Þjóðviljinn - 21.12.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983
Gunnlaugur Stefánsson. Fyrir
þær fjórar miljónir sem safnast
hafa, er hægt að kaupa og senda
eggjahvítuefni sem nægja einni
miljón manns í einn dag. (Ljós-
mynd - Magnús).
Söfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar
Fjórar
miljónir
safnast
Eggjah vítuefni
í miljón
dagslcammta
Mikið um að vera hjá Mœðrastyrksnefnd
Þörfín aldrei meiri
Þörfín fyrir aðstoð hefur
aldrei verið meiri, sögðu
konurnar í Mæðrastyrks-
nefnd er Þjóðviljinn leit við
hjá þeim í gær. Þrengingarn-
ar hafa ekki verið jafn mikl-
ar á undanförnum árum og
því leita heimilin að sjálf-
sögðu meira til Mæðra-
styrksnefndar, sögðu þær
stöllur sem rétt gáfu sér tíma
frá miklum önnum til að
leyfa ljósmyndara að smella
af mynd.
- Mæðrastyrksnefndin í Reykja-
vík fær fé og fatnað frá einstak-
lingum og fyrirtækjum til úthlutun-
ar fyrir þá sem eru þurfandi. Sögðu
þær ekki fara á milli mála, að þörf-
in væri brýn og víða skortur fyrir
jólin. Einstaklingar og fjölskyldur
þyrftu þessarar aðstoðar við.
Nefndin sendi út lista til fyrirtækja
og báðu þær velunnara sem enn
hefðu ekki gert það að senda þá
sem fyrst til nefndarinnar aftur. Þá
ítrekuðu þær, að enn vantaði lög-
fræðing til að sinna ýmsum verk-
um, helst einhvern sem gæti unnið
Guðlaug Júlíusdóttir, Unnur Jónasdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Helga Rafnsdóttir og Sigrún Ingólfsdóttir.
- (Ljósmynd Magnús).
á milli kl. 5 og7 síðdegis. Skrifstofa Njálsgötunni er bæði tekið við 14.00 til 16.00 daglega og síminn er
nefndarinnar er að Njálsgötu 3, framlögum og umsóknum um að- 14349.
póstgírónúmer 36600-5. Á stoð. Skrifstofan er opin frá kl. -óg
Söfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar hefur sjaldan verið
jafn vel tekið og nú, sagði Gunn-
iaugur Stefánsson í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Þegar hafa
safnast um 4 miljónir króna.
- Við höfum orðið vör við að
fjölskyldur hafa tekið höndum
saman til styrktar þessari starf-
semi og almenn þátttaka hefur
sjaldan verið meiri. Þannig hafa
t.d. fleiri verið sjálfboðaliðar fyrir
þessi jól en oft áður og hjá al-
menningi mætum við skilningi og
örlæti. Á Þorláksmessu verður
hápunktur söfnunarinnar og
væntum við góðs árangurs einnig
þá.
- Það er óhætt að átta sig á því,
að fyrir fjórar miljónir króna er
hægt að kaupa og senda miljón
dagskamta af eggjahvítuefnum en
þörfin er einmitt mest fyrir eggja-
hvítuefni á hungruðu svæðunum,
sagði Gunnlaugur Stefánsson.
-«g
Byggingar-
vísitalan
hækkar
um 3.83%
Byggingarvísitala hefur hækkað um
3.83% frá því í september samkvæmt
útreikningum Hafstofu íslands. Hún
var 149.37 stig í september en reyndist í
desember vera 155.09 stig. Gildir sú
vísitala fyrir mánuðina janúar-mars
1984.
Áætluð vísitaia byggingarkostnaðar
miðað við nóvemberverðlag 1983 var
153.87 stig, og er því hækkun hennar frá
nóvember til desember 0.79%.
Tónlist
á hveriu heimili
umjólin
Sigurjón Hreiðarsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar
Vaxandi þörf á
innanlandshjálp
- Það hefur mikið verið leitað
til okkar, sagði Sigurjón
Hreiðarsson hjá Hjáiparstofn-
un kirkjunnar, en hann sér um
innanlands deild hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Hingað
leita bæði einstaklingar, fjöl-
skyldur og félagsráðgjafar auk
sóknarprestanna sem sjá um
aðstoðina af okkar hálfu, sagði
Sigurjón.
- Okkar aðstoð beinist aðal-
lega að þeim sem lenda framhjá
kerfinu, þ.e. njóta ekki nægi-
legrar félagslegrar aðstoðar,
lifa einungis af örorkubótum
eða eru í erfiðri aðstöðu af öðr-
um ástæðum.
- Við verðum vör við að erf-
iðleikarnir hafa sjaldan verið
meiri og beiðnir um liðsinni eru
vaxandi nú í desembermánuði.
Það koma núna margar beiðnir
á dag.
- Beiðnirnar koma í gegnum
sóknarprestana og þeir fá einn-
ig fyrst beiðnirnar frá okkur til
athugunar. Við förum með
sérstakri aðgát í þessum þætti
okkar starfs, þar sem um við-
kvæmnis mál er yfirleitt að
ræða. En þörfin er brýn, og fer
Sigurjón Hreiðarsson: Verðum
áþreifanlega vör við vaxandi þörf
fyrir aðstoð við einstaklinga og fjöl-
skyldur hér á landi. - Ljósmynd:
Magnús.
vaxandi sem sést t.d. af því, að
hingað eru farnar að berast
beiðnir frá félagsráðgjöfum,
Félagsráðgjafar
sjá stundum ekki
aðra leið til hjálp-
ar skjólstœðing-
um sínum en leita
til kirkjunnar
sem sjá ekki aðrar leiðir til að-
stoðar skjólstæðingum sínum
fyrir jólin en leita til okkar. Og
við reynum að verða öllum sem
þurfa til hjálpar, sagði Sigurjón
Hreiðarsson að lokum.
~óg
Guðbjörg Steindórsdóttir í bréfi til fjölmiðla
Ég er dóttir Þórbergs
„í tilkynningu frá Máli og menn-
ingu, sem birtist í dagblöðunum
17. þ.m., eru ásakanir í minn
garð fyrir að ég skyldi hafa gefið
út bréf frá föður mínum, Þór-
bergi Þórðarsyni, til móður
minnar, Sólrúnar Jónsdóttur,
sem skrifuð voru á árunum 1922-
1931.
Eg vil gjarnan í tilefni af þess-
um ásökunum skýra hversvegna
ég ákvað að gefa þessi bréf út.
Allir sem til þekkja vita og viður-
kenna að ég er dóttir Þórbergs
Þórðarsonar, og þarf ekki að fara
nánar út í það, fyrir því liggja
nægar sannanir. En opinberlega
er það ekki viðurkennt. í æviá-
gripum um föður minn, sem án
efa verða oftsinnis skráð, mun
standa að hann hafi átt eina
laundóttur og ekki aðra afkom-
endur. Við þetta sætti ég mig
ekki. Eg er ekki laundóttir eins
eða neins og vil því bæði mín
vegna og barna minna hljóta
opinbera staðfestingu á réttu fað-
erni mínu, eins og foreldrar mínir
óskuðu eftir.
Það er talað um í athugasemd
Máls og menningar að bréfin hafi
ekkert bókmenntalegt gildi. Um
Ég vil aðfólk viti
um þessi mál og
hver og einn geti
dœmtfyrir sig.
það er ég ef til vill ekki fær að
dæma, en ég hef fyrir því orð
manna sem meira skynbragð
bera á það en fulltrúar Máls og
menningar virðast gera að bréfin
séu vel skrifuð og á engan hátt
niðrandi hvorki fyrir föður minn,
móður mína eða aðra.
Talað er um að ég hafi brotið
siðareglur í bókaútgáfu. Ég er
ekki bókaútgefandi og þekki ekki
hvort einhverjar aðrar siðareglur
gilda meðal þeirra en annars
staðar í mannlegu samfélagi. En
samkvæmt mínum skilningi á
siðareglum get ég ekki fundið
neitt brotlegt við það að leyfa
fólki að koma fram eins og það er
klætt, ekki síst þegar það kemur
fram eins og faðir minn í þessum
bréfum. Samkvæmt mínum skiln-
ingi sýna bréfin að hann var ekki
aðeins mikill rithöfundur, heldur
var hann líka mikill og elskulegur
maður. Það er að vísu engin ný
vitneskja því að þetta vita allir
sem þekktu hann. En þegar þeir
eru komnir undir græna torfu
munu bréfin standa sem sönnun-
argagn um þetta, auðvitað ásamt
ýmsu öðru sem hann lét frá sér
fara.
En á mér hafa verið brotnar
siðareglur og það á ég erfitt með
aö fyrirgefa, og er þaö ein af or-
sökum þess að bréfin eru nú kom-
in fyrir almenningssjónir. Ég vil
að fólk viti um þessi mál og hver
og einn geti dæmt fyrir sig. Ég
vænti þess að mér auðnist að fá
opinbera viðurkenningu á fað-
erni mínu áður en lýkur mínum
hérvistardögum, en verði ekki
skilgreind áfram sem Iaundóttir.
Reykjavík, 20. desember, 1983,
Guðbjörg Steindórsdóttir.