Þjóðviljinn - 14.12.1983, Page 8
8 SÍÐA — Bókablað Þjóðviljans
Ævisögur og endurminningar
Minningar frá
morgni aidar
Minningar Geirs Sigurðssonar frá
Skerðingsstöðum í Dalasýslu.
Höfundur hefur glöggt minni á
iöngu liðnum tíma. Bókin er lið-
lega skrifuð og segir höfundur frá
ýmsum minnisstæðum atburðum
og fólki. Bókin er myndskreytt.
173 bls.
Verð kr. 494.-
Víkurútgáfan
Úðurinn
til Söru
eftir Paula D’Arcy.
Torfi Ólafsson íslenskaði. Hér er á
ferðinni áhrifamikil og einstæð
bók, dagbókarþættir ungrar móð-
ur, sem hún skrifar dóttur sinni. i
Þetta er bók sem verður öllum ó-
gieymanleg. 132 bls.
Verð kr. 395.-
Víkurútgáfan
Arngrímur máiari
Kristján Eldjárn
Hann hét Arngrímur og var Gísla-
son. Norðlenskur listamaður á öld-
inni sem leið. Hann var óvenju
fjölhæfur maður en fyrst og fremst
var hann þekktur sem ARNG-
RÍMUR MÁLARI. Saga hans er
heiilandi dæmi um háa menningar-
viðleitni og óslökkvandi fegurðar-
þrá við erfiðar ytri aðstæður, saga
sem engan lætur ósnortinn. Bók
Kristjáns Eldjárns fjallar ýtarlega
um ævi þessa fjölhæfa manns og er
um leið vandað fræðirit um lítt
þekktan kafla í íslenskri menning-
ar- og myndlistarsögu. Arngrímur
málari er óvenju fögur bók, prýdd
fjölda mynda, m.a. litmyndum af
öllum myndverkum Arngríms sem
náðst hefur til.
Iferð kr. 1447.40.
SAFN ENDURMINNINGA
GILS GUÐMUNDSSON
VALDI EFNIÐ
Mánasilfur
Gils Guðmundsson tók saman
Mánasilfur - fimmta og síðasta
bindi í einstæðu safni íslenskra
endurminningaþátta. I bókinni eru
34 frásagnir, jafnt af broslegum
sem harmsögulegum atvikum,
skráðar af fólki úr ýmsum stéttum.
Minnisstæð bernskureynsla,
spaugilegur framboðsfundur, afar
sérkennileg ástarsaga. Er þá fátt
talið af fjölbreyttu efni bókarinnar.
Mánasilfur geymir perlur íslenskr-
ar frásagnarlistar, valdar af Gils
Guðmundssyni. Skuggsjá mannlífs
fyrri tíðar sem ungir og aldnir lesa
sér til ánægju og fróðleiks.
Verð kr. 848.45.
Iðunn.
Með viljann
að vopni
í þessari bók Kjartans Stefáns-
sonar er sögð lífssaga Guðmundar
Guðmundssonar í Víði. Saga stór-
huga og dugandi athafnamanns.
Guðmundur missti sjónina á barns-
aldri en lét hvorki það né annað
mótlæti buga sig og rekur nú stær-
stu húsgagnaverksmiðju landsins.
Fjölmargar myndir.
Verð kr. 848.-
Vaka.
Komiði sæl
Opinská og hressileg samtalsbók
Vilhelms G. Kristinssonar við Sig-
urð Sigurðsson. Sigurður talar tæp-
itungulaust um menn og málefni,
ekki síst það sem gerðist á bak við
tjöldin í útvarpi og sjónvarpi þá
áratugi sem hann starfaði hjá þeim
stofnunum. Ríkulega mynd-
skreytt.
Verð kr. 848.-
Vaka.
í víti
eiturlyfja
Birthe E. Christensen
Saga þessi er óhugnanleg frásögn
ungrar danskrar stúlku sem ánetj-
ast eiturlyfjum fimmtán ára gömul.
Birthe Christensen lýsir lífi sínu í
„sjö ára helvíti sem djönkari og
hóra“, og hvernig hún sneri við
blaðinu. Einlæg og opinská saga,
skrifuð handa þeim sem ekki
þekkja vonleysi óviðráðanlegrar
fíkniefnaneyslu. En Birthe slapp úr
víti eiturlyfja og hafði þrek til að
skrifa þessa bók: „Rístu upp kona
og sýndu hvað í þér býr“.
Verð kr. 444.60.
Iðunn.
Jakobsglíman
Þriðja bindi uppvaxtarsögu Sigurð-
ar A. Magnússonar, framhaldið af J
Undir kalstjörnu og Möskvum
morgundagsins. Sagan nær yfir
þrjú átakaár í lífi söguhetju þegar
hann reynir að komast til mennta
og ná fótfestu í KFUM. Næm lýs-
ing á viðkvæmu skeiði. 260 bls.
Verð kr. 648.
Mál og menning.
Gerska
ævintýrið
Minnisblöð Halldórs Laxness úr
Rússlandsferð árið 1937. Halldór
segir hér frá réttarhöldunum miklu
í Moskvu þá um haustið, sem hann
var viðstaddur, einnig frá ferða-
lögum sínum um austurhluta
Ráðstj ómarríkjanna.
Bókin kom fyrst út árið 1938. Vakti
hún þá mikla athygli og seldist
fljótt upp og hefur verið ófáanleg
þar til nú. Höfundur ritar formála
annarrar útgáfu.
Bókin er 218 bls., prentuð í Vík-
ingsprenti og bundin hjá Bókfelli
hf. Ragnheiður Kristjánsdóttir
auglýsingateiknari gerði kápu.
Verð kr. 790.-
Helgafell.
Dagbók
Önnu Frank
Sönn frásögn óharðnaðs unglings í
vittfirringu stríðsins. Anna var ung
stúlka af gyðingaættum sem í tvö ár
leyndist í felum í Amsterdam með
fjölskyldu sinni. I dagbókinni segir
hún frá þessari dvöl af þeim næm-
leik sem fáa lætur ósnortna. Hún
lét lífið í fangabúðum nasista en
dagbókin fór mikla sigurför um
heiminn. Nú er þýðing sr. Sveins
Víkings endurútgefin.
Dagbók Önnu Frank er átakanleg
heimild um eitt svartasta skeið sög-
unnar.
Verð kr. 548.35.
Iðunn.
Bjarni
Benediktsson
Ólafur Egilsson annaðist
útgáfuna.
Sextán þættir um þjóðskörunginn
Bjama Benediktsson. Höfundar
þessara þátta þekktu allir Bjarna
náið og störfuðu flestir með hon-
um. Hver þáttur fjallar um ákveðið
tímabil eða viðfangsefni svo að í
heild mynda þeir nokkuð sam-
fellda sögu.
Almenna bókafólagið.
Nú er fleytan
í nausti
Andrés Finnbogason segir frá.
Viðtöl við þekktan skipstjóra, sem
flestir þekkja ef ekki af afskiptum
hans af sjómennsku, þá sem staffs-
mann loðnunefndar. Þetta er ram-
míslensk sjómannasaga, um
margbrotið líf þeirra er stunda sjó-
mennsku. Bókin er fróðleiksnáma
um útgerð og sjósókn frá Reykja-
vík í fjórá áratugi.
Verð kr. 679.-
Jón Gísli Högnason
MINNINGAIVETTIR
SAMFERDAMANNA
Gengnar leiðir
Jón Gísli Högnason skrásetti.
Þetta em minningaþættir átta sam-
ferðamanna. Einkum er sagt frá
fólki á Suðurlandi og þróun byggða
þar. Mikill fjöldi Ijósmynda og ítar-
leg nafnaskrá. Stórfróðleg bók.
Verð kr. 697.80.
Bókaforlag Odds Björnssonar