Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 14

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. desember 1983 Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 KELGARVIÐTAUÐ Eimreiðarhópurinn stefndi aldrei að valdatöku í Sjálfstæðisflokknum Miklar breytingar hafa orðiö á starf- semi og framkomu forráðamanna Vinnuveitendasambands íslands, alla vega útá við, hin síðari ár og má segja að sú breyting hafi átt sér stað, þegar Þorsteinn Pálsson, nú formaður Sjálf- stæðisflokksins, tók þar við fram- kvæmdastjórn. Þorsteinn létaf störfum hjá VSÍ, þegar hann fór í framboð í vetur er leið, en hann er einn úr hópi hinna svo kölluðu frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum og við starfi hans hjá VSÍ tók annar frjálshyggjumaður, Magnús Gunnarsson. Mörgum þykir sem sjónarmið frjálshyggjumanna hafi komið nokkuð skýrt fram hjá Magnúsi í haust, þegar rætt hefur verið um með hvaða hætti mætti bæta kjörhinna lægst launuðu í þjófélaginu. Hann hef- ur haldið á lofti þeirri kenningu að launafólk eigi að selja ýmis þau félags- legu réttindi sem það hefur áunnið á liðnum áratugum og setja beri þetta í launaumslögin. Að sjálfu leiðir að samtök launafólks hafa tekið þessari hugmynd illa. Þjóðviljinn óskaði eftir viðtali við Magnús um þessi mál og fleira, því að þótt ýmisr hafi haft svipað- ar skoðanir á þessum málum og Magn- ús, undanfarin ár, þá hafa menn ekki haldið kenningunni fram opinberlega áður svo ég muni til og ýmsum þótti sem Magnús hugsaði uppháttfyhr stóran hóp atvinnurekenda, þegar hann kom með kenninguna fram. Magnús var þegar til í viðtalið, sem hér fer á eftir og að gömlum og góðum íslenskum sið var fyrst spurt hver mað- urinn væri. Texti S.dór. Vesturbæingur í húð og hár Ég er fæddur hér í Reykjavík. Foreldrar mínir, Gunnar Magnússon skipstjóri og Kristín Valdimarsdóttir. Ég ólst upp á Öldugötunni og er því Vesturbæingur í húð og hár. Nú, ég fór hina klassísku mennta- braut í barna og gagnfræðaskóla, lauk svo stúdentsprófi úr Verslunarskólanum og fór svo í Háskólann og lauk þaðan viðskipta- fræðiprófi. Það er í Háskólanum, sem þú ferð að hafa afskipti af pólitfk. Þú tókst þátt í starfsemi Vöku ekki satt? Jú, það er rétt. Ég tók virkan þátt í fé- lagsstarfsemi í skólanum, var m.a. ritstjóri Stúdentablaðsins 1968, var formaður félags viðskiptafræðinema og ég var líka formað- ur Stúdentafélags Háskólans, sem segja má að hafi verið á þessum árum, aðal félagið í pólitísku starfi innan Háskólans. Var það þarna sem hinn svo nefndi Eimreiðarhópur varð til, þið voruð saman í skólanum, Þorsteinn Pálsson, Davíð Odds- son og fleiri sem að þeim hópi stóðu? Ef til vill má segja að hópurinn hafi orðið þarna til, en það er þó ekki fyrr en við tókum við útgáfu Eimreiðarinnar, sem hinn svonefndi Eimreiðarhópur verður virkur. Þetta var á árunum 1972 til 1976, en við gáfum blaðið út þennan tíma. Hvernig kom það til að þið fóruð að gefa blaðið út? Ég hafði lengi haft áhuga á því að gefið yrði út tímarit um listir, menningarmál og stjórnmál, sem fjallaði um þessi viðfangs- efni út frá frjálslyndum sjónarmiðum. Ég hafði rætt þetta við ýmsa aðila en svo var það, að til stóð að leggja niður útgáfu Eim- reiðarinnar og ég greip þá tækifærið og samdi við útgáfuaðila um að halda útgáf- unni áfram undir minni ritstjórn. Ég held að ég hafi lýst markmiðunum með útgáfunni í fyrsta leiðaranum, þar sem ég lagði út af hluta úr viðtali við Jónas Haralz, þar sem var í texta „Kjölfesta frjálshyggjunnar er trúin á manninn“. Nú vekur það nokkra athygli að þcim sem í Eimreiðarhópnum voru hefur vegnað býsna vel í pólitík, Davíð borgarstjóri, Þor- steinn formaður Sjálfstæðisflokksins o.s.frv. Var það markmið ykkar í upphafi að styðja hver annan á því sviði? Nei, alls ekki, það er bara Þjóðvilja- útfærslan á þessu. Við vorum allir áhuga- menn um þessi málefni og höfðum starfað mikið saman á félagsmálasviðinu og töldum að hefja þyrfti vissa hugmyndafræðilega umræðu um þessi mál. Telurðu það hreina tilviljun hvað ykkur hefur vegnað vel í pólitíkinni? Það held ég að sé augljóst mál. Þarna koma saman menn með áhuga á félags- og stjórnmálum, sem síðan hafa haldið áfram að vera virkir á þeim vettvangi. Ég held að velgengni manna úr Eimreiðarhópnum í pólitík eigi ekki rætur sínar að rekja til hópsins, heldur fremur til þess að þær hug- myndir, sem þeir setja fram eiga mikinn hljómgrunn. Þið hafið haldið býsna vel saman og hittist reglulega? Það er rétt, en ég lít á það sem hvern annan vinahóp sem heldur saman, eins og svo margir aðrir hópar, menn sem verið hafa saman í skóla, íþróttafélagi eða öðru svipuðu. Á skólaárunum tengjast menn oft vináttuböndum sem slitna ekki þegar skóla lýkur. Þú hafnar því að þið hafið stefnt að því að ná völdum í Sjáifstæðisflokknum sem hóp- ur? Já, ég geri það alfarið. Samvinnuformið hefur margt til síns ágætis Áður en við hverfum frá þessu tali, þá langar mig að minnast á forsetakosningarn- ar 1968. Það vakti nokkra athygli að þið, að minnsta kosti þú og Þorsteinn Pálsson, studduð Kristján Eldjárn, en ekki Sjálf- stæðismannínn Gunnar Thoroddsen. Þetta er rétt, við Þorsteinn studdum Kristján Eldjárn. Ég get í þessu sambandi aðeins talað fyrir sjálfan mig. Ég taldi þarna vera tvo hæfa menn í framboði og ýmissa hluta vegna taldi ég Kristján æskilegri for- seta og því studdi ég hann. Þarna hefur þá engin pólitík ráðið ferð- inni? Nei, alls ekki. Af ýmsu sem þú hefur starfað hin síðari ár muntu vera þekktastur sem forstjóri Arnarflugs h.f. Þegar þú svo hættir þar gerðistu aðstoðarforstjóri Olíufélagsins. Nú eru bæði þessi fyrirtæki tengd samvinnu- hreyfingunni, stríddi það ekki gegn þinni frjálshyggjuskoðun að vinna fyrir sam- vinnuhreyfinguna? Arnarflug var að vísu að hluta til eign SÍS í ákveðinn tíma, en síðan keyptu Flugleiðir af þeim. Olíufélagið er hlutafélag, sem aft- ur á móti að stórum hluta eign SIS. En það má ekki gleyma því að það eru stórir út- gerðaraðilar einnig hluthafar í Olíufé- laginu. Ég hef hinsvegar alltaf litið á sam- vinnufélagsformið sem hluta af þeim félagaformum, sem menn geta valið um til þess að mynda sín fyrirtæki. Ég tel það geta átt sinn hluta í íslensku þjóðlífi eins og önnur félaga form. Það er hinsvegar spurn- ingin um það hvort menn geta keppt á jafnréttisgrundvelli og að það sama gangi yfir alla. Það stríddi því ekki gegn minni pólitísku sannfæringu að vinna hjá hlutafé- lagi sem hafði samvinnuhreyfinguna sem hluthafa. Eina lausnin eins og er Ef við snúum okkur að deginum í dag, þú hefur sett fram hugmyndir sem vakið hafa athygli og deilur, um að setja félagsleg fríð- indi launafólks í launaumslögin? Já, ég hef sett fram ákveðnar hugmyndir í þessum efnum, en mér hefur þótt sem margir mistúlkuðu það sem ég hef sagt. Það er alls ekki rétt að með þeim viljum við svipta fólk orlofi, veikindadögum og ýms- um tryggingum. Það sem hér er um að ræða er millifærsla úr félagsmálapakka inní launaumslagið. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að benda á að hér er um býsna mikil fríðindi að ræða sem fólk gæti fengið í umslögin sín. Þetta höfum við gert vegna þess að við teljum ástandið í þjóðfé- laginu þannig að útilokað sé að hækka laun nema að það auki verðbólguna á nýjan leik eða auki atvinnuleysið. Síðan er hinn hlutinn af þessum hugmyndum að taka þann eina miljarð króna sem ríkissjóður ætlar að nota í niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðir árið 1984. Okkar hugmynd er sú að þetta fé verði notað til að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir og þurfa mest á úrbótum að halda. Ég held að fjöldinn í landinu sé tilbúinn að greiða það verð sem þessi tilfærsla hefði í för með sér til þess að ná efnahagslegu jafnvægi í landinu í ljósi Magnús, annar f.v. sem forstjóri Arnarflugs tekur ásamt flugáhöfn á móti nýrri Boeing- þotu félagsins. Ljósm. eik. Rætt við Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins þess að samningar undanfarinna ára hafa nær sjálfkrafa leitt til gengisfellinga sem gera kjarasamninga að engu á svipstundu. Miljarðurinn sem fer í niðurgreiðslur er auðskilið mál, en við hvað áttu þegar þú talar um félagsleg fríðindi í launaumslögin? Okkar hugmyndir eru þær að sá hluti orlofs, sem settur var á með lögum í fyrra verði greiddur út í launum og orlof styttist þá sem því nemur. í öðru lagi erum við tilbúnir til að kaupa ákveðna frídaga í miðri viku, svo sem uppstigningardag, sumardag- inn fyrsta, svo dæmi séu nefnd. Þessir frí- dagar hafa mjög truflandi áhrif á fram- leiðslu í landinu og við stingum uppá því að þeir verði unnir og greiðslur auknar fyrir þá. í þriðja lagi erum við að tala um að breyta greiðslum fyrir veikindaforföll, þannig að í staðinn fyrir að fólk fái stað- gengisregluna, sem þýðir að greidd er eftir- og næturvinna og bónus í veikinum, þá væru 5 fyrstu dagarnir greiddir á dagvinnu- launum. Greiðslunni sem umfram væri yrði þá dreift á allt árið. í fjórða lagi höfum við lagt til að það sem greitt er í sjúkrasjóð og orlofsheimilasjóð fari í launagreiðslur. Vissulega hefur verkalýðshreyfingin notað fé sem farið hefur í orlofsheimilasjóð til að byggja upp glæsileg orlofsheimili öllum til ánægju og prýði. En þegar svona árar eins og nú, þá spyr maður hvort ekki sé rétt að nema staðar í orlofsheimilabyggingum og láta fólkið fá þessa peninga í laun, í það minnsta á meðan þrengir að. En segjum nú svo Magnús að á þessar hugmyndir ykkar yrði fallist, hvaða trygg- ingu gæti VSÍ sett fyrir því að ríkisstjórnin sem skar niður öll laun sl. vor með einu pennastriki, geri það ekki aftur á næsta ári og þar með væru þessi félagslegu réttindi farin í eitt skipti fyrir öll? Ja, auðvitað getur VSÍ ekki sett neinar tryggingar fyrir gerðum ríkisstjórnar, hver sem hún er. Hitt er annað að við höfum boðið þessa samninga til tveggja ára og það mætti hugsa sér að þessi félagslegu réttindi tækju þá sjálfkrafa aftur gildi ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfðu það. Einnig tel ég að eftir því sem ASÍ og VSÍ kæmust að raun- hæfari kjarasamningum, sem báðir aðilar væru sammála um, þá hygg ég að æði erfitt yrði fyrir hvaða ríkisstjórn sem væri að skipta sér af þeim svo lengi sem þeir féllu innan ákveðins ramma. Aldrei aðstaða til launahækkunar Þú talar þarna um ákveðinn ramma sem ekki má fara út fyrir, þar sem ástandið um þessar mundir sé svo bágborið að ekkert svigrúm sé til kauphækkana. Svo langt sem ég man eftir kjarasamningum hafa atvinnu- rekendur alltaf sagt að ekkert svigrúm væri til kauphækkana. Nú er borið við aflaleysi, en þegar afli var meiri en dæmi eru til um áður í okkar sögu, 1980 og 1981 var þetta líka sagt; er þessi plata ekki farin að virka eins og-sagan „Úlfur úlfur“? Vegna þess að á síðustu 30 til 40 árum eða frá stríðslokum, hafa útgerðarmenn, frystihúseigendur, verslunareigendur og fleiri byggt allt sitt uppúr því að vera í fornaldarstöðu uppí það glæsilegasta sem þekkist á sínu sviði, samt var aldrei svigrúm til launahækkana. Það má vel vera að á stundum hafi það verið umdeilanlegt hvernig staðan var og ég treysti mér ekki til að leggja mat á það hvenær menn sögðu „Úlfur úlfur" og hve- nær ekki. Hinsvegar verðum við að horfast í augu við staðreyndir dagsins í dag, það er það sem snýr að okkar nú. Þjóðin er nú með meiri skuldabagga en við nokkru sinni fyrr höfum horfst í augu við og er kominn langt fram yfir það sem eðlilegt má telja fyrir litla þjóð eins og okkur. Sú velmegum sem við búum við hefur skapast vegna þess að við höfum verið að auka verðmætasköpunina, í sveiflum að vísu, allt frá stríðslokum til 1981. En þrátt fyrir mikla verðmætasköpun 1981 eyddum við langt umfram það sem við öfluðum. Það er partur af velmeguninni og því er hún að hluta til fölsk. Svo aftur á móti núna, þegar verður mikill aflasamdráttur má segja að skuldasöfnunin komi skýrar í ljós. Staðan í dag er þannig að frá 1981 höfum við tapað árlega útflutningstekjum sem nema 200 miljónum dollara, sem er meira áfall en þjóðin hefur orðið fyrir í langan tíma. Undanfarin ár hafa kröfurnar alltaf verið á undan verðmætasköpuninni og þessu var mætt með erlendri lántöku. Þetta gekk meðan framleiðsla var aukin en um leið og hún dregst saman og yfir okkur kemur hagsveiflulægð sem á ekki sinn líkan síðan 1951 eða 1952, þá hljóta allir að sjá að ef við ætlum að búa okkur framtíð í þessu landi, verður að takast á við þennan vanda. Ef fólk ekki trúir því nú, að ekki sé svigrúm til launahækkana, í ljósi spurningar þinnar um „Úlfur úlfur“ þá tel ég það slitið úr öllum tengslum við efnahagslegan raun- veruleika þjóðarinnar þegar við horfum uppá þennan hrikalega aflasamdrátt, sem blasir við og þá spá sem fiskifræðingar hafa lagt fram fyrir árið 1984. VSÍ er ekki pólitískt Nú hefur VSÍ, Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn oft ásakað verkalýðs- hreyfinguna fyrir að vera of pólitísk. Sú breyting sem varð þegar Þorsteinn Pálsson tók við VSÍ var mikil, og mörgum þótti VSÍ verða pólitískara og beita sér meira en ella, hyggst þú vinna sem framkvæmdastjóri VSI í anda Þorsteins? Ég er ekki sammála því að VSÍ sé flokks- pólitískt afl. Ég hygg að sagan sýni það þegar frá líður að undir stjórn Þorsteins varð VSÍ ekki flokkspólitísk samtök. Þor- steinn átti þann tíma sem hann var hér í átökum og skoðanaágreiningi við menn úr öllum stjórnmálaflokkum, og var oft gagnrýndur harðlega fyrir að taka undir ýmislegt sem síðasta ríkisstjórn hélt fram. Það er enginn vafi á því, að þeir aðilar sem standa að VSÍ ætla því ekki að vera flokks- pólitískt afl. Sú stefna sem Þorsteinn fylgdi var mörkuð í framkvæmdastjórn VSÍ og ég á ekki von á því að það verði nein veruleg stefnubreyting við framkvæmdastjóra- skipti. Nú hafið þið boðið launþegasamtökunum uppá viðræður um endurreisn og uppbygg- ingu atvinnulífsins, hvað vakir fyrir ykkur með því? Ég tel að við verðum að styrkja undir- stöður atvinnulffsins, auka fjölbreytni þess á öllum sviðum. Ég held að við íslendingar höfum verið alltof lokaðir og einhæfir á þessu sviði. Ég hef mikið hugsað um það og rætt það við menn, hvar við getum hafið nýja sókn. Mínar skoðanir í þeim efnum mötast mjög af því að hafa eytt 6 árum ævinnar í ferðalög útum allan heim, meðan ég var framkvæmdastjóri Arnarflugs. Á þeim tíma kom ég svo að segja í hvert ein- asta heimshorn og hef séð og upplifað æði margt á þessum ferðalögum. Og auðvitað getur maður dregið ákveðinn lærdóm af öllum saman. Það sem mér þykir einkenna okkur íslendinga er hvað við erum óskap- lega einangraðir og hve lítið við daglega tökum tillit til aðstæðna og samkeppnis- hæfni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Við höfum í áratugi talað um hvað atvinnu- rekstur okkar sé einhæfur. En hvað höfum við gert? Við sitjum uppi nú svo að segja nákvæmlega eins og við vorum fyrir 35 árum síðan hvað fjölbreytni atvinnulífsins varðar. Hér þarf fyrst og fremst að eiga sér stað allsherjar hugarfars breyting. Það sem er okkur lífsnauðsyn er að efla alla útflutn- ingsstarfsemi og auka fjölbreytni þess sem við flytjum út. Ef við lítum á þjóðfélag okk- ar, þá er varla um að ræða nokkra stofnun í öllu menntakerfinu sem kennir mönnum útflutningsstarfsemi. Allt frá því að við urð- um sjálfstæð þjóð hafa menn talað um nauðsyn menntunar, búa eigi þannig í hag- inn fyrir framtíðina að allir eigi kost á menntun, það sé okkar besta fjárfesting. Þetta er vissulega rétt, en við höfum bara gleymt að spyrja okkur að því, til hvers á sú menntun að vera? Við sitjum uppi nieð mikla fjárfestingu í menntakerfinuen nýt- um hana ekki nema að hluta. Ég held að það verði að tengja menntakerfið meira at- vinnuvegunum og því sem er að gerast þar hverju sinni. Við sitjum uppi með mikinn mannauð og ég geri mér grein fyrir því að við höfum sem stendur ekki mikið af vöru- tegundum til að flytja út, og þess vegna eigum við að flytja út þekkingu okkar og reynslu. Það er hægt að telja upp ótal dæmi um hvernig við ættum að standa að þessu. Mig langar í þessu sambandi líka að benda á að hvað eftir annað höfum við hafið framleiðni herferðir til að auka afköstin, sem er í sjálfu sér þakkarvert og okkur hef- ur tekist á vissan hátt vel upp í ýmsum starfsgreinum. Hinsvegar hefur það viljað gleymast að það þarf að selja framleiðsl- una, sá þáttur vill oft gleymast, það vantar alla sölustarfsemi. Ég tel það alrangt að auka framleiðslu svo og svo mikið og at- huga svo hvort hægt er að selj a í stað þess að fara þveröfugt að. Fyrst að athuga hvað hægt er að selja og hefja síðan framleiðslu. Ef til vill er hér um að ræða afleiðingu þess að við höfum lifað við all ströng höft á gjaldeyrissviðinu, sem hefur valdið því að þeir sem reynt hafa nýj ar leiðir í útflutningi, hafa rekið sig á svo mikla fyrirstöðu víða, að þeir hafa gefist upp og ástæða þessarar fyrirstöðu tel ég vera innbyggða vantrú ráðamanna hér á landi á getu einstakling- anna til þess að skipta við aðrar þjóðir, einhverskonar minnimáttarkennd. Inn- flutningsverslun, sem er í sjálfu sér góðra gjalda verð, hefur því laðað til sín unga athafnamenn vegna þess hve miklu auðveldara og opnara hefur verið að stunda hana. Ég tel að forsenda þess að við getum unnið okkur útúr þeim vanda sem við erum í um þessar mundir sé, að breikka undir- stöðu atvinnuveganna og ég tel að mögu- leikararnir liggi fyrst og fremst í fjöl- breyttari útflutningi en nú er. Þar eigum við ekki að vera að framleiða gallabuxur í sam- keppni við Honkong eða Taiwan, heldur eigum við að sérhæfa okkur í hlífðarfatnaði og auglýsa að frá köldu landi komi besti kuldafatnaðurinn svo dæmi sé tekið. Sem sé skapa okkur sérstöðu og ég er sannfærður um að þetta er hægt. Til þess að okkur takist að skapa þá trú á framtíðina, sem er megin forsenda aukinna fram- kvæmda og framkvæmdaaðilja verður að skapast stöðugleiki í efnahagslífinu. Við verðum að rífa niður gamla fordóma og læra að skilja að hagsmunir launþega og vinnuveitenda fara í öllum meginatriðum saman. Þessar viðræður sem hér eru hafnar milli VSÍ og ASÍ eru fyrsta skrefið til þess að skapa þetta andrúmsloft. Ég vona að okkur beri gæfa til að þróa þær í þeim anda, okkur öllum til hagsbóta. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.