Þjóðviljinn - 29.12.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Síða 16
MOÐVIUINlA Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími I 81382, 81482 og 81527, umþrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fimmtudagur 29. desember 1983 j Skattbyrði almennings þyngist enn: F yrirframgreiðslan 63 % Ríkinu hefðu nœgt 57% en viðbótin „kemur ríkinu til góða“ segir ráðuneytisstjórinn Á fyrstu 5 mánuðum næsta árs verður fólki gert að greiða 63% af álögðum gjöldum þessa árs í fyrirframgreidda skatta 1984. Þetta er 6 prósentustigum hærra en tekjuáætlun ríkisins miðast við og hefur þessi ákvörðun í för með sér aukningu á skattbyrði almenn- ings. Sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg sem hafa ákveðið álagningu næsta árs leggja nú mun þyngri skatta á íbúa sína. „Sveitarfélögin hefðu þurft 68% fyrirframgreiðslu til að tekjuáætl- un þeirra stæöist", sagði Höskuld- ur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu í gær. „Ríkinu hefði hins vegar nægt 57% inn- heimta og því var valinn milli- vegurinn eða 63% innheimtuhlut- fall á fyrstu 5 mánuðum ársins." Höskuldur sagði að slíkur munur hefði ekki áður komið fram milli ríkisins og sveitarfélaga. Ástæðan væri sú að meðan ríkið ætlaði sér að innheimta í heild 14% meiri skatta en á þessu ári næmi sama tala 36% hjá sveitarfélögunum. „Þetta mið- ast við þau sveitarfélög, sem þegar hafa tjáð sig um álagningu næsta árs“, sagði Höskuldur. Höskuldur sagði ennfremur að þessi aukna fyrirframgreiðsla kæmi ríkinu auðvitað til góða á fyrri hluta ársins, en sama regla verður að gilda um ríki og sveitarfélög, þegar hlutfall fyrirframgreiðslu er ákveðið. -AI Sjúkrastöð SÁA heitir Vogur „Trú, von og kærleikur eru höfuðstuðlarnir í því bjargi sem þessi sjúkrastöð SÁÁ stendur á“, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar í ávarpi er hún gaf nýrri sjúkrastöð SÁÁ við Graf- arvog nafn í gær. Ber hún heitið Vogur. Þar hefur heilbrigðisráðu- neytið gefið rekstrarleyfi fyrir 30 sjúkrarúm en í nýju stöðinni eru 60 rúm. Um leið leggst öll starfsemi SÁÁ að Silungapolli niður. Ljósm. Magnús. Sjá 2 Panikk hjá Sjálfstœðismönnum í Garðabæ Sj úklingasöfnun sett á fullt skriö Þrátt fyrir heitstrengingar hefur Sjálfstæðismeirihlutinn í bæjar- stjórn Garðabæjar nú látið bera í hvert hús í bænum auglýsingar þar sem bæjarbúar eru hvattir til að skrá sig hjá nýju læknunum tveimur fyrir áramót. Bent er á að „sparnaður“ vegna hins nýja fyrir- komulags náist ekki nema bæjar- búar bregðist fljótt við og skrái sig fyrir 31. desember, nk. Stjórn Læknafélags íslands fjall- ar um þetta mál á fundi í dag, en í Læknalögunum eru settar mjög strangar takmarkanir á auglýsingar lækna og lækningastofa. Siðareglur lækna banna þeim líka að leita eftir sjúklingum frá öðrum læknum, en Garðbæingarnir sem nú eru beðnir að skipta um lækni hafa auðvitað allir sína lækna fyrir. Það er aðeins í desember ár hvert sem fólki er heimilt að skipta um heimilislækna en Garðabær hefur ábyrgst læknunum tveimur kauptryggingu ef nógu margir sjúklingar fást ekki. Þar að auki ber bærinn kostnað af húsnæðinu GAROBÆINGAR Nú er nýja Heilsugæslan að Garðaflöt 16—18, ykkur til þjónustu reiðubúin. Þar starfa nú tveir sérfræðing- ar f heimilislækningum. Athygli er vakin á því, að bæjarbuar hafa heimild til þess aö skipta um lækni í desember ár hvert. Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 1984, er bæjaryfirvöldum nauðsynlegt að vita hug bæjarbúa til hinnar nýju þjónustu. Þess vegna eru bæjarbúar beönir að svara spurningum á bakhlið þessa bréfs. Rétt er að vekja athygli bæiarbúa á. að hið nýja rekstrarform Heilsugæslunnar, hefur i för með sér verulegan sparnað fyrir bæjarsjóð og þar með gjald- endur. Sparnaður þessi næst ekki nema bæjarbúar bregðist fljótt viöog skrái sig hjá hinum nýju lækn- um, nú i desember Bæjarstjóri. Hefur orðið „þögul byltingu í lóðamálum Reykvíkinga?_ Byltingin felst í auðum lóðum „Það er rétt hjá Morgunblaðinu að það hefur orðið bylting í lóða- málum í Reykjavík. Nú standa lóð- ir auðar í stórum stíl í borginni. í því er byltingin fólgin, að skipu- leggja byggð á svæði sem menn hvorki vilja né geta byggt á“, sagði Sigurjón Pétursson í gær. í leiðara Morgunblaðsins í gær segir að undir forystu Davíðs Oddssonar hafi orðið „þögul bylt- ing“ í lóðamálum í borginni til hagsbóta fyrir borgarbúa. „Sam- kvæmt nýjum upplýsingum frá lóðadeildinni hafa aðeins 4 lóðir til viðbótar gengið út í Grafarvogin- um frá í sumar“, sagði Sigurjón, „en þá var tæplega 300 skilað." Auðu lóðirnar eru mun fleiri en þær 103 sem út hafa gengið og þessi y> Lóða- banki“ Davíðs eykur skattbyrðina um 30% „lóðabanki" Sj álfstæðisflokksins veldur því að borgarbúar verða að bera 30% þyngri skattbyrði á næsta . ári.“ í aðfangadagsblaði Morgun- blaðsins var skýrt frá því að á árinu 1983 hefði orðið 120% aukning í lóðaúthlutun hjá borginni miðað við 1982, Úr3181óðumí702. „Þetta er fölsun", sagði Sigurjón. „Inni í tölunni 702 íbúðir á árinu 1983 eru nefnilega 140 lóðir sem vinstri meirihlutinn skipulagði fyrir og af- henti Verkamannabústöðunum á árinu 1982. Formlegt úthlutunar- bréf var hins vegar ekki gefið út fyrr en á þessu ári. Rétt tala yfir lóðaúthlutanir 1983 er því 562 íbúðir en ekki 702. Og til þess að hafa samanburðinn réttan þarf að bæta þessum 140 lóðum við þær 318 sem taldar eru úthlutaðar 1982, sem þá verða samtals 458. Þetta er auðvitað engin 120% aukning, eins og hver maður sér.“ Sigurjón benti einnig á að á árinu 1982 voru til ráðstöfunar 120 lóðir til viðbótar í Sogamýri, en þær voru slegnar af strax eftir kosningar um vorið. Þær voru tilbúnar til úthlut- unar, þannig að á árinu 1982 var boðið upp á 578 lóðir af hálfu vinstri meirihlutans, eða 12 lóðum fleiri en gengið hafa út á þessu ári. „Talnaleikur af þessu tagi er ekkert aðalatriði", sagði Sigurjón, „hann sýnir aðeins hvaða áróð- ursbrellum Sjálfstæðisflokkurinn kýs að beita nú. Það sem máli skiptir er að skipulagsmistökin í Grafarvogi kosta borgarsjóð milj- ónir á miljónir ofan og borgarbúar munu gjalda þeirra á næsta ári með 30% hærri skattbyrði." -ÁI Happdrætti Þjóöviljans Enn er hægt að gera skil! Dregiö hefur veriö en númerin innsigluð hjá borgarfógeta. Vinningsnúmerin birt innan skamms. og rekstrinum, sem aðrir númera- læknar verða að bera sjálfir. Fyrir nokkrum dögum höfðu aðeins um 500 manns skipt um lækni og er dreifibréfið sem borið var út í gær síðasta hálmstráið íyrir bæjar- stjórnina að grípa til áður en mán- uðurinn er allur. í bréfinu segir að „Heilsugæsl- an“, sem í raun er læknastofa, sé nú til þjónustu reiðubúin. Þar starfi tveir sérfræðingar í heimilislækn- ingum. Vegna vinnu við fjárhags- áætlun sé bæjaryfirvöldum nauðsynlegt að vita hug bæjarbúa til þessarar þjónustu og því séú þeir beðnir að svara því hvort þeir muni skipta um lækni fyrir 31. 12. 1983 eða hvort þeir muni ekki skipta um lækni! Það sé mjög áríðandi að bæjarbúar taki þátt í þessari könn- un~___________________-ÁI Kartöflur fyrir kjöt Gengið hefur nú verið frá samningi við finnska samvinnusambandið um að við kaupum af því 2100 tonn af matar- kartöfium en það 100 tonn dilkakjöts af okkur. Sýnishorn hefur borist af þeim kartöflum, sem Finnar selja okkur og reyndust þær mjög útlitsfallegar og bragðgóðar. Verðið á finnsku kartöflunum er mjög svipað því sem er á þeim hol- Iensku, sem nú er verið að flytja inn. Von er á fyrstu sendingunni frá Finn- landi í janúarlok. -mhg Greiða má með gíró 6572 í aðalbanka Alþýðubankans Laugavegi 31

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.