Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 1
-Égneitaaðtrúa því að þetta sé vilji meirihluta kjós- enda, segir Mar- grét Guðnadóttir prófessor í grein um sjúklingaskatt- inn. Sjá bls. 12 desember miðvikudagur 293. tölublað 48. árgangur Sigurður S. Magnússon yfirlœknir fœðingardeildarinnar Ottast afleiðin^ar sjúklingaskattsins Barnshafandi konur verði undanþegnar skattinum „Ef þessi gjaldtaka verður að veruleika, þá fyndist mér að barnshafandi konur ættu að vera einn af þeim hópum sem væru undanþegnir", sagði Sigurður S. Magnússon, prófessor og yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans, um nýja sjúklingaskattinn, 3-600 krón- ur á dag fyrstu 10 dagana." „Ég hef ekki hugsað þetta mál til enda", sagði Sigurð- ur, „en ég óttast afleiðingarnar. Mér er ákaflega sárt um þessar konur og illa við að verið sé að hrófla við kerfinu án þess að menn séu vissir um að það bæti ástandið." Sjúklingaskatturinn gæti haft þau áhrif að heimafæðingum fjölgaði og legutími styttist, sagði Sigurður S. Magnússon yfírlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Ljósm.: -Magnús. Meðaldvalartími sængurkvenna, annarra en þeirra sem gangast undir keisaraskurð, er 5-6 dagar og sagðist Sigurður óttast að gjald- takan gæti ýtt undir styttri legutíma eða þá að heimafæðingum fjölgaði. Sigurður S. Magnússon sagði ennfremur: „Arangur fæðingar- hjálpar hér á íslandi er mjög góður og þar spila margir þættir inní. Heimafæðingum hefur farið fækk- andi og ég tel það góðs vita. Ég er mikið á móti því að heimafæðing- um fjölgi, því það veit enginn hvað upp kemur fyrr en fæðing er afstað- in. Ég er líka á móti því að konur fari fyrr heim en nú er, meðan ekki er til í landinu öruggt kerfi eftirlits og heimilisaðstoðar eins og er t.d. í Bretlandi, þar sem konurnar liggja skemur og ljósmæður heimsækja þær tvisvar til þrisvar á dag eftir að heim er komið. Þetta er mjög mikil áreynsla og konurnar eru þreyttar eins og von er. Þær verða að fá góðan tíma til að hvíla sig og kynn- ast barninu sínu og þær verða að fá aðstoð við heimilisstörfin. Ef eftirlits- og aðstoðarkerfi af þessu tagi væri til, sæi ég ekkert á móti því að konurnar færu fyrr heim." Sigurður sagði að lokum, að fram til þessa hefði mæðravernd verið kostuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og það sýndi hversu mikill skilningur hefði ríkt á þessum málum. „Mín ósk er sú að sá skilningur verði áfram ráðandi", sagði Sigurður, „og ef þessi gjald- taka verður að veruleika, þá verði barnshafandi konur undanþegn- ar." -ÁI. Veiðar á Islandi í undirbúningi Fimm fyrirtæki fara í glerál Mikill áhugi er nú hér á landi á að hefja ræktun gleráls í stórum stíl með útflutning í huga. Hafa fimm aðilar sótt um leyfi til innflutnings á glerál í þessu sambandi. Vitað er að gleráll gengur í íslenskar ár, kom- inn alla leið úr Saragossahafinu með golfstraumnum. Margir hafa bent á að rétt sé að láta rannsaka það hvort svo mikið magn af glerál gangi að íslandsströndum að ger- legt sé að veiða hann með ræktun í huga. „Það hafa alls engar rannsóknir farið fram hér um álagöngur hing- að til lands," sagði Úlfar Antons- son vatnalíffræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að margar sögur væru til um miklar álagöngur í ýmsar ár og nefndi í því sambandi Miðfjarðará og Grímsá og einnig í Lón á Snæfellsnesi. En það vantar allar rannsóknir á þessi fyrirbæri og því gætu þessar göngur allt eins verið í miklu og veiðan- legum mæli, sagði Úlfar. Björn Friðfinnsson fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar, mikill áhugamaður um álarækt, sagðist fyrir mörgum árum hafa stundað álaveiðar hjá Kalastaðakoti í Hval- firði, þar hefði verið mikið af ál. Eitt sinn var mikið um ál á Mýrum og þar veiddi Pétur heitinn Hoff- man á sinni tíð. Þá er vitað um ¦álagöngur hjá Þorlákshöfn og vfðar. En gleráll gengur í íslenskar ár um Jónsmessubil ár hvert og á þeim tíma einum er hægt að rann- saka þessar göngur, sagði Björn. Þeir sem Þjóðviljinn ræddi við bentu á að rétt væri að athuga hvort ekki væri hægt að veiða glerál hér við land áður en farið verður að flytja hann inn og einnig ef inn- flutningur hans verður bannaður. - S.dór. Grikkir hœkka einhliða orku verð til álvera Ur 15 í 21 mill Gríska orkusölustofnunin DEI hefur í samræmi við úrskurð inn- lends dómstóls ákveðið að hækka orkuverð til álvers í Grikklandi, sem er að 60% í eigu auðhringsins Pechiney, úr 15 mills á kílówatt- stundina í 21 miil. Hækkunin kom til framkvæmda 2. nóvem- ber. Pechiney hringurinn hefur vís- að til gerðardóms kröfu DEI um verðhækkun upp í 25 mills og verðtrygginga á orkuverðinu. Þegar gríska orkusölustofnunin tilkynnti um ákvörðun sína fyrr á árinu færði hún fram þau rök að langtímasamningur þess við Pec- hiney, sem gerður var á sjöunda áratugnum, væri orðinn Grikkj- um mjög óhagkvæmur, auk þess sem verð á áli hefði rokið upp á þessu ári. Pechiney á í deilum við frönsk orkuyfirvöld um raforkuverð til álvera sinna í Frakklandi, og á í samningum við hollensk orkuyf- irvöld vegna orkuverðs til Pec- hiney Netherlands, sem er 170 þúsund lesta álver. Þar eru hækk- unarkröfur einnig á ferðinni. Af hálfu Pechiney hringsins er því haldið fram að hækkun orku- verðsins í Grikklandi ógni sam- keppnishæfni álveranna þar í landi. Upplýsingarnar hér að ofan er að finna í Metal Bulletin frá 29. nóvember síðastliðinn. -ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.