Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1984
BLAÐAUKI
Ny'kvenna-
Kjörbók kvenna á öllum aldri
Nýi kvennafræðarinn er staðfærð og að miklu leyti endursamin íslensk
gerð af dönsku handbókinni Kvinde, kend din krop. Þetta er alþýðlegt fræðirit,
ætlað jafnt ungum stúlkum sem fullorðnum konum, hvatning til kvenna um að
afla sér þekkingar á líkama sínum og félagslegri stöðu. Hér er opinskátt tekið á
málum sem varða allar konur en hafa alltof lengi verið feimnismál.
Álfheiður Ingadóttir,
Dagný Kristjánsdóttir,
Elísabet Gunnarsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir,
Ingunn Ásdísardóttir,
Jóhanna Sígurðardóttir,
María Jóna Gunnarsdóttir,
Nanna K. Sigurðardóttir,
Silja Aðalsteinsdóttir,
Steinunn Hafstað,
Anna T. Rögnvaldsdóttir.
Mál IMI og menning
Okkur fannst vanta góða
handbóká íslensku
um konur.
Hvað finnst þér?
Viltu vita eitthvað meira um öryggi
getnaðarvarna, „móðurlífsbólgur”,
þungunarpróf, gervibrjóst, hormóna-
meðferð, kynlífsráðgjöf, tíðni legháls-
krabbameins, lesbísk sambönd,
smokkinn og pilluna, ófrjósemis-
aðgerð á körlum, fullnægingu,
barnsfaðernismál, fóstureyðingu,
fæðingarorlof, kynlíf eftir fæðingu?
Brjóstamjólk
aldrei óholl
Atli Dagbjartsson og Björn
Árdal eru barnalæknará
Landspítalanum. Atli ersér-
fræðingur í nýburalækningum
en Björn er sérfræðingur í of-
næmissjúkdómum. Þeirleggja
báðir mikla áherslu á það í sínu
starfi, að konur hafi börn sín á
brjósti.
Báðir geyma þeir mikinn fróð-
leik, byggðan á niðurstöðum
fjölda rannsókna og reynslu í
starfi, um ungbarnasjúkdóma
og brjóstamjólk.
Þeir urðu vel við bón okkar um
viðtal og eyddu morgunstund í að
fræða okkur um ástæður þess að
brjóstamjólk er aldrei óholl börn-
um.
- Hvers vegna brjóstamjólk?
- Brjóstamjólkin er frá náttúr-
unnar hendi œtluð börnum. Kúa-
mjólkin er ætluð kálfum. Þurr-
mjólk er unnin úr kúamjólk. Ef
nóg er af brjóstamjólk og barnið
dafnar vel þarf það ekki aðra fæðu
fyrr en ársafmælið fer að nálgast.
Ekkert mælir á móti brjóstamjólk,
ásamt annarri fæðu, framá annað
aldursár. Petta sýnir hversu góð
fæða brjóstamjólkin er. í henni eru
öll efni sem barnið þarf á að halda
utan C, A og D vítamína, sem eru
gefin öllum börnum. Börn á fyrsta
aldursári eru ekki búin að byggja
sitt mótefnakerfi upp. í móð-
urmjólkinni eru hinsvegar mótefni
sem eru börnum nauðsynleg. í kú-
amjólkinni eru aftur á móti ofnæm-
isvaldar sem geta verið bömum
skaðlegir.
Vitað er og að brjóstagjöf stuðl-
ar að nánu sambandi móður og
barns, en þetta samband er barn-
inu mjög mikilvægt.
Brjóstagjöfin stuðlar því að
líkamlegri og andlegri heilsu barn-
anna.
- En ef mæður geta ekki haft
börn sín á brjósti?
- Pá er ráðlagt að nota góða
þurrmjólk. Ungbarnaeftirlitið get-
ur veitt upplýsingar um hvaða leg-
undir eru bestar. Rétt er að halda á
börnunum þegar þeim er gefinn
pelinn því snerting og blíða hafa
mikilvæg áhrif á andlega og líkam-
lega vellíðan þeirra.
- En hvernig eiga konur að halda
nægri mjólk?
- Pœr þurfa að drekka mun
meira en þœr eru vanar að gera.
Mjólkurframleiðslan er um það bil
einn lítri á sólarhring og þessum
lítra þarf að mæta með aukinni
drykkju. Vatnið er það besta, einn-
ig er allt öl gott, maltöl, pilsner og
bjór. Aftur á móti ættu mylkar
konur að forðast sterkan ávaxta-
safa, sterkt kaffi og gosdrykki.
Síðan er ekki nóg að framleiða
næga mjólk, hún þarf líka að kom-
ast út í geirvörturnar. Til þess að
svo megi verða þurfa andleg vellíð-
an og rósemi að vera fyrir hendi.
- Hvenær og hvað á að gefa af
fastri fæðu?
- Þegar barnið dafnar ekki
lengur nógu vel af brjóstamjólk-
inni einni saman. Sé þörf á ábót er
rétt að gefa annað hvort mjöl-
grauta eða ávaxtamauk. Þar sem
engir ofnæmissjúkdómar koma
fram í fjölskyldum er hægt að gefa
þurrmjólk sem ábót.
- Kúamjólk (og þar með þurr-
mjólk), egg, fiskur, baunir og hnet-
ur eru fœðutegundir sem ekki œtti
að gefa börnum sem hafa fjöl-
skyldusögu um ofnæmissjúkdóma
fyrr en J?au eru orðin eins árs
gömul. Astæðan er sú að í þéssum
fæðutegundum eru efni sem geta
verið sterkir ofnæmisvaldar. Sér-
staklega ætti að varast þessa fæðu
ef annað hvort foreldra hefur of-
næmiseinkenni í augum og nefi eða
asma. Ef ofnæmiseinkenni eru hjá
foreldrum ætti móðirin einnig að
forðast þessar fæðutegundir,
a.m.k. mjólk og egg, meðan hún
hefur barn sitt á brjósti. Hún ætti
jafnframt að leggja mikla áherslu á
að hafa barnið á brjósti eins lengi
og kostur er.
- Getur svokallaður maga-
krampi orsakast af einhverjum efn-
um í móðurmjlolkinni?
- Móðurmjólkin er aldrei óholl
fyrir meltingafæri barnsins. Svo-
kallaður magakrampi er sjaldgæf-
ari hjá brjóstamjólkurbörnum en
pélabörnum.
- Hafa gæði móðurmjólkur ver-
ið rannsökuð?
- Vissulega hefur samsetning
brjóstamjólkur verið rannsökuð.
Út frá þeim rannsóknum er
reyndar gengið þegar þurrmjólk er
unnin. Vitað er að móðurmjólkin
er rétta fæðan fyrir ungbörnin. At-
huganir á brjóstamjólk hafa sýnt
fram á það að samsetning hennar
er sú sama hvort sem þrjár vikur
eða ár er liðið frá fæðingu. Þess
vegna má fullyrða að hver móðir
hefur þá bestu mjólk sem hennar
barn getur fengið.
- í brjóstamjólkinni eru m.a.
IGA mótefni sem eru verndandi
gegn ofnæmisvöldum sem komast
niður í meltingafæri. Einnig eru í
henni lifandi frumur sem hjálpa til
við eyðingu sýkla. Mjólkin hefur
þannig verndandi áhrif gegn melt-
ingafærasýkingum. Rannsóknir
benda einnig til minnkandi tíðni
öndunarfærasýkinga með brjósta-
mjólk.
- Brjóstamjólkin er ákaflega
þægilegur kostur, því hún er alltaf
tilbúin og fullkomlega hrein. Hún
er besta fæða sem móðir getur gef-
ið barni sínu. Brjóstagjöfin hefur
einnig í för með sér andlegt fóður
sem er öllum börnum afar mikil-
vægt. -jp
Verð á þurrmjólk
Verð á þurrmjólk er misjafnt mest seldu tegundunum þar. Dós
éftir tegundum og sendingum af tegundinni SMA kostar 84,30 og
hverju sinni. innihaldiðer450kr. Samaþyngdaf
MAMEX þurrmjólk kostar 60,10,
Hjá Breiðholtsapóteki fengum en NAN þurrmjólk kostar 79,80
við í gær upplýsingar um verð á með 500 gr innihaldi.