Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 12
12 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Söfnum fyrir ieikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapaö góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr- ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokksmiðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel- unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr i þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskaö er. Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablot ABR Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar. Hátíðin verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst borð- hald kl. 20.00. Veislustjóri: Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Fjölbreytt skemmtiatriði. Meðal þeirra sem fram koma eru: Árni Bergmann, Árni Björnsson, Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sveinn Kristinsson og Þráinn Bertelsson sem ávarpar gesti. Sigurður Rúnar Jónsson ieikur undir fjöldasöng og diskó- tekið Devo leikur tónlist við allra hæfi í austursal. Enn eru um 50 miðar til á hátíðina svo að það er rétt að panta miða strax í síma 17500. Þeir sem pantað hafa miða eru hvattir til að vitja þeirra sem fyrst og eigi síðar en fimmtudaginn 25. janúar. Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Skúli Garðar Fundur um sjávarútvegsmál Fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn að Kirkjuvegi 7 miðviku- daginn 25. janúar kl. 20.30. Á fundinum mæta alþingismennirnir Garð- ar Sigurðsson og Skúli Alexandersson. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Nú hefjast að nýju spilakvöldin vinsælu. Spilað verður 7. og 21. febrúar og 6. mars að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Árshátíð ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk. Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur. Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. í Alþýðuhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem gleði, andríki, söngur og hljóðfærasláttur skipa öndvegi. Ræðumaður kvöldsins verður Vilborg Harðardóttirvaraformaöur Alþýðubandalagsins. Félagi Steingrímur og félagi Stefán munu verða gestir hátíðarinnar ef guö lofar. Hin gamalkunna hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dunandi dansi mest alla nóltina. Miðaverð kr. 450.- Börn yngri en 12 ára fá ókeypis aðgang en aldurs- hópur 12-15 ára greiðir 200 krónur. Félagar, undirbúningsvinna er nú í fullum gangi. Auðveldið okkur hana með því að láta skrá ykkur til þátttöku sem allra fyrst; hjá Ragnheiði í síma 23397, Óttari í síma 21264 eða Guðlaugi í síma 23909. - Skemmtinefndin. Úr byggðum Eyjafjarðar Austan Eyjafjarðar, gegnt Akur- eyri hefur Skógræktarfélag Eyfirð- inga komið upp mjög fallegum trjá- lundi, sem nefnist Vaðlarcitur. Með tilkomu hins nýja Leiruvegar verður þessi fagri og friðsæli reitur fyrir ærnum búsifjum, þar sem vegurinn verður lagður gegnum hann, en allt verður að víkja fyrir þeirri „nauðsyn“ að menn geti ver- ið sem fljótastir í förum. Fyrir þær skemmdir, sem við þetta verða á reitnum mun Vega- gerðin greiða Skógræktarfélaginu skaðabætur að upphæð 1,5 milj. kr. Félagið mun fjarlægja þær trjá- plöntur, sem verða í vegi fyrir veg- inum. Verða þær trúlega, allflestar a.m.k., gróðursettar annarsstaðar í reitnum. Endurhæfíng á Kristnesi Á fundi stjórnarnefndar ríkis- spítalanna, sem haldinn var að Kristneshæli nálægt miðjum nóv. sl., var sérstaklega fjallað um mál- efni hælisins. Var m.a. ákveðið að efla þar mjög endurhæfingarstarf- ið. Hátíðasalnum verður breytt í endurhæfingarsal og sjúkraþjálfar- ar ráðnir til að starfa að endurhæf- ingunni. Jafnframt mun svo nafni stofn- unarinnar verða breytt að nokkru leyti. Hingað til hefur hún heitið Kristneshæli. Hér eftir mun hún nefnast Kristnesspítali. Spítalinn mun þó gegna sama hlutverki og hælið hefur gert mörg hin síðari árin. Hlynnt að ferðamálum Akureyringar hafa hug á að hlynna betur að ferðamálum heimafyrir en gert hefur verið. Er látið að því liggja, að e.t.v. verði ekki með öðrum hætti fljótar kom- ið upp nýjum störfum í bænum. Því hefur atvinnumálanefnd Akur- eyrar farið fram á það við bæjarráð að það veiti Ferðamálafélagi Akur- eyrar 250 þús. kr. styrk til þess að skipuleggja og samhæfa starf- semina. Er þá m.a. horft til aukinn- ar auglýsingastarfsemi og útgáfu á bæklingum þar sem kynnt væri hvað Akureyrarbær og nágrenni hafa að bjóða ferðamanninum, bæði hvað snertir ýmiss konar fyr- irgreiðslu og skoðun á fögrum stöðum og markverðum. Og svo sannarlega er þar úr mörgu að moða. „Opið hús“ fyrir aldraða Fyrir forgöngu Rauða kross- deildarinnar á Dalvík hafa nú 12 félög á Dalvík og í Svarfaðardal tekið sig saman um að hafa „opið hús“ fyrir elli- og örorkulífeyris- þega og maka þeirra í þessurn byggðarlögum einu sinni í mánuði í vetur. Verður þarna sitt af hverju haft um hönd, viðstöddum til ánægjuauka. Hugmyndin er að þessi starfsemi nái einnig til Ár- skógsstrandar og að samstarf geti tekið um hana með félögum þar og Svarfdælum. Verra en oftast áður Það hallar undan fæti í atvinnu- málunum á Akureyri. Nú um ára- mótin voru 250 manns þar á atvinnuleysisskrá, 72 konur og 178 karlar. f desembermánuði voru 3814 atvinnuleysisdagar á Akur- eyri. Svarar það til þess að 173 hafi verið atvinnulausir allan mánuð- inn. Alls voru atvinnuleysisdagar á Akureyri 16.137 árið 1982 en 28.737 á sl. ári og nemur sú fjölgun hvprki meira né minna en 70,7%. í janúarmánuði hefur þetta ástand síður en svo batnað og er nú Nú er á brattann að sækja fyrir Slippstöðina á Akureyri. verra en það hefur nokkru sinni verið hin síðari árin. Raunar hefur atvinna að jafnaði verið minnst í desember og janúar en farið að glæðast úr því. Nú eru hinsvegar engar horfur á að svo verði nema síður sé. Erfiðleikar Slippstöðvarinnar Þunglega horfir fyrir Slippstöð- inni á Akureyri um þesar mundir. Sextíu manns hefur verið sagt upp störfum frá 1. mars að telja. Ekki er í sjónmáli að þær uppsagnir verði dregnar til baka. Að sögn Gunnars Ragnars, for- stjóra Slippstöðvarinnar, hafa skuldir hlaðist upp hjá fyrirtækinu undanfarin misseri, enda útgerðin engan rekstrargrundvöll haft. Ekki verður haldið áfram á skulda- brautinni til eilífðarnóns. Enn kemur svo til að gera má ráð fyrir að kvótafyrirkomulagið leiði af sér minni þörf fyrir skipaviðgerðir þar sem skipunum verður lagt lengur eða skemur. Slippstöðin hefur sótt um leyfi til þess að taka erlent langtímalán. Það leyfi hefur þó ekki verið neitt, þegar þetta er skrifað. Hinsvegar hefur skipasmíðanefnd iðnaðar- ráðuneytisins lagt til að aflað verði 150 milj. kr. til þess að standa undir kostnaði við meiri háttar skipavið- gerðir og klassarnir um land allt. Gunnar Ragnarsson telur að þessi upphæð sé, í fljótu bragði skoðað, naumast nema helmingur þess fjár, sem Slippstöðin ein þurfi á að halda. - mhg ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akranesi kemur saman til fundar mánudaginn 23. janúar kl. 20.30 í Rein. LJÓSASKOÐUN SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Við aukum öryggi í umferðinni með því að nota ökuljósin allan sólarhringinn. rétt stillt og i góðu lagi. Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma. og Ijósaperur dofna smám saman við notkun Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnaö um allt aó því helming. 31 OKTÓBER á Ijósaskoöun að vera lokið um allt land. UrÍHð^^^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.