Þjóðviljinn - 26.11.1983, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 26.11.1983, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983 Helgarviðtaiið Þaö er gott fyrir þann sem kemur ókunnugurtil Færeyja að eiga Óskar Hermannsson aö. Óskar þekkir alla og allir þekkja Óskar. Hann er einn þeirra manna sem vekur athygli hvar sem hann fer. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur er leikandi létt og alltaf nægurtími. Hann „dugir alt“ • mundu Færeyingarsegja. Ósk- aryrkir, málar, syngur, leikur, teiknar, leikstýrir, þykirgóöur upplesari og er snjall tækifæris- ræöumaöur. Hann þýöir af öllum norðurlandamálunum yfir á fær- eyska tungu, einkum þó úr ís- lensku og sænsku. Þýðingar hans spanna allt frá sósíalistisk- um baráttusöngvum til kristi- legra sálmasöngva. Hann held- ur fyrirlestra heima og aö heiman um færeyska menningu ogleiklist. Situr ekki FIosi á rúmstokknum, kominn í brækurnar, með fullan kassa af Elefhant í seilingarfjarlægð og gæðir sér á miðinum. - Ljósm. Dagný Jóensen. „Menn trúa ekki lengur á prentlistina... heldur Guð“ Hjá útvarpinu er hann „leiklistardeildin" og hefur þýtt fjöldann allan af leikritum og jafnframt leikstýrt. Þessa dagana stendur hann á sviöinu í Norðurlandahúsinu. Þar leika þeir tvo einþáttunga eftir írska skáldið John Millington Synge undir leikstjórn Tormod Skagestad fyrrverandi leikhús- stjóra „Det Norske Teater“ í Osló. Óskar hóf ungur prentnám í Suðurey og vann síðar við prentiðn í Þórshöfn í nokkur ár. Árið 1946 hleypti hann heimdraganum og fór til íslands að afla sér enn frekari þekkingar í prentlist. Ætlunin var að dvelja skamma hríð á fslandi en „blessað stríðið" varð til þess að dvölin varð lengri en tíl stóð, eða tvö ár. Þegar heim kom á ný hóf hann vinnu við prentiðn. Árið 1976 hóf hann störf við Útvarp Færeyja og hefur starfað þar óslitið síðan ásamt öllu öðru sem hann tekur sér fyrir hendur. Þegar vel viðrar fer Óskar gjarna rétt út fyrir landsteinana og dregur fisk í soðið eins og sönnum Færeyingi sæmir. Hann er raddmaður mikill og sem leiðandi söngvari í færeyskum dansi nýtur hann sín vel. Slíkur er raddstyrkurinn og drunurnar að hálftíma áður en Óskar stend- ur í dyrunum vita allir að hans er von. Bass- ar eins og Jón Sigurbjörnsson mega vara sig þegar Óskar Hermannsson er annars vegar. „ Við getum líka verið góðir með okkur... “ Já, það var margt skrafað og skeggrætt í Prentsmiðjunni Eddu íþá daga. Prentarará íslandi eru einhverjir þeir mætustu menn sem ég hef kynnst. Miklir þjóðernissinnar og brautryðjendur á ýmsum sviðum. Það skal ég segja þér, að því gleymi ég aldrei svo lengi sem ég lifi þegar ég hlustaði eitt sinn á Stefán Ögmundsson flytja ræðu 1. maí niðri á Lækjartorgi. Stórkostlegur ræðusnilling- ur og eldhugi Stefán. Við áttum og eigum líka góða menn í prentarastétt. En það fer öllu aftur. Menn drekka minna og trúa ekki lengur á prent- listina, heldur Guð. Ég minnist þess að eitt sinn ræddu prent- ararnir í Eddu ritverk Jóns Dúasonar. Þarna voru og nokkrir Danir við vinnu. Það er ekkert með það að aldrei þessu vant lendir þeim saman íslendingum og Dönum og nú um það hver eigi rétt til yfirráða yfir Grænlandi. íslendingar héldu því fram að þeir ættu yfirráðaréttinn þar sem Eiríkur rauði hefði verið íslenskur þegn. Danir töldu þetta hina mestu reginfirru og færðu hin og þessi söguleg rök fyrir yfirráðarétti Dana. Og leituðu þeir til mín, Færeying- s,ins, til staðfestingar á sínum sjónarmið- um. Ég sagði náttúrlega sem var að því væri þannig varið að Færeyingar ættu ekki ein- ungis rétt til Grænlands heldur og Ameríku og íslands. Sko, Naddoður hafði áður en hann kom til íslands haft vetursetu í Nolsey í Færeyjum og þar með verið færeyskur þegn þegar hann nam land á íslandi. Það sama mætti segja og færa að því sterk sögu- leg rök að Eiríkur rauði og Leifur heppni hefðu og haft vetursetu í Færeyjum áður en þeir komu til íslands og því verið færeyskir þegnar þegar þeir fundu Grænland og Am- eríku. Þannig er nú þetta strákar mínir. Þú hefðir átt að sjá á þeim svipinn. íslending- arnir og Danirnir voru ekki ánægðir með Óskar þann daginn. „Það er líkt í okkur lyndið... og þó“ Við eigum það til að vera góðir með okk- ur þrátt fyrir smæð okkar eins og íslending- ar. Það er líkt í okkur lyndið... og þó. Líf og saga þjóðarinnar er lík þó hún sé ólík um margt. Skáldið Janus Djurhus sagði íslend- inga sitja við heitar uppsprettulindir, baða fætur sína og yrkja af miklum móð. En Færeyingar aftur á móti sætu bara á sínum rassi, sypu soðið af kæstu kjöti og legðust síðan í bælið og fretuðu. Hann sagði líka að þegar norrænar hetjur og höfðingjar hefðu siglt yfir hafið til ís- lands hafi lítt dugandi og sjóveikir þrælar verið settir á land í Færeyjum en kjarkmikl- ir höfðingjar og hetjur hefðu siglt yfir ólg- andi hafið til íslands. En Jónas Arnason var ekki sammála þessum viðhorfum þegar hann sótti okkur heim. Sagði hann Færey- inga hafa höfðingjaskap. Við værum komn- ir af hetjum og víkingum en þrælarnir með þrælslundina hefðu siglt áfram til íslands. Hér þekkja allir Jónas Árnason frá því leikrit hans Jörundur hundadagakonungur var sýnt hér í Sjónleikarahúsinu, sem Flosi Ólafsson leikstýrði. Jónas kom hér einnig árið 1976 með leikhóp Leikfélags Reykja- víkur sem sýndi leikrit hans Skjaldhamra. Jörundur hundadagakonungur hefur notið mestra vinsælda af öllum þeim leikrit- um sem sett hafa verið upp í Sjónleikara- húsinu. Aldrei hafa jafnmargir séð eitt leikrit í Færeyjum. Sýnt 42 sinnum fyrir fullu húsi og dúndrandi móttökur. Það var stórkostleg stund á frumsýningunni þegar Jónas Árnason gekk fram á sviðið þessi glæsilegi maður með sín löngu lær, sveiflaði höndum og stjórnaði söng á „ Aridúaridúra- dei“ og allir tóku undir af lífi og sál. Hér kunna allir lagið það. Ef þú vilt fá upp virkilega góðan fjöldasöng hvar sem er í Færeyjum syngdu þá „Aridúaridúradei“. „ Versta vopn sem nokkru sinni hefur verið borið á Færeyinga“ Nei, við höfum ekki staðið eins góðan vörð um tungu okkar og þjóðerni sem skyldi. Það er eins og hver annar leiður vani að vera undir Danaveldi. Ég skal segja þér að þegar ég var lítill gekk ég í skóla í Vestmanna og þar fór öll kennsla fram á okkar tungu þrátt fyrir 7. gr. laga frá árinu 1845. En þar kvað svo á um að öll kennsla í danska konungsveldinu skyldi fara fram á danskri tungu. Síðan er það að ég fer 12 ára gamall í skóla í Suðurey. Þar var allt kennt á dönsku. Allar bækur á dönsku nema kannski svona ein eða tvær. Ég minnist alltaf þeirrar undarlegu kenndar sem gagntók mig. Mér fannst sem Fær- eyjar, landið mitt, væri ekki til. Færeysk tunga ekki til. Færeyingar væru ekki þjóð. - Ekki neitt. Það er kannske þessi tilfinning, sem kom yfir mig sem hol- skefla, sem gerir mig að þeim þjóðernis- sinna sem ég er í dag. Hitt er annað mál að Helgin 26.-27. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Rætt við Óskar Hermannsson í Þórshöfn Ásdís Skúladóttir skrifar frá Færeyjum það voru margir ágætir kennarar út um allar byggðir sem aldrei hlýddu ákvæðum laga- greinar nr. 7 og kenndu á tungu okkar í trássi við lög og rétt. Þetta ákvæði var num- ið úr gildi árið 1932; þó fyrr hefði verið. Ýmsu hefur vissulega miðað í framfarar- átt en betur má ef duga skal. Það er nú ekki lengra síðan en 1973 að tveir stúdentar í Þórshöfn neituðu að taka stúdentspróf á danskri tungu. Annar þeirra var sonur minn, Hermann. Fyrir vikið fengu þau ekki formlegt próf en í staðinn einhvers konar uppáskrift um það að þeir hefðu lokið próf- inu þannig að þeir gætu haldið áfram námi í hásícóla. Þetta var mikið hitamál og nú er það svo að öll próf eru tekin á færeysku. En enn þann dag í dag eru alltof margar skóla- bækur á danskri tungu frá barnaskóla og uppúr. Svo er nú eitt. Hér eru nú þrjár video- sendistöðvar í einkaeign sem senda út video-spólur sem fengnar eru á einn eða annan hátt í Danmörku. Sendistöðin hér í Þórshöfn nær um það bil til 80-90% þjóðar- innar. Allt er á dönsku. Danskar fréttir á dönsku. Lestextinn danskur. Þessi ósköp flæða inn á hvert helmili hvern einasta dag. Þetta er það versta vopn sem nokkru sinni hefur verið borið á Færeyinga. Við eyjum að vísu betri tíð því nú hefur verið stofnað „Landssjónvarp“ hér sem bráðlega mun taka til starfa af fullum krafti. Hins vegar held ég að útvarpið okkar sé gott og barnatímarnir mjög góðir. En enn í dag ber það við að Dimmalætting, sem er nokk- urs konar Morgunblað okkar, birtir leiðara og greinar á dönsku. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á hina uppvaxandi kynslóð. Kornið sem unginn fær og nærist af er mikil- vægt. Hér eru hins vegar margir góðir menn sem vinna af krafti að því að hreinsa mál okkar og bæta. „Nú stendur á gömlum nöglurn..." Norðurlandahúsið er risið af grunni. Það var sannarlega þörf fyrir slíkt hús menning- ar og því ber einungis að fagna því að til skuli vera í landinu svo fagurt og haganlega gert hús sem hýst getur allar listgreinar. En við áttum sjálfir að reisa okkar eigin færeysku menningarmiðstöð. Peningalega séð hefðum við svo sannarlega verið þess megnugir en trauðla hefði verið stjómmálalegur vilji fyrir slíku eins og nú háttar í landinu. Það er ekki gott að segja fyrir um hver áhrif starfsemi þessa húss hefur á okkar litlu þjóð í menningarlegum og listrænum skiln- ingi. Mér virðist svo sem að eftir alla þá erlendu menningarstrauma sem yfir okkur hafa dunið höfum við slakað á og misst trúna á eigin getu. Við höfum látið okkur of mikið lynda og tekið þegjandi og hljóða- laust við. En við eigum gott listafólk áöllum sviðum og nægtarbrunn þjóðararfs og menningar í fortíð og nútíð til að ausa af. Þar er uppspretta sem aldrei þverr og við eigum að vera stölt af. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr í raun og sannleika eða eins og orðtakið segir: „Nú stendur á gömlum nöglúm". Vonandi verður þetta hús okkur efling til dáða og nýrra verka en ekki enn einn „norðurlenskur kövari". Staðreyndin er að þetta hús er risið af grunni og það getur orðið okkur til góðs ef rétt er á málum haldið. Það hefur sínar föstu reglur að fara eftir. Þar skal vera norrænt efni, - norrænt færeyskt efni og einn þriðji skal vera tært færeyskt efni. Sá troðningur sem Færeyingar hafa fetað gegnum aldirnar hefur verið sami gamli troðningurinn frá Færeyjum til Kaup- mannahafnar og aftur til baka frá Kaup- mannahöfn til Færeyja. Þennan troðning hefur verið auðvelt og öruggt að feta með dyggilegum stuðningi frá „danska statens uddannelsesfond". Norðurlandahúsið gef- ur okkur möguleika á að víkja af „gamla troðningnum", finna nýjar slóðir og sjá nýj- ar víddir. Það gefur okkur tækifæri til að hafa menningarsamband við þær þjóðir sem við óskum eftir að nema af og það á jafnréttisgrundvelli. Nú fáum við tækifæri til að nema af öðrum menntabrunni en þeim sem við af leiðum vana höfum aðgerð- arlausir látið ausa upp úr og yfir okkur í krafti digurra sjóða. Við fögnum ætíð komu íslenskra höfð- ingja og andans „víkinga“ svo sem Svövu Jakobsdóttur og Bríetar Héðinsdóttur sem komu hingað með sitt frábæra listafólk og frumsýndu leikritið „Lokaæfingu" í Norðurlandahúsinu. Það gleður okkur að heyra um enn frekari færeyska og íslenska samvinnu innan leiklistar með Svein Ein- arsson í broddi fylkingar. En ætlunin er að setja upp „Brúðuheimilið“ eftir Ibsen með íslenskum og færeyskum leikurum. „Ég fer ekki heim til Islands, “ sagði Flosi Nei, tími höfðingja og víkinga á íslandi er ekki liðinn undir lok. Þá verður mér hugsað til „hans sjálfs“ Flosa Ólafssonar. Það var hann sem leikstýrði hér Jörundi hundadag- akonungi. Ég skal segja það að það er eins og myndist einhver óslítanlegur strengur þegar vinátta skapast milli íslendinga og Færeyinga. Flosi varð illilega fyrir barðinu á þessum hárfína og sterka þræði. Svona eins og gengur þurfti Flosi að koma sér heim aftur til vinnu þegar frumsýning var afstaðin. Hann var hér í nokkra daga. Það var allt í fínasta lagi. Svo fóru menn að verða langeygir heima á íslandi og vildu fá Flosa heim. Við ympruðum sisona á því við hann hvort hann þyrfti ekki að fara að koma sér. Nei, nei, það var alltaf sama svarið hjá Flosa þar sem hann sat og teygaði Elep- hant: „Ég fer ekki heim til Islands“. Slíkur var vináttu- og bræðrahugur hans til Færey- inga. Svo kom að þetta fór að verða nokkuð þrálátt. Snemma morguns dag nokkurn hringir formaður Sjónleikarafélagsins í mig og segir að nú séu góð ráð dýr. Það hafi enn og aftur verið hringt frá íslandi og nú verði að gera lokatilraunina til að koma Flosa úr landi. Ég segi: „Hvað, þarf ég að koma, eruð þið ekki fjórir“? „Jú, en nú þarf mann með myndugleik og kjark“. Nú, við fengum okkur „ein litlan" til styrkingar og skálmuðum síðan beint upp á hótel til viðureignar við þennan íslenska víking. Situr ekki Flosi á rúmstokknum, kominn í brækurnar, með fullan kassa af Elephant í seilingarfjarlægð og gæðir sér á miðinum. Hann átti sér einskis ills von svo ég kom honum í snarhasti í skyrtuna. Asskoti, litli karl, ég gleymi aldrei hve ljómandi loðinn hann var á bringunni. Hreint eins og film- stjarna. Hárin þvældust fyrir og festust í hnappagötunum á skyrtunni. Síðan lokk- uðum við hann undur varlega með Elephant-kassanum niður tröppurnar og út úr hótelinu og stefndum í leigubíl sem við höfðum þegar pantað og beið fyrir utan. Flosi hafði verið undur blíður og góður en þegar hann sá hvað verða vildi fylltist þessi ljúfi íslenski víkingur réttlátri reiði svo söng í strengjum bræðrahugar hans til Færeyja. Hann þreif kassann úr höndum okkar hóf hann á loft og mælti fullur eldmóðs: „Ég fer aldrei aftur heim til íslands". Með stakri þolinmæði tókst okkur seint um síðir að lokka hann inn í bílinn, keyra hann síðan í loftinu til Vestmanna, með ferjunni til Voga og koma honum upp í flugvélina. Tvo Elephant fékk hann sér til huggunar á leiðinni heim. Afganginn af ölkassanum var gott að eiga til að styrkja sig það sem eftir var dagsins. Góður maður Flosi og sannur íslendingur. Ég hef frétt að hann sé orðinn „þorstaheftur". Já öllu fer aftur. Þú berð Flosa kveðju mína. Óskar á Ilskeríi í fjögramannafari sínu „Flíðan“ að ná sér í vetrarmat eins og margir Færeyingar aðrir. Já, það var margt skrafað og skeggrætt í Prentsmiðjunni Eddu í þá daga. Ljósm.: Dagný Jóenscn. ktHll.tl A fjölunum. Óskar í hlutverki Sámals í Skipinu eftir Steinbjörn Jakobsen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.