Þjóðviljinn - 19.01.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheímtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Langlundargeðið er nú þrotið Það virðist nú sem talsverður baráttuandi sé að grípa um sig í ýmsum félögum launamanna. Langlundargeð launafólks er á þrotum. Núverandi ríkisstjórn hefur fengið starfsfrið til þess að koma sínum málum fram og afleiðingar stjórnarstefnunnar blasa við. Verðbólgu- hraðinn og vextirnir hafa lækkað með einhliða niður- greiðslu frá launafólki. Ýmsar greinar atvinnustarfsemi græða vel á launalækkuninni en ekkert bólar á lækkun- um vöruverðs eða þjónustugjalda hins opinbera. Bandaríkjadollar hefur hækkað í verði og það hefur hjálpað ríkisstjórninni til þess að halda krónunni stöð- ugri, en samdráttaraðgerðir hennar stofna atvinnuör- yggi í hættu um allt land. Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hafa farið fram á það að fá til baka það sem af þeim hefur verið tekið. Þeir krefjast þess að kaupmáttur verði miðaður við meðaltalskaupmátt ársins 1982, en til þess þyrfti um 40% kauphækkun. Atvinnurekendur hafa svarað því til að gangi þessi hækkun yfir alla línuna muni verðbólgan skjótast upp í himinhæðir á ný. Krafa starfsmanna í Straumsvík er ekki nema eðlileg viðbrögð við þeirri staðreynd að stjórnvöld og atvinnurekendur hyggjast leysa efnahagsvandamál þjóðarinnar eingöngu á kostn- að launafólks. Það hefði mátt búast við því að verkafólk vildi nokkuð á sig leggja til þess að lækka verðbólgu- stig, ef þrengt hefði verið að öllum aðilum samtímis, og verðbólgulækkunin skilaði sér í lægra vöruverði. En þegar ekkert er gert nema að sýna verkafólki óbilgirni er ekki nema von að svarað sér af fullum þrótti. Launa- lækkunin í álverinu svarar til þess útgjaldaauka sem Alusuisse hafði af því að gera bráðabirgðasamkomulag um tímabundið álag á raforkuverð til ÍSAL. Álverð hefur hækkað og eftirspurn eftir áli aukist. Það er erfitt að rökstyðja það að ÍSÁL eigi ekki að greiða hærri laun við þessar aðstæður, en hinsvegar má halda því fram að vegna þess að starfsmenn álversins eru betur settir Iaunalega en margir aðrir eigi hluti af launagreiðslum ÍSAL að renna í sameiginlegan pott hjá launafólki. En á það ber og að líta starfsmenn ÍSAL vinna margir í heilsuspillandi umhverfi sem stytt getur starfsævi þeirra. Hræringar innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eru athyglisverðar. Kennarar vilja ganga lengra en kröfugerð samninganefndar BSRB segir til um, en hún miðast við að halda kaupmætti frá því í október sl. en þá var þriðjungskauplækkun komin fram að mestu. Kröfugerðin snýst því um að stöðva kaupmáttarhrunið. Viðhorfin sem hafa komið fram hjá kennurum og út- varpsmönnum eru þau að fólk sé að gefast upp á þeim kröppu kjörum sem ríkisstjórnin krefst að almenningur búi við. Launafólk sé ekki lengur tilbúið að greiða einhliða niður verðbólgustigið. „Vindáttin hefur verið að breytast undanfarið og þolinmæðin hjá fólki er að bresta“, segir Gísli Baldvinsson formaður Kennarafé- lags Reykjavíkur. „Það er þannig komið hjá mörgum að dæmið gengur ekki upp.“ Þau félög verkafólks sem lægst hefur launin óttast það mjög að enda þótt kröfugerð sé þannig stillt að lægst launaða fólkið eigi að fá mesta hækkun, þá verði það ekki raunin. Sterkari hópar muni ryðjast framfyrir, og því hafa vakist upp hugmyndir um láglaunabætur gegnum almannatryggingar. Svarið hjá stjórnvöldum er að engir peningar séu til, hvorki hjá ríkinu né trygg- ingunum. Átvinnurekendur bjóðast til þess að hræra upp í launaumslögum fólks og gera þannig grín að öllu saman. Stjórnvöld hafa hlaðið stíflu í verðbólgustrauminn en ekki stöðvað hann. Uppistöðulón sem gert er úr kauplækkun, skuldabasli og fátækt hefur hlaðist upp að baki stíflunnar og leitar nú framrásar. klippt Framsókn krækir sér í hlut Framhaldsstofnfundur Nútím: ans var haldinn sl. föstudag. í stofnsamningi hlutafélagsins er kveðið á um að hlutafé skuli nema 15 miljónum króna. Sam- kvæmt heimildum klippara er ekki búið að safna öllu því hlut- afé, vantar 3 til 4 miljónir uppá. Framsóknarflokkurinn fer með 40% hlutafjár og hafði Steingrímur Hermannsson orð fyrir flokknum á hluthafafundin- um fyrir helgi. Pegar kom að stjórnarkjöri, stakk Steingrímur upp á þremur mönnum í stjórn nýja hlutaféiagsins þeim Þor- steini Ólafssyni aðstoðarforstjóra SIS, Hákoni Sigurgrímssyni framkvæmdastjóra Stéttarsam- bánds bænda og Hauki Ingibergs- syni framkvæmdastjóra Fram- sóknarflokksins. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins stakk uppá tveimur mönnum í stjórnina, þeim Hall- grími Sigurðssyni framkvæmda- stjóra Samvinnutrygginga og Einari Birni forstjóra og fyrrver- andi formanni Félags ísl. stór- kaupmanna. Aðgöngumiðinn forstjóratign Þessir fimm menn voru kosnir í stjórnina. Einsog sjá má er að- göngumiði í stjórn Nútímans ekki falur mönnum undir forstjóra- tign. Að vísu sleppur einn að- stoðarforstjóri fyrir náð og mis- kunn inní þessa hlutafélags- stjórn, en hann er nú líka aðstoð- arforstjóri SÍSs sjálfs. Starfsfólki hafnað Nokkrir starfsmenn Tímans í hópi hluthafa freistuðu þess að fá fulltrúa úr sínum röðum í stjórn- ina. Stungið var upp á Skafta Jónssyni blaðamanni, en hann hlaut ekki stuðning stóru hluthaf- anna eða Framsóknarflokksins. Steingrímur Hermannsson lýsti því nefnilega yfir í þann mund sem hann stakk uppá full- trúum flokksins í stjórnina, að Framsóknarflokkurinn myndi ekki beita atkvæðamagni sínu til að kjósa aðra en þá sem flokkur- inn styngi sjálfur uppá. Með því var komið í veg fyrir að starfs- mennirnir gætu fengið fulltrúa í stjórnina, - og ítök hinna fjár- sterku forstjóra tryggð við stjórnvöiinn. A tvinnuóöryggi og lítilsvirðing Starfsmenn Tímans búa við mikið atvinnuóöryggi. Allir, nema Þórarinn, hafa fengið upp- sagnarbréf og ekki hefur verið gengið frá endurráðningum hjá nýja fyrirtækinu. Og ekki þótti talsmönnum samvinnu og félags- hyggju farast vel við starfsmenn á hluthafafundinum þegar fulltrúa þess var hafnað á dögunum. Hins vegar verður ekki á móti mælt, að framkoma forstjóranna og ráðamannanna í Framsókn gagnvart starfsfólki Tímans er í fullkomnu samræmi við fram- komu ríkisstjórnar þeirra við al- menning í landinu. Þar er allt með sama lagi; lítilsvirðing. Grænn haus Mikill urgur er nú í velunnur- um Tímans vegna þessa máls og þykir vart á bætandi enn eitt „samvinnufélag forstjóranna" á vegum Framsóknarflokksins í viðbót við hermangsfyrirtækin Reginn og slík. Stungið hefur verið uppá að blaðið fái aftur hlandgræna Iitinn í „haus“ blaðsins einsog forðum tíð. Samsærið Tíminn sagði frá þeim viðburði er hlutafélagið var stofnað, og leyndu sér ekki undirtónar í garð forstjóraveldisins. „Þessi mynd gæti heitið samsærið", sagði í myndatexta með þeirri frétt (sjá meðfylgjandi). Og það er áhyggjuefni langt út fyrir raðir Tímamanna, að fjár- magnið skuli vera að styrkja ítök sín í fjölmiðlaheiminum frekar en hitt hér á íslandi. Kapitalið ræður bróðurpartinum af íslenskum fjölmiðlum og hin gagnrýna rödd má sín minna. Á því verður að verða breyting. -óg og skorið Kraftaverkin enn Þegar Framsóknarmenn byrja að tala um kraftaverkamenn er allur varinn góður. Tíminn hefur það eftir Bjarna Einarssyni að gerst hafi kraftaverk á íslandi og kraftaverkamenn hinir nýju séu ráðherrar vorir. Kraftaverkið er fólgið t því að búið er að eyða gömlu verðbólgunni. Ríði yfir önnur verðbólguholskefla, þá sé það ný verðbólga. Þó kemur frarn að þetta sé aðeins fyrri hluti kraftaverksins. Tekist' hafi að stöðva hjólin og nú þurfi að snúa þeirn af stað aftur. Síðasti krafta- verkamður Framsóknar var Kristinn Finnbogason sem gerði eitt kraftaverk á dag þá er hann var framkvæmdastjóri Tímans að sögn Ólafs Jóhannessonar. Samt sem áður og þrátt fyrir öll krafta- verkin reyndist Tíminn í larna- sessi þegar Kiddi skildi við hann. Það skyldi þó aldrei vera að kraftaverkin í efnahagsmálunum reynist hafa verið mest í munin- unt á'ráðamönnum þegar upp verður staðið?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.