Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 Mið-Ameríkunend Henry Kissingers hefur skilað Bandaríkjaforseta áliti sínu eftir 5 mánaða starf og sjá: boðið er upp á gamalt vín í nýjum belgjum. Yfirdrottn- unarstefna Bandaríkjanna í þessum heimshluta skal fram haldið með stóraukinni hernaðaraðstoð og íhlutun, þar sem beita á öllum ráðum til þess að styrkja þær ógn- arstjórnir sem nú ríkja í El Saivador og Guatemala og veita áframhaldandi hernað- araðstoð til þeirra leiguliða sem nú berjast gegn stjórn sandinista í Nicaragua fyrir reikning bandarísku leyni- þjónustunnar. Álit nefndar- innar var gert opinbert um svipað leyti og Contadora- ríkin svokölluðu höfðu eftir diplomatískum leiðum náð þeim árangri að fá utanríkis- ráðherra Nicaragua, Costa Rica, El Salvador, Guatemala og Honduras til þess að sam- einast um tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að allri erlendri hernaðaríhlutun á svæðinu verði hætt og kom- ið verði á samstarfsnefndum þessara rikja er vinni að friðsamlegri lausn deilumála og eflingu mannréttinda á svæðinu. Álit Kissinger-nefndarinnar er beinn stuöningur viö stefnu Reag- ans í þessum heimshluta um leiö og það ber mjög svipmót af þeirri heimssýn Henry Kissingers, sem einfaldar öll heimspólitísk mál nið- ur í átök á milli „góðs og ills“ á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þar sem helsta röksemdin fyrir 8 miljarða dollara „efnahagsaðstoð" við Mið-Ameríkuríkin er byggð á þeirri forsendu að „sovésk- kúbönsk íhlutun" á svæðinu gæti að öðrum kosti orðið til þess að Bandaríkin þyrftu að stórauka her- varnir sínar á suður-landamær- unum. Þessi ímyndaða ógnun við öryggi Bandaríkjanna verður í augum Kissingers að hluta af „heimspólitískri ögrun“ Sovét- ríkjanna gagnvart Bandaríkjun- um. Valdahroki stórveldisins Sú harðstjórn og sá skortur á mannréttindum og þjóðfélagslegu réttlæti sem þjóðir þessa heims- hluta hafa mátt búa við um áratuga skeið hverfur í skuggann fyrir þeirri pólitísku heimssýn Kissing- ers sem byggir á valdahroka stór- veldisins. Nefndin sem hann veitti forsæti var skipuð í júlí sl. og áttu 12 fulltrúar beggja flokka sæti í henni. Samkvæmt reglum nefndar- innar átti meirihlutinn að ráða, en einstaklingum var gefin heimild til sérálits um einstök atriði. Hins vegar gerðu reglur nefndarinnar ekki ráð fyrir minnihlutaáliti. Svo virðist af fréttunr sem helsta deilumálið innan nefndarinnar hafi snúist um það, hvort binda ætti efnahagsaðstoð við stjórnina í E1 Salvador skilyrðum um að hún sæi til þess að mannréttindi yrðu virt í landinu eða ekki. Ronald Reagan beitti neitunarvaldi sínu gegn slíkri samþykkt þingsins í síðasta mánuði og Kissinger er sagður hafa eytt drjúgum tíma af starfi sínu innan nefndarinnar í að fá fulltrúa Demó- krataflokksins til þess að falla frá slíkum skilyrðum. Hann varð hins- vegar að lúta í lægra haldi í þessu eina máli, en að öðru leyti er álit nefndarinnar sagt bera mjög svip- mót Kissingers. Þrefölduð fjárveiting Tillögur hennar fela í sér þre- földun á fjárveitingum Bandaríkj- anna til hernaðar- og efnahagsað- stoðar á svæðinu á næstu 5-6 árum, en Bandaríkin veita nú árlega um 400 miljónum dollara í þessum til- gangi. „Efnahagsáðstoðina“ við E1 Salvador vill nefndin sexfalda þeg- ar á næsta ári eða úr 65 í 400 miljón- Henry Kissinger ásamt nokkrum samnefndarmanna sinna. í nafni þeirrar heimsmyndar sem Kissinger stendur fyrir var Kampútsea lögð í rúst með loftárásum 1969. Hann átti einnig frumkvæðið að herferð Bandaríkjanna gegn stjórn sósíalistans Salvador Allende í Chile sem endaði með því að hann var myrtur 1973. Nú á að ganga á milli bols og höfuðs á alþýðu E1 Salvador og knýja stjórn sandinista til uppgjafar með hervaldi. Rök Kissingers eru ávallt þau sömu: sovéska ógnin gagnvart Bandaríkjunum. Kissinger-nefndin vill Dollara og hergögn Handa harðstjórum Mið-Ameríku ir dollara. Þá á einnig að stórauka framlag Bandaríkjanna til þeirrar miklu hernaðaruppbyggingar sem Bandaríkin hafa staðið fyrir í Honduras á undanförnum árum og einnig vill nefndin að Bandaríkin hefji á ný vopnasölu og hernaðar- aðstoð við Guatemala, en Carter forseti batt enda á þau viðskipti vegna mannréttindabrota her- stjórnarinnar í Guatemala. Nefndin mælir einnig meö á- framhaldandi og aukinni aðstoð til leiguliða þeirra sem Bandaríkja- menn hafa þjálfað í Honduras til hernaðar gegn stjórninni í Nicarag- ua. Segir í álitinu að markmiðið með þessum hernaði sé þó ekki að steypa stjórninni íNicaragua, held- ur eigi með hernaði þessum að skapa skilyrði til samninga við stjórn sandinista um lausn á vandamálum svæðisins í heild. Þau skilyrði sem nefndin setur fyrir hinni sexföldu efnahagsað- stoð til E1 Salvador eru að haldnar verði frjálsar kosningar, að jarð- næði verði skipt, að umbætur verði gerðar á réttarfari, að mannréttindi verði virt og að „dauðasveitirnar" svokölluðu sem starfað hafa í skjóli stjórnarhersins og ríkisstjórnarinnar verði upp- rættar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur reyndar haft hliðstæð skilyrði í orði fyrir fjárveitingum til E1 Sal- vador undanfarin ár án þess að það hafi með sjáanlegum hætti dregið úr þeirri ógnarstjórn sem þar ríkir. En það sem skiptir þó mestu máli er að í áliti nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir pólitískri lausn á stjórnarvandanum í E1 Salvador með samningum á milli deiluaðila, heldur á að knýja fram hernaðar- lega lausn með sexfaldri „efna- hagsaðstoð“ við ógnarstjórnina, þar sem böðlum stjórnarhersins verður áfram falið að sjá um „mannréttindi" í landinu og hinar umbeðnu umbætur á því sviði. Sömuieiðis virðist nefndin gera ráð fyrir því að sami stjórnarher eigi að tryggja hinar umbeðnu „frjálsu kosningar" í landinu. Nefndin gerir það að tillögu sinni að sérstakri Þróunarstofnun fyrir Mið-Ameríku verði komið á lagg- irnar og eigi hún að sjá um miðlun á fjórðungi þeirra 8 miljarða dollara sem verja á til svæðisins á næstu 5 árum. Rétt er að líta á niðurstöður Kissinger-nefndarinnar í ljósi þess árangurs sem Contadora-ríkin hafa nýlega náð í viðleitni sinni til þess að stilla til friðar og finna pólitíska lausn á vandamálum Mið- Ameríku. Contadora-ríkin, sem kenna sig við eyju í Panama, eru Mexíkó, Panama, Venezuela, Col- ombia og Argentína. í síðustu viku undirrituðu utanríkisráðherrar Nicaragua, E1 Salvador, Guate- mala, Costa Rica og Honduras til- lögu þessara ríkja er miðar að friðsamlegri lausn deilumála í þess- um heimshluta, þar sem hernaðar- íhlutun utanaðkomandi ríkja verði útilokuð. Þótt samkomulag þetta sé víða óljóst og aðeins beri að líta á það sem lítinn áfanga að langri leið, þá er sú viðleitni sem Contadora-ríkin hafa sýnt þó eina alvarlega viðleitni sem nú er í gangi til friðsamlegrar lausnar deilumála í Mið-Ameríku. Og álit Kissinger- nefndarinnar gengur þvert á þessa viðleitni í veigamiklum atriðum, þar sem það gerir ráð fyrir aukinni hernaðaríhlutun og áframhaldandi hernaði gegn stjórninni í Nicarag- ua. Bandaríkjaforseti mun ekki geta þvegið hendur sínar af þeirri ábyrgð sem hann ber á ógnaröld- inni í Mið-Ameríku með auknu dollaraflóði til þeirra harðstjórna sem þar ríkja. ólg. Hernaðarlausn er óhugsandí segjafulltrúarEl Salvador- nefndarinnar, sem œtla að halda fund að Hótel Borg á sunnudag Við ætlum að núnnast þess á sunnudaginn að Iiðin eru 52 ár frá bændauppreisninni miklu í E1 Salvador, sagði Jón Gunnar Grétarsson fulltrúi El Salvador- nefndarinnar í spjalli við Þjóð- viljann í gær. - 22. janúar er orðinn að al- þjóðlegum stuðningsdegi við þjóðfrelsisbaráttuna í E1 Salva- dor, þar sem þessa tímamótaat- burðar er minnst um leið. Þennan dag fyrir fjórum árum var farin fjölmennasta kröfuganga í sögu iandsins um götur höfuðborgar- innar, San Salvador, til þess að mótmæla þeirri kúgun sem ríkir í landinu. Það varúpp úr þeirri að- gerð sem hin framsæknu og iýð- ræðislegu öfl í landinu sameinuð- ust í eina fylkingu, FMLN/FDR. Með hvaða hætti hyggst nefnd- in minnast þessa atburðar? - Við ætlum að halda fund á Hótel Borg á sunnudaginn kl. 15. Þar verður flutt erindi um frels- uðu svæðin í E1 Salvador, sem eru á valdi þjóðfrelsisaflanna. Þessi svæði ná nú yfir meira en fimmtung alls landssvæðis, og verður gerð grein fyrir þeirri fé- lagslegu þjónustu, menntun og heilsugæslu sem þar er skipulögð, og þeim vísi að alþýðuvöldum sem þar hefur verið komið á með skipulagðri framleiðslu á félags- legum grundvelli. Þá verður einnig gerð grein fyrir söfnun þeirri sem E1 Salva- dornefndin hefur staðið fyrir í samvinnu við íslenska kennara- sambandið. Fjársöfnun þessi mun renna til barna á frelsuðu svæðunum í E1 Salvador, og hafa trúnaðarmenn kennarasam - bandsins safnað sérstaklega til þessa máls meðal kennara. Þá söfnuðust yfir 40 þúsund krón ur á Þorláksmessu í þessa söfnun, en endanleg niðurstaða verður birt á fundinum á sunnudaginn. Söfn- uninni er þó ekki lokið, og má leggja framlög inn á ávísana- reikning 59957 í Búnaðarbankan- um við Hlemm merktan „Söfnun til skólabarna í E1 Salvador, Björk Gísladóttir, Baldursgötu 9, 101 Reykjavík". Á fundinum á Hótel Borg mun Juan Diego frá Costa Rica einnig syngja baráttusöngva frá Mið- Ámeríku. Að lokum verður svo farin blysför að sendiráði Banda- ríkjanna við Laufásveg til þess að mótmæla stuðning Bandaríkja- stjórnar við ógnarstjórnina í El Salvador. Jón Gunnar Grétarsson félagi í El Salvador-nefndinni á íslandi. Hefur El Salvador-nefndin beint samband við aðila í E1 Sal- vador? - Nei, en við höfum gott og stöðugt samband við fulltrúa FMLN/FDR í Stokkhólmi, og það fé sem við höfum safnað fer í gegnum þá. Hvaða augum lýtur E1 Salvador-nefndin á álit Kissinger- nefndarinnar á málefnum Mið- Ameríku? - Þetta álit staðfestir enn einu sinni að Bandaríkin virðast stað- ráðin í að freista þess að knýja fram vilja sinn með hervaldi og hafna öllum samningum. í þessu sambandi er vert að minnast orða Whites sendiherra Carter- stjórnarinnar í E1 Salvador, en hann hefur ítrekað lýst því yfir að hernaðarlegur sigur sé óhugsandi í E1 Salvador og að eina leiðin til lausnar deilumálum í E1 Salvador sé samningaleiðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.