Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Sýning íslensku óperunnar á Rakaran- um í Sevilla eftir Rossini. Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue Leikstjórar: Francesca Zambello og Kristín S. Kristjánsdóttir Leikmynd, búningar og lýsing: Sarah G. Conly og John Michael Deegan Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Það sem kannski hefur átt mest- an þátt í að skapa Rakaranum vin- sældir og langlífi er vel heppnuð þersónusköpun, bæði af hálfu höf- undar söngtexta og ekki síður í tón- list Rossinis. Reyndar skilar söng- textinn sér ekki nógu vel í íslensku þýðingunni, sem mér fannst á köflum mjög klaufaleg og í litlu samræmi við talaða textann á milli. En Rossini tókst í tónlist sinni að draga fram eiginleika hverrar per- sónu, bæði það skoplega og einnig það persónulega í skapferli hvers og eins. Persónusköpunin byggir á stéttalegum hugmyndum sem enn voru ráðandi í byrjun 19. aldarinn- ar og efni óperunnar á margt sam- eiginlegt með öðrum gamanóper- um sem samdar voru á svipuðum _____________________ tíma. Hér gengur að nokkru enn í Basilío og fjárhaldsmaðurinn Bartóló, Jón Sigurbjörnsson og Kristinn Hallsson, skemmta gestum íslensku gegn aðgreiningin milli hinna al- óperunnar með kostuiegheitum sínum. Ljósm. eik. varlegu elskenda af yfirstétt annars vegar og hinsvegar buffo- karakteranna (gamanpersónur) - oft þjónustufólk - sem koma því til leiðar með alls kyns brögðum að elskendurnir ná saman að lokum. í Rakaranum skín sú hugmynd ennþá í gegn að æðri tilfinningar séu einkaeign yfirstéttarinnar, en björguðu þau sviðsvönu miklu, sérstaklega Sigríður Ella (Rósína), Kristinn Hailsson (Doktor Bart- óló) og Jón Sigurbjörnsson (Don Basilíó) en það nægði þó ekki til að skapa heilsteyptan leik og fannst mér oft alltof mikið sambandsleysi á sviðinu. Sigríður Ella Magnúsdóttir var tvímælalaust stjarna sýningarinn- ar. Hún er frábær söngkona og leikur hennar var áreynslulaus, eðlilegur og hrífandi. Cavatina hennar sem og arían í söngtíman- um voru að mínu mati það albesta í sýningunni. fulltrúar lægri stéttanna eru hlægi- legir ýmist fyrir peningagræðgi, klaufaskap eða drykkjuhneigð. Þetta kemur m.a. fram í dúett Ffg- arós og Almavíva greifa í fyrsta þætti, þar sem þeir syngja saman af mikilli innlifun um það sem tendrar hjarta þeirra; hjá greifanum er það ástin, en hjá Fígaró aftur á móti peningar. Sama peningagræðgin kemur fram hjá Fíorelló (þjóni' greifans) í byrjun fyrsta þáttar þeg- ar hann stingur undan dálaglegum hluta fjárins sem hann á að greiða hljóðfæraleikurum fyrir að spila undir glugga Rósínu. Og svo var það þjónninn í húsi Bartólós, sem komst í flöskuna og dó að endingu í stiganum undir þrumuveðrinu (reyndar eftir að vera búinn að detta einu sinni of oft á sviðinu). Þar sem verkið sjálft er fullt af skopi, fannst mér stundum ofgert í sýningu ísl. óperunnar að troða inn aukabröndurum í tíma og ótíma. Skorturinn á leikþjálfun er veika hliðin hjá ísl. óperunni. Það verður oft lausnin hjá óreyndum leikurum sem ekki ráða yfir nægilegri tækni eða innsæi til að skapa heilsteypta persónu, að bjarga sér á ódýrum brögðum til að koma áhorfendum til að hlæja. Ef treyst er um of á slík Aagot V. Óskarsdóttir skrifar um tónlist brögð, fá þau ofuráherslu, verða óeðlileg og falla engan veginn að persónu né leik. Svo ég vitni í texta í leikskrá: „klaufaleg fyndni er eng- in fyndni; sá sem vill vera fyndinn verður að hafa algjört vald á tækni síns miðils, hvort sem hann er orð, látbragð eða tónlist." Reyndar Rakarinn í Sevilla Kristinn Sigmundsson hefur mikla og heillandi rödd og sannaði það í Rakaranum að hann er kom- inn vel á veg með að ná góðu valdi yfir henni. Það var margt mjöggott í Fígaró Kristins, t.d. arían fræga í byrjun fyrsta þáttar, þótt leikurinn hafi verið dálítið óöruggur sérstak- lega framan af. Júlíus Vífill Ingvarsson hefur ekki ósiiotra rödd, en vantar að opna hana betur og ná betra valdi á tækninni til að geta skilað svo stóru hlutverki sem Almavíva greifa. Þetta háði honum einnig í leik og var hann því alltof utangátta og vantaði tilfinningu fyrir mótleikur- um sínum. Hann naut sín þó ágæt- lega í sólósenunum undir glugga Rósínu, ekki síst í canzonunni við gítarundirleik Fígarós. Doktor Bartóló var skemmti- legur í meðförum Kristins Halls- sonar og vógu persónutöfrarnir það upp að söngurinn var ekki alltaf alveg nákvæmur í hröðustu köflunum. Jón Sigurbjörnsson komst þokkalega frá rógsaríu Basí- líós og Elísabet Eiríksdóttir ágæt- lega frá aríu Bertu, þó efstu tón- arnir væru ofurlítið stífir. Guð- mundur Jónsson í hlutverki Fíorel- lós sem og óperukórinn stóðu vel fyrir sínu. Hópsöngsenurnar voru stundum dálítið ónákvæmar, sér- staklega kvintettinn í öðrum þætti, þó það hafi verið stórskemmtilegt atriði og hefðu sumir söngvaranna að ósekju mátt gjóa augunum oftar á hljómsveitarstjórann. Marc Tar- due er góður stjórnandi og fannst mér leikur hljómsveitarinnar vera til fyrirmyndar. Sviðsmynd og bún- ingar þjónuðu sínu hlutverki og sýndist mér vandamálið sem hlýtur að skapast af því hversu sviðið í Gamla bíó er grunnt vera vel leyst. í heild fannst mér sýningin of skrykkjótt og vanta heildarsvip. Það sem bera hana uppi er auðvit- að tónlist Rossinis og er óhætt að segja að mikið hefur til flutnings hennar verið vandað og eftir því margt mjög vel gert. Ný heilsurœktar- stöð í Reykjavík: Ertu með á STJÁ? STJÁ heitir ný heilsurækt fyrir almenning, sem nýlega hefur verið opnuð í Reykjavík. Hún er í húsa- kynnum endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar við Hátún 12 og þarna gefst fólki kostur á að koma og fá leiðbeiningar um alhliða þjálfun, en leiðbeinendur eru allir löggiltir sjúkraþjálfarar, er starfa hjá Sjálfsbjörg. Endurhæfingarstöð Sjálfsbjarg- ar hefur verið starfrækt sl. 6 ár og hefur þar verið boðið upp á alhliða sjúkraþjálfun. í byrjun starfaði þar aðeins einn sjúkraþjálfari, en nú eru þeir átta. Einn sjúkraþjálfari sinnir einungis vistmönnum í Dval- arheimili Sjálfsbjargar en hinir sinna fólki, sem vísað er til þjálfun- ar utan úr bæ og þeim er ícoma í Dagvistun Sjálfsbjargar. En nú hefur stöðin sem sé verið opnuð almenningi og að sögn Eiríks Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfsbjargar, er þetta gert í n.k. þakklætisskyni við almenning, sem mjög hefur stutt við bak Sjálfsbjargar frá upphafi. Ef fólk vill getur það fengið skoðun og fær þá leiðbeiningar um þjálfun með tilliti til niðurstöðu skoðunar- innar. Hægt er að kaupa staka tíma en einnig gefst fólki kostur á að kaupa mánaðarkort sem veita rétt til að mæta eins oft og hver vill þann mánuð. Opnunartími STJÁ jer mánud. til fimmtudaga frá j 16.30-22, föstud. frá 16.30 til 20 og laugard. frá 11 til 16. Vamir gegn mengun sjávar Lögð hefur verið fram fyrir- spurn til samgönguráðherra frá Guðrúnu Helgadóttur um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðv- um. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hyggst íslenska ríkisstjórnin taka þátt í flutningi tillögu, sem Norðurlandaþjóðirnar munu bera fram til vísinda- og tækninefndar- innar, á fundi um Parísarsáttmál- ann um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðvum sbr. lög nr. 67/ 1981, sem haldinn verður í júní n.k., um að fyrirtækjum, sem endurvinna úrgangsefni frá kjarn- orkuverum, verði gert skylt að nýta öll fáanleg tæki til að koma í veg fyrir mengun geislavirkra efna í umhverfinu?" -óg Blaðberar óskast Birkimel - Reynimel - Grenimel Hagamel DIÚDVIUINN Sími 81333 Samvinnubankinn í Hafnarfiröi mun frá og meö föstudeginum 27. janúar n.k. auka þjónustusviö sitt og sjá um kaup og sötu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt aö opna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varöandi VISA-greiðslukort. ERLEND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.