Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 5
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Om VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30. REYKJAVÍK. SÍMI: 81240. Hef opnað bílaþjónustu í björtu og rúmgóðu húsnæði að Kaplahrauni 9 (húsi Karlsvagnsins) ★ Ðón og þvottaaðstaða ★ Góð viðgerðaraðstaða ★ Lánum öll verkfæri Opið virka daga frá kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga frá kl. 9-18. Bílaþjónusta . Hafnarfjarðar KAPIAHRAUNI9 HAFNARFIRÐI SÍMI51364 Litli íðlo- pokkínn STAFA- SPILIÐ Þroskandi Spennandi ódýrt íi-T/ilLÖiC Sími91-73411 Umsóknir um íbúðakaup Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar ettir umsóknum um 74 íbúðir í Ártúnsholti og 31 íbúð við Neðstaleiti í Reykjavík. íbúðir þessar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða fyrstu íbúðirnar væntanlega afhentar síðla árs 1984 en þær síðustu haustið 1985. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri íbúðir, sem koma til endursölu síðari hluta árs 1984 og fyrri hluta árs 1985. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskil- mála þessara íbúða gilda lög nr. 51/1980. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 6. jan., 1984. Vakin er athygli á að eldri umsóknir eru fallnar úr gildi. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. i Herra Pétur Sigurgeirsson biskup. rætt aðfangadagskvöld. Var það gert þannig, að fólkið hélt ljósinu út að glugga og lét það skína út til nágrannans. Þessi einfalda og lát- lausa athöfn hafði gífurleg áhrif. Jólaljósið og uppljómun borgar- hlutanna greip hugi manna og stað- festi þá samstöðu, sem þarna hafði myndast. Á næstu jólum gerðist hið sama. Árið 1982 var leitað til höfuð deilda kirkjunnar. Hefur nú tekist með þeim samstaða um sameigin- legan boðskap réttlætis og friðar, sameiginlegt átak í þágu þeirra sem líða hungur eða eru nauðstaddir á annan hátt og sameiginlegt tákn, sem er friðarljósið, kveðja vináttu og vonar. Fimmtíu þjóðlönd í öllum heimsálfum eru nú þátttak- endur í þessari hreyfingu. - Frumorsök þess, hve hér hefur verið brugðist við með skjótum hætti, er þrá fólksins eftir því, sem þarna er verið að boða, og svo j óla- ljósið, Jesús Kristur, sagði herra biskupinn. Frummerkingin í orð- inu friður er vinátta og ást. Friður er líf í kærleika, þar sem hvorki finnst eigingimi, hatur né reiði. Boðskapur jólanna er: lifðu í friði við alla menn og sannur friður er í því fólginn að búa í sátt við hið góða en í andstöðu við lestina. -mhg Skjaldborg etð 93 W» \US39a sew ieH»s V^WssoO Ákall á aðventu frá kirkjum heimsins Til friðar á jólum Við föstum eina máltíð • Heimsbyggðin er orðin sem eitt þorp. • Við erum háð hvert öðru í einu sem öllu. • Saman munum við farast - eða bjargast. • Við lifum öll í skugga hugs- anlegs kjarnorkustríðs. • Kjósum að lifa - saman. • Styðjum að afvopnun og réttlátari skiptingu Jarðar- gceða. • Deilum brauði okkar með þeim, sem minna eiga. • Tryggjum öllum jarðar- börnum frelsi, brauð og frið. • Við hvetjum stjórnvöld að einbeita sér að útrýmingu hungurs og örbirgðaren ónýta gjöreyðingarvopnin, sem hóta tilveru mannkynsins. • Við hvetjum menn til þess aðfasta eina máltíð í dag, 18. des., og láta andvirðið renna til sveltandi fólks um söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar. Pannig sýnum við samstöðu okkar með þeim stóra hluta jarðarbúa, sem hungra dag hvern vegna örbirgðar. -mgh RIÐUR F 1983 Friðarjól Á fundi með fréttamönnum sl. fimmtudag kynntu þeir herra Pétur Sigurgeirsson biskup og séra Bern- harður Guðmundsson fréttafullt- rúi Þjóðkirkjunnar alþjóðlega al- kirkjulega hreyfingu, sem nefnist FRIÐARJÓL. Hreyfing þessi hófst í borgar- hverfi í Genf í Sviss á aðfangadags- kvöld 1979. Söfnuðir kaþólskra og mótmælenda höfðu byggt þar sam- an kirkjumiðstöð og annað sam- eiginlegt verkefni safnaðanna var að endurbyggja sjúkrahús. Til þess að Iýsa þeirri samstöðu sem þarna hafði tekist var ákveðið að tendra samtímis á heimilum jólaljósið um-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.