Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 13
Bokablað Þjóðviyans — SÍÐA 13 Pjóðlegur fróðleikur Útilegumenn og auðar tóttir eftir Ólaf Bríem. Ný útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókin lýsir útilegumannabyggðum á íslandi að fornu og nýju og lýkur upp hulduheimi þjóðsagna og þjóðtrúar. Margar myndir eru í rit- inu. Verð kr. 494.- Menningarsjóður Ysjur og austræna 2. bindi. Sagnaþættir mjólkurbil- stjóra á Suðuríandi, Gísi Högna- son skrásetti. Stórskemmtileg bók, um lífs- reynslu 30 mjólkurbílstjóra á Suð- urlandi. 140 ljósmyndir prýða bók- ina, nafnaskrá með nöfnum 1000 manna og bæja. Vetðkr. 1.235.- Bókaforíag Odds Björnssonar í jólaskapi Ámi Björnsson þjóðháttafræð- ingur tók saman. Þessi bók lýsir þeim margvíslegu og gjörólíku athöfnum, sem menn hafa öldum saman iðkað á jólun- um. Hér er rakin á skemmtilegan og fróðlegan hátt saga jólahalds frá heiðnum sið til okkar daga. Inní- frásögnina er fléttað verkum skálda að fornu og nýju, sem tengj- ast jólum með einhverjum hætti. í bókinni eru nær fjörutíu litkrítar- myndir eftir Hring Jóhannesson listamálara. Verð 988 kr. j Bjallan. Ritsafn Eiös Guðmundssonar í Skriðuhreppi forna Búskaparsaga I Skriðuhreppi forna Ritsafn Eiðs Guðmundssonar 2. bindi í þessu öðru bindi ritsafnsins er fram haldið frásögn af búendum í •xnadal og Hörgárdal, bæði á jörum sem enn eru í ábúð og kot- býla og löngu eru komin í eyði. Höfundurinn gaf út sína fyrstu bók er hann var 94 ára að aldri, og er Þýddar Kapphlaupið Afreksferðir Amund-— sens og Scotts til Suðurskautsins eftir Káre Holt. Þýðandinn, Sigurður Gunnarsson fv. skólastjóri las söguna í út- varp fyrir nokkrum árum við mikla hylli. Kapp- hlaupið er afar vel ritað og spennandi heimildaskáld- verk, sem lætur engan ó- snortinn. 216 bls. Verð kr. 592.80. Æskan Laugavegi 56 Sími enn að skrifa. Hann heldur sínu frábæra minni og frásagnarhæfi- leikum. Bók» sem hefur að geyma gífur- legan þjóðlegan fróðleik. Verð 679 kr. Skjaldborg. jjSt'g'wSKIR STJÓ'rNMÁÍ.ÁMENN' «• ÞEIRSETTUSVIPA OLDiriA V Þeir settu svip á öldina Þeir settu svip á öldina, þættir sex- tán helstu stjórnmálaleiðtoga landsins á þessari öld. Ritstjóri verksins er Sigurður A. Magnús- son. Við lesum um einlæga menn og baráttuglaða, bæði um persónur þeirra og hugsjónir. Þeir hefðu seint - kannski aldrei - orðið sam- mála. En þeir sameina ýmislegt hið merkasta úr þjóðlífinu. Þess vegna var þeim treyst til áhrifa, allt frá aldamótum fram yfir 1970. Þeir settu svip á öldina veitir innsýn og miðlar ríkulega af þekkingu, örvar fróðleiksþorsta um liðna tíð og skerpir sýn lesandand á vandséða samtíðina. Verð kr. 848.45. Iðunn. Tyrkjaránið Jón Helgason Litrík og áhrifamikil frásögn af ein- um hrikalegustu atburðum í sögu þjóðarinnar. Sjóræningjar frá Als- ír stigu hér á land sumarið 1627, myrtu fjölda manna og hertóku miklu fleiri. Fæstir þeirra herteknu áttu afturkvæmt. Jón Helgason rekur örlagaþræði fjölda fólks sem varð fyrir barðinu á ránskap og harðýðgi víkinga á þessari grimmu öld. Tyrkjaránið kemur nú út í nýrri útgáfu eftir að hafa verið ó- fáanlegt og eftirspurt um langt skeið. Jón Helgason naut mikillar viðurkenningar og vinsælda fyrir frásöguþætti sína úr íslensku mannlífi fyrri tíðar. Um hann sagði Kristján Eldjárn: „Jón Helgason vinnur eins og listamaður úr þeim efnivið sem hann dregur saman eins og vísindamaður“. Verð kr. 685.45. Iðunn. i PÉTUR . I ZOPHONÍASSON VÍKINGS IÆKJARÆTTI NifJJA-Ai. UV,»OJ.Fí5DÓ :';W 09 -AlU;0 nSS TNAP. Víkingslækjarætt I Pétur Zophoníasson Hafin er endurútgáfa á hinu mikla ættfræðiriti Péturs, niðjatali hjón- anna Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslæk. Hugmyndin er að verkið verði alls 5 bindi og komi eitt bindi út árlega næstu árin. í þessu bindi eru taldir niðjar Hall- dórs Bjarnasonar. Milli 300 og 400 myndir eru af niðjum hans. 276 bls. Verð kr. 796.60 Skuggsjá. Geymdar stundir Frásagnir af Austurlandi, 3. bindi. Armann Halldórsson valdi efnið og bjó til prentunar. Hér er á ferðinni margvíslegur fróðleikur um líf fólks, atvinnuhætti og lífsbaráttu á liðnum öldum. Verð kr. 593.- Víkurútgáfan. Öldin okkar 1971 - 1975 Gils Guðmundsson tók saman Nýtt bindi í bókafiokknum ALDIRNAR. Helstu atburðir þessara ára eru raktir í lifandi formi nútíma fréttablaðs: Þorskastríð, Vestmannaeyjagos, heims- meistaraeinvígi í skák, þjóðhátíð, pólitískar sviptingar og kvennafrí svo fátt eitt sé talið. ALDIRNAR eru nú í tólf bindum og gera skil sögu þjóðarinnar í samfellt 475 ár. Enginn íslenskur bókaflokkur hef- ur öðlast þvílíkar vinsældir sem ALDIRNAR - lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum. Verðkr. 1168.30. Saga Hafnarfjarðar 1908 - 1983 Ásgeir Guðmundsson Eitt mesta rit sinnar tegundar, sem gefið hefur verið út hér á landi. Út eru komin tvö fyrstu bindin af þremur og kemur lokabindið í apríl 1984. Öll þrjú bindin verða milli 1200 og 1300 blaðsíður, með yfir 1000 myndum, gömlum og nýjum, auk korta og uppdrátta. Rakin er saga bæjarins frá upphafi fram til ársins í ár. ! Verð 1. og 2 bindis kr. 1212.80 hvort bindi. Skuggsjá. BR4GISIGURJÓNSSON GÖNGOR ,OG RETTIR Göngur og réttir 1. bindi Bragi Sigurjónsson Hið eftirsótta ritsafn Gangna og rétta, sem út kom árin 1948-1953, hefur verið ófáanlegt í mörg ár. Þetta fyrsta bindi fjallar um göngur og réttir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum, Rangárþingi og Vestmannaeyjum. Nú er efni bók- arinnar endurraðað, greint frá breytingum á gangnaslóðum, og bætt við ýmsu efni. Fjöldi mynda er í bókinni, svo og kort af gangnasvæði, einnig nafna- skrá. I ferð 988 kr. | Skjaldborg. UUÐMUNDURJÚNSSON BÓNDI ER BÚSTÓLPI SAGT FRA NOKKRUM GOÐBÆNDUM V\ ' !• BífMjaMWtttóuí. . j i Bóndi er bústólpi Hér skrifa 11 höfundar um jafn marga bændur úr flestum sýslum landsins, undir ritstjóm Guð- mundar Jónssonar fyrrv. skóla- stjóra á Hvanneyri. Hér er litríkur æviferill þekktra bænda rakinn og um leið sagt frá þróun íslensks landbúnaðar. 324 bls. Verð kr. 796.60. Ægisútgáfan - Bókhlaðan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.