Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 11
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
kennsluaðferðirnar lét hann nægja
að vísa til þeirrar skoðunar „sumra
kennara" að „utanbókarlærdómur
hafi ýmsa kosti og ekki sé sjáanlegt
að hann hafi haft slæm áhrif á
æskufólk fram að þessu.“ Þetta lýs-
ir furðu-lítilþægum kröfum til
kennsluaðferða: séu hinar gömlu
ekki skaðlegar telst ástæðulaust að
leita annarra!
Eftir því sem næst verður komist
sá Guðmundur þann kost helstan
við utanbókarlærdóminn sem
kennsluaðferð að með því móti
mætti veita nemendum yfiriits-
þekkingu á sögunni sem „væri
metnaðarmál hverrar þjóðar og
jafnvel nauðsynlegt fyrir sam-
heldni hennar“. Látum svo vera í
bili að þetta teljist eftirsóknarvert
markmið með sögukennslu í
grunnskóla; en um leið og það er
sett fram verður ekki vikist undan
því að íhuga hvort aðferð utanbók-
arnámsins - sem fylgir nánast óhjá-
kvæmilega slíku markmiði, að
kennslustundakvóta og öðrum að-
stæðumóbreyttum - sé vænleg til
árangurs. Það er ekki hægt að loka
augunum fyrir því að árangurinn er
háður þroskaskilyrðum nemenda
til að gera sér grein fyrir merkingu
atburða í tímarás.
Rannsóknarniðurstöður benda
eindregið til þess að slíkt sé yfirleitt
ekki á valdi barna fyrr en þau hafa
náð því þroskastigi að geta hugsað
á óhlutbundinn hátt.
Við mótum samfélagsfræði hef-
ur þess verið freistað að draga
ályktanir af tiltækri vitneskju um
hvaða leiðir í kennslu eru líklegast-
ar til þess að nemendur í grunn-
skóla geti smám saman öðlast
skilning á tímahugtakinu, í hinum
ýmsu víddum þess, og tengst þann-
ig fortíð þjóðar sinnar. Málefnaleg
afstaða til söguefnis eins og það
hefur verið áformað í samfélags-
fræði verður vart tekin nema því
aðeins að menn láti svo lítið að
setja sig í spor nemenda á ýmsum
aldursstigum. Það er vitað mál að
viðhorf þeirra til námsins og um
leið ávinningur þeirra af því ráðast
ekki síður af aðferðinni en sjálfu
efninu. Guðmundur lét á sér skilj-
ast að hin tilreidda þekking
kennslubókanna („merkustu at-
burðir sögunnar" og persónur,
einkum stjórnmálasögunnar) væri
nánast hið eina sem skipti máli og
taka þyrfti afstöðu til. Aðferðin
væri allt að því aukaatriði. Með
öðrum orðum, eins og málið var
lagt fyrir gleymdist sjálfur nemand-
inn svo sem oft vill verða hjá þeim
sem hafa ekki reynslu af því að
kenna skólabörnum.
„Nidurfelling
íslandssögunnar"
Næstu dagana eftir að samantekt
Guðmundar Magnússonar blaða-
manns birtist voru umræddar
gloppur og mistúlkanir í umfjöllun
hans blásnar upp af stjórnmála-
mönnum og pólitískum skriffinn-
um. f leiðara Morgunblaðsins 15.
nóv. voru þannig horfnir með öllu
þeir fyrirvarar sem blaðamaðurinn
hafði þó látið fylgja frásögn sinni af
hlut íslandssöguefnis í samfélags-
fræði. Undir fyrirsögninni Engin
íslandssaga sagði þar stutt og lag-
gott að námsefni í íslandssögu, sem
skólarannsóknadeild undirbyggi,
„takmarkaðist við 120 ár“.
Ákvörðun um að taka upp kennslu
í samfélagsfræði taldi ritstjórinn
jafngilda því að „í kyrrþey" hefði
„verið ákveðið að hætta að kenna
íslandssögu í grunnskólum.“ Þessi
uppspuni varð síðan ritstjóra tilefni
til að undrast að „niðurfelling ís-
landssögunnar á vegum mennta-
málaráðuneytisins skyldi hafa
komist til framkvæmda þegjandi
og hljóðalaust..Það hefur áreið-
anlega komið heldur en ekki flatt
upp á grunnskólakennara að heyra
staðhæft í helsta málgagni ríkis-
stjórnarinnar að þeir væru „í fram-
kværnd" svo gott sem hættir að
fjalla um sögu lands og þjóðar með
nemendum sínum!
En fjarri vettvangi skólastofunn-
ar voru ábyrgir menn sem brugðust
skjótt við ótíðindum Morgunblaðs-
ins. Ólafur Þ. Þórðarson alþingis-
maður og fyrrv. skólastjóri bar
fram á Alþingi 16. nóv. svohljóð-
andi fyrirspurn til
menntamálaráðherra: „Hefur
menntamálaráðherra lagt blessun
sína yfir þá ákvörðun skóla-
rannsóknadeildar að hætt verði að
mestu leyti að kenna íslandssögu í
skólum landsins?"
Orðalag spurningarinnar dró
dám af túlkun Morgunblaðsrit-
stjóra á því hvernig samfélagsfræði
hefði leikið íslandssöguna. Hefði
þó ekki verið til of mikils mælst að
skólavanur þingmaður renndi
augum yfir námskrána, áður en
hann orðaði spurninguna, eða
aflaði sér upplýsinga eftir öðrum
leiðum í stað þess að byggja mála-
tilbúnað sinn eingöngu á dag-
blaðsfrásögn. Manni býður í grun
að Þórarinn Þórarinsson ritstjóri
hafi m.a. haft flokksbróður sinn í
huga þegar hann kvartaði í leiðara
Tímans 18. nóv. undan „slælegum
vinnubrögðum“ á Alþingi „sem
m.a. hafa falist í því að það hefur
eytt alltof miklu af tíma sínum í
gagnslausa málfundi utan dag-
skrár.“
Utan veggja Alþingis vaknaði
líka skyndilega áhugi á íslands-
sögukennslu eftir að Morgunblað-
ið spann það upp að skóla-
rannsóknadeild hefði ákveðið að
fella niður skólafræðslu um hana.
Haraldur Blöndal lögfræðingur og
Sighvatur Björgvinsson fyrrv. al-
þingismaður og ráðherra birtu
greinar á síðum Dagblaðsins-Vísis
18. nóv. - og var báðum mikið niðri
fyrir. Fyrrnefndur kallaði í fyrir-
sögn greinar sinnar að með þessari
svokölluðu ákvörðun væri gerð
„aðför að þjóðerninu"; og síðar-
nefndur eggjaði menntamála-
ráðherra í opnu bréfi til að beita
valdi sínu til bjargar þjóðararf-
leifðinni alias Snorra Sturlusyni.
Sýndist honum sem hún ætti nú
mjög í vök að verjast í grunn-
skólum landsins fyrst „ákveðið“
Framhald á bls. 18
NÝ ÆTTFRÆÐIRIT FRÁ SÖGUSTEINI
r
NIÐJATAL
Péturs Zophaníassonar
BUENDUR
Á
SELTJARNARNESI
uxn tldamótui 1900
Drög
aö
NIÐJATALI
Jóns Sigurössonar
frá Skinnalóni
Sufinl.inn - Bðt<lofU|
NOKKRAR
REYKJAVÍKUR
ÆTTIR
Ættartölubók
aj'ffpríaíugiof
9ini» hlorf r m^PippolIia
/rtjttf antf urrn
NIÐJATAL
Sigurðar Si|urðssontr
Katrínar Þorvaldsdóttur
Fjarðarhomi I Hrútafirði
SIFJASKRÁ
NIÐJATAL
Mainuur PófðjrKinai
Arn^croarcyn
Cuðmundar EtiUtonar
Erð* i Hnlfirði
JOn halldöbjbom
Ættartölubók
JifffarfúIuSof
9mm tparfnny&^pollia
(Í^QrrÍlfQrfurm
1
SOGUSTEINN - BÓKAFORLAG
TÝSGÖTU 8,101 REYKJAVÍK - SÍMI28179
la krökkunum
æsWgar uð
w a um ismr
Lesið »» kolci
ÓSÝnotlhattt
að 34 bte
. utn'-
, 470.
ftnna.
sem er
veðvti
yylikVa.
setn er
UaegV se
ý sVvó\au
vevð **
or SÆLGÆT.S- V
J.LI OG-ur hetms-
ERÐiN smásagttah° d
jnttatt DaW- °"
nd. ?o£f slgurför um
iefur íanð B-Vitttt- um
oeunitttt- BO iðUWVið
Kalia he,f Laiandi-
Lístt r(ra vieirttSoV-'
itt seg', sæAg'EUave''e
hahSu Vitta WonW.
sm’ðlr heldur en
i þat _
^Tu^
FXTAN DAGAR
fpÍEMBER "
V'Wuttu-.
- eíttt ÍS'U' v
. ^
Tfodaga- Ung,"sagi
Ókavottu-B , er sav,h
.rtttt sem upp ’
■rá Vvaía a uö\s\öAd
ttm eh rtieð astm
iettttttttttt Qbis..vei
að vo?("ón
ApiAIVQIMAlAII