Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 shammtur Af goðfrœðilegri gagnrýni Það er útbreiddur misskilningur að ýmsar starfs- stéttir í þjóðfélaginu séu með öllu óþarfar. Slíkt skiln- ingsleysi er með öllu óþolandi og veldur þvílíku hugar- angri hjá þeim, sem það orð fá á sig, að heilu hóparnir geta orðið óvinnufærir fyrir lífstíð. Ekki er nokkur vafi á því, að sífelldar árásir á atferlis- og félagsfræðinga, bændur og Ijóðskáld, hafa orðið til þess að starfsárangur hinna nýtustu manna er í lág- marki. Það er illt að búa við það að vera talinn óþarfur. heppnaður misskilningur er allt og sumt sem á slíku er hægt að græða.“ Hér er ómaklega ráðist að þeim sem - oft af ótrú- legum vanefnum - gegna því hlutverki að segja fólki hvaða skoðun það eigi að hafa á því sem það sér, les eða heyrir. Vanþekking er mesta böl hvers gagnrýnanda og er satt að segja aðdáunarvert hvílíkum árangri margur krítikkerinn hefur náð þótt fjötraður væri í viðjar þekk- ingarskorts og jafnvel vitsmunabrests. Ein er sú stétt, sem misvitrir menn eru sífellt að klifa á að megi missa sig, en það eru listgagnrýnendur. Sem betur fer skilja þó fjölmiðlar enn mikilvægi gagnrýninnar. Á jólaföstunni er lunginn af innihaldi dagblaðanna dómar um dans, söng, leik og litteratúr; „krítikkur" í hundraða,- þúsunda- eða miljónavís er mér nær að halda. Og öll eru þessi skrif að sjálfsögðu orð í tíma töluð. Hlutverk gagnrýnenda er í sem stystu máli það, að segja fólki hvað því á að finnast, svo það verði ekki fyrir því listræna slysi að mynda sér persónulega skoðun. Hér er semsagt ekki lítið í húfi. Það væri huggulegur andskoti ef allur landslýður færi að hugsa tóma dellu um listina í landinu. Og samt er haldið áfram að níða gagnrýnendur. Hið kunna skáld og heimspekingur Rainer Maria Rilke segir einhvers staðar: „Ekkert er fjær því að komast í snertingu við listir en umsagnir um þær. Meira eða minna vel - eða illa Þessi úrklippa er úr listgagnrýni eins af dagblöðum borgarinnar og lýsir sannarlega með átakanlegum hætti þeim hrellingum, sem gagnrýnendur þurfa að búa við: _ Meinið með undirritaðan er að hann hefir hvorki gaman að óperu sem * slíkri né hundsvit á beirri tónlist, sem þar er framin. Það er ógaman fyrir þennan gagnrýnanda að þurfa að stunda vinnu sína við slík skilyrði. Þó mega honum verða til huggunar orð Sókratesar úr varnarræðunni: „Sá einn er vitur, sem veit að hann veit ekki neitt“. Tónlistargagnrýni er göfugt starf þó misvitrir menn hafi stundum þurft að fást við hana. Og þegar ég segi „misvitrir" hef ég í huga elstu tónlistargagnrýni, sem ég veit um, eða úr grísku goðafræðinni. Mídas Frýgíukonungur, sem var bæði heimskur og fégjarn, gerðist eitt sinn tónlistargagnrýnandi, eða „listdómari", eins og það er stundum kallað. Appolon hafði verið viðurkenndur afbragð annarra tónsnillinga í keppni við satýrinn Marsýas. Pan vildi ekki fallast á þetta og skoraði Appolon á hólm. Hvor guðinn léki á sitt hljóðfæri, en Mídas skæri úr, hvor færi með sigur af hólmi. Appolon lék fyrst á hörpu sína og tærir tónar hörp- unnar ómuðu um allan skóginn uns jafnvel háværir fuglar þögnuðu og viðurkenndu yfirburði hans. Síðan bar Pan hljóðpípu sína að vörunum og laðaði fram dapra, dularfulla og ómstríða tónlist sem fældi íkorna svo þeir þustu inní þykknin. Mídasi þótti tónlist Pans hljóma betur og færði hon- um lárviðarkórónuna. „Heimski og hljómvillti maður", hrópaði þá Appolon í bræði sinni. „Maður með þína dómgreind á að hafa eyru, sem hæfa henni. Hafðu þessi hérna. Asnaeyru eru einmitt það sem þú þarft". Þegar Mídas bar hendurnar upp að höfðinu, fann hann sér til skelfingar að honum voru vaxin löng, uppmjó og loðin eyru. Hann huldi eyrun með öllum tiltækum ráðum, þar til hárið var orðið svo ómeðfærilegt, að ekki réðst lengur við það. Konunglegi hárskerinn komst þar með að hinu ógn- arlega leyndarmáli konungs. Svo óbærilegt þótti rakaranum að búa einn yfir slíku leyndarmáli að hann gekk niður að árbakka, gróf niður í sandinn og hvíslaði niður í holuna: „Mídas konungur er með asnaeyru". Honum létti stórlega og fyllti holuna, svo orð hans yrðu eilíflega grafin. Þegar frá leið óx á staðnum reyrrunnur og æ síðan, þegar vindurinn blés gegnum reyrinn, hvíslaði hann: „Hver er með asnaeyru?" Og óðára heyrðist svarað: „Mídas konungur". í raunum sínum geta gagnrýnendur huggað sig við það, að fyrirrennarar þeirra hafa heldur ekki alltaf verið nein sérstök gáfnaljós. sHráargatið Þórir: Hefur sagt upp vegna óá- nægju. Þórir S. Guðbergsson ellimálafulltrúi Reykjavíkur- borgar hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. desembers.l. Ástæðan fyrir uppsögn Þóris er óánægja með starfsskilyrðin á ellimáladeild, en starfið er aðallega fólgið í að neita fólki í brýnni neyð og vísa því á guð og gaddinn fram til árs- ins 1985 að minnsta kosti. Mikið vinnuálag er önnur ástæða, en Þórir hefur gegnt starfi Geir- þrúðar Hildar Bernhöft að miklu leyti í veikindaforföllum hennar. Nýverið skipuðust mál þó svo að Geirþrúður Hildur sagði einnig upp og hyggjast félagsmálafull- trúar borgarinnar nú beita Þóri þrýstingi um að halda áfram .störfum fyrir Félagsmálastofnun og sækja um stöðu Geirþrúðar. Er talið að afgreiðsla félagsmála- ráðs á tillögum Þóris um tafar- lausar úrbætur í málefnum gamla fólksins muni ráða úrslitum um hvort hann verður við þeirri beiðni. Sigurjón: Panikk greip um sig þegar hann iagði fram gögnin. Mikil panikk grip íhaldsfulltrúa og fjármálaráð borgarinnar s.l. fimmtudag þegar Sigurjón Pét- ursson dreifði á borgarstjórnar- fundi átta súluritum sem sýna svart á hvítu hvernig „skatta- lækkunar“-stjórn Davíðs Odds- sonar er í raun, - þegar litið er á hana frá sjónarhóli launafólks. Þar mátti einnig sjá hvernig skuldasöfnun borgarinnar hefur tekið stökkbreytingum uppá við og hvernig hitaveitan og Raf- magnsveitan eru blóðmjólkaðar af borgarsjóði og neytendur látn- ir borga brúsann í 2- 2,5% hærra orkuverði. Enginn treysti sér þó til að véfengja þessi gögn sem voru byggð á upplýsingum borg- arinnar sjálfrar, fjárhagsáætlun- um og Árbók Reykjavíkur. Þegar ,fýrstu viðskiptavinir Áfengis- verslunarinnar komu að kaupa sér brennivín á nýja verðinu um daginn spurðu þeir gjarnan sem svo: „Hvað lækkaði mest?“ Þá Kristinn: Verður að teikna upp á nýtt. fóru afgreiðslumennirnir ýmist að hlæja eða urðu dálítið kindar- legir á svipinn en urðu svo að stynja upp: „Það er auðvitað koníakið sem hann Albert flytur inn.“ Nú liggja fvrir endanlegar tillögur fyrirtækisins Kristins Ragnars- sonar, Auglýsinga hf., um bygg- ingu söluskála í göngugötunni í Austurstræti. Bygginganefnd hefur vakið athygli á að teikning- arnar sýna mun stærri hús en samkomulag frá í fyrra gerði ráð fyrir og á miðvikudag hafnaði umhverfismálaráð tillögunni alfarið, enda „uppfylla þær ekki þær væntingar sem ráðið gerði sér“ eins og segir í bókuninni. Heilbrigðisráð, slökkviliðsstjóri og gatnamálastjóri eiga eftir að gefa umsögn, áður en frá málinu verður gengið, en flest þykir benda til þess að Kristinn og co. verði að fara að teikna upp á nýtt. Hugmyndir um ráðhús fyrir Reykjavíkurborg Þórbergur: Utgáfan á bréfum hans hefur ekki mælst vel fyrir hjá M&M. hafa alltaf skotið upp kollinum öðru hvoru og er skemmst að minnast um að breyta Austurbæjarskólanum í ráðhús. Nýjasta hugmyndin er að taka Moggahöllina, sem allir ellihúsa- vinir viija feiga, undir ráðhús og er hana að finna í tillögum tveggja arkitekta að nýju skipu- lagi Kvosarinnar. ekki mun hug- myndin þó vera þeirra, heldur Morgunblaðsklíkunnar í Sjálf- stæðisflokknum. Árvakur er nefnilega að reisa stórhýsi inni í nýjum miðbæ og þarf því nausðynlega að losa sig við höl- lina góðu. Og hví ekki að láta borgarsjóð blæða? Vísir menn segja að þessar reglur hangi nú uppi á lögreglustöðinni í Reykjavík og séu lögreglumenn brýndir af yfirmönnum sínum að fara eftir þeim. Reglurnar eru að- eins tvær: 1. Við gerum aldrei nein mis- tök. 2. Ef við gerum mistök þá vís- ast í reglu 1. Albert: Koníakið hans lækkaði mest. Útgáfa á bréfum Þórbergs Þórðarsonar til Sólrúnar Jónsdóttur (Bréf til Sólu) hefur ekki mælst vel fyrir hjá forráðamönnum Máls og menningar og íhuga þeir nú mál- sókn þar sem þeir eiga útgáfurétt- inn að öllum verkum Þórbergs Þórðarsonar en Margrét, ekkja Þórbergs, á höfundarréttinn. Bókin var gefin út í blóra við þessa aðila en útgefandi er skráð Guðbjörg Steindórsdóttir, er tel- ur sig vera dóttur Þórbergs og er það vafalaust þó að ekki sé það lögformlegt. Almenna bókafé- lagið er hins vegar dreifingar- aðili. Guðbjörg sjálf var ekki mætt á blaðamannafundinn, sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnar, en þar voru hins veg- ar Þórður Gunnarsson lögmaður hennar, Gunnar Guðmundsson prófessor, frændi hennar, Indriði G. Þorsteinsson, sem skrifar for- mála, og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri AB. Verður fróðlegt að vita hver verða eftirmál útgáf- unnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.