Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 7
vn
Fimmtudagur 26. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
.RÁ5 tvö:
Oskabam
þjóðarinnar
eða sómi
okkar,
sverð og
skjöldur?
Um fátt hefur verið rætt jafn
mikið manna á milli síðustu
daganaog rástvö. Flestireru
ánægðir með hanaog þátón-
list sem þar er leikin en þeir eru
margir sem hafa fundið að einu
eða öðru við dagskrárgerð
starfsmanna rásarinnar. Einnig
hafa kynningarnar, sem oft eru
ansi lélegar, farið fyrir brjóstið á
mörgum. Til að ræða þessi mál
nánar hringdi ég í ÞorgeirÁst-
valdsson, útvarpsstjóra rásar
tvö, og spurði hvort hann væri
ekki til í stutt spjall til að reyfa
þessi mál. Jú, jú, það var guð-
velkomið og á þriðjudaginn síð-
asta geystist ég af stað til fund-
ar við hann í höfuðstöðvum rás-
artvö. Ekki gekk það þrautar-
laust að finna innganginn að
rásinni í útvarpshúsinu nýja, en
það hafðist þó um síðir og það
sem fer hér á eftir er afrakstur
fararinnar.
Tilraunaútvarp
Blm.: Stendur til að lengja
dagskrána hér á rás tvö?
Þorgeir: Þegar farið var af stað
með rás 2 átti hún ekki að verða
fjárhagsleg byrði á Ríkisútvarpinu
- þvert á móti - rásinni er ætlað að
standa á eigin fótum og gera gott
betur en það. Það eru Iiðnir 50 dag-
ar síðan útsendingar hófust héðan
og því allt of snemmt að meta á
raunhæfan hátt hvað kostar að
halda úti starfsemi af þessu tagi.
Það á líka eftir að koma á daginn
hvernig okkur reiðir af á markaði
auglýsinganna. Við erum með ýmis
járn í eldinum í þeim efnum okkur
til framdráttar. Þetta skýrist að
mun næstu mánuði og þá er mál að
ráðast í lengingu dagskrár.
Þessa stundina er brýnna að
bæta það sem fyrir er en fjölga þátt-
um. Þar með er ég ekki að kasta
rýrð á störf þess fólks sem hefur að
undanförnu tekist á við þetta með
mér - langt í frá. Þáttagerðarfólk
var kallað til starfa með tiltölulega
stuttum fyrirvara og það hefur
staðið sig vel. - En það má alltaf
breyta og lagfæra - gallalaus er
dagskráin alls ekki. í aðra röndina
er rás 2 tilraunaútvarp sem á eftir
að taka miklum breytingum í næstu
framtfð.
Blm.: Eru breytingar á döfinni?
Þorgeir: Ég vil að breytingar
gerist á markvissan hátt - eitt skref
í einu - og því verða breytingar
ekki stórtækar á næstu vikum.
Dagskráin verður gefin út áður en
langt um líður. Þar með er komið
að kafla tvö í atburðarásinni.
Blm.: Ef rekstur stöðvarinnar
dómar, órökstuddar fullyrðingar
um allt og alla sem komið hafa við
sögu á rásinni. Gagnrýnin var
meira að segja komin fram áður en
útsendingar hófust 1. des. s.l. Mér
er það vel ljóst að það fylgir því
málfarsleg ábyrgð að tala í útvarp.
Flutningur á góðu og gildu máli
hlýtur alltaf að vera eitt af megin-
markmiðurn í starfsemi íslenskrar
útvarpsstöðvar og ég haga minni
vinnu samkvæmt því í uppbyggingu
rásar 2.
Mannaráðningar
Blm.: Hvernig er rekstri
stöðvarinnar háttað og eftir hverju
er farið við mannaráðningar?
Þorgeir: Fáir eru fastráðnir, eða
aðeins 4, en lausráðnir bera hitann
og þungann af dagskránni. Segja
má að þetta sé einkenni rekstrarins
nú og ég sé ekki að það breytist á
næstunni. Lausráðið dagskrár-
gerðarfólk er og verður ráðið í
lengri eða skemmri tíma. Meðan
rásin rennur sitt bernskuskeið,
dagskrá að mótast og komast í
mátulega fast form, er æskilegt að
mannaskipti eigi sér stað með
ákveðnu millibili og sömuleiðis
hlutverkaskipti innan hópsins sem
stjórnar þáttum dagskrárinnar
hverju sinni. Það eru gerðar kröfur
til þessa fólks og það er hægara sagt
en gert að halda úti þætti í langan
tíma án þess að fatast flugið og
missa hæð. - Hugmyndir eru ekki
óþrjótandi og starfsgleðinni eru
takmörk sett.
Síðari spurningunni er erfitt að
svara fullkomlega en það má segja
að eftirtalin atriði ráði þar miklu
um:
1. að viðkomandi þekki til eða sé
vel að sér á vissum sviðum tónlist-
ar; 2. að hún eða hann geti gert
efninu skil á frambærilegan hátt -
búið það til flutnings í útvarpi; 3.
að viðkomandi sé reiðubúin(n) til
að flytja mál sitt í beinum útsend-
ingum og hafi a.m.k. sneflilþekk-
ingu á þeim tækjum og tökkum
sem unnið er með.
Við undirbúninginn að rás 2 tók
ég á því og sannreyndi, að fólk með
þessa hæfileika og kunnáttu, var
ekki auðfundið enda kannski ekki
von þar sem markviss skólun á
þessu sviði fjölmiðlunar hefur ekki
átt sér stað hér á landi. Væri ekki
vanþörf á að breyta til batnaðar í
þeim efnum og kannski gæti rás 2
átt þar hlut að máli, orðið nokkurs
konar „gróðurhús" fyrir útvarps-
fólk framtíðarinnar. En nú erum
við farnir að ræða framtíðar-
drauma og best að hafa sem fæst
orð um þá.
JVS
Hluti af húsakynnum Rásar 2 í nýja útvarpshúsinu í Kringlubæ. Þjóðviljamynd
sveitum. Ætlar rás tvö að sinna
þessum málum eitthvað?
Þorgeir: Þú nefndir enn atriði
sem gaman væri að sinna betur en
gert hefur verið hjá Ríkisútvarpinu
til þessa - þ.e. eiga betri og meiri
samskipti við nágrannalöndin hvað.
útvarpsefni varðar, og á ég þá við á
þeim sviðum tónlistar sem falla
myndu inní dagskrá á rás tvö. Méi
er kunnugt um að BBC hefur jafn-
an á boðstólum áhugavert efni,
oft á tíðum ekki upp á marga fiska.
Er það stefna rásarinnar að vera
með stuttar innihaldslausar kynn-
ingar?
Þorgeir: Nei alls ekki. í sumum
tilfellum er að vísu ekki gert ráð
fyrir að kynningar séu langar og
efnismiklar - tónlistin gefur
beinlínis ekki tilefni til þess. Á öðr-
um stöðum í dag-skránni er ætlast
til að efnistök séu önnur, fjöl-
breytilegri. Hafa verður í huga að
- eik -
gjarnir.
Um gagnrýni sem fram hefur
komið um slæmt málfar í rásinni vil
ég segja að sumpart á hún rétt á
sér. ftaugastrekkingi beinnar út-
sendingar hefur sumum orðið á í
messunni vissulega og innan 25-
manna hóps (þáttagerðarfólks rás-
ar 2) er að finna einstaklinga sem
gengur verr en öðrum að koma frá
sér texta á frambærilegri íslensku.
Á hinn bóginn eru þetta sleggju-
gengur illa og hún stendur ekki
undir sér, getur þá svo farið að
fækka þurfí útsendingartímum?
Þorgeir: Það er erfitt að ráða í
það þessa stundina en margt verð-
ur reynt áður en grípa þarf til stytt-
ingar á dagskránni. Það er þrauta-
lending og þar með setjum við ofan
svo ekki sé meira sagt.
Tónleikaútvarp
Blm.: Stendur til að vera með
útsendingar frá tónleikum með ís-
lenskum hljómsveitum?
Þorgeir: Uppi eru hugmyndir
ýmiskonar í þessum efnum og ég
hef mikinn áhuga á að koma á út-
sendingum af þessu tagi sem þú
nefndir. Vonandi verður þetta
þáttur í því að lífga uppá dagskrána
í framtíðinni. Kjörið útvarpsefni
finnst mér og myndi hæfa vel í
kvöldútvarpi.
Blm.: Nú er það haft fyrir satt
að útvarpinu standi til boða og
jafnvel fái mikið af upptökum frá
hljómleikum með erlendum hljóm-
Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður Rásar 2 með ungan mann í starfs-
kynningu. Þjóðviljamynd - eik -
sem í mörgum tilfellum er ekki dýrt
að fá afnot af. T.d. upptökur frá
hljómleikum þekktra hljómsveita.
Á NOMUS-ráðstefnu í Osló s.l.
haust kom fram mikill áhugi á
auknum samskiptum innan Norð-
urlanda á ýmsum sviðum tónlistar
og gæti útvarp gegnt mikilvægu
hlutverki í því. Þetta eru aðeins tvö
dæmi.
Kynningar
Blm.: Nú eru kynningarnar
rás 2 er „melodi-radio“ og útvarp-
að er eingöngu í beinum útsending-
um. Það býður einlitri áferð heim
og við eigum margt ólært eftir í
dagskrárgerð af þessu tagi. Það er
hins vegar undir hverjum og einum
stjórnanda komið hvernig til tekst í
það og það sinnið. Fólk skólast í
þessu eins og öðru og lærir af mis-
tökum. Þeir sem ekki gera það
endast ekki lengi í starfi í útvarpi -
unnið er fyrir galopnum tjöldum
vægast sagt og dómarar eru margir
og harðir - sanngjarnir og ósann-