Þjóðviljinn - 21.12.1983, Qupperneq 9
Miðvikudagur 21. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
í fjárhagsáætlun Sjálfstæðis-
flokksins 1984 er gert ráð fyrir
því að skera niður atvinnusjúk-
dómadeiid Heiisuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur, og spurði Sig-
urjón Pétursson af því tilefni,
hvort eitthvað hefði komið
fram, sem sýndi að deiidin væri
skyndilega þarflaus. Sagðist
hann þvert á móti teija hana
mjög nauðsynlega, enda ætti
vaxandi hluti launþega við böl
atvinnusjúkdóma að búa.
Sigurjón nefndi mörg fleiri dæmi
um stefnu Sjálfstæðisflokksins sem
opinberast í fjárhagsáætluninni.
„Matarholurnar eru margar",
sagði hann, „hækkanir á öllum
þjónustugjöldum eru víða langt
umfram verðlagsþróun og mjög
langt yfir greiðslugetu alls almenn-
ings sem þrælalögin hafa gert að
engu.“ Benti hann á að nú er að-
gangseyri að sundlaugunum ætlað
að standa undir 80% af rekstri
launanna, en þetta hlutfall hefur
lengst af verið 60%. Þá benti hann
á að 55,5% af framlögum borgar-
sjóðs með sundlauginni í Laugar-
dal færu beint aftur til Hitaveitu
Reykjavíkur í kostnað vegna heita
vatnsins, en þetta hlutfall hefði í ár
verið 25%. Þetta sýndi betur en
margt annað hvernig greiðslugetu
almennings væri ofboðið með of
háu verði á heita vatninu.
í fyrra var lagður á sérstakur
barnaskattur á leikvöllum borgar-
innar og höfðu Sjálfstæðismenn þá
á orði að þetta væri alls ekki hugsað
sem tekjustofn, þvert á móti væri
þetta aðeins til þess að hægt væri að
hafa eftirlit með fjölda gesta á
leikvöllunum. Engu að síður er nú
gert ráð fyrir 50% hækkun á þessu
gjaldi á næsta ári og á það þá að
skila 5,7 miljónum í borgarsjóð.
Þá vakti Sigurjón athygli á því að
lánakort Borgarbókasafns' væru
hækkuð um 100% og einnig væri
gert ráð fyrir mikilli hækkun á far-
Atvinnusiúkdóma
deildin óþörf?
gjöldum SVR og hitaveitu og raf-
magni. „Það er alls staðar reynt að
ná í eitthvað," sagði Sigurjón, „og
það sem er athyglisverðast við
þessa fjárhagsáætlun eru þær stór-
auknu álögur sem lagðar eru á al-
menning í borginni. Þrátt fyrir stór-
auknar tekjur er fjárhagsáætlun
Sjálfstæðisflokksins lokað með 90
miljón króna lántöku."
Passíu-
kórinn
flytur
Messías í
Akureyrar-
kirkju
Jólaþátturinn úr Messíasi
verður fluttur á jólatónleikum
Passíukórsins í Akureyrar-
kirkju 28. des. kl. 20.30.
Messías eftir G.F. Hándel
ætti að vera óþarft að kynna.
Fá kirkjuleg tónverk hafa not-
ið jafn almennra vinsælda allt
frá því verkið var frumflutt
árið 1742.
Á Akureyri hefur Messías
heyrst tvívegis áður, í bæði
skiptin í flutningi Passíukórs-
ins. Fyrst á Tónlistardögum
vorið 1977, þá óstytt, og síðan
í mars 1982. í það skipti nokk-
uð stytt, m.a. var jólaþætt-
inum sleppt þá.
Kórinn hefur fengið til liðs
við sig Kammersveit Tónlist-
arskólans á Akureyri, Elínu
Guðmundsdóttur sembal-
leikara og einsöngvarana Sig-
rúnu Gestsdóttur, sópran,
Þuríði Guðmundsdóttir, alt,
og Michael J. Clarke, bariton.
Stjórnandi er Roar Kvam.
Undanfarin ár hefur Passíu-
kórinn haldið sína jólatón-
leika um miðjan desember, en
í ár verða þeir nær sjálfri jóla-
helginni.
-mhg
Varamaður AB
í útvarpsráði
Gerður
kjörin sem
varamaður í
útvarpsráð
Gerður Óskarsdóttir fyrrver-
andi skólameistari í Neskaupstað
var kjörin af Sameinuðu þingi í gær
sem varamaður í útvarpsráð í stað
Tryggva Þórs Aðalsteinssonar.
Tryggvi hafði óskað eftir að fá
lausn frá varamannsstöðu í út-
varpsráði en hann hafði setið sem
aðalmaður í ráðinu um nokkurt
skeið í veikindaforföllum Ólafs
heitins R. Einarssonar.
Fyrr í vetur var Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur kjörinn sem
fulltrúi Alþýðubandalagsins aðal-
maður í útvarpsráð.
-'g-
Tilmœli til félagsmálaráðherra:
Sveitarstjórnir fái
rýmri heimildir um
álagningu gjalda
Borgarstjórn samþykkti ein-
róma s.l. fimmtudag tilmæli til fé-
lagsmálaráðherra um aukið for-
ræði sveitarstjórna um álagningu
gjalda.
Það voru fulltrúar Kvennafram-
boðs sem fluttu tillöguna. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir sagði að þær
myndu styðja tillögur Sjálfstæðis-
flokksins um 63,9% hækkun fast-
eignagjalda, en vegna kjaraskerð-
ingarinnar myndu þær ekki flytja
tillögu um að fasteignagjöld yrðu
hækkuð eins og þær gerðu í fyrra.
„Fasteignaskattur er mun réttlátari
skattur en tekjuskattur eins og út-
svar“, sagði Sólrún, „það er ekki
hægt að fela eignir eins og tekjur“.
Tillagan sem samþykkt var er
svohljóðandi: „Borgarstjórn beinir
þeim tilmælum til félags-
málaráðherra að ákvæði um álagn-
ingu fasteignagjalda verði rýmkuð
þannig að sveitarstjórnir fái aukið
EinarOlgeirsson
Kraftaverk einnar
kynslúöar “k
Einar Olgeirsson hefur alla tíö veriö einn ötulasti leiötogi íslenskrar alþýöu í
baráttu hennar fyrir bættum kjörum og mannréttindum, eldheitur
hugsjónamaður og slunginn stjórnmálamaður, sem skildi og skynjaði samtíð
sína dýpri og víðari skilningi en flestir aðrir.
í þessari bók segir Einar frá stofnun verkalýðsfélaganna hér á landi og
átökunum innan Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og frá stofnun og
starfsemi Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins. Við sögu kemur fjöldi
fólks og á annað hundrað Ijósmyndir prýða bókina. Frásögn Einars iýkur þegar
sigur vannst á kjaraskerðingu stjórnvalda með skæruverkföllunum 1942.
Hér er skráð örlagasaga íslensks verkafólks á mestu umbrotatímum þessarar
aldar, sögð af sjónarhóli manns er alla tíð stóð í fylkingarbrjósti.
svigrúm til að veita tekjulitlum
hópum afslátt af fasteignagjöldum.
Ákvæðum um álagningu útsvars
verði breytt á þann veg að ákvörð-
unarvaldið verði algerlega í hönd-
um sveitarfélaga, en ekki takmark-
að eins og nú er af ákvæðum um
hámarksútsvar og að sami hund-
raðshluti skuli lagður á alla menn í
hverju sveitarfélagi.“
Áður hafði verið felld úr tillög-
unni setning þar sem jafnframt var
gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir
gætu beitt stighækkandi fasteigna-
sköttum eftir umfangi eigna, og var
það vegna andstöðu frá borgar-
stjóra.
Fulltrúar Kvennaframboðs boð-
uðu einnig á fundinum tillögu um
lækkun útsvars sem þær telja að
eigi ekki að hækka meira á milli ára
en sem nemur tekjuhækkunum,
eða um 20%, miðað við forsendur
fjárhagsáætlunar Reykjavíkur.
-ÁI
cjefumcjóðarbœkur
og menning
Fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar:
Lokað með láni
uppá 90 miljónir