Þjóðviljinn - 19.01.1984, Page 3
Fimintudagur 19. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Starfsfólk í Álverinu, Landssmiðjunni og víðar:
Heymardeyfa afar algeng
segir Einar
Sindrason
- Þaö sem hefur komið manni
fyrst og fremst á óvart er hversu
margir hafa skerta heyrn hér-
lendis, og þar skera
járniðnaðarstarfsmenn sig
mjög úr. Þeir heyra upp til hópa
illa, sagði Einar Sindrason
heyrnarsérfræðingur í samtali
við Þjóðviljann.
Heyrnar- og talmeinastöð ís-
lands hefur síðustu mánuði staðið
fyrir umfangsmiklum heyrnar-
mælingum á starfsmönnum á stór-
um vinnustöðum í málmiðnaðar-
greinum, m.a. Álverinu í Straums-
vík, vélsmiðjum og einnig í Áburð-
arverksmiðjunni. í starfsreglum
stöðvarinnar er einmitt gert ráð
fyrir að hún annist víðtækar
heyrnarmælingar á fólki sem fyrir-
byggjandi aðgerð gegn heyrnar-
skemmdum.
- Þetta er yfirgripsmikið starf og
frá því í haust þegar við fengum
starfsmann í þetta verkefni hefur
verið unnið að heyrnarmælingum
starfsfólks á fjölmennum vinnu-
stöðum í málmiðnaði, en mark-
miðið er að heyrnarmæla alla þá
sem vinna við hávaðasöm störf og
fylgjast síðan sérstaklega með
heyrn þeirra sem hafa hlotið ein-
hvern skaða. Heyrndardeyfa er
afar algeng hérlendis vegna þess að
hér er mikið meira um hávaðasöm
störf en þekkist í nágrannalöndun-
um, mikið um vélavinnu og eins er
fólki sem starfar í fiskiðnaði hætt
við heyrnarskaða, sagði Einar.
Leita of seint aðstoðar
Einar sagði að heyrnartap ætti
sér ætíð langan aðdraganda og því
væri nauðsynlegt að greina
Heyrnaskemmdir hjá starfsmönnum álversins í Straumsvík eru mun algengari og alvarlegri en menn áttu von á. Sama er væntanlega að segja um
ástandið á öðrum vinnustöðum af svipaðri gerð. (Ljósm.: Leifur).
skaðann á byrjunarstigi svo hægt
væri að bæta heyrnina að nýju.
„Menn gera sér ekki grein fyrir um-
fangi heyrnardeyfu hérlendis. Af
450 tilvikum um vinnusjúkdóma
sem tilkynnt var um opinberlega
árið 1982 voru 400 tilfeíli tilkynnt
af Heyrnar- og talmeinastöðinni.
Það var nær eingöngu fólk sem
kom til okkar, en fæstir leita til
okkar fyrr en heyrnarskaðinn er
orðinn mikill og erfitt að ráða bót á
honum. Því skiptir miklu að vera
með fyrirbyggjandi ráðstafanir.
Niðurstöður kynntar
Það er verið að vinna úr þeim
athugunum sem þegar hafa verið
gerðar á vinnustöðum, þeir sem
eru með alvarlegan heyrnarskaða
verða teknir til frekari rannsóknar
og við munum einnig fara aftur á
þessa vinnustaði og kynna niður-
stöður heyrnamælinganna og skýra
út fyrir fólki hvernig málum sé
komið og hvað sé brýnast að gera
til að koma í veg fyrir þessar miklu
heyrnarskemmdir, sagði Einar
Sindrason. - lg.
Kópavogskaupstaður:
Tryggir bömin
fyrir slysum
Kópavogsbær tryggir nú börnin í
bænum fyrir hvers konar tjóni.
Samningur um trygginguna er frá-
genginn við Brunabótafélag Is-
lands. Tryggingin hefur þann kost
umfram eldra fyrirkomulag að hún
greiðir bætur vegna tjóns sem barn
verður fyrir, óháð því hver ber
ábyrgð á tjóninu.
Þjóðviljinn leitaði upplýsinga
um þetta hjá Kristjáni Olafssyni
bæjarlögmanni Kópavogs. Hann
sagði að mestar líkur væri á að
grípa þyrfti til þessarar nýju
tryggingar vegna siysa sem gætu
orðið í vinnuskólanum, sem bær-
inn starfrækir á sumrin, og ferða-
laga á vegum skólanna. „Þessi
trygging er liður í einum pakka sem
boðið er upp á. Tryggingin er ódýr
og gæti komið sér vel, þess vegna er
engin spurning um að taka hana“,
sagði Kristján. Hann sagði okkur
að á síðasta ári hefði tryggingin
verið í gildi en ekki þurfti að grípa
til hennar. Árið 1982 varð barn í
bænum aftur á móti fyrir tanntjóni,
sem svona trygging hefði bætt ef
hún hefði verið fyrir hendi. Þannig
bætir hún upp að vissu marki tjón
sem einstaka fjölskyldur þurfa
annars að bera.
Tryggingin á skólabörnunum er
hluti af samningi sem Kópavogs-
bær hefur gert við Brunabótafélag
Islands. Húseigendatrygging, á-
byrgðartrygging á lausafé bæjarins
og fleira er inn í þessum samningi.
Getur hentað öll-
um sveitarfélögum
segir Ingi R. Helgason hjá Brunabót
„Þessu máli var hreyft fyrir BÍ“, sagði Ingi R. Hclgason lor-
nokkrum árum af stjórn Sambands stjóri Brunabótafélagsins.
íslenskra sveitarfélaga og Bruna- „Tryggingin tekur til hvers
bótafélags íslands hefur nú fullgert skólabarns, sem verður fyrir slysi.
sameinaðar tryggingar fyrir Hvernigsvosemslysiðberað, hver
sveitarfélögin, sniðnar eftir vá- svo sem á sök á því, hvort sem slys-
tryggingarþörf þeirra. Slysatrygg- ' ið verður við nám eða í leik, í eða
ingar skólabarna eru aðeins liður í við grunnskóla, leikskóla, dag-
þcim, en allir kaupstaðir í landinu heimili eða sumarnámskeið á veg-
utan Reykjavíkur eru aðilar að um bæjarins eða á leið til og frá
Unglingar í Vinnuskóla Kópavogs að störfum
heimili að þessum stofnunum eða
á ferðalögum á vegum þeirra“,
sagði Ingi ennfremur.
„Slysatryggingar skólabarna
með þessum hætti eru hugsaðar
sem viðbót við venjulega ábyrgð-
artryggingu sveitarfélagsins þar
sem börn falla ekki undir laun-
þegatryggingu. Ef barn slasast í
skóla sakir vanbúnaðar eða van-
rækslu verður sveitarstjórnin talin
skaðabótaskyld og þá kemur til
kasta ábyrgðartryggingarinnar. En
ef barn slasar annað barn í leik, eða
barn slasast í leikfimi eða í skóla-
ferðalagi og engum verður um
kennt, fellur það tilvik utan á-
byrgðartryggingarinnar", sagði
Ingi. „Þá kemur til kasta þessarar
nýju tryggingar, sem bæfir tjónið í
samræmi við vátryggingarupphæð-
ina.“
Ingi sagði að fjölmörg sveitarfé-
lög hefu sýnt þessari nýju tryggingu
áhuga, en Kópavogskaupstaður er
hið fyrsta sem væri með frágenginn
samning um þessi mál við BÍ.
-jp-
SVR:
Miljón
færri
farþegar
Á síðasta ári fækkaði farþegum
SVR í fyrsta sinn í langan tíma og
voru þeir rúmlega 10 miljónir í stað
11 miljóna á árinu 1982. Hafa far-
þegar SVR ekki verið færri s.l. 20
ár.
„Þessi fækkun verður mest á
fyrstu 4 mánuðum ársins 1983“,
sagði Guðrún Ágústsdóttir,
stjórnarmaður í SVR, í gær. „Það
er erfitt að spá um hver ástæðan er,
en hátt verðlag minnkar auðvitað
notkun á strætisvögnum eins og
öðru.
Það verður að grípa á þessu",
sagði Guðrún ennfremur, „og laða
farþega að vögnunum á nýjan leik.
Besta ráðið sem ég sé til að snúa
dæminu við er að halda fargjöldum
í lágmarki og bæta þjónustuna. Það
er því miður ekkj stefnan sem nú er
fylgt í borgarstjórn." _ ÁI.
Sinfónían í kvöld
A dagskrá Sinfóníu íslands á tón-
leikum í Háskólabíói í kvöld eru tvö
verk: Dagur reiði eftir Penderecki
og Vonsinfónían eftir Schumann.
Flytjendur eru auk hljómsveitar-
innar einsöngvararnir Marianne
Mellnás, Svend Anders Benktsson
og Sigurður Björnsson. Kórhlut-
verkið sem er mjög stórt er í hönd-
um Söngsveitarinnar Fflharmóníu
og félaga úr Karlakórnum Fóstb-
ræðrum.
Á undan flutningnum mun Bald-
vin Halldórsson leikari lesa íslenska
þýðingu textans.