímur í Eðlisfræðingunum. Guðjónsson, Friðrik Adolfsson, Kristján E. Jónasson og Jón. S. Þórðarson. EðUsfrœðingamir eftir Durrenmatt Spjallað við Kjartan Ragnarsson leikstjóra í haustfærði Skagaleikflokkur- inn á Akranesi upp Eðlisfræð- ingana eftir Durrenmatt og var Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Nú hafa Friðarsamtök ís- lenskra listamanna ákveðið að efna til sýningar á þessu verki í Þjóðleikhúsinu á mánudags- kvöld og er það fremur fátítt að áhugaleikflokki sé boðið að sýna í því virðulega húsi. Við náðum tali af Kjartani Ragn- arssyni til að spyrja dálítið nán- ar út í þetta. - Hvaða erindi á leikrit inn í friðarumræðuna? - Þetta er mjög spennandi verk inn í þessa umræðu og ég þekki ekkert leikhúsverk sem hefur svo sterk'a skírskotun til þess sem er efst á baugi í dag. - En þetta er nokkuð gamalt verk? - Það var frumsýnt árið 1962 og var þá beint tillegg inn í afvopnun- arumræður sem þá fóru fram. Ein- mitt þetta sama ár var næstum því brostið á kjarnorkustríð í sam- bandi við Kúbudeiluna. - Og það var sýnt í Iðnó á sínum tíma? - Já, Halldór Stefánsson hefur þýtt það alveg glænýtt því að það var byrjað að æfa það hér mánuði eftir frumsýningu í Þýskalandi. Eðlisfræðingarnir eru enn mjög á dagskrá víða um heim og um þessar mundir er verið að sýna það víða. - Um hvað fjallar það? - Það fjallar um ábyrgð eðlis- fræðinga í þróun vígbúnaðarmála. Þess skal getið að Hans Guð- mundsson, formaður Félags eðlis- fræðinga á íslandi mun flytja ávarp á sýningunni á mánudagskvöld og skýra frá áskorun þúsunda eðlis- fræðinga, sem afhent var ríkis- stjórnum um víða veröld um dag- inn, þar sem krafist var stöðvunar af- kjarnorkukapphlaupsins og vopnunar. - Byggja Eðlisfræðingarnir á sögulegum atburðum? 7 Nei, það hygg ég ekki. Það hefur miklu víðari skírskotun en til einstaklingssögu eins eðlisfræð- ings. Leikritið er byggt upp sem sakamálaleikrit og háðið hefur sinn sess eins og alltaf hjá Dúrrenmatt. Þetta er eins konar útópía. For- senda fyrir því að ég fékkst til að æfa Ieikritið upp er hversu mikið erindi það á við nútímann. - Þúhefurekkifengistmikið við að leikstýra úti á landi? - Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég kunni því mjög vel, fannst það svakalega gaman. Það er mikill metnaður í Skagaleikhópnum og góður smekkur. Þetta er mjög dríf- andi fólk, og hefur lagt á sig geysi- lega mikla vinnu. Raunar er svona starf séríslenskt fyrirbæri. Annars staðar á Norðurlöndum eru líka áhugaleikhópar en þar er kannski Kjartan: Þekki ekkert leikhúsverk sem hefur jafnsterka skírskotun til friðarumræðunnar. æft einu sinni eða tvisvar í viku og tekur e.t.v. 2 ár að æfa eitt leikrit. Hér er unnið og sett upp með sama hraða og í atvinnuleikhúsi. Fólkið sem stendur að sýningunni vinnur í 4-5 tíma eftir vinnu á hverjum ein- asta degi í nokkrar vikur. Það er geysilegur kraftur í félögum eins og Skagaleikhópnum. - Eru Eðlisfræðingarnir fjöl- menn sýning? - Það eru upp undir 20 manns sem koma fram í leikritinu? - Hugsa íslenskir listamenn mikið um friðarmál um þessar mundir? - í þeirra hópi virðist vera mjög almenn löngun og viðleitni til að sinna þessari baráttu og gengur hún þvert á alla pólitík. Listamenn eru samstæðir um þetta málefni. Þess skal getið að þeir peningar, sem koma inn á sýningunni á mánudag, renna til friðarsamtak- anna. -GFr Steindórs saga frá HlöÓum Út er komin hjá Erni og Örlygi síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúr- ufræðings og fyrrverandi skóla- meistara frá Hlöðum. Nefnist bók- in SÓL ÉG SÁ sem hin fyrri. Þetta bindi fjallar um það sem kalla má tómstundastörf hans og hliðarhopp frá hinni troðnu braut embættismanna. Hér segir Steindór frá afskiptum sínum af pólitík, bæði bæjarpólitíkinni á Akureyri og ísafirði. Steindór segir einnig frá stuttri setu sinni á Al- þingi og segir frá hinum umdeildu Laxármálum sem hann hafði tölu- verð afskipti af á sínum tíma. í bókinni segir Steindór einnig frá ferðalögum sínum, ritstörfum og rannsóknum heima og erlendis. Loks segir Steindór frá því hvernig hann hefur eytt síðustu árunum, eftir að landslög skipuðu honum í Óstaðfest ljóð Sigmundar Arnar ______________ Út er komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu Ijóðabókin Óstaðfest Uóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Náttúran er umfjöllunarefni þessarar bókar. Skáldið leggur land undir fót, finnur sér myndir í öllum blæbrigðum þess. Og jafnan er manneskjan með í för. Óstaðfest ljóð er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Árið 1980 sendi hann frá sér ljóða- bókina Kringumstæður. Sigmundur er norðanmaður, fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann starfar nú sem blaðamaður sunnar heiða, við Dagblaðið Vísi í Reykjavík. I hamingjuleit Setberg hefur gefið út ástarsögu eftir Danielle Steel, sem fjallar um bandaríska konu, sem segir skilið við mann sinn og leitar gæfunnar á nýjum vettvangi. Höfundur þessarar bókar, Dani- elle Steel, er vinsæll höfundur ást- arsagna í heimalandi sínu, Banda- ríkjunum. „í hamingjuleit” er fjórða bókn sem kemur út eftir hana á íslensku. Hinar heita: „Gleym mér ei”, „Loforðið” og „Hringurinn”. Sjóorustur og fleiri leikir Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Biýanta, blaða og orðaleikir í bókafiokknum Spilabækur Arnar og Örlygs. Áður voru komnar út bækurnar Tveggja manna spil og Hvernig á að leggja kapla. Höfundur bókarinnar er Svend Novrup, ritstjóri Politiken um skák og bridge og höfundur margra bóka um skák og spil, en þýðandi er Trausti Björnsson. í þessari bók kynnumst við nokkrum leikjum. Það eina sem til þarf er blað og blýantur og okkar eigin snilli til að lífga upp á tilver- una. Til eru margir leikir með strik- um, reitum og orðum sem eru bráðskemmtilegir og oft veita leikirnir hugmyndaauðgi okkar ríkulega umbun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.