Þjóðviljinn - 14.12.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Síða 14
14 SÍÐA - Bókablað Þjóðviljans Ljóðabœkur VÍKURÚTGÁFAN Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran. Gunnar Dal þýddi. Þessi heimsfrægu ljóð eru nýlega komin út í fimmtu útgáfu á íslensku. 105 bls. Verð kr. 247.- Víkurútgáfan. Úrval Ijóða Einars Braga Einar Bragi er sá af nútíma- skáldum okkar sem ort hefur af hvað mestum ljóðrænum þokka. Ljóðasafn hans frá meira en þrjátíu ára tímabili ber vott um þrotlausa rækt við hina viðkvæmu list Ijóðs- ins, fágæta smekkvísi og harða ögun máls og myndgerðar. í bók- inni eru einnig ljóðaþýðingar. Fimmta bókin í ljóðasafni helstu samtímaskálda. Fagurlega mynd- skreytt af Ragnheiði Jónsdóttur myndlistarmanni. Dýrmætur feng- ur öllum ljóðavinum. Verð kr. 778.00. Iðunn. New York Ljóð eftir Kristján Karisson. Þriðja ljóðabók höfundar, mikill | skáldskapur og gleðilegt vitni um frumleg efnistök og grósku í ís- lenskri ljóðagerð. 72 bls. Verð kr. 494. - LJÓÐ JVIIMUNDAK VUMUHDUR CTl UAfOX j imtm. m? fr, ' ÍU'"- ' uwPpÆ-f, tHh- ■>, j f * ;W íuli ÍVTJJr0^f-....."Wf,- 7: -MWSMrVMii i % Ljóð VHmundar Ljóð eftir Vilmund Gyifason. í þessari bók eru prentaðar þær tvær ljóðabækur sem Vilmundur Gylfason sendi frá sér í lifanda lífi og auk þeirra viðauki með miklu Ijóði sem skáldið hafði fullgengið frá til prentunar. 120 bls. Verð kr. 648.50. Almenna bókafélagið. JAKOI3INA . SICiURÐAKDÓTTIR Kvæði Ljóðabók Jakobínu Sigurðardótt- ur hefur lengi verið ófáanleg en er nú komin aftur, aukin nýjum kvæðum. 154 bls. Verð kr. 494. Mái og menning. 36 Ijóð Hannes Pétursson Þessi nýja ljóðabók Hannesar er viðburður ársins á sviði skáld- skapar. Skáldið beinir augum að stundum sem það hefur lifað og magnar með nærfærinni orðlist upp í minnilega listræna skynjun. Um bókina hefur Heimir Pálsson sagt í ritdómi: „Hér þykir mér er- indi skáldsins bæði mikið og mikil- vægt því það er beinlínis lífsháski í þessari bók. Hún fjallar á lágmælt- an hátt um það sem hvern mann varðar mestu.“ Verð kr. 494.00. Almenna bókafélagið. iðunn. MANNHEIMAR HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON Mannheimar Úrval úr Ijóðum Heiðreks Guð- mundssonar. Gísli Jónsson valdi ljóðin. Heiðrekur er eitt af okkar bestu skáldum af eldri kynslóð. Valið er úr öllum 6 ljóðabóícum hans og auk þess eru 3 ný ljóð í bókinni. 175 bls. Verð kr. 648.50. Almenna bókafélagið. YSíflNN AORV-AIOSSON ANNAOIST 07CÁ/UN Nýgræðingar í Ijóðagerð Eysteinn Þorvaldsson safnaði Dýrmætur fengur öllum áhuga- mönnum um ljóðlist. Bókin geymir úrval úr ljóðum skálda sem fram komu á árabilinu 1970-1981. í bók- inni eru ljóð eftir 36 skáld, skipt í efnisflokka. Einnig ritar Eysteinn ýtarlegan inngang að safninu þar sem hann gerir grein fyrir einkenn- um ljóðanna. Verð kr. 389.00. Iðunn. Orðspor daganna l eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Fyrri ljóðabók Ingibjargar Har- aldsdóttur hét ÞangaS vil ég fljúga og kom út 1974. Þessi nýja bók kom út í vor og hefur hlotið góðar umsagnir í dagblöðum. Skáldið heldur hér áfram að rekja spor daga sinna í orðum. í lok fyrri bók- ar var hún stödd á fjarlægum slóð- um þar sem hún var ekki hagvön þótt hún ætti þar búsetu; í þessari nýju bók býr hún þar enn í byrjun en norðlæg héruð laða hana til sín, þótt þar sé kalt, oft bæði hið ytra og innra. Ljóð Ingibjargar eru per- sónuleg og skrumlaus, „... þar er ekki farið með neitt það sem ekki er innistæða fyrir.“ (ÁB, Þjv.). Verð kr. 247.- Mál og menning. S Ymsar Nærmyndir Úrval úr hinum opinskáu og um- töluðu Nærmyndum Helgarpósts- ins. Fimmtán þjóðkunnum samtíð- armönnum okkar eru gerð óvenju- leg skil, reynt að komast að eðlis- þáttum þeirra og kynnast hæfi- leikum þeirra og vericum. Margir gefa þeim einkunnir og segja álit sitt á þeim. Verðkr. 788.- Vaka. Kvðldgestir Jónasar Jónassonar Kvöldgestir eru eitthvert vinsæl- asta útvarpsefni sem flutt hefur verið hin síðari ár. Úrval samtala Jónasar Jónassonar úr þessum hugljúfu síðkvöldsþáttum birtist í þessari bók. Kvöldgestirnir ræða opinskátt um líf sitt, reynslu og áhugamál. Mikill fjöldi mynda gef- ur efninu aukið gildi. Verð kr. 848.- Vaka. *»**» ttm «y*t»r»uw ÞíUr o*t BfAoeu lo<IJ*íWiÞ»r«l« tri Kohuubiu, •«« AmkIo heifftih hji trihwknm Ö Útigangsbörn eftir Dagmar Galin. Þetta er sönn frásögn af systrunum Pilar og Blöncu, líka af Antnio, og bœkur hinum indíánabörnunum frá Kol- umbíu, sem voru svo heppin. Þau fundu heimili hjá frönskum fjöl- skyldum. Þó Kolumbía sé auðugt land er samt fjöldi heimilislausra blásnauðra barna, sem ráfa um, stela úr öskutunnum sér til matar, og sofa úti undir berum himni. Meðal þeirra voru Pilar og Blanca, fimm og tæplega þriggja ára. En þær lifðu af, og búa nú í Frakk- landi. Þetta er frábær bók, sem segir frá reynslu systranna í blíðu og stríðu. Verð kr. 296.- Skjaldborg. Hvað segja stjörnurnar um þig? Aðgengilegar nútímaspár gerðar á grundvelli aldagamalla fræða stjörnuspekinnar Grétar Oddsson tók bókina saman, en Gunnar Baldursson sá uin myndskreyting- ar. Spár fyrir einstök stjörnumerki og nánari spár eftir fæðingar- dögum. Verðkr. 348.- Vaka. EDDA BJÖRGVINSOÓTTIR og HEU3A THORBERG Elli Elli er í hæsta máta óvenjuleg bók um persónu, sem flestir telja sig þekkja en enginn veit í raun hver er. Höfundar bókarinnar eru þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg og er bókin byggð á hin- um feiknavinsælu útvarpsþáttum þeirra, Á tali. Myndskreytingar: Ragnheiður Kristjánsdóttir. Verð kr. 448.- Vaka.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.