Þjóðviljinn - 29.12.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Qupperneq 2
u2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÍ Fimmtudagur 29. desember 1983 Mikill fjöldi gesta var mættur í sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog er byggingin var vígð í gær. Óthar Örn Petersen formaður byggingarnefndar hússins rakti í ávarpi sínu byggingarsöguna og afhenti að því búnu Björgúlfi Guðmundssyni formanni SÁÁ lyklavöldin að stöðinni nýju. - Ljósm. Magnús. Ný sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog vígð í gœr________________ „Vogur skal hún heita“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir er hún gaf stöðinni nafn „Höfuðstuðlar í því bjargi sem sjúkrastöð SÁÁ, Vogur við Grafarvog, stendur á eru trú, von og kærleikur“, sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir er hún gaf hinni nýju sjúkrastöð SÁÁ nafn í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni gesta og gangandi. Aðalheiður kvað fjölmörg nöfn hafa komið fram í samkeppni um nafn á sjúkrastöðina en nafna- nefnd verið sammála um að velja gott íslenskt bæjarnafn, Vogur. Höfundur þess væri Hallfríður Brynjólfsdóttir Garðabæ. Að auki fengu nöfnin Hvarf, Ögurtún, Svalvogur og Höfn viðurkenningu nafnanefndar. I ávarpi Othars Arnar Petersen formanns byggingarnefndar húss- Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun að Hótel Sögu, Súlna- dal, þríðjudaginn 3. janúar 1984 kl. 14. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu fé- lagsins á 8 hæð í Húsi verzlunarinnar við Kringlumýrarbraut. Miðaverð kr. 150 fyrir börn og kr. 100 fyrir fullorðna. Miðar verða ekki afhentir við innganginn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ^A>/A Svart-hvít Ijjósmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, RO.Box301,Sími 46919 Hin nýja sjúkrastöð fyrir áfengissjúklinga við Grafarvog í Reykjavík er hið glæsilegasta mannvirki, hátt til lofts og vítt til veggja. Húsið er mjög opið og bjart og má sjá niður á neðstu hæðina af þeirri efstu. Ljósm. Magnús. ins kom fram að á verðlagi um ára- mót væri kostnaður við fram- kvæmdina alla kominn í 45 miljónir króna, eða rúmlega 20.000 krónur á fermetrinn. Væri það lágur bygg- ingarkostnaður. Aflienti hann síð- an Björgúlfi Guðmundssyni for- manni stjórnar SÁÁ lykil að sjúkrastöðinni. „Það er loks með flutningi í Vog að starfsemi SÁÁ kemst í varan- legt húsnæði, örugga höfn“, sagði Björgúlfur í stuttu ávarpi eftir að hafa tekið formlega við sjúkrastöð- inni. Þar væri einnig hægt að bjóða upp á viðunandi starfsaðstöðu fyrir starfsfólk og flutti hann þakkir öllum þeim sem lagt hefðu hönd að verki við byggingu hússins. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra sagði í ávarpi sínu að það vildi stundum gleymast að dag- gjöld sjúkrahúsa stæðu undir rekstri sjúkrastöðvar eins og þeirrar sem hér væri verið að taka í notkun. Kostnaður við að reisa slíkt hús jafngilti kostnaði við rekstur þess í 3 ár. Það kom og fram hjá ráðherra að rekstrarleyfi til nýju stöðvarinnar væri bund- ið við 30 rúm eða þann fjölda sjúkl- inga sem væri að Silungapolli nú. Áður en vígsla sjúkrastöðvar- innar hófst lék Hornaflokkur Kóp- avogs nokkur lög og stjórnaði Björn Guðjónsson flokknum af sinni alkunnu röggsemi. -v. Sjúkrastöð SAA rúmar 60 manns Heimildin er bundin við 30 sjúklinga „Stendur vonandi til bóta“, segir framkvœmdastjóri SÁÁ ,JÚ, það er rétt að rekstrar- leyfi heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins miðast við 30-35 sjúkrarúm hér að Vogi sem þýðir að við nýtum stöðina að- eins að hálfu til að byrja með“, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son framkvæmdastjóri SÁÁ í spjalli eftir vígslu sjúkrastöðvar SAÁ í gær. „En það stendur vonandi til bóta“. „Húsið er það stórt að gert er ráð fyrir 60 sjúkrarúmum og veitir auðvitað ekki af því nú eru um 200 manns á biðlista eftir að komast inn á okkar stöðvar. í dag eru 35 sjúklingar að Silungapolli og flytjast þeir hingað strax í dag. Við komum til með að hafa sama ágæta starfsfólkið hér í nýja húsinu og var á Silungapolli en ef okkur verður gert kleift að fuilnýta allt húsið gerum við ráð fyrir að þurfa að ráða um 9 starfsmenn til viðbótar“. Nýja sjúkrastöðin er 2200 fermetrar að stærð og teiknað af Vinnustofunni KIöpp hf. Fyrirtækið Vörðufell hf. byggði húsið og var byggingarstjóri Guðni Eiríksson. „Hér gerum við ráð fyrir að sjúklingar komi til fyrstu með- ferðar og dvelji hér í 7-10 daga en fari síðan á einhverjar af þeim meðferðarstofnunum sem við rekum, Sogni ellegar Stað- arfelli eða að Vífilsstöðum sem rekið er í af ríkinu“, sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson að lok- Byggingarnefnd stöðvarinn- ar skipuðu þeir Othar Örn Pet- ersen, Ármann Örn Ármanns- son, Gunnlaugur Ragnarsson, Hendrik Berndsen og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson. -v. Iðnrekendur í heimsreisu tuttugu fulltrúar iðnaðarins fara til SA-Asíu að kynna sér tœkni og stjórnun í iðnaði íslenskir iðnrekendur eða full- trúar þeirra leggja land undir fót 13. janúar nk. en þá mun 20 manna hópur fara til Singpore, Hong Kong og Japans í ferð sem Iðntæknistofn- un íslands hefur skipulagt. Tilgangur ferðarinnar er að kynna sér aðferðir á sviði tækni og stjórnunar, sem hafa gert kleift að ná háu framleiðslustigi og miklum gæðum í iðnaði. Sérstök áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði: - Gæðahringi - Heildargæðaeftirlit - Framleiðniaukandi aðgerðir - Samskipti stjórnenda og starfs- manna - Sjálfvirkni og iðnróbóta - Japanskar stjórnunaraðferðir - Iðnþróunarstefnu stjórnvalda - Iðnaðarumhverfl - Hvata til iðnþróunar. Hópurinn kemur svo heim aftur 29. janúar nk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.