Þjóðviljinn - 26.11.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Greiðum félagsgjöldin
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá félagsmenn sem enn skulda
gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem allra fyrst.
Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum og þóstútibúum.
Eflum starf Alþýðubandalagsins og greiðum félagsgjöldin.
Stjórn ABR
AB Skagafjarðar
Bæjarmálaráð, Sauðárkróki
Bæjarmálaráð heldur fund nk. mánudag kl. 20.30. Fundarefni verða bæjarmálin
og fréttir af landsfundi Alþýðubandalagsins. Allir stuðningsmenn flokksins hvattir
til að mæta. - Stjómin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Rabbfundur
verður í kvennahópnum mánudaginn 28. nóvember kl. 20 í Þing-
hól. Allar konur velkomnar. - Hópurinn
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
Félagsfundurverðurhaldinn, þann30. nóv. næstkomandi kl. 20.30
í Þinghól. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Bæjarmál. Gestur
fundarins verður Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. - Félagar,
mætið vel og stundvíslega. Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið Akureyri
Opið hús
verður í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 laugardaginn 3. desember
kl. 15.00. Kaffiveitingar. Sagt frá 6. landsfundi Alþýðubandalags-
ins og fleira. Mætið öll vel og stundvíslega. - Stjórnin
Félagsfundur
Félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks,
verður haldinn í Domus Medica n.k. mánu-
dag 28. nóvember kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Staðan í kjaramálum. Framsögumaður
Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ.
2. Væntanlegar samningaviðræður.
3. Önnur mál.
Stjórn Iðju
Til sölu
SÉRHÆÐ110 m2 í TVÍBÝLISHÚSI í vesturbæ Kópa-
vogs. Helst í skiptum fyrir minni eign í Mið- eða Vestur-
bæ í Reykjavík. Gott hús fyrir handlagið fólk með
hugmyndir. Bílskúr fylgir.
3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐ á jarðhæð við Nýbýlaveg.
SÉRHÆÐ í HEIMUM helst í skiptum fyrir sérhæð eða
stærra í Vesturbæ.
HÚS TIL SÖLU Á ESKIFIRÐI.
Byggt 1917. Forskalað timburhús vel við haldið.
Brunabótamat: 1.495.000.- Því fylgir hlaða og umráð-
aréttur yfir 11 bása fjósi. Stór lóð.
Grunnflötur hússins um 70m2, kjallari, hæð og ris.
Tvöfaldur bílskúr fylgir. Þvottahús og búr í kjallara og
tvær stórar geymslur.
Einnig vantar á skrá allar stærðir eigna.
Fasteignasalan
Magnús Þórðarson hdl.
Árni Þorsteinsson sölustj.
Bolholti 6, 5. hæð s. 39424
og 38877
Opið um helgina 1-5
BYGGINGARFELAG VERKAMANNA
REYKJAVÍK
Aðalfundur
félagsins verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg
18, miðvikudaginn 30. nóvember 1983, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagsstjórnin
Þingvellir
Skiptar skoðanir
á tillögum Péturs
Á sama tíma og margt hefur færst til betri vegar innan þjóðgarðsins á
Þingvöllum hefur Iandinu allt í kringum hann hrakað stórlega. Síðasta
sumar var fyrsta sauðlausa sumarið í þjóðgarðinum en lokið var við að
endurnýja girðinguna umhverfis hann 1982. Næsta sumar mega hjólhýsa-
eigendur ekki skilja eftir húsvagna sína í þjóðgarðinum, heldur munu
gilda um þá sömu reglur og um tjöld: eigendurnir verða að fylgja með.
Þetta er ákvörðun Þingvallanefndar sem hefur einnig ákveðið að ekki
verði haldin stórmót hestamanna í Skógarhólum og að sumarbústöðum
fjölgi ekki í þjóðgarðinum.
Þjóðgarðurinn er hins vegar að-
eins lítill hluti af því svæði sem Pét-
ur Jónasson, prófessor í Kaup-
mannahöfn telur brýnt að friða
umhverfis Þingvallavatn. Þjóðvilj-
inn ræddi í gær við nokkra menn
sem hafa með Þingvelli sem slíka
að gera og eru skoðanir þeirra á
tillögum Péturs skiptar. Séra
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður
sagðist m.a. ekki sjá ástæðu til að
breyta þeirri skipan mála að alþingi
kysi stjórnarnefnd þjóðgarðsins,
reynslan af stjórnun
Þingvallanefndar hefði verið góð
og það væri allt annað mál og
óskylt ef meira landsvæði yrði
friðað við vatnið. Slíkt friðland
myndi að hans mati eiga heima
undir stjórn Náttúruverndarráðs.
Hjörleifur Guttormsson, alþingis-
maður, sem sæti á í Þingvallanefnd
vill hins vegar stækka þjóðgarðinn
verulega. Hann telur einnig að
Náttúruverndarráð eigi að fara
með Þingvallasvæðið allt og þjóð-
garðinn en alþingi hafi forræði yfir
gömlu þinghelginni og stjórni því
svæði í samráði við Náttúruvern-
darráð.
Á fjárlögum þessa árs er framlag
til orlofsheimilis fyrir þingmenn í
þjóðgarðinum. Súfjárveiting hefur
ekki verið notuð enn þá en hug-
myndin kom frá forsetum þingsins
fyrir 2 árum. Forseti sameinaðs
þings þá var Jón Helgason dóms- og
landbúnaðarráðherra. f Þjóðvilj-
anum á þriðjudag birtast viðtöl við
ofangreinda menn og fleiri til um
Þingvelli.
-ÁI
Hitaveita Reykjavíkur:
82% hækkun milli ára
25% hækkun
1. febrúar 1984
Stjórn Hitaveitu Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gær fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár en hún
gerir ráð fyrir að heita vatnið
hækki um 82% að meðaltali milli
ára. En hitaveitan hefur sem kunn-
ugt er hækkað langt umfram
verðlags-, hvað þá kauplagshækk-
anir á þessu ári. Sigurður G. Tóm-
asson fulltrúi AB í stjórninni
greiddi atkvæði gegn hækkuninni
sem samþykkt var með atkvæðum
Sjálfstæðisflokks og .fulltrúa Al-
þýðuflokks, Sjafnar Sigurbjörns-
dóttur.
í bókun Sigurðar segir: „Ég get
ekki greitt atkvæði með fyrirlig-
gjandi fjárhagsáætlun Hitaveitu
Reykjavíkur fyrir árið 1984.
Ástæður þess eru eftirfarandi:
Áætlunin byggist á u.þ.b. 82%
hækkun á meðalverði heits vatns
milli ára, þar af u.þ.b. 25% gjalds-
krárhækkun 1. febrúar n.k. A
sama tíma hefur kaupgjaldi verið
haldið niðri með lögum, kaupmátt-
ur tekna almennings rýrnað stór-
kostlega og stjórnvöld gera
beinlínis ráð fyrir áframhaldandi
rýrnun hans. Ég tel því að þrátt
fyrir ýmis rök sem hníga að nauð-
syn hærra orkuverðs til HR sé hag
neytenda nú þannig komið að þeir
§eti ekki borið neinar hækkanir.
:g greiði því atkvæði gegn fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1984.“
-ÁI
Einvígi Kortsnojs og Kasparovs í gœr
Tilþrif hjá Kasparov
Þriðja einvígisskákin endaði þó í jafntefli
Þótt þriðja einvígisskák Kortsnojs og
Kasparovs hafi endað með jafntefli í
London í gærkveldi, má túlka þau úrslit
sem sálfræðiiegan sigur Kortsnojs. í
þriðja sinn tókst honum ætlunarverk
sitt, að halda niðri öllum flækjutilburð-
um snillingsins unga.
Skákin í gær tefldist framan af eins og
1. einvígisskákin, en Í7. leik sínum brá
Kasparov út af með 7. Da4 í stað 7. e3,
sem hann lék á mánudaginn var. Hann
er því ekki tilbúinn til að mæta 7. .. g6
enn sem komið er.
Hvítt: Garry Kasparov
Svart: Viktor Kortsnoj
Drottningar-indversk vörn
14. ..
15. Dxc6
16. e3
17. Bd6
18. Bxe7
Bxc6
Rf8
Re6
Be7
Jafntefli.
Gera verður ráð fyrir að Kasparov sé
ekki fyllilega búinn að ná sér eftir tapið
í fyrstu skákinni, og hafi þess vegna
boðið hér jafntefli. Skiptamunsfórn
hans gaf ekki mikið í aðra hönd, og Ijóst
er að Kortsnoj sættir sig við jafntefli
með svörtu, enda reglurnar þannig að
honum nægir jafntefli úr öllum skákum
sem eftir eru til að sigra í einvíginu.
Spurningin er hvort Kasparov tekst að
brjóta göt á varnarmúra Kortsnojs.
-eik-
1. (14
2. c4
3. Rf3
4. Rc3
5. a3
6. cxd5
7. Da4(!)
8. Rxd5
9. Bf4
10. g3
11. Bh3
12. Hcl
13. 0-0
Rf6
e6
b6
Bb7
d5
Rxd5
Rd7
exd5
Be7
c6
0-0
Bf6
Hc8
i
ib
immxmk
abcdefgh
14. Hxc6!?
(Tilraun til að hleypa lífi í stöðuna, en
Kortsnoj bregst við af öryggi hins ald-
na).
Kvennaathvarfið eins árs 7. desember:
3 konur og 3 börn
tíl jafnaðar á dag
Aðalfundur Sam-
taka um kvennaat-
hvarf á mánudag
7. desember n.k. er liðið heilt
ár frá því Kvennaathvarfið tók
til starfa í Reykjavík og að sögn
Onnu Magneu Hreinsdóttur
starfsmanns þess hefur athvarf-
ið fram til 1. nóvember s.l. sinnt
um 400 einstaklingum. Þar af
hafa 160 fengið aðstoð gegnum
síma en á þessum tæpu 11 mán-
uðum hafa 140 konur dvalið í
athvarfínu ásamt 105 börnum
sínum. Að jafnaði dvelja 3 kon-
ur og 3 börn í ath varfinu á degi
hverjum, en komið hefur fyrir
að heimilismenn þar hafi verið
nær 20 talsins.
Anna Magnea sagði að dval-
artími væri að meðaltali einn
mánuður núna síðari part ársins
en konurnar dvelja allt frá ein-
um sólarhring upp í 3 mánuði í
athvarfinu. Dvalarkostnaður er
nú 125 krónur á dag fyrir fæði
og húsnæði. 70% kvennanna
eru úr Reykjavík en 30% koma
annars staðar að og frá landinu
öllu að sögn Önnu.
Aðalfundur Samtaka um
'kvennaathvarf verður haldinn
n.k. mánudagskvöld 28. nóv-
ember kl. 20.30 í Sóknarsalnum
við Freyjugötu 27, en samtökin
voru stofnuð 2. júní 1982. Á að-
alfundinum verður flutt skýrsla
um starfsemi athvarfsins og
samtakanna, lögð fram fjár-
hagsáætlun næsta árs og reikn-
ingar yfirstandandi árs. 400 fé-
lagsmenn eru í samtökunum og
hafa þeir allir seturétt á aðalf-
undinum, en einungis þeir sem
greitt hafa árgjald hafa þar at-
kvæðisrétt. _ÁI