Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 18
18 SÍÐA — Bókablað Þjóðviijans Ármúli 36, sími 83195 Höfundar bókanna Jóhannes Helgi og dr. Benjamín. Upptaka á kassettunum Spámaðurinn og Suðurnesjaljóð og lög frá liðnum árum. Söngvarar Árni Tryggvason og Jón Sigur- björnsson. Ljóöalestur: Jón Atli Jónasson, Jónína H. Jónsdóttir, Kristinn Reyr. Hljóðfæraleikarar: Eyþór Þorláksson, Reynir Jónasson. Kvæðamaður Kjartan Hjálmarsson. Inngangur: Páll Steingrímsson. Heyrt og séð, eftir Jóhannes Helga. Milli bókarspjaldanna er samankomið úr ýmsum áttum það bitastæðasta úr skrifum Jóhannes- ar Helga um menn og málefni 1975-83. Fimmtíu og sjö skrif af gefnu tilefni. Er það hin skraut- legasta f lóra og mannamyndasafn. í bókinni eru litríkarpersónulýsing- ar í bland við ótrúlegustu málefni, áhugasvið höfundar enda í við- feðmara lagi. En að stofni til er safnritið innlegg Jóhannesar í þjóðmálaumræðu fyrrnefnt átta ára tímabil. Höfundur tileinkar bók- ina íslensku bændafólki og eru tildrög þess greind í formála. Bók- inni fylgir nafnaskrá, en stærð bókarinnar er 230 blaðsíður ÉG ER, eftirdr. Benjamín Eiríksson er mikil bók, á fimmta hundrað blaðsíður, auk sextíu myndasíðna úr einkalífi og starfsferli höfundar. Bókin er með ívafi endurminninga frá ýmsum skeiöum ævinnar, en dr. Benjamín dvaldi við háskóla í Berlín og Moskvu á umbrotatímum nasisma og kommúnisma. Á þeirri dvöl reisir hann kynngimagn- aða úttekt sína á nasismanum og kommúnismanum. Og hann tekur Halldór Laxness rækilega í karphúsið, ekki sjö sinnum, heldur sjötíu og sjö sinnum. Þungur áfellisdómur dr. Benjamíns yfir sósíalismanum, sí- rennsli lyginnar í Þjóöviljanum, óstjórn efnahagsmála þjóðarinnar, og því stórfljóti lyginnar, sem hann kveður Einar Olgeirsson og félaga hafa veitt yfir þjóðina í hálfa öld, er sá rammi- slagur sem seint mun iiða lesandanum úr eyrum. Bók án hliðstæðu í íslenskri bókaút- gáfu. Kassettan „Spámaðurinn“ eftir Kahlil Gibran, hefur að geyma áhrifamestu mannræktarljóð samtímans, sem selst hafa í tíu milljónum eintaka. Jónina H. Jónsdóttir les Ijóðabálkinn á þessari níutíu mínútna kassettu, en Kristinn Reyr flytur inngang. Ljóðabálkurinn er ávöxtur hugljóm- unar á Líbanonsfjalli og varði Gibran mörgum árum í að fága Ijóðin, og eru þau talin hátindur verka hans. Þau hafa nú um langan aldur verið ungum og öldnum um víða veröld uppspretta hugsvölunar og mannskilnings. Skáld- skapur og kærleiksboðun eru svo listilega samofin, að hvergi verður missmíði á fundin. Ljóðalesturinn er fleygaður hljómlist við hæfi. Gunnar Dal íslenskaði Ijóðin. Þjóðhöfðinginn, frú Vigdís Finnbogadóttir, vitnaöi eftir- minnilega í Ijóð úr Spámanninum á stærstu stund lífs síns. Ljóðabálkurinn var eilítið styttur til að hann rúmaðist á 90 mínútna kassettu. r * Valur Gíslason hefur framar öllum öðrum núlifandi mönnum orpið Ijóma á íslenskt leikhús. Hann rekur hér æviferil sinn hógværum orðum, átt- ræður að aldri. Bókin geymir að auki einstakt mynd- efni sem sýnir persónusköpun Vals, öll gervi hans og mótleikara hans á sviði og í sjónvarpi, á meira en hálfrar aldar leikferli hans, á þriðja hundrað talsins. Stórfalleg bók. Kassettan „Suðurnesjaljóð og lög frá liðnum árum“ eftir Kristin Reyr, er mikið prógramm sem níu listamenn flytja. Söngvarar eru Árni Ttyggvason og Jón Sigurbjörnsson. Ljóðalestur: Jón Atli Jónasson, Jónína H. Jónsdótt- ir og Kristinn Reyr. Hljóðfæraleikarar: Eyþór Þorláksson og Reynir Jónas- son. Kvæðamaöur er Kjartan Hjálm- arsson og inngang flytur Páll Stein- grímsson. Jóhannes Helgi hafði um- sjón með höndum. Fæst í hljómplötuverslunum og hjá öllum meiriháttar bóksölum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.