Þjóðviljinn - 17.12.1983, Qupperneq 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983
Fjármálaráðherra leggur fram 2 frumvörp á alþingi
Stórfelld skattalækkun hjá
eignamöimum og fyrirtækjum
Fjármálaráðherra lagði í gær og um breytingu á tekju- og þykkti tiilögu ráðherra að lækka
fyrir alþingi frumvörp um frádrátt eignaskattslögum, stóreignar- skattaálögur á eigendur verslunar-
frá skattskyldum tekjum manna mönnum til mikilla hagsbóta, auk og skrifstofuhúsnæðis. -
vegna fjárfestingar í atvinnurekstri þess sem efri deild þingsins sam- „Þessi frumvörp ríkisstjórnar-
S
»rmi nnKYNWffi
pm
„BJORTU
HLIÐARWAR"
„Björtu hliðarnar” heitlr ný bóK
eftir Gylfa Gröndal.
Þetta er ævisaga Siguijónu t
Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M.
Jónssonar skólastjóra og bókaút-
gefanda.-----------------
Þetta er áttunda ævisaga Gylfa
Gröndals, en í fyrra gaf Setberg út
eftir hann „Æviminningar Kristjáns
Sveinssonar augnlæknis", sem
varð metsölubók.
„Björtu hliðamar" er uppórvandi
og lærdómsríkur lestur. Það er
unun að fá að njóta frásagnargáfu
og lifsgleðl þessarar merku konu
sem þó háði svo oft harða lífsbar-
áttu.
Morgunblaðið, 30. nóv. 1983:
„Gylfi Gröndal hefur sýnt það í
ýmsum bókum, að honum er lagið
að laða fram góða frásógn... Titlll
bókarinnar er mikið réttnefhi.
Svona bók er gott að lesa og
dálítið mannbætandi."
Jóhanna Kristiónsdóttir.
Bókin er 208 blaðsíður auk
ira mynda.
..A VINAFUWDI"
Komin er út bókin „Á vina fundi"
effcir Guðmund Daníelsson.
Þetta eru bráðlifandi samtöl við
sautján islendinga úr öllum lands-
hlutum.-------------------
Frásegjendur eru: BJÖRN GUÐ-
MUNDSSON, VIGDÍS MAGNÚS-
ÐÓTTIR, GISSURÆVARR JÓNSSON.
JÓN ÞORKELSSON SMIÐUR, JÓN
VÍDALÍN SÓLVEIGARSTÖÐUM, JÓN
INGVARSSON SKIPUM, RUT í
SÓLVANGI, SÉRA STEFÁN LÁRUS-
SON í ODDA, MARKÚS EINARSSON
FORSTJÓRIÁ LITLA HRAUNI,
ANDRÉS JÓNSSON BÓNDI OG
VERKAMAÐUR, KRISTÍN JÓNS-
DÓTTIR FRÁ GEMLUFALLI, HAR-
ALDUR JÓNSSON Í MIÐEY, ÓLAFUR
JÓNSSON EYSTRA-GELDINGAR-
HOLTI, KRISTMANN GUÐMUNDS-
SON SKÁLD, BJÖRN GUÐMUNDS-
SON SLEÐBRJÓTSSELI, ANNA
MARGRÉT OG FRIÐRIK PÉTURS-
SON, JÓNAS MAGNÚSSON VERK-
STJÓRI OG BÓNDl í STARDAL.
Morgunblaðið, 6. des., 1983: ,Á
vina fundi er hollur lesfcur . .. Ég
get ekki ímyndað mér að aðrar
þjóðir geti státað af alþýðlegum
frásögnum af því tagi sem finna
má í „Á vina fundi."
Jóhann Hjálmarsson.
„Á vina fundi" er 202 blaðsíður,
auk mynda.
...
GUÐMUrv'DUR DAN/ELSSON
FUNDI
SAUTJÁIM SAMTÖL
SETBERG
Freyjugötu 14
innar ættu ekki að koma neinum á
óvart, pólitískt eðli hennar er á
þann veg sem við mátti búast.
Álögur á eignamenn eru stórlækk-
aðar á meðan almennir launþegar
þurfa að bera gífurlegar kjara-
skerðingar“, sagði Ragnar Arnalds
m.a. við umræður um þessi mál á
þingi í gær. Helgi Seljan sagði að
þessi frumvörp væru lögð fram til
að auðvelda eigna- og hátekju-
mönnum að auka gróða sinn. Fjár-
málaráðherra sæi ekki út fyrir Arn-
arhólinn hvernig ástatt væri orðið
hjá hinum almenna launamanni,
en hann hefði gott yfirlit til sinna
brjóstmylkinga eftir þessum frum-
vörpum að dæma. Eiður Guðna-
son sagði að ríkisstjórnin vissi
greinilega ekkert hvað væri að ger-
ast í þjóðfélaginu. Hún væri ríkis-
stjórn fyrirtækjanna en ekki fólks-
ins í landinu.
í frumvarpinu um frádrátt frá
skattskyldum tekjum manna vegna
fjárfestingar í atvinnurekstri er ein-
stakling heimilt að draga frá skatt-
skyldum tekjum sínum allt að 20
þúsund krónur og hjónum 40 þús.
kr. Helgi Seljan upplýsti að þetta
þýddi beina skattalækkun hjá ein-
staklingi uppá 8.500 kr. og hjá
hjónum uppá 17.000 kr. „Á sama
tíma og eignarmenn fá þennan
skattafrádrátt þarf almenningur
samkvæmt boði stjórnarinnar að
borga 6000 krónur fyrir að leggjast
inn á sjúkrahús", sagði Helgi.
í frumvarpinu um breytingu á
tekju- og eignarskatti býður fjár-
málaráðherra að arður af hlutab-
réfum verði skattfrjáls allt að 25
þús. kr. hjá einstaklingi og 50 þús
kr hjá hjónum. Hlutabréf og inni-
stæður á stofnfjárreikningum verði
frádráttarbær allt að 250 þús. kr.
hjá einstaklingi og 500 þús. hjá
hjónum, og að fyrirtæki megi ráð-
stafa allt að 40% af skattskyldum
hagnaði sínum í svonefnda fjárfest-
ingarsjóði og kemur þetta í stað
ákvæða sem heimila félögum að
leggja 25% af skattskyldum ágóða í
varasjóð. Heimild til myndunar
fjárfestingarsjóða á að ná til allra
aðila sem atvinnurekstur stunda.
Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti
því yfir að tilgangur þessara frum-
varpa væri m.a. að gera fólki með
miðlungstekjur og vonandi einnig
þeim með lágar tekjur þegar fram í
sækir kleift að gerast þátttakendur
í atvinnulífinu. Það væri ekki verið
að hygla hátekjumönnum, heldur
stefnt að því sem kallað hefði verið
„auðstjórn almennings", sem væri
eina stjórnarformið sem gæti
gengið hér á landi.
-Ig-
Harðar deilur um fiskveiðistefnu-
frumvarp sjávarútvegsráðherra
Varað við ofur-
valdi ráðherra
Miklar umræður hafa staðið yfir
í neðri deild alþingis síðustu daga
um frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um fiskveiðistefnu á næsta
ári, en í frumvarpinu fer ráðherra
fram á einskorðað vald í sínar
hendur varðandi alla stefnumótun
og stjórn fiskveiða hér við land.
Fjölmargir þingmenn jafnt úr
stjórn sem stjórnarandstöðu hafa
lýst andstöðu sinni við frumvarpið
og varað við þeim miklu völdum
sem það mun færa sjávarútvegs-
ráðherra í hendur, auk þess sem
fjölmörg hagsmunasamtök í sjá-
varútvegi; félag botnvörpuskipa-
eigenda, stjórn BÚR og sambands-
stjórn ASÍ hafa samþykkt ályktan-
ir þar sem varað er við því ein-
skorðaða valdi til ráðherra sem
frumvarpið boðar.
Garðar Sigurðsson þingmaður
Alþýðubandalagsins hefur lýst yfir
stuðningi við frumvarp sjávarút-
vegsráðherra og stendur að meiri-
hlutaáliti sjávarútvegsnefndar
neðri deildar sem mælir með sam-
þykkt frumvarpsins. Halldór
Blöndal skrifar undir meirihlutaá-
litið með fyrirvara og Guðmundur
H. Garðarsson hefur lýst yfir and-
stöðu við frumvarpið.
Svavar Gestsson lýsti yfir harðri
andstöðu við frumvarpið við 2. um-
ræðu þess í neðri deild í gær sem og
Ólafur R. Grímsson. Steingrímur
J. Sigfússon, Geir Gunnarsson og
Hjörleifur Guttormsson hafa lagt
fram breytingartillögu við frum-
varpið þar sem lagt er til að Alþingi
hafi með að gera mótun fiskveiði-
stefnu sem fyrr, en afsali valdi sínu
ekki í hendur sjávarútvegsráð-
herra, og svipuð breytingartillaga
hefur verið lögð fram af Kjartani
Jóhannssyni, Guðmundi Ein-
arssyni og Kristínu Halldórsdóttur.
-Ig-
Skiptar skoðanir
í þingflokkum
í gær sló í brýnu milli Ólafs
Ragnars Grímssonar og Garðars
Sigurðssonar við umræður um
frumvarp sjávarútvegsráðherra
um fiskveiðistefnu, fyrir næsta ár.
Garðar Sigurðsson hefur einn
þingmanna Alþýðubandalagsins
lýst fyrir stuðningi við frumvarpið
um allt vald í hendur ráðherra og
stendur hann að meirihlutaáliti
sjávarútvegsnefndar neðri deildar
ásamt þingmönnum Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks.
í mörgum þingflokkanna eru
mjög skiptar skoðanir um fisk-
veiðistefnufrumvarpið og hafa
margir Sjálfstæðisþingmenn t.d.
varað við því valdi, sem sjávarút-
vegsráðherra óskar eftir.
Hefur verið boðað til sérstaks
þingflokksfundar hjá Sjálfstæðis-
flokki nú árla í dag til að ræða þetta
frumvarp og þær breytingartillögur
sem þrír þingmenn Alþýðubanda-
lagsins hafa lagt fram við frum-
varpið þar sem m.a. er lagt til að
Alþingi fjalli um mótun fiskveiði-
stefnu og ákveði þá stefnu með
þingsályktun.
-Ig-