Þjóðviljinn - 29.12.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN: Fimmtudagur 29. desember 1983
Sitthvað um
þann synduga fisk
Um þessar mundir er það
mjög í tísku hér á landi að
tala um fiskirækt sem meiri
háttarbúgreinog
útflutningsatvinnuveg. I því
sambandi hafa menn fyrst
og fremst bent á laxarækt,
en uppá síðkastið hafa
menn einnig talað um ála-
rækt og bent á Dani og
Frakka sem fyrirmyndir í þeim
efnum. Sannleikurinn ersá
að áll er afar góður matur og
þó alveg sér í lagi reyktur áll.
Eru möguleikarnir á sölu áls
úti í hinum stóra heimi taldir
mjög miklir og að álarækt
hér á landi gæti því orðið hin
arðbærastabúgrein. Hug-
mynd þeirra sem hefjavilja
álarækt á íslandi er að nýta
til hennar heita vatnið okkar,
en með því að ala álinn í 24
gráða heitu vatni er hægt að
hraða mjög vexti hans, frá
því sem er við náttúruleg
skilyrði.
Állinn verður kynþroska á 13-14
árum en i 24 gr. heitu vatni nær
hann sömu stærð á 16 mánuðum.
Menn hafa þá haft í huga að flytja
inn svonefndan glerál, en það eru
6-8 sm löng álaseyði og nefnast
gleráll vegna þess að þau eru alveg
glær. Hér mun þó vera Þrándur í
Götu, sem er fisksjúkdómanefnd,
er leggst gegn innflutningi gleráls
af sjúkdómahættu. Svo eru aftur
aðrir menn, sem hafa bent á að
gleráll gengur líka til íslands í ár og
læki. Það hefur hinsvegar ekkert
verið rannsakað í hve miklum mæli
állinn gengur til íslands. Hlýtur
það því að teljast verðugt verkefni
að hefja rannsóknir á því fyrst
áhuginn fyrir álarækt og mögu-
leikinn til sölu áls er svo mikill sem
menn láta í veðri vaka.
Kynjafiskur
Allt fram á hin síðari ár hefur
flest verið mjög á huldu með álinn,
hvaðan hann kemur og hvert hann
fer og hvernig lifnaðarhættir hans
yfirleitt eru. Þá hefur sá hæfileiki
hans að komast langar leiðir á
þurru landi, auk útlitsins, orðið til
þess að um hann hafa myndast
magnaðar kynjasögur. Áll hefur
fundist í allt að eitt þúsund metra
hæð yfir sjávarmáli, sem kemur til
af því að hann þarf ekki nema rakt
landslag, jafnvel næturdögg á
grasi, til að komast langar ieiðir á
þurru landi.
Áll finnst vfða í vötnum og tjörn:
um hér á landi, einkum á Suður og
S-Vesturlandi, allt frá Lónsheiði
og að Snæfellsnesfjaligarði. Mest
ber á honum þar sem eru eða voru
flæðiengi og flóar. Enda þótt hans
verði mest vart á fyrrnefndu svæði
hefur hans einnig orðið vart á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi vestra
en frá Eyjafirði og allt til Beru-
fjarðar verður hans sama og ekkert
vart.
Mörgum er afar illa við álinn,
þar sem hann liggur í mýrum og
tjörnum og hefur mönnum frekar
þótt hann vera slanga en fiskur. f
íslenskri þjóðtrú er talað um
hrökkál, sem eitt ægilegt kykvendi.
Eru til margar sögur um þennan
óvæít, þó frægust sé ef til vill sagan
af því þegar hrökkáll beit í besef-
ann á meistara Þórbergi.
Mjög lítið hefur verið um áia-
veiðar hér á landi, sennilega vegna
þess að fólk hefur ekki getað hugs-
að sér að leggja sér þennan ógeðs-
lega fisk (eða slöngu) til munns.
Halldór Laxness segir á einum stað
að íslendingar meti matfisk eftir
útliti og sé fríðasti fiskurinn vinsæl-
astur, samanber ýsuna. Mjög erfitt
er að drepa ál, að því er virðist og
sé hann tekinn og bútaður niður,
getur hver biti spriklað á pönnunni
og hefur þetta sjálfsagt ekki orðið
til þess að auka list landans á þessu
Hœgterað
hraða vexti áls-
ins úr 14 árum
niður í 16 mán-
uðimeðþvíað
alahann Í24
gráða heitu
vatni
Aðalhrygningastöðvar álsins eru í
Saragossahafinu, djúpt útaf M-
Ameríku. Síðan gengur hann til
stranda Evrópulanda eins og kortið
sýnir og þó heldur norðar ef miðað
er við göngur til Islands.