Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
íþróttir
Víðir Sigurðsson
Liverpool í undanúrslit Mjólkurbikarsins enska:
Rush og Robinson sáu um Sheff. Wed.
Engin niðurstaða
í máli Péturs:
Islenskir ungling-
ar á Finlandia Cup
í fyrradag fór íslenska unglingalandsliðið í badminton til Sviss
þar sem það tekur þátt í landskeppni undir 18 ára, Finlandia Cup,
sem fram fer um helgina. Mót þetta er haldið í fyrsta skipti og er á
vegum Badmintonsambands Evrópu. Það mun framvegis fara fram
annað hvert ár og þátttökuþjóðirnar skiptast á um að halda það.
Á meðfylgjandi mynd eru keppendur, landsliðsþjálfari og for-
maður BSI. Frá vinstri: Gunnsteinn Karlsson, formaður BSÍ,
Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari, Árni Þ. Hallgrímsson, ÍA, Elísa-
bet Þórðardóttir, TBR, Snorri Injgvarsson, TBR, Guðrún Júlíus-
dóttir, TBR, Þórhallur Ingason, IA og Þórdís Edwald, TBR.
Finlandia Cup er stofnað til heiðurs Finnanum Anders Seg-
ercrants sem hefur unnið ómetanleg störf í þágu badmintoníþrótt-
arinnar. Hann gefur sjálfur verðlaunin sem keppt verður um.
Liverpool stefnir á sinn fjórða
sigur í röð í enska deilda/mjólkur-
bikarnum í knattspyrnu - enn ein
hindrunin féll á Anfield Road í Li-
verpool í gærkvöldi. Þar fengu
meistararnir hið geysisterka
2.deildarlið Sheffield Wednesday í
heimsókn og unnu sannfærandi
sigur, 3:0. Liðin höfðu gert 2:2
jafntefli í Sheffield í síðustu viku.
Ian Rush skoraði tvö marka Li-
verpool, á 39. og 85. mínútum
leiksins og hefur þar með gert 29
mörk í vetur, 31 ef landsliðsmörkin
fyrir Wales eru meðtalin. Mike
Robinn, sem lagði upp síðara mark
Umræður um íþrótta-
fréttamennskuna
Það má búast við fjörugum um-
ræðum og skoðanaskiptum í
Leifsbúðinni á Hótel Loftleiðum á
laugardaginn þegar þar mætast á
fundi forsvarsmenn íþrótta-
hreyfingarinnar og samtaka
íþróttafréttamanna. Þar verða flutt
framsöguerindi um tvö efni, stöðu
íslenskrar íþróttafréttamennsku og
samskiptamál íþróttahreyfingar-
innar og íþróttafréttamanna.
Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ
mun setja fundinn en síðan flytja
Örn Eiðsson og Hreggviður Jóns-
son erindin af hálfu íþrótta-
hreyfingarinnar en Ingólfur Hann-
esson og Hermann Gunnarsson af
hálfu íþróttafréttamanna. Eftir
Staðan
Staðan í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik eftir sigur ÍR á KR
í fyrrakvöld:
Njar&vík.......12 9 3 965:894 18
Haukar.........13 8 5 940:944 16
KR.............13 7 6 924:913 14
Valur..........13 5 8 1067:1020 10
Keflavík.......12 5 7 785:877 10
(R.............13 4 9 987:1020 8
Stigahæstir:
Valur Ingimundarson, Njarðvík.331
Pálmar Sigurftsson, Haukum......297
Krlstján Águstsson, Val.........260
Torfl Magnússon, Val............217
Þorsteinn Bjarnason, Keflavík...204
Hreinn Þorkelsson, IR...........202
Jón Kr. Gíslason, Keflavik......196
Jón Sigurösson, KR..............ig3
Jón Steingrfmsson, Val..........186
Gunnar Þorvarðarson, Njarðvfk...180
framsöguerindin verða frjálsar um-
ræður. Fundurinn er opinn öllum
áhugamönnum þannig að búast má
við margmenni, enda hefur slík
samkoma ekki verið haldin í fjöl-
mörg ár. Hún hefst kl. 14.15.
Walesbúans, skoraði annað mark
Liverpool á 73. mínútu. Liverpool
mætir 3. deildarliði Walsall, heima
og heiman, í undanúrslitum keppn-
innar, en í hinum undanúrslita-
leiknum mætast Everton og Aston
Villa. Það ríkir því mikil spenna á
bökkum Mersy-árinnar, líkur á
úrslitaleik Liverpool-liðanna Ever-
ton og Liverpool á Wembley í
mars.
- VS
Ásta Urbancic er i íslenska lands-
liðinu sem keppir á Möltu.
Mike Robinson klúðraði þremur
dauðafærum en skoraði síðan og
lagði upp mark fyrir Ian Rush.
Borðtennislandslið-
ið komið til Möltu
Stenmark í annað sætið
Ingemar Stenmark frá Svíþjóð
sigraði í stórsvigskeppni í
heimsbikarnum á skíðum sem
haldin var í Austurríki í fyrradag.
Marc Girardelli frá Luxemburg
varð annar og Júrgen Sundquist frá
Svíþjóð þriðji. Stenmark er þar
með kominn í annað sætið í stigak-
eppni heimsbikarsins, níu stigum á
eftir Pirmin Zurbriggen frá Sviss en
þrettán stigum á undan Andreas
Wenzel frá Liechtenstein sem nú er
þriðji.
íslenska landsliðið í borðtennis
er nú komið til Möltu þar sem það
hefur keppni í Evrópukeppni
landsliða, 3. deild, á morgun,
föstudag. Keppninni lýkur á sunn-
udag. Leiknir verða fjórðir lands-
leikir á mótinu, gegn Möltu, Jers-
ey, Portúgal og Búlgaríu.
Stefán Konráðsson landsliðs-
þjálfari valdi þrjá leikmenn til far-
arinnar, Tómas Guðjónsson og
Hjálmtý Hafsteinsson úr KR og
Ástu Urbancic úr Erninum. Valið
ísland - Noregur um helgina:
Nær Island yfirhöndinni
í fjölda sigurleikja?
Annað kvöld verður háður í
Laugardalshöllinni fyrsti lands-
leikurinn af þremur miili íslands og
Noregs í handknattleik karla.
Viðureign númer tvö fer fram á Ak-
ureyri á laugardaginn og númer
þrjú í Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið.
Island og Noregur hafa alls mæst
28 sinnum í A-landsleikjum karla,
og hefur ísland aðeins leikið oftar
við eina þjóð, Dani, eða 38 sinn-
um. Staðan í dag er sú að jafnræði
ríkir með þjóðunum, ísland hefur
unnið 11 sinnum, Noregur 11 sinn-
um en sex sinnum hefur orðið jafn-
tefli. Markatalan er fslandi hag-
stæð, 504 mörk skoruð gegn 487
mörkum Norðmanna
Norðmenn reyndust sterkari
aðilinn fyrstu þrjú skiptin sem
þjóðirnar mættust. Þeir unnu 27:20
í Osló 1958 og með sömu marka-
tölu á sama stað ári síðar. Síðan
mættust þjóðirnar ekki fyrr en árið
1969, tvívegis í Reykjavík. Noreg-
ur vann fyrst 18:16 en síðan
náði ísland sínum fyrsta sigri,
14:13. í næstu átta leikjumurðu
fimm jafntefli og þrír norskir
sigrar, en síðan hefur ísland oft-
ast haft betur og jafnaði sigur-
leikina, 11 gegn 11, með því að
vinna tvívegis í Noregi
síðan, 22:17 og 21:20.
helgina er möguleiki á að ná
yfirhöndinni - það ætti að tak-
ast í þremur heimaleikjum
með aðstoð áhorfenda.
- VS
var byggt á frammistöðu í tveim
landsliðsmótum.
Reiknað er með að Búlgarir
vinni öruggan sigur en aðrir leikir
gætu orðið jafnir. f fyrra varð ís-
land í þriðja sæti, tapaði naumlega
fyrir Möltu en vann Jersey
Framarar
missa
Guðmund
Nýliðar Fram í 1. deildinni í
knattspyrnu hafa misst aðalmark-
vörð sinn, Guðmund Baldursson,
til Vestur-Þýskalands. Hann fór í
gær til utandeildaliðs, Witten að
nafni, og leikur með því út þetta
keppnistímabil.
ÍS-Fram
Stórleikur er á dag skrá í 1. deild
karla í körfuknattleik í kvöld.
Efstu liðin, ÍS og Fram, mætast
í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans og
hefst viðureignin kl.
20.
VISAÐ UR
HERAÐI AN
UMRÆÐU?
„Við ætlum að reyna að ná sam-
an þriggja manna fundi, en ef það
tekst ekki verðum við að senda
bréf til dómstóls ÍBR og varpa mál-
inu yfir á aðra", sagði Ingi Stefáns-
son, fyrrum leikmaður IS í körfu-
knattleik, sem á sæti í dómstóli
körfuknattleiksráðs Reykjavíkur.
„Ég var kosinn í þennan dómstól
árið 1980 og hefði þar með átt að
ganga útúr honum árið 1982.
KKRR hefur hins vegar ekki mér
vitanlega haldið fund síðan árið
1981 þannig að í dómstólinn hefur
ekki verið skipað síðan“ sagði Ingi.
Þessi brotalöm í kerfinu tefur
framgang kærumálsins mikla á
hendur Pétri Guðmundssyni sem
nú hefur leikið tvo síðustu leiki ÍR-
inga í úrvalsdeildinni, og verið
kærður fyrir. Erfitt er að hóa sam-
an meðlimum dómstólsins, einn
mun dvelja erlendis og annar er
fluttur í annað umdæmi, farinn að
leika með Breiðabliki í Kópavogi.
Það má því búast við að málinu
verði vísað til dómstóls KKÍ án um-
ræðu eða ákvarðanatöku í héraði -
mikil hneisa fyrir aðstandendur
körfuknattleiksmála í höfuðborg-
inni sem hefur á að skipa helmingi
liða úrvalsdeildarinnar og tveim
efstu liðum 1. deildarinnar.
- VS.