Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 21
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
sháh
Quarz - skákklukka
Þýsk-íslcnska verslunarfélagið hef-
ur hafið innflutning á nýrri tegund
skákklukku, hinni svukölluðu Seiko-
quarz klukku sem mun vera fyrsta
skákklukkan af því tagi. Skákklukkur
hafa löngum þött vera hinir mestu
vandræðagripir og hafa vondar skák-
klukkur sett stórt strik í reikninginn
hjá mörgum skákmanninum. Undan-
farin ár, í kjölfar hraðrar framþróun-
ar á tæknisviðinu, hafa verið gerðar
fjölmargar tilraunir með rafeinda-
klukkur. Klukkur þessar virðast í
fljótu bragði hafa alla kosti til að bera
s.s. eins og þá að gefa tímatökuna upp
á sekúndu, leikjafjölda o.s.frv. Skák-
menn eru hinsvegar nokkuð íhalds-
samir og hafa fundið þessum klukk-
um ýmislegt til foráttu. Einn helsti
galli þeirra er sá að óvissuþátturinn í
skákunum hverfur í mörgum tilvik-
um. Þeim Kortsnoj og Kasparov var
boðið slíkt fullkomið tæki til notkun-
ar í London, en þeir höfnuðu.
Quarz-skákklukkan sem hér er til
umræðu hefur ekki aðra yfirburði
fram yfir gömlu klukkurnar en þá að
hún gengur rétt! Segja fróðir menn að
hún þurfi ekki að seinka sér nema um
nokkrar sekúndur á heilli öld, sem er
mikil framför, því þess þekkjast dæmi
að skákklukkur gangi svo vitlaust í
kappskák að skeikar allt að fimm
mínútum. Af hinum venjulegri teg-
undum eru þær klukkur einna verstar
sem eiga að sýna ofur nákvæma tíma-
töku þegar fallöxin hefur sig til lofts.
Tigran Petrosjan varð fyrir barðinu á
slíkri klukku á Olympíumótinu í
Skopje 1972. Hann taldi sig eiga þrjár
mínútur eftir á nokkra leiki en
skyndilega féll vísirinn. Petta var sér-
lega blóðugt fyrir meistarann, því
þarna tapaði hann sinni einu sinni
skák í 10 Olympíumótum. Preifandi
illur þeytti hann klukkunni í gólfið
fyrir framan þrumu lostna áhorfend-
ur sem fylgdust með þessari viðureign
hans bæði á skákstaðnum og í sjón-
varpi. Andstæðingur hans var v-þýski
stórmeistarinn Robert Hubner.
Seiko-klukkan mun kosta um
fjögur þúsund krónur út úr búð. Hún
gengur fyrir rafhlöðum og á bakhlið
hennar er sérstakur mælir sem sýnir
hvernig ástatt er með orkuforða raf-
hlöðunnar. Klukkan er algerlega
hljóðlaus.
Margt er líkt með Kasparov og Fischer
Mæður skáksniUinga
skákir um efsta sætið á mótinu milli
íslendinga og Ungverja (að vísu
gátu íslendingar ekki unnið mótið
en sigur Ungverja á mótinu hékk á
þessari viðureign). Svo virðist sem
einmitt þetta atriði hafi orðið Ribli
að falli, taugarnar virðast hafa
brugðist honum í einvíginu við
Smyslov og sá gamli hefur gengið á
lagið og teflt Iistavel.
Vasily Smyslov hefur tæpast átt
von á því að ná svo langt í þessari
keppni og raun ber vitni. Á það
hefur verið bent að hann geti sest
að tafli með öðru hugarfari en hin-
ir, hann hefur áður orðið
heimsmeistari. Smyslov hefur með
frammistöðu sinni kollvarpað
kenningum skákgetu manna þegar
aldurinn færist yfir þá. Vissulega
hefur það áður komið fyrir að
skákmenn hafi náð langt á gamals
aldri. Emanuel Lasker sigraði á
sterkum skákmótum á síðustu
árum ævi sinnar. Miguel Najdorf
teflir enn með undraverðum ár-
angri kominn á áttræðisaldur,
Samuel Reshevsky var næstum því
orðinn bandarískur meistari í
fyrra. Þannig mætti lengi telja.
Énginn hefur þó áður náð svo
langt. Smyslov er orðinn 62 ára
gamall. Aðeins 17 ára vakti hann
mikla athygli þegar hann deildi
fyrsta sæti með stórmeistaranum
Éilienthal á Skákþingi Moskvu árið
1938. Þá þegar höfðu mótast þau
stíleinkenni í taflmennsku hans
sem árið 1957 færðu honum heims-
meistaratitilinn í 22 skáka einvígi
við Mikhael Botvinnik. „Einföldu
leikirnir" (eru þeir svo einfaldir?)
gerðu andstæðinga Smyslov
Klara Kasparova fyrir miðri mynd ásamt Miguel Najdorf sem minnst er á í
greininni og Petru Leewerijk, einkaritara Kortsnojs. Myndin var tekin við
upphaf einvígis Kortsnojs og Kasparovs í Lundúnum.
Það kemur auðvitað engum á
óvart að hinn tvítugi Garrí Kaspar-
ov skuli standa í þessum sporum og
verða þar með fyrstur stórmeistara
í 12 ár til aðleggja hinn mikla bar-
'áttujaxl Viktor Kortsnoj að velli í
jeinvígi. Garrí Kasparov er löngu
viðurkenndur sem eitthvert mesta
skákgení sem stigið hefur fæti á
jörðu hér. Hef ég þráfaldlega stag-
last á þeirri kenningu minni að lík-
lega hafi enginn skákmeistari haft
meiri náttúrugáfu á þessu svið
nema Brooklyn strákurinn Róbert
James Fischer, sem reynst hefur ó-
fáanlegur til að setjast við skák-
borðið eftir að hann vann sigur á
Boris Spasskí hér í Reykjavík
sumarið góða 1972.
Mér varð það ljóst þá fáu daga
sem ég stóð við í Éondon að margt
er líkt með þessum tveimur. Þeir
eru báðir gyðingar og hafa ef að
líkum lætur hlotið strangtrúarlegt
uppeldi. Þeir „missa“ báðir föður
sinn. Fischer er 2 ára gamall þegar
upp úr hjónabandi foreldra hans
slitnar; hann verður eftir hjá móð-
yfir sálarlífi hans. Þessu var gjöró-
líkt farið með móður Fischers þó
ekki hafi hana skort viljann til að
styðja son sinn. Frægt er þegar
Fischer 15 ára gamall var staddur á
millisvæðamótinu í Portoroz fékk
þau skilaboð að móðir hans væri í
símanum, hún hringdi frá New
York. „Segið henni að ég sé ekki
hérna,“ sagði Fischer. Síðar meir
flutti Fischer að heiman, langt
innan við tvítugt var hann farinn að
hafast við á hótelum og hefur svo
verið mestan part ævinnar.
Fyrir einvígin í London var al-
mennt búist við því að Ribli tækist
að sigra Smyslov og myndi því tefla
við Kasparov í næsta áfanga áskor-
endakeppninnar. Því var einnig
haldið fram að það eina sem gæti
komið í veg fyrir sigur Ungverjans
væri hversu næmur hann er á taug-
um einkum þá er mikið liggur við.
íslendingar staddir á Olympíumót-
inu á Möltu 1980 minnast þess
hversu erfiðlega Ribli gekk að
slaka á í síðustu umferð mótsins
þegar tefldar voru hreinar úrslita-
Regina Fischer stödd fyrir framan Hvíta húsið árið 1960. Þarna mótmælir
hún því að Bandaríkjamcnn ætli ekki að taka þátt í Olympíuskákmótinu í
Leipzig. Endirinn varð sá að bandarísk sveit með undrabarnið Bobby
Fischer á 1. borði tók þátt í mótinu.
hvumsa. Upp úr 1950 þegar farið
var að tala um arftaka Botvinniks,
var einkum rætt um þá Bronstein,
Keres, Petrosjan eða Geller. Nafn
Smyslov kom sárasjaldan upp.
Hann þótti latur og var ekki einu
sinni búinn að gera það upp við sig
hvort hann ætti að gera að ævistarfi
skáklistina eða óperusöng.
Nú eru liðin nieira en 30 ár frá
því að menn voru að þræta um eft-
irmann Botvinniks og enn stendur
Smyslov í eldlínunni. Keres, sem
sannarlega hefði átt skilið að verða
heimsmeistari, er látinn fyrir 8
árum, Petrosjan og Geller tilheyra
hinni virðulegu kynslóð eldri skák-
manna þar austur frá. Bronstein er
flestum gleymdur. Sýnt þykir að
Smyslov og Kasparov muni heyja
sitt einvígi einhversstaðar í Sovét-
ríkjunum, þó ekki í Moskvu því þar
er Smyslov búsettur, svo finna þarf
hlutlausan keppnisstað. Hvað sig-
urlíkur varðar, þá er það skoðun
mín að í raun sé aðeins formsatriði
að ljúka einvíginu. Þrátt fyrir frá-
bæra frammistöðu Smyslovs und-
anfarið þá mætir hann ofjarli sín-
um. Kasparov og Smyslov hafa
teflt nokkrum sinnum t.d. í „sov-
éska olympíumótinu" fyrir rúmum
tveim árum og þá sigraði Kasparov
auðveldlega í báðum skákunum.
Taflstíll hans á ekki vel við Smyslov
sem unir sér best í róleg-
heitastöðum. Einvígi Kasparovs og
Karpovs er því næsta líklegt. Þar
mætast tveir bestu skákmenn
heims.
ur sinni og uppfrá því hefur hann
engin samskipti við föður sinn.
Kasparov er 12 ára þegar faðir hans
ferst í bílslysi. „Hann á ekki aðra
fjölskyldu en móður sína“ sagði
góðvinur Kasparovs Eric Schiller
við mig er ég spurði hann um
heimilishagi meistarans. Að því
leyti er Kasparov ólíkur Fischer að
móðir hans er honum dyggur
stuðningsmaður. í London t.a.m.
hafði hún það hlutverk með hönd-
um að vísa frá öllum utanaðkom-
andi óþægindum, s.s. blaða-
mönnum eða truflun frá æstum
skákunnendum. Sennilega hefur
blaðamaður „The Sun“ komist í
tæri við hana og því skrifað í blað
sitt um hina ráðríku móður snill-
ingsins frá Baku, sem hafi drottnað
Helgi
Olafsson
skrifar
í þessum skrifuðum orðum er
málum svo komið í heimsborginni
London að þeir félagar Vasily
Smyslov og Garrí Kasparov eru
langt komnir með „að verja helstu
ávinninga byltingarinnar“, svo ég
noti orðalag eins kunningja míns
sem enn bíður þess að Eyjólfur
hressist.
Orginai hitaiakíð
Ath. Kínversku handbróderuðu kodda
verin eru komin.
Norsk hitalök
í sérflokki
Sérstaklega gerð fyrir þá sem þjást af gigt,
vöðvabólgu og fótkulda. Norsk sjúkrahús
mæla með notkun hitalakanna. Halda hitanum
jöfnum á veturna án rafmagns og eru svöl á
sumrin.
Þolir þvott við allt að 95 gr. hita.
Höfum einnig sængur og kodda með undra
efninu HOLLOFIL
Vefnaðarvörubúðin
Laugavegi 26 - Reykjavík - Sími 14974
(Áður Grundarstíg 2)
Sendum
póstkröfu