Þjóðviljinn - 21.12.1983, Side 15
Miðvikudagur 21. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
United
féll í
Oxford
Manchester United var í fyrra-
kvöld slegið útúr enska mjólkur-
bikarnum í knattspyrnu af efsta liði
3. deildar, Oxford United. Þetta
var þriðja viðureign liðanna, hinar
tvær fyrri enduðu báðar 1-1.
Arthur Graham skoraði
snemma fyrir United en George
Lawrence, blökkumaður sem áður
var hjá Southampton, jafnaði fyrir
heimaliðið. Það var síðan í fram-
lengingu sem Steve Biggins
skoraði sigurmark Oxford og
tryggði liði sínu sanngjarnan sigur.
Oxford mætir Everton á heimavelli
í 8-liða úrslitum keppninnar og ætti
að eiga þokkalega möguleika á að
komast í undanúrslitin.
Þrír leikir fóru fram í 2. umferð
enska bikarsins. Burnely vann
Chesterfield 3-2. Bournemouth
sigraði Windsor & Eton 2-0 og
Sheffield United vann Lincoln 1-0.
Bournemouth fær heimaleik við
Manchester United í 3. umferðinni
þann 7. janúar, Burnley mætir Ox-
ford og Sheffield United leikur við
Birmingham.
-VS
Sveinn Hreinsson
Sveinn
aftur í
Þrótt
Sveinn Hreinsson, landsliðsmað-
urinn leikreyndi og hávaxni, er
hættur sem þjálfari hjá 1. deildar-
liði Fram í blaki og hefur tilkynnt
félagaskipti yfir í sitt gamla félag,
Þrótt. Hann verður löglegur eftir
tvo mánuði og nær því að leika síð-
asta leik Þróttar gegn HK 22. febr-
úar en hann gæti hæglega ráðið
úrslitum í 1. deildarkeppninni.
Eftir þann leik munu Þróttarar enn
eiga eftir þrjá leiki í íslandsmótinu.
Óvíst er hver tekur við Framliðinu
en þar kemur sterklega til greina
Þorvaldur Sigurðsson sem stjórn-
aði þvi gegn HK fyrir stutu.
-VS
Arabar í
Chelsea?
Enska knattspyrnufélagið Chels-
ea hefur gert mikinn samning við
arabíska flugfélagið Gulf Air. Það
væri kannski ekki í frásögur fær-
andi, nema vegna óvenjulegrar
klausu i samningnum. Hún er á þá
leið að meðan samningurinn gildi,
geti bestu knattspyrnumenn ríkj-
anna við Persaflóa farið til
Lundúna og æft með Chelsea.
Kannski opnar þetta leið fyrir
arabíska leikmenn í ensku knatt-
spyrnuna. -VS
Rússar reka
Sovéski iandsliðsþjálfarinn í
knattspyrnu, Valeri Lobanovski,
var rekinn úr embætti um helgina.
Hann var úrskurðaður ábyrgur
fyrir því að Sovétmönnum skyldi
ekki takast að komast í úrslit Evr-
ópukeppni landsliða, þeir féilu út
er þeir töpuðu 1-0 fyrir Portúgölum
í Lissabon fyrr í vetur. -VS
íþróttir Víðir Sigurðsson
KFR vann
eigið af
Karatefélag Reykjavíkur (KFR)
bar sigur úr býtum í liðakcppninni
á afmælismóti félagsins sem haldið
var í Laugardalshöllinni á laugar-
daginn. Gerpla varð í öðru sæti og
Stjarnan í þriðja.
Ævar Þorsteinsson, Gerplu,
sigraði í kumite karla 75 kg og
þyngri. Karl Gauti Hjaltason,
Þórshamri, varð annar og Vicente
Carrasuo, KFR, þriðji.
ívar Hauksson, KFR, sigraði í
kumite karla 65-75 kg. Stefán Al-
freðsson, Stjörnunni, varð annar
og Bjarni Kristjánsson, KFR,
þriðji.
Árni Einarsson, KFR, sigraði í
kumite karla 65 kg og léttari.
Bjarni Jónsson, KFR, varð annar
og Sigþór Markússon, Þórshamri,
þriðji.
Jónína Olesen, KFR, sigraði í
kata kvenna, Kristín Einarsdóttir,
Gerplu, varð önnur og Ásta Sigur-
brandsdóttir, KFR, þriðja.
Jónína Olesen, sigurvegari í kata kvenna á afmælismóti KFR, leikur listir sínar. Mynd: -eik.
Aberdeen fær stórbikarinn
Aberdeen hlaut í gærkvöldi stór-
bikar Evrópu í knattspyrnu,
Super-Cup, með því að sigra Evr-
ópumeistarana Hamburger SV frá
Vestur-Þýskalandi 2-0 á heimavelli
sínum, Pittodrie í Aberdeen. Liðin
höfðu áður skilið jöfn í Hamburg.
Skosku Evrópubikarmeistararn-
ir voru sterkari aðilinn allan tím-
ann en mörkin létu á sér standa.
Þau komu síðan bæði í síðari hálf-
leiknum, fyrst skoraði Neil Simp-
son, síðan Mark McGhee. Sætur
sigur Skotanna en enn eitt áfallið
fyrir Hamburger sem er að missa af
lestinni í baráttunni um vestur-
þýska meistaratitilinn, féll á fyrstu
hindrun útúr Evrópukeppni
meistaraliða og tapaði fyrir Grem-
io frá Brasilíu í úrslitaleik
heimsmeistarakeppni félagsliða.
Jafntefli í
Birmingham
Birmingham og Liverpool gerðu
jafntefli, 1-1, á St. AndrewsíBirm-
ingham í gærkvöldi er liðin mættust
þar í 4. umferð mjólkurbikarsins
enska. Graeme Souness kom Li-
verpool yfir á 26. mínútu en Mick
Harford náði aö jafna fyrir heima-
liðið 16 mínútum fyrir leikslok. Lið-
in þurfa að mæ! íst aftur, á Anfield
í Liverpool, en sigurvegarinn
leikur gegn She ,'field Wednesday í
8-liða úrslitunum. -VS
Baldur hlaut
S
Ylisbikarinn
Baldur Stefánsson fékk Ýlisbik-
arinn, farandbikar sem veittur er
fyrir flesta Ippon-sigra, á Ýlismóti
Júdóráðs Akureyrar sem haldið
var sl. föstudag. Baldur, sem kepp-
ir fyrir Þór, sigraði í flokki karla
35-40 kg.
Aðrir sigurvegarar á mótinu
urðu þessir: -30 kg karla: Elvar
Birgisson, KA. 30-35 kg karla: Jón
Árnason, KA, 40-50 kg karla:
Hjálmar Hauksson, Þór. 50-60 kg
karla: Árni Ólafsson, Þór. Yfir 60
Lee rekinn
Gordon Lee, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Everton, var í gær
rekinn frá 3. deildarliðinu Preston
North End eftir tveggja ára starf.
Preston, sem varð fyrsti Englands-
meistarinn í knattspyrnu, er í hópi
neðstu liða 3. deiidarinnaj
-VS
kg karla: Benedikt Ingólfsson,
KA. Undir 50 kg kvenna: Helena
Friðriksdóttir, Þór. Yfir 50 kg
kvenna: Jóhanna Bergsdóttir, Þór.
ÍR náði í
dýrmæt stig
ÍR náði í dýrmæt stig í 2. deild
karla í handknattleik í fyrrakvöld
með því að sigra Fylki 18-16. Stað-
an í hálfleik var 8-7, ÍR í hag. Atli
Þorvaldsson skoraði 5 mörk fyrir
ÍR, en þeir Örn Hafsteinsson,
Magnús Sigurðsson og Leifur
Árnason 3 hver fyrir Fylki. ÍR hef-
ur nú 6 stig eins og HK en Fylkir er í
næst neðsta sæti með 3 stig. Reynir
og Fram leika í 2. deildinni í Sand-
gerði í kvöld.
Neil Simpson gerði fyrra mark
Aberdeen gegn Hamburger í gær-
kvöldi.
Rimet-stytt-
unni s olið
Jules Riri: styttunni frægu.
verðlaunagrij n fyrir sigur í
heimsmcistar opninni í knatt-
spyrnu sem i lía vann til eignar
árið 1970, var ið úr aðalstöðvum
brasilíska kn:, ryrnusambandsins
í gær. Styttari dollara. inetin á 47 þúsund -VS
Anna sigur
Stenn rk
Ingemar S aark frá Svíþjóð
vann sinn ann igur í svigi á Ítalíu
í gær. Hann fél S),2 sek. betri tíma
en Austurríi. íaðurinn Robcrt
Sawer sem va nnar. Petar Pop-
angelov frá I$> ríu varð þriðji og
Alex Giorgi !: alíu fjórði. -VS
Fleiri ngverj-
ar í b n
74 knattsp nenn til viðbótar
hafa verið c: ir í keppnisbann
vegna mútur í Ungverjaland;.
Flestir eru ú: iri deildunum en
tveir frá stói au Ferencvaro!.
annar þeirr tndsliðsmaðurin
Zoltan Kiss. afa alls 334 leik
menn fengið a þar í landi síð
ustu mánuðii ’yrir mútur sen
tengjast víða niklu getrauna
svindli. -VS